Verða dauðvona hreindýr ekki bara friðuð?

Fréttir herma að eitthvað sé um að hreindýr hafi drepist úr hor, án þess að fram hafi komið hvort rannsakað hafi verið hvað hafi valdið þessum horfelli, t.d. einhver sýking í dýrunum eða vetrarhörkur með miklum snjóþyngslum.

Þegar fréttir hafa borist af fæðuskorti í dýraríkinu hafa viðbrögð Umhverfisráðaherra venjulega verið þau að banna allar veiðar á þessum sveltandi skepnum og nægir í því sambandi að benda á rjúpuna og svartfuglana.

Ef að líkum lætur verða hreindýraveiðar bannaðar á næstunni til að vernda og friða þessar ætislausu skepnur.

Auðvitað allt í nafni mannúðar, umhverfis- og dýraverndar.


mbl.is Hreindýr að drepast úr hor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jú alfriðun verður það nafni, ef Svadís dettur ekki á höfuðið áður og vitkast, en svo heppnir verðum við tæplega.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.4.2012 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband