Bónus gefur engum neitt

Það hefur verið vitað í a.m.k. fimmtán ár, að vegna kúgunar Bónuss á birgjum, hefur vöruverð hækkað óeðlilega mikið í landinu.  Stafar þetta af því, að Bónus gerir þá kröfu til birgja að fá vörur til sín á að minnsta kosti 20 - 25% lægra verði en aðrar verslanir og til að mæta því, hækka birgjarnir vöruverð til allra annarra sem því nemur.  Þar sem Bónusveldið hefur 50 - 60% markaðshlutdeild á matvörumarkaði, þarf að hækka vöruverðið til allra hinna, svo hægt sé að standa undir afsláttunum til Bónuss.

Bónus líður engum að selja vörur á lægra verði og því hamlar þetta allri samkeppni, þar sem aðrir kaupmenn þurfa sína álagningu til þess að standa undir rekstri og Bónus getur alltaf verið lægri, án þess að slá af sinni álagningu.  Fólk heldur að Bónus stuðli að lægra vöruverði með lágri álagningu, en það er alger misskilningur, þar sem verslunin gefur ekki eftir eina krónu af sinni álagningu, heldur nær niður verði til sín, með því að pína birgjana til að hækka það til annarra.

Þetta er Jón Gerald Sullenberger að upplifa núna og er að komast að því að Bónusveldið heldur öllu varðandi verslun og viðskipti á smásölumarkaði í heljargreipum.  Margir birgjar hafa farið flatt á því að lenda upp á kant við þá háu herra, sem stjórna Bónusveldinu.

Þessu verður að breyta og það verður ekki gert, nema með því að jafna samkeppnismöguleikana, t.d. með banni á verðmismunun birgja til verslana.


mbl.is Alvarlegt fyrir nýsköpun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll!

Mér finnast þínar skýringar nokkuð langsóttar. Þú segir,að aðrar verslanir verði að hafa álagningu háa þar eð þær fái ekki eins góð kjör og Bónus eða Hagar. hjá birgjum.Þegar Bónus byrjaði var verslunin í sömu sporum og Sullenberger er  dag. Þá  voru einnig sterkir aðilar fyrir á markaðnum,Kolkrabbinn og SÍS veldið. Bónus feðgar börðust við þetta ofurefli með tvær hendur tómar og fengu engan stuðning frá samkeppnisyfirvöldum.Sama verða nýir aðilar að gera í dag.Það eina sem unnt er að fara fram er,að samkeppnisyfirvöld kanni hvort Hagar beiti skaðlegum samkeppnishömlum,annað ekki.

Kveðja

Björgvin

Björgvin Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 16:37

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki minnist ég þess að Kolkrabbinn hafi verið mikið í smásöluverslun og ekki var SÍS veldið heldur stórt á matvörumarkaði í Reykjavík.  Stærsta verslunin var Hagkaup og síðan kaupmannsverslanir á hverju horni. 

Áður en fimm ár voru liðin frá stofnun Bónus voru þeir búnir að sölsa Hagkaup undir sig og síðan hafa þeir í raun stjórnað öllum smásölumarkaði á Íslandi, sérstaklega á svokölluðum dagvörumarkaði, en einnig á mörgum öðrum sviðum.

Þeirra veldi á einnig mikinn part af verslunarhúsnæði í Reykjavík, jafnvel húsnæði keppinauta sinna og geta því að stórum hluta ráðið leiguverði á verslunarhúsnæði.

Bónusveldið er stórhættulegt konungsríki, sem er reyndar komið að fótum fram, en ennþá tekst feðgunum samt að millifæra Haga á milli kennitalna og komu þeim t.d. þannig undan þrotabúi Baugs. 

Þetta er ekki heilbrigð samkeppni, heldur markaðsstjórnun.  Það er engum hollt og allra síst neytendum.

Axel Jóhann Axelsson, 15.10.2009 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband