Ruglið um rafmagnsútflutning

Bretar og sjálfsagt fleiri Evrópuþjóðir hafa áhuga á að nýta raforku, sem framleidd væri hér á landi og flutt til þeirra með rafstreng, þar sem allt að 10% orkunnar tapaðist á leiðinni.

Samkvæmt stefnu ríkisstjórnarinnar má ekki virkja nokkurt einasta vatnsfall í landinu til orkuöflunar fyrir innlendan markað og ef mark er takandi á talsmönnum orkugeirans verða engar jarðvarmavirkjanir tilbúnar til notkunar fyrr en eftir mörg ár. Á meðan er atvinnulífið í landinu í heljargreipum þessarar verndunarstefnu og engin uppbygging mun eiga sér stað í atvinnumálunum á meðan að á þessari óvissu um framtíðarvirkjanir.

Því hefur verið haldið fram að öll núverandi raforkuframleiðsla á Íslandi dygði ekki til að fullnægja rafmagnsþörf Hamborgar í Þýskalandi og sé það rétt, þá geta allir séð að draumar um útflutning á rafmagni um rafstreng eru ekkert annað en dagdraumar óábyrgra manna sem hæglega gætu breyst í martröð allrar þjóðarinnar.

Að lála sér detta í hug að Landsvirkjun fari í rafmagnsútrás er jafnvel geggjaðri hugmynd en útrás banka- og útrásargengjanna fyrir fáeinum árum.

Var virkilega ekki dreginn neinn lærdómur af því rugli öllu saman.


mbl.is Hafa áhuga á orku frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Ég er einn þeirra sem fæ það ekki til að ganga upp, að á sama tíma og ekki er hægt að útvega raforku fyrir álver eða annan orkufrekan iðnað, sé til raforka fyrir evrópumarkað.

Sá markaður er svo stór að hann minnir frekar á svarthol heldur en hefðbundið fyrirtæki.

Þess vegna er svona draumur óraunhæfur, nema hér skuli aldrei eiga að setja upp orkufrekan iðnað framar.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 11.4.2012 kl. 23:10

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Það væri áhugavert að heyra álit Andra Snæs rithöfundar á þessari hugmynd að selja rafmagn um sæstreng eða ef einhver veit hvort það kom fram í bókinni hans ?

Fín samlíking við svarthol Sigurður. Ef af verður og ef það er engin vitglóra í þessu eins og þið ágætu herrar teljið, þá  verðum við komin með lýsislampana aftur áður en við vitum af...;) Allt verður selt úr landi, græðgin á sér lítil ef nokkur mörk.

Hinsvegar þykir mér ok að skoða þetta aðeins betur áður en hugmyndinni yrði fleygt af borðinu. Munurinn á þessu og að virkja fyrir álver er mikill. Þetta væri skárri kostur vegna þess að þá sleppum við við meiri mengun frá álverum. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 11.4.2012 kl. 23:24

3 identicon

Það er allavega kominn eðlileg skýring á því hvers vegna Bretar vildu knésetja Íslendinga með hryðjuverkalögum og hvers vegna þeir vildu að við veðsettum auðlindir okkar.

Björn (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 01:55

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta er bráðsniðugt, fáum einhverja til að henda kapli í sjóinn og fáum Kínverja til að virkja fyrir okkur og þeir gætu líka sett upp fyrir okkur gjaldmælinn og svo getum við landar skipst á um að lesa af honum.  Þar með væru öllum loforðum Jóhönnu um atvinnu væntanlega fullnægt.

  

       

Hrólfur Þ Hraundal, 12.4.2012 kl. 07:34

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er svarið hversvegna orkuútflutning. Hlustið á þetta en þið sem vitið ekki hver þessi Foster Gamble. For those who have never heard of Proctor & Gamble, it is a Fortune 500 American multinational corporation. It is one of the world's biggest, most toxic corporate polluters on the face of the earth with an annual turnover of over $68 billion. Is Foster Gamble any relation to Proctor and Gamble? You betcha!

Þetta kemur úr hörðustu átt.
http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=lEV5AFFcZ-s

Valdimar Samúelsson, 12.4.2012 kl. 11:49

6 identicon

Jafnvel þó verðið sem fengist úti í Evrópu sé mun hærra en hér duga þau rök ein og sér alls ekki. Með orkuútflutningi skapast mjög fá störf innanlands, en með nýtingu innanlands fylgir innlend atvinnuuppbygging - hún þarf að reiknast inn í dæmið. Þessi mál hafa aldrei snúist eingöngu um hvað Landsvirkjun rukkar fyrir kílówattstundina.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 09:33

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þorgeri. Þetta er alveg sama og ég hugsaði. Þetta mál mun frekar snúast um hver ræður yfir orkunni þeir sem munu lána Íslandi eru þeir sem stjórna. Þeir munu ná tökum á þessum raforkugeira eins og allstaðar og stjórna svo verðinu hér á landi með tímanum.

Valdimar Samúelsson, 13.4.2012 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband