Byrjaðir að skaða þjóðina

 Jafnvel þó ekki sé búið að mynda nýja stjórn, eru yfirlýsingar forystumannanna byrjaðar að skaða trúverðugleika þjóðarinnar erlendis og var reyndar ekki á bætandi.  Eftirfarandi frétt er tekin (kannski í leyfisleysi?) af fréttavex AMX.is:

 "Financial Times segir að þó almenningur á Íslandi muni fagna myndun vinstri stjórnar, sé ólíklegt að alþjóðlegir fjárfestar muni fagna. Blaðið bendir á að Samfylkingin og vinstri grænir séu ekki samstíga í Evrópumálum né í afstöðunni til efnahagsaðgerða sem gripið hefur verið til í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Í frétt FT í dag segir að vinstri grænir vilji semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að nýju. Blaðið telur að samningaviðræður þessara flokka um myndun ríkisstjórnar kunni að reynast erfiðar. Í gær hafði FT eftir Katrínu Jakobsdóttur, varaformanni vinstri grænna, að flokkur hennar hefði efasemdir um ýmis atriði í samkomulaginu við AGS."

Kannski reyntist Financial Times sannspátt um að erfitt verði fyrir flokkana að ná saman.  Reyndar er Smáflokkafylkingin tilneydd, úr því sem komið er, til þess að samþykkja allt sem Vinstri grænir krefjast við stjórnarmyndunina.  Þeir hafa Smáflokkafylkinguna algerlega í vasanum núna vegna þess að það yrði henni til ævarandi skammar, ef henni tækist ekki að mynda þessa stjórn.


mbl.is Munu leita eftir endurskoðun á IMF-samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband