Skattgreiðendur í ábyrgð fyrir erlenda bankaeigendur

Nú hefur verið samþykkt, að erlendir kröfuhafar eignist 95% hlutafjár í Íslandsbanka og líklega munu kröfuhafar Kaupþings eignast 98% hlutafjár þess banka um mánaðamótin næstu.  Það er fagnaðarefni, að bankarnir skuli komast úr ríkiseigu með þessu móti og vonandi verður það til þess, að alvöru samkeppni skapist á bankamarkaði.

Auðvitað munu kröfueigendurnir reyna að reka þessa íslensku banka sína á þann hátt, að þeir skili eigendum sínum sem mestum hagnaði, í því skyni að vinna til baka það tjón, sem gömlu bankarnir ollu þeim, en það nemur þúsundum milljarða.  Það tap munu þeir reyna að endurheimta með hagnaði af nýju bönkunum sínum.

Auðveldasta leiðin til þess er að stofna útibú í ESB löndunum og safna þar innistæðum í svo miklum mæli, að ekki ráðist neitt við neitt og bankarnir hrynji svo að lokum, eins og fyrirrennarar þeirra gerðu síðast liðið haust.  Þá þarf bara að koma peningunum undan og láta ábyrgðina falla á íslenska skattgreiðendur, eins og ríkisstjórnin er að gera núna, vegna fyrirrennara þessara nýju einkabanka.

Með samþykkt á ríkisábyrgð fyrir skuldum einkabanka, í þessu tilfelli Icesave skuldum Landsbankans, er verið að setja fordæmi til framtíðar og íslenskir skattgreiðendur geta aldrei aftur um frjálst höfuð strokið vegna yfirvofandi nýrrar bankakreppu. 

Skyldi ríkisstjórnin ekki gera sér grein fyrir því, hvaða fordæmi hún er að setja? 


mbl.is Íslandsbanki í erlendar hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jebb, innistæðutryggingar eru rugl.

Aha (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband