Heimssöguleg stjórnarmyndun

Það hlýtur að vera einsdæmi í veröldinni að ríkisstjórn skuli sprengd og ný mynduð til þess eins að ná fram pólitískum hefndum á einum embættismanni. 

Hingað til hefur verið hneykslast á því sem kallað hefur verið "pólitískar ráðningar" en nú verður heil ríkisstjórn mynduð til pólitískra uppsagna.

Þegar fordæið verður komið, hvar munu þá pólitísku hreinsanirnar enda?

Næst þegar "þjóðinni" mislíkar við einhvern embættismanninn, verða þá haldnar útihátiðir með varðeldum og dansi til þess að krefjast brottrekstrar?  Verða þá jafnvel myndaðar nýjar ríkisstjórnir í hvert sinn til þess að koma því í framkvæmd?


mbl.is Boðuð á fund forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi

Ég held að allir sem hafi fylgst með málum á landinu okkar góða undanfarnar vikur og mánuði hafi "fattað" að svo einfalt er nú málið ekki.

Mér þykir það lýsa mikilli einfeldni af þinni hálfu að setja dæmið svo upp.

Maður spyr sig þá líka, er ekki það að halda Dabba kóngi í sínu hásæti dýru starfi keypt, og það að vilja ekki skipta út forustustólnum. Geir sagði oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að aðalatriðið væri að ekki slitnaði úr stjórninni vegna hættu á stjórnarkreppu. Um leið og komið var með þær kröfur að hann sjálfur og hans frækni flokkur yrðu ekki númer 1 þá skyndilega var það ekki svo alvarlegt.

Helgi , 27.1.2009 kl. 10:38

2 identicon

Auðvitað er þetta einföldun að einhverju leyti, en reyndar kom fram hjá Kristjáni Möller, samgönguráðherra, á Bylgjunni í morgun, að þetta hefði væri aðalkrafan við stjórnarmyndunina.

Axel Axelsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 10:43

3 identicon

Davíð er og verður fórnarlamb pólitískra ofsókna vinstrahyskisins. 

Með mótmælum og ofbeldi komst þessi ríkisstjórn til valda.  Þeir sem komast til valda með ofbeldi, stjórna með ofbeldi.

Við erum að fá ríkisstjórn sem skilur ekki hugtakið "atvinnulíf" og heldur það að með því að hækka skatta sé hægt að kippa öllu í lag. 

Það hlýtur líka að vera krafa að forseti sem lék sér með útrásarsukkurunum og þáði boðsferðir með þeim, víki úr embætti. 

En Davíð með hefna sín.  Nú mun hann leysa frá skjóðunni og þá munu mannheimar nötra og ofsahræðsla hinna seku næt tökum á þeim.

Ívan hinn Grimmi (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 10:49

4 Smámynd: Helgi

Ég held að málinu sé hægt að stilla svona upp sama hvað hverju líður, hvaða skoðanir hver hefur eða gildismat fólk leggur í hlutina.  

1. Þegar að 3 stærstu bankar og nánast öll peningastefna þjóðar bíður skipbrot á stuttum tíma, alveg sama þó að töluvert hafi verið um erlend áhrif samanber lausafjárkreppuna heimsins, þá myndi teljast eðlileg krafa í nánast hvaða lýðræðissamfélagi sem er að sá einstaklingur myndi víkja. SVO EKKI SÉ TALAÐ UM ef sá einstaklingur hefur ekki sérstaka menntun fyrir það starf sem hann sinnir (hagfræðingar skipa seðlabankastjóra nánast hvert sem litið er) og er fyrrverandi pólitíkus sem skipaður er af samflokksmanni sínum eftir að hafa setið við stjórnvölin í landinu og byggt upp það laga og öryggiskerfi sem gerði þessum hlutum kleyft að eiga sér stað.

Þú segir vinstrahyskisins. Vinstri stefna eða hægri stefna eiga að vera málefnalegar skoðanir. Ekki trúarbrögð. Mundu það næst þegar þú gerir X við D-ið. 

Helgi , 27.1.2009 kl. 10:56

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ná fram pólitískum hefndum, já. Það er nú það.

Getur ekki verið að Davíð hafi staðið fyrir einhverjum þeim hlutum að óforsvaranlegt sé að hafa hann innan opinberrar stjórnsýslu? Sama gæti átt við um flesta helstu trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins, eða hvað? Það er hægt að gera ýmislegt minna af sér en að koma heilli þjóð á vonarvöl með stórhættulegri pólitískri kreddu. Og dettur einhverjum í hug að menn eigi að komast upp með þessháttar glæp?

Annars er bráðskemmtilegt að fylgjast með viðbrögðum sjálfstæðismanna á blogginu eftir brotthvarf Sjálfstæðisflokksins úr ríkisstjórn. Þar er nú ekki töluð vitleysan !!!

Jóhannes Ragnarsson, 27.1.2009 kl. 10:59

6 Smámynd: Helgi

Mér þykir þetta samt oft svo "sorglegt" að sjá...

Ef að við erum alltaf búin að ákveða 4 árum fyrirfram hvað við ætlum að kjósa næst, sama hvað gerist, þá getum við alveg eins sleppt því að búa í lýðræðissamfélagi. Í guðs bænum förum nú að kjósa menn og málefni út frá PERSÓNULEGRI SANNFÆRINGU en ekki liti og lógó ! 

Nú er ég ekki að tala til þeirra sem hérna skrifa og stíla sig Stjálfstæðismenn heldur allra þeirra sem ég þekki persónulega.

Helgi , 27.1.2009 kl. 11:03

7 identicon

Já Jóhannes, vinstrahyskið skemmtir sér núna, en það verður skammgóður vermir fyrir það.  Það mun fá að kenna á eigin meðulum og mun þjást mikið fyrir vikið.  Ný ríkisstjórn er eitraður kokteill.

Helgi (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 11:04

8 Smámynd: Helgi

Æjjj strákar.

Helgi , 27.1.2009 kl. 11:18

9 identicon

Af hverju er bara alltaf talað um Sjálfstfl. Hver var með honum í ríkisstjórn þegar bankarnir voru seldir? Í hvaða banka virðist mesta ruglið hafa verið? Hverjir fengu þann banka? Hverjir segjast ætla að styðja minnihlutastjórnina?

Sigurður (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 11:20

10 identicon

Ég er alveg sammála Helga Þór, þegar hann segir "Æjj strákar".  Það er um að gera að halda orðbragðinu kurteislegu.  Við þurfum ekkert að vera sömu skoðunar í pólitík (eða nokkru öðru, ef því er að skipta), en persónulegt skítkast hver í annan skilar engu.

Um að gera að hafa umræðuna á smekklegum nótum, það er allt of mikið af hinu á blogginu.

Axel Axelsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband