Þrotin þolinmæði

Jón Bjarnason, brottrekni Sjávar- og landbúnaðarráðherrann, segir að þolinmæði Vinstri grænna sé algerlega þrotin gagnvart forystu flokksins og vegferð hennar í ríkisstjórnarsamstarfinu með Samfylkingunni.

"Bragð er að þá barnið finnur" segir gamall málsháttur og á það vel við í þessu tilfelli, en hitt er auðvitað annað mál að miklu fleiri en almennir félagar í VG eru gjörsamlega að tapa sér af óþolinmæði eftir Alþingiskosningum og nýrri ríkisstjórn.

Það verða að teljast tíðindi að VG sé að sundrast endanlega vegna stefnu eigin flokksforystu, þar sem ekki verður annað séð en að afturhalds- og atvinnuuppbyggingarhatur VG ráði algerlega ferðinni í ríkisstjórnarsamstarfinu, enda selur Samfylkingin sálu sína og afstöðu til allra mála í skiptum fyrir stuðning VG við innlimunaráformin í ESB.

Vonandi verður Jóni Bjarnasyni og öðrum VGliðum að þeirri ósk sinni fljótlega að ríkisstjórnarsamstarfið spryngi í loft upp og þjóðinni verði forðað fá þessari ríkisstjórnarhörmung sem Jóhanna leiðir að nafninu til, en Steingrímur J. ræður í raun og veru.


mbl.is Þolinmæði Vinstri grænna þrotin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef hann Ögmundur og Guðríður hefðu bein í nefinu þá myndu þau gera eitthvað !

En í staðinn, kjósa að væla einsog úlfar á bloggsíðum sínum!

Og eru þar með samsek !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 20:29

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki nákvæmlega sami skrumarinn og hinir í þessum skrifum sínum. Hann hefur haft það nánast í hendi sér að slútta þessu samstarfi. Hvað tafði hann frá því? Hvenær ætla þessir stóryrtu menn Jón Ögmundur og Steingrímur að standa við orð sín og segja stopp?  Er ótti þeirra við að sjálfstæðisflokkurinn komist að allri skynsemi yfirsterkari?  Þeir mega þá allavega vita það frá mér að þess lengur sem þeir hafa talað tungum tveim og látið reka á reiðanum því líklegri verður martröð þeirra um alvald sjallanna. Styrk sjálfstæðisflokksins á VG skuldlausan. Þessir herrar ættu að fá brjóstmynd af sér í Valhöll.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.4.2012 kl. 20:47

3 identicon

Ég skil ekkert í því hvað okkar vonlausa ríkisstjórn er að gera, hún kemur nær engu í verk og því sem að hún kemur í verk er yfirleitt mjög vanhugsað og nær tilgangslaust. Afhverju er ekki löngu búið að koma á þjóðstjórn, það er eins og menn geri sér ekki grein fyrir að vanhugsaðar aðgerðir núna geta haft verulegar afleiðingar næstu 20-30 árin og við höfum engin efni á því. Þjóðin þarf virkilega á sterku og heiðarlegu fólki í stjórnir og það virðist alveg sama hvar í andskotanum er litið þá er alltaf hægt að finna menn foruga upp fyrir haus, hvort sem um er að ræða stjórn eða stjórnarandstöðualþingi, embætismenn, stjórnarmenn í bönkum eða lífeyrissjóðum og framvegis og svo ætlast þetta aumingjans lið til þess að við þjóðin sem að borgum á endanum brússann getum sætt okkur við þetta ömurlega stjórnleysi. 

Ég skora á þig Jón Bjarnason nota þitt pólutíska vægi og slíta þessu samstarfi ef það er einhver alvara að koma þjóðfélaginu úr eilífðarpeningavandræðum.

valli (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 21:42

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Jón Steinar nema með brjóstmyndirnar það á ekki að birta myndir að neinu tagi af landráðamönnum!

Sigurður Haraldsson, 14.4.2012 kl. 21:43

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyr heyr Valli.

Sigurður Haraldsson, 14.4.2012 kl. 21:44

6 Smámynd: Sólbjörg

Þeir félagar hljóta að ræða saman og í stöðunni er að sitja sjálfir sem fastast en reyna að fá flokksmenn til að knýja fram að ESB aðlögunni verði hætt og Steingrímur neyðist þá til að að tilkynna slíkt og stjórnarsamstarfinu þá sjálfhætt- stjórnin sprungin. Væntanlega uppefst þá valdabarátta um forystu innan VG, en Jón og Ömmi eru þá ekki landlausir og geta reynt sitt að hreinsa til í flokknum og ná uppreisn æru ef þeir standa saman gegn Steingrími mun það takast. Gull í vasa glepur ekki alla í VG.

Hitt er að ef fyrrgreint gengur ekki upp þá geta þeir gengið úr VG og stjórnin er fallinn. Félagarnir eru þá flokklausir nema þeir vilji ganga í flokk Lilju, -líklega ekki. Ótti þeirra og hugleysi virðist felast í að þeir vita ekki hvað verður um þá sjálfa. Óþarfa áhyggjur ef þeir framkvæma af þori og umhyggju fyrir þjóðinni og losa sig við sjálfhverfuna og hugleysið þá mun allt ganga þeim í hag. Þannig virkar bara þetta lögmál sem fáir virðast skilja, fyrr en þeir reyna þann sannleika vegna eigin hugrekkis og framkvæmda öðrum og sér til góðs.

Aldrei má styðja ranglæti og illskuverk sem skapa óhamingju og þjáðningu heillar þjóðar.

Sólbjörg, 15.4.2012 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband