Raddir Harðar Torfasonar

Hörður Torfason hefur að eigin sögn sett upp mótmæli í nafni "Radda fólksins" frá því í haust eins og leikrit og sama hafi verið gert með borgarafundina.  Margoft hefur Hörður neitað að fordæma ofbeldisseggina sem hafa tekið þátt í "mótmælunum" og sagt að þetta væri allt lögreglunni að kenna, það væri alltaf hún, sem réðist á saklaust fólk með ofbeldi og það væru sakleysingjarnir sem ættu fótum fjör að launa undan ofsóknum lögreglunnar.  Hörður hefur, eins og tækifærissinnum er tamt, breytt um taktik síðustu daga eftir að skríllinn gekk of langt og fékk almenning upp á móti sér.  Höfundurinn og leikstjórinn breytir bara handritinu eftir því sem hann telur að falli best í kramið hjá áheyrendum og áhorfendum.

Nú hefur hann endanlega afhjúpað innræti sitt með ummælum sínum um veikindi Geirs H. Haarde og þar með skaðað málstað allra sem óænægðir eru með ástandið í landinu.  Jafnvel þótt hann biðjist afsökunar á framkomu sinni verða þessi orð ekki aftur tekin.  Hann krefst þess að aðrir sem hafa gert mistök axli sína ábyrgð og segi af sér.  Nú hlýtur hann að axla sína og segja sig frá leikstjórninni og hleypa heiðarlegra fólki að.

Fram að þessu hafa útifundirnir ekki verið opnir fyrir raddir fólksins.  Þar hefur enginn fengið að tala nema hafa verið valinn í hlutverkið af leikstjóranum sjálfum. 

Þetta hafa ekki verið raddir fólksins heldur raddir leikstjórans Harðar Torfasonar.

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband