Bankamenn með bakþanka

Flestir yfirmenn föllnu bankanna eru fluttir úr landi og nota nú reynslu sína til "ráðgjafastarfa" erlendis, enda hafa þeir af nógu að miðla, um hvernig á ekki að reka banka, eða stunda aðra fjármálastarfsemi.  Hins vegar er ekkert vitað, hvort mikil eftirspurn sé eftir þessum "ráðgjöfum".

Sumir bankasnillinganna eru þó komnir með einhverja bakþanka um frammistöðu sína og glöggskyggni á liðnum árum, því haft er eftir Ármanni Þorvaldssyni, fyrrverandi forstjóri Kaupthing Singer & Friedlander, að:  "Þegar ríkið hafi þjóðnýtt Glitni þá var ástandið orðið vonlaust. Það sé eitthvað sem hann sjái nú en gerði sér ekki grein fyrir á þeim tíma. Á þeim tíma gagnrýndu bankamennirnir ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki stutt bankana."

Á síðasta ári kvörtuðu bankasnilligarnir mikið yfir því, að seðlabankinn veitti þeim ekki nógu mikinn fjárhagslegan stuðning og gerðu mikið úr því að gjaldeyrisvarasjóðurinn væri ekki nógu stór, til að banki bankanna gæti ausið gjaldeyrislánum til bankanna, en nú segir Ármann:  „Þegar ég lít til baka. Þá set ég spurningarmerki við hvort það hefði verið réttlætanlegt að setja svo mikið fé inn í fjármálakerfið."

Banka- og útrásarmafian fór mikinn á þessum tíma og sagði öllum til syndanna, sem dirfðust að efast um snilli þeirra og framsýni og voru slíkar raddir umsvifalaust kæfðar og gagnrýnendur sagðir skilningslausir og öfundsjúkir úr í "íslenska módelið".

Nú eru snillingarnir sjálfir flúnir land og búnir að viðurkenna að "íslenska módelið" var bara rugl og glæpamennska. 

Það sem er verra, er að almenningur á Íslandi þarf að taka afleiðingunum.


mbl.is Flestir lykilmennirnir farnir frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband