Færsluflokkur: Bloggar
21.4.2012 | 17:19
Danska ríkisstjórnin svíkur í makríldeilunni, eins og sú íslenska
Þau ótrúlegu tíðindi berast nú frá Danmörku, að fulltrúi Dana ætli að sitja hjá við afgreiðslu tillögu á vettvangi ESB um harkalegar efnahagskúganir gagnvart færeyingum og íslendingum, láti þeir ekki að vilja ESBkúgaranna með því að nánast hætta makrílveiðum í eigin landhelgi. Það verður að teljast með ólíkindum að Danir skuli sýna slíkan ræfildóm í þessu máli og reyna ekki einu sinni að lyfta litla fingri til varnar sínum eigin þegnum og lágmark hefði verið að fulltrúi þeirra greiddi atkvæði gegn fyrirhuguðum efnahagspyntingum.
Hér á landi er ríkisstjórnin við sama heygarðshornið og Danir og liggja marflatir fyrir ESB og virðast ekki þora að æmta eða skræmta, þrátt fyrir síharðnandi hótanir stórríkisins væntanlega um að gera allt sem í þess valdi stendur til að setja efnahag landsins algerlega í rúst með viðskipta- og hafnbanni.
Í meðfylgjandi frétt kemur fram stórmerkileg yfirlýsing frá Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, um afstöðu íslenskra stjórnarþingmanna gagnvart þessari stríðsyfirlýsingu ESB þar sem segir: "Katrín Jakobsdóttur sagði á Alþingi í gær (20/4): Það er mín eindregna afstaða, og ég held ég deili henni með öllum... eða flestum háttvirtum þingmönnum, að við eigum að sjálfsögðu að vera föst fyrir þegar kemur að okkar hagsmunum og sjávarútvegsmálin eru auðvitað eitt stærsta hagsmunamál okkar..."
Katrín veit vafalaust um afstöðu einstakra ráherra og stjórnarþingmanna og á heiður skilinn fyrir að upplýsa alþjóð um ræfildóm þeirra.
![]() |
Danir sitja hjá á makrílfundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.4.2012 | 12:29
Ætlar Össur að gefast upp í makrílstríðinu?
Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG, lýsti þeirri furðulegu skoðun sinni og ráðherra í ríkisstjórninni að deilan um makrílveiðarnar komi innlimunarferlinu að væntanlegu stórríki ESB ekkert við, þrátt fyrir að allar ákvarðanir um fiskveiðar einstakra hreppa stórríkisins, væntanlega, séu og verði ákarðaðar af kommisörunum í Brussel.
Fulltrúar í sjávarútvegsnefnd ESB eru hins vegar á allt öðru máli en íslensku ráðherrarnir, enda hafa þeir farið þess á leit við framkvæmdastjórnina að lýst verði yfir efnahagsstríði gegn Íslandi og Færeyjum vegna makrílsins og að umræðum um innlimunarskilmála Íslands verði hætt þangað til Íslendingar gefist upp fyrir og samþykki skilmála ESB skilyrðislaust.
Struan Stevenson, ESBþingmaður, hefur lýst þeim kröfum sjávarútvegsnefndarinnar að algert viðskiptabann verði sett á Ísland og Færeyjar og skip landanna útilokuð frá öllum höfnum í Evrópu, eða eins og eftir honum var haft í fréttum: "Þá sagði Stevenson að sjávarútvegsnefndin væri að fara yfir tillögur að refsiaðgerðum gegn Íslandi og Færeyjum sem fælu í sér að allur útflutningur frá þeim á fiski til ríkja Everópusambandsins yrði bannaður og að skip ríkjanna tveggja yrðu bönnuð í höfnum sambandsins."
Össur Skarphéðinsson er þegar farinn að linast í makríldeilunni og m.a. rekið formann íslensku samninganefndarinnar, enda hefur sá staðið fullfast á málstað Íslendinga að mati Össurar og húsbænda hans í ESB.
Hvenær skyldi Össur, aðrir ráðherrar og hinn fámenni flokkur ESBgrúppía á Íslandi, sjá ljósið í þessu máli.
![]() |
Gæti haft áhrif á aðildarviðræður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.4.2012 | 15:28
Allt sem segja þarf um atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar
Frá því að núverandi ríkisstjórn komst til valda hefur hún þóst vilja laða gagnaver til landsins, ásamt öðrum orkufrekum en "vistvænum" fyrirtækjum. Hins vegar hefur lítið orðið úr slíku, enda lagaumhverfi hérlendis afar óvinveitt hvers kyns atvinnurekstri og þar að auki virðist Landsvirkjun stefna hraðbyri að því að verðleggja sig út af orkumarkaði, þannig að stórfyrirtækjum bjóðast orðið mun betri og öruggari viðskiptakjör erlendis.
Fyrirhugað var að reisa eitt slíkt gagnaver á Blönduósi, en nú hefur verið fallið frá þeim áformun vegna þess að vinsamlegra andrúmsloft ríkir í öðrum löndum gagnvart atvinnulífinu en ríkir hér á landi um þessar mundir.
Í viðhangandi frétt kemur í raun fram í einni setningu allt sem segja þarf um atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar: "Sveinn Óskar Sigurðsson, fv. talsmaður Greenstone á Íslandi, staðfesti þessa ákvörðun í samtali við Morgunblaðið. Margt hefði komið þar til, einna helst óviljug ríkisstjórn við að vinna með félaginu að þessum áformum."
Í sjálfu sér er engu við þessa lýsingu á ríkisstjórninni að bæta.
![]() |
Greenstone hættir við gagnaver |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.4.2012 | 07:27
Ómerkingurinn Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson, Utanríkisráðherra, er frægur að endemum fyrir ýmsar yfirlýsingar sínar, fullyrðingar, ýkjur og hrein ósannindi um ýmis mál sem heyra undir hans ráðuneyti og þá alveg sérstaklega varðandi innlimunarferli Íslands að ESB.
Nýlega óskaði ESB eftir því við EFTAdómstólinn að sambandið fengi að gerast stefnandi með ESA í málaferlum gegn Íslandi og til að minnka vægi þeirrar gjörðar kallar ráðuneytið slíkt "meðalgöngu" í stað þess að kalla athæfið sínu rétta nafni sem er einfaldlega "ákærandi".
Össur fagnaði þátttöku ESB í ákærunni með þeim rökum að hún kæmi Íslandi alveg sérstaklega vel, enda sýndi hún fram á veikleika málshöfðunarinnar og auðveldaði vörn Íslands til mikilla muna og vitnaði í því sambandi til verjendateymisins, eða eins og m.a. kom fram í tilkynningu frá ráðuneytinu fyrir fáeinum dögum: "Aðalmálflytjandinn og málflutningsteymið hafa fjallað ítarlega um málið. Mörg sjónarmið komu þar til skoðunar en þegar til þess var litið að málflutningi framkvæmdastjórnarinnar yrði ekki á annan hátt svarað skriflega var það einróma niðurstaða þeirra að það þjónaði best hagsmunum Íslands að leggjast ekki gegn meðalgöngu hennar í málinu."
Í gær gerðist það svo að ráðuneytið sendi ESA mótmæli sín vegna þessarar fyrirhuguðu aðild ESB að ákærunni og málarekstrinum gegn Íslandi og því vaknar sú spurning hvort þar með sé verið að lýsa yfir vantrausti á verjendateyminu eða, hafi eitthvað verið að marka fyrri málflutning Össurar, að viljandi sé verið að veikja stöðu Íslands í þessum málaferlum. Utanríkisráðuneytið skuldar þjóðinni skýringar á þessum viðsnúningi málsmeðferðarinnar á þessum fáu dögum sem liðið hafa frá fyrri yfirlýsingum.
Líklegast er þó að þetta sé enn eitt dæmið um að Össur Skarphéðinsson sé ekkert annað en ómerkingur, sem ætti að víkja úr embætti tafarlaust.
![]() |
Hafa mótmælt afskiptum ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
17.4.2012 | 14:59
Sjálfsögð krafa bæjarstjórnar Fjallabyggðar
Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur sent frá sér ályktun, eða sjálfsagða kröfu, um að hlutlausir aðilar verði fengnir til að reikna til fullnustu þau áhrif sem nýjustu frumvarpsbastarðar ríkisstjórnarinnar um fiskveiðimál muni hafa á bæjarsjóðinn, atvinnulífið í byggðalaginu, sjómenn, fiskverkafólk og almenning í bæjarfélaginu.
Þessi krafa er algerlega í anda fjölda annarra samþykkta sem dunið hafa á ríkisstjórninni allsstaðar af landinu og frá útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum, stórra og smárra, að ógleymdum verkalýðs- og sjómannafélögum.
Það er raunar óskiljanlegt með öllu að nokkur ríkisstjórn skuli leggja fram frumvörp, sem innihalda aðrar eins breytingar og þessi gera á grundvallaratvinnuvegi þjóðarinnar án þess að leggja fram nokkra útreikninga á áhrifum þeirra, en reyna með nánast eintómum áróðri, um að "þjóðin eigi að njóta auðlindarentunnar af sameign sinni", að afla frumvörpunum fylgis meðal almennings.
Almenningur hefur hins vegar séð í gegnum áróðursbrögðin og skynjar fullvel að hér er einungis um enn eitt skattahækkunarbrjálæðið að ræða af hendi þessarar skattaóðustu ríkisstjórn lýðveldistímans.
![]() |
Hlutlausir aðilar reikni út áhrif frumvarpa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2012 | 18:42
Vændisruglið
Sölvi Tryggvason, þáttagerðarmaður á Skjá 1, mun á morgun sýna afrakstur falskrar vændisauglýsingar sinnar þar sem honum tókst, með aðstoð ungrar stúlku, að lokka fjölda karlmanna til að setja sig í samband við hina meintu vændiskonu með viðskipti í huga.
Í myndbandinu, sem fylgir fréttinni, spyr Sölvi hvaða starfsemi eigi sér stað á "súlustöðunum" fyrst búið sé að banna nektardans og gefur þar með í skyn að nú snúist starfsemin eingöngu um vændissölu, enda "hafi lengi verið talið" að súlustaðirnir væru í raun vændishús.
Ekki er annað að sjá af fréttinni en að Sölvi afsanni þessa kenningu sína sjálfur, því hann setti auglýsingu inn á netið þar sem hann auglýsti sína vændissölu og enginn "súlustaður" kom þar við sögu.
Vændi hefur löngum verið kallað "elsta atvinnugrein í heimi" og blómstrar enn, bæði hér á landi og annarsstaðar og engar ráðstafanir opinberra aðila hafa getað komið í veg fyrir þá starfsemi og mun aldrei takast, hvort sem súlustöðum verður lokað endanlega, eða ekki.
Við lestur fréttarinnar vaknar sú spurning hvort Sölvi sé ekki sjálfur orðinn sekur um lögbrot með því að hvetja aðra til þess að brjóta lög, jafnvel þó um gabb hafi verið að ræða.
![]() |
Vændiskaup með falinni myndavél |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
14.4.2012 | 20:04
Þrotin þolinmæði
Jón Bjarnason, brottrekni Sjávar- og landbúnaðarráðherrann, segir að þolinmæði Vinstri grænna sé algerlega þrotin gagnvart forystu flokksins og vegferð hennar í ríkisstjórnarsamstarfinu með Samfylkingunni.
"Bragð er að þá barnið finnur" segir gamall málsháttur og á það vel við í þessu tilfelli, en hitt er auðvitað annað mál að miklu fleiri en almennir félagar í VG eru gjörsamlega að tapa sér af óþolinmæði eftir Alþingiskosningum og nýrri ríkisstjórn.
Það verða að teljast tíðindi að VG sé að sundrast endanlega vegna stefnu eigin flokksforystu, þar sem ekki verður annað séð en að afturhalds- og atvinnuuppbyggingarhatur VG ráði algerlega ferðinni í ríkisstjórnarsamstarfinu, enda selur Samfylkingin sálu sína og afstöðu til allra mála í skiptum fyrir stuðning VG við innlimunaráformin í ESB.
Vonandi verður Jóni Bjarnasyni og öðrum VGliðum að þeirri ósk sinni fljótlega að ríkisstjórnarsamstarfið spryngi í loft upp og þjóðinni verði forðað fá þessari ríkisstjórnarhörmung sem Jóhanna leiðir að nafninu til, en Steingrímur J. ræður í raun og veru.
![]() |
Þolinmæði Vinstri grænna þrotin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.4.2012 | 14:11
Verða dauðvona hreindýr ekki bara friðuð?
Fréttir herma að eitthvað sé um að hreindýr hafi drepist úr hor, án þess að fram hafi komið hvort rannsakað hafi verið hvað hafi valdið þessum horfelli, t.d. einhver sýking í dýrunum eða vetrarhörkur með miklum snjóþyngslum.
Þegar fréttir hafa borist af fæðuskorti í dýraríkinu hafa viðbrögð Umhverfisráðaherra venjulega verið þau að banna allar veiðar á þessum sveltandi skepnum og nægir í því sambandi að benda á rjúpuna og svartfuglana.
Ef að líkum lætur verða hreindýraveiðar bannaðar á næstunni til að vernda og friða þessar ætislausu skepnur.
Auðvitað allt í nafni mannúðar, umhverfis- og dýraverndar.
![]() |
Hreindýr að drepast úr hor |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.4.2012 | 15:43
Tekur ekki Steingrímur J. við Utanríkisráðuneytinu?
Ráðherraskipti hafa verið tíð á valdatíma Jóhönnu í Forsætisráðuneytinu og hefur tilgangur þeirra verið, að því er helst virðist, að leiða athyglina frá getuleysi ríkisstjórnarinnar í flestum eða öllum málum, sem hún hefur verið að glíma við undanfarin þrjú ár.
Þessi ráðherrakapall hefur leitt til þess að sífellt færast fleiri og fleiri ráðuneyti á hendur Steingrími J., enda er farið að kalla hann "allsherjarráðherra", enda hefur Jóhanna komið öllum helstu verkefnum sem áður tilheyrðu Forsætisráðuneytinu yfir á önnur ráðuneyti.
Nú hefur Össur Skarphéðinsson gert rækilega í bólið sitt með því að leyna þingið og samráðherra sína um stríðið sem ESB er að hefja gegn Íslandi vegna makrílsins og Icesaveskulda Landsbankans. Viðbrögð Jóhönnu geta varla orðið önnur en að víkja þessum vanhæfa ráðherra tafarlaust úr ríkisstjórninni, enda hlýtur það að vera brottrekstrarsök að leyna svo mikilvægum upplýsingum og gera sjálfan forsætisráðherrann að fífli með því að fá ekkert að vita um málið, nema í gegnu" fréttir fjölmiðla.
Steingrímur J. hlýtur að geta fellt Utanríkisráðuneytið undir "Allsherjarráðuneytið" og þannig mætti spara og hagræða í ríkisrekstrinum.
![]() |
Fundir hjá stjórnarflokkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.4.2012 | 22:42
Ruglið um rafmagnsútflutning
Bretar og sjálfsagt fleiri Evrópuþjóðir hafa áhuga á að nýta raforku, sem framleidd væri hér á landi og flutt til þeirra með rafstreng, þar sem allt að 10% orkunnar tapaðist á leiðinni.
Samkvæmt stefnu ríkisstjórnarinnar má ekki virkja nokkurt einasta vatnsfall í landinu til orkuöflunar fyrir innlendan markað og ef mark er takandi á talsmönnum orkugeirans verða engar jarðvarmavirkjanir tilbúnar til notkunar fyrr en eftir mörg ár. Á meðan er atvinnulífið í landinu í heljargreipum þessarar verndunarstefnu og engin uppbygging mun eiga sér stað í atvinnumálunum á meðan að á þessari óvissu um framtíðarvirkjanir.
Því hefur verið haldið fram að öll núverandi raforkuframleiðsla á Íslandi dygði ekki til að fullnægja rafmagnsþörf Hamborgar í Þýskalandi og sé það rétt, þá geta allir séð að draumar um útflutning á rafmagni um rafstreng eru ekkert annað en dagdraumar óábyrgra manna sem hæglega gætu breyst í martröð allrar þjóðarinnar.
Að lála sér detta í hug að Landsvirkjun fari í rafmagnsútrás er jafnvel geggjaðri hugmynd en útrás banka- og útrásargengjanna fyrir fáeinum árum.
Var virkilega ekki dreginn neinn lærdómur af því rugli öllu saman.
![]() |
Hafa áhuga á orku frá Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)