Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Stýrivextir

Í samningnum við Alþjóðabankann var samþykkt að hækka stýrivextina í 18% úr 12% sem Seðlabankinn var nýbúinn að lækka þá í.  Einnig var vitað að stýrivextir yrðu ekki lækkaðir í febrúar.

Ef hægt verður að lækka þá í mars mun ekki standa á þökkunum til nýju ríkisstjórnarinnar og væntanlega nýs seðlabankastjóra.  Það mun verða blásið upp sem merki um ný tök á efnahagsmálum og sýni og sanni nauðsynina á að hafa rekið seðlabankastjórana.


mbl.is Óbreyttir stýrivextir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reiðarslag

Ég heyrði einhversstaðar í dag að maður nokkur vildi gefa þessari nýju ríkisstjórn nafnið "Steypireyð" vegna þess að hún væri samansett af fólki sem væri alltaf svo reitt og fúlt.

Betra nafn væri "Reiðarslag".


mbl.is Býst við stjórn á laugardag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur Ragnar vitnar um stjórnarstefnuna

  Þarf frekari vitna við um helsta stefnumál nýrrar ríkisstjórnar?  Það hlýtur að mega treysta því að forsetinn viti hver grundvallaratriði í nýrri stjórnarstefnu eru:  Persónulegar hefndir Ingibjargar Sólrúnar á Davíð Oddsyni vegna væringa þeirra á milli í fortíðinni.  Nú er stund hefndarinnar runnin upp og eins og ég hef sagt áður er það heimssögulegur atburður að mynduð skuli ríkisstjórn til slíkra verka.  Eftirfarandi birtist á Eyjan.is í morgun (skáletrunin er mín):

  Forsetinn á BBC: Ný stjórn Seðlabankans grundvallaratriði í nýrri stjórnarstefnu

org-bessastadir-stjorn.jpgForseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sagði í viðtali við BBC í dag að breyting á stjórn Seðlabanka Íslands væri meðal grundvallaratriða þeirrar stjórnarstefnu sem nú væri í smíðum í kjölfar stjórnarslita í landinu.

Í Reuters-frétt af viðtalinu segir að vangaveltur um að Davíð Oddsson seðlabankasjtóri missi stöðu sína hafi vaxið í stjórnmálaumróti síðustu daga. Davíð sé bandamaður fráfarandi forsætisráðherra og helsti skotspónn mótmælenda.

“Í viðræðum og ráðagerðum með leiðtogum þeirra flokka sem mynda munu ríkisstjórn næstu daga, er algerlega ljóst að ein stoðanna í nýrri stjórnarstefnu er breytt stjórn Seðlabankans,” sagði Ólafur í viðtalinu.

Þegar hann var spurður um hvenær nýjar kosningar yrðu sagði Ólafur: “Það verður líklega einhvern tíma milli apríl, maí eða júní. Það verður örugglega fljótlega.”


mbl.is Nýr fundur klukkan 10
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byrjaðir að skaða þjóðina

 Jafnvel þó ekki sé búið að mynda nýja stjórn, eru yfirlýsingar forystumannanna byrjaðar að skaða trúverðugleika þjóðarinnar erlendis og var reyndar ekki á bætandi.  Eftirfarandi frétt er tekin (kannski í leyfisleysi?) af fréttavex AMX.is:

 "Financial Times segir að þó almenningur á Íslandi muni fagna myndun vinstri stjórnar, sé ólíklegt að alþjóðlegir fjárfestar muni fagna. Blaðið bendir á að Samfylkingin og vinstri grænir séu ekki samstíga í Evrópumálum né í afstöðunni til efnahagsaðgerða sem gripið hefur verið til í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Í frétt FT í dag segir að vinstri grænir vilji semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að nýju. Blaðið telur að samningaviðræður þessara flokka um myndun ríkisstjórnar kunni að reynast erfiðar. Í gær hafði FT eftir Katrínu Jakobsdóttur, varaformanni vinstri grænna, að flokkur hennar hefði efasemdir um ýmis atriði í samkomulaginu við AGS."

Kannski reyntist Financial Times sannspátt um að erfitt verði fyrir flokkana að ná saman.  Reyndar er Smáflokkafylkingin tilneydd, úr því sem komið er, til þess að samþykkja allt sem Vinstri grænir krefjast við stjórnarmyndunina.  Þeir hafa Smáflokkafylkinguna algerlega í vasanum núna vegna þess að það yrði henni til ævarandi skammar, ef henni tækist ekki að mynda þessa stjórn.


mbl.is Munu leita eftir endurskoðun á IMF-samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningabaráttan hafin

Slit Smáflokkafylkingarinnar á stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn á ekkert skylt við áhyggjur af hag heimila og fyrirtækja í landinu.  SFF var að koma sér í stellingar fyrir kosningarnar sem búið var að ákveða að yrðu haldnar í vor. 

SFF setti því fram kröfur til Sjálfstæðisflokksins sem komu þjóðarhag ekkert við, heldur flokkshag, hvort sem Sjálfstæðisflokkurinn gengi að þeim eða ekki.  Hún (Smáflokkafylkingin)  gerðui sem sagt kröfu um að Jóhanna Sigurðardóttir yrði forsætisráðherra og með því var reynt að niðurlægja Sjálfstæðisflokkinn.  Krafan var sett fram vitandi um að hún yrði ekki samþykkt og þýddi stjórnarslit.

Þetta var því gert til þess að skapa Smáflokkafylkingunni stöðu í kosningabaráttunni sem skýrum valkosti gegn Sjálfstæðisflokknum og reyna að endurheimta stöðu sína sem næst stærsti stjórnmálaflokkur landsins, en þá stöðu hafa Vinstri grænir nú.

Ný stjórn sem mun starfa í 100 daga eða svo, getur ekki gert stóra hluti og alls ekkert sem gamla ríkisstjórnin hefði ekki unnið að hvort sem er.

Augljóst er því að Smáflokkafylkingin tekur eigin hag og flokkshagsmuni fram yfir þjóðarhagsmuni.


mbl.is Formlegar viðræður hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimssöguleg stjórnarmyndun

Það hlýtur að vera einsdæmi í veröldinni að ríkisstjórn skuli sprengd og ný mynduð til þess eins að ná fram pólitískum hefndum á einum embættismanni. 

Hingað til hefur verið hneykslast á því sem kallað hefur verið "pólitískar ráðningar" en nú verður heil ríkisstjórn mynduð til pólitískra uppsagna.

Þegar fordæið verður komið, hvar munu þá pólitísku hreinsanirnar enda?

Næst þegar "þjóðinni" mislíkar við einhvern embættismanninn, verða þá haldnar útihátiðir með varðeldum og dansi til þess að krefjast brottrekstrar?  Verða þá jafnvel myndaðar nýjar ríkisstjórnir í hvert sinn til þess að koma því í framkvæmd?


mbl.is Boðuð á fund forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágúst Ólafur hættir

Það hefur verið vitað lengi að Ágúst Ólafur Ágústsson hefur bara verið varaformaður Samfylkingarinnar (Samfylkingar smáflokka) að nafninu til, væntanlega til að friða einhvern arm í "flokknum". 

Fundurinn í Samfylkingarfélaginu í Reykjavík, sem haldinn var á meðan Ingibjörg Sólrún var á sjúkrahúsi og samþykkti að krefjast stjórnarslita, hefur nú þessi eftirköst fyrir Ágúst Ólaf.

Hann hefur verið eins og heimilishundur hjá Samfylkingunni undanfarin ár, það hefur verið hægt að siga honum í nánast hvaða vitleysu sem er, en þegar hann ætlar að fara að taka sjálfstæðar ákvarðanir í fjarveru húsbóndans, þá er mælininn fullur.

Nú þarf Smáflokkasamfylkingin að fara að huga að nýju heimilisdýri.


mbl.is Ágúst Ólafur hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingarflokkarnir

Nú ætti engum að dyljast lengur að Samfylkingin er ekki eiginlegur stjórnmálaflokkur, heldur samansafn ólíkra og ósamstæðra smáflokka sem ekki geta komið sér saman um eitt eða neitt.  Þar er hver höndin upp á móti annarri og annað eins ráðleysi hefur hvergi sést í Íslenskri pólitík fram að þessu.  Þessi söfnuður er gjörsamlega óstjórntækur, eða heldur einhver lengur að "Samfylkingin" sé fær um að starfa í ríkisstjórn og hvað þá að veita ríkisstjórn forsæti.

Nú þegar Ingibjörg Sólrún þarf að taka sér veikindafrí er herinn algerlega höfuðlaus og smáflokkarnir innan "Samfylkingarinnar" alls ófærir um að taka á aðsteðjandi vanda.

Flokkur sem hleypur frá þeim vandamálum sem nú eru uppi í þjóðfélaginu er ekki á vetur setjandi, að ekki sé talað um taka til fótanna vegna þess að ekki sé hægt að koma fram hefndum á Davíð Oddssyni.  Þvílíkur aumingjaskapur.

Kannski verður niðurstaðan þjóðstjórn fram að kosningum.  Var ekki ráðist harkalega á þann sem fyrstur stakk upp á þeirri lausn.  Það var einmitt Davíð Oddson og það gerði hann strax í byrjun október.  Svona snýst þetta nú stundum.


Raddir Harðar Torfasonar

Hörður Torfason hefur að eigin sögn sett upp mótmæli í nafni "Radda fólksins" frá því í haust eins og leikrit og sama hafi verið gert með borgarafundina.  Margoft hefur Hörður neitað að fordæma ofbeldisseggina sem hafa tekið þátt í "mótmælunum" og sagt að þetta væri allt lögreglunni að kenna, það væri alltaf hún, sem réðist á saklaust fólk með ofbeldi og það væru sakleysingjarnir sem ættu fótum fjör að launa undan ofsóknum lögreglunnar.  Hörður hefur, eins og tækifærissinnum er tamt, breytt um taktik síðustu daga eftir að skríllinn gekk of langt og fékk almenning upp á móti sér.  Höfundurinn og leikstjórinn breytir bara handritinu eftir því sem hann telur að falli best í kramið hjá áheyrendum og áhorfendum.

Nú hefur hann endanlega afhjúpað innræti sitt með ummælum sínum um veikindi Geirs H. Haarde og þar með skaðað málstað allra sem óænægðir eru með ástandið í landinu.  Jafnvel þótt hann biðjist afsökunar á framkomu sinni verða þessi orð ekki aftur tekin.  Hann krefst þess að aðrir sem hafa gert mistök axli sína ábyrgð og segi af sér.  Nú hlýtur hann að axla sína og segja sig frá leikstjórninni og hleypa heiðarlegra fólki að.

Fram að þessu hafa útifundirnir ekki verið opnir fyrir raddir fólksins.  Þar hefur enginn fengið að tala nema hafa verið valinn í hlutverkið af leikstjóranum sjálfum. 

Þetta hafa ekki verið raddir fólksins heldur raddir leikstjórans Harðar Torfasonar.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband