Kosningabaráttan hafin

Slit Smáflokkafylkingarinnar á stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn á ekkert skylt við áhyggjur af hag heimila og fyrirtækja í landinu.  SFF var að koma sér í stellingar fyrir kosningarnar sem búið var að ákveða að yrðu haldnar í vor. 

SFF setti því fram kröfur til Sjálfstæðisflokksins sem komu þjóðarhag ekkert við, heldur flokkshag, hvort sem Sjálfstæðisflokkurinn gengi að þeim eða ekki.  Hún (Smáflokkafylkingin)  gerðui sem sagt kröfu um að Jóhanna Sigurðardóttir yrði forsætisráðherra og með því var reynt að niðurlægja Sjálfstæðisflokkinn.  Krafan var sett fram vitandi um að hún yrði ekki samþykkt og þýddi stjórnarslit.

Þetta var því gert til þess að skapa Smáflokkafylkingunni stöðu í kosningabaráttunni sem skýrum valkosti gegn Sjálfstæðisflokknum og reyna að endurheimta stöðu sína sem næst stærsti stjórnmálaflokkur landsins, en þá stöðu hafa Vinstri grænir nú.

Ný stjórn sem mun starfa í 100 daga eða svo, getur ekki gert stóra hluti og alls ekkert sem gamla ríkisstjórnin hefði ekki unnið að hvort sem er.

Augljóst er því að Smáflokkafylkingin tekur eigin hag og flokkshagsmuni fram yfir þjóðarhagsmuni.


mbl.is Formlegar viðræður hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Í samfylkingunni er mikill fjöldi fólks, almennra borgara, svo að upphefja hennar hag er beinlínis að upphefja þjóðarhag. Hins vegar fórnaði sjálfstæðisflokkurinn öllu, þjóðarhag, ríkishag, hag almennings og meira að segja eigin hag sjálfstæðisflokksins fyrir illa innrætt og djöfullega skítlegt eðli Dabba drulluhala!

corvus corax, 27.1.2009 kl. 15:15

2 identicon

Hvaða landráðahundur er þessi "corvus corax"?  Það væri gæfulegt að fá svona fólk eins og hann í landsstjórnina.  Orðljótur er hann og fullur af hatri.  Þetta er einhver vinstrisinnaður plebbi sem hefur ekki hundsvit á stjórnmálum.

Ógæfa Íslands er að nú fáum við vinstristjórn sem kemur með efnahagslegan kjarnorkuvetur.

Helgi Kr. Gissurarson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband