Allt sem segja þarf um atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar

Frá því að núverandi ríkisstjórn komst til valda hefur hún þóst vilja laða gagnaver til landsins, ásamt öðrum orkufrekum en "vistvænum" fyrirtækjum.  Hins vegar hefur lítið orðið úr slíku, enda lagaumhverfi hérlendis afar óvinveitt hvers kyns atvinnurekstri og þar að auki virðist Landsvirkjun stefna hraðbyri að því að verðleggja sig út af orkumarkaði, þannig að stórfyrirtækjum bjóðast orðið mun betri og öruggari viðskiptakjör erlendis.

Fyrirhugað var að reisa eitt slíkt gagnaver á Blönduósi, en nú hefur verið fallið frá þeim áformun vegna þess að vinsamlegra andrúmsloft ríkir í öðrum löndum gagnvart atvinnulífinu en ríkir hér á landi um þessar mundir.

Í viðhangandi frétt kemur í raun fram í einni setningu allt sem segja þarf um atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar:  "Sveinn Óskar Sigurðsson, fv. talsmaður Greenstone á Íslandi, staðfesti þessa ákvörðun í samtali við Morgunblaðið. Margt hefði komið þar til, einna helst óviljug ríkisstjórn við að vinna með félaginu að þessum áformum."

Í sjálfu sér er engu við þessa lýsingu á ríkisstjórninni að bæta. 

 


mbl.is Greenstone hættir við gagnaver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Sorglegt að hafa ríkisstjórn sem er mótdrægt atvinnulífinu. Verra getur það ekki verið, að vilja ekki neina atvinnu handa fólkinu. Þetta má ekki halda svona áfram, nú er nóg komið.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 19.4.2012 kl. 18:56

2 identicon

Sæll.

Svo má heldur ekki gleyma klúðrinu í sambandi við áætlað álver á Bakka. Alcoa var búið að eyða 5 árum og 2000 milljónum í verkið sem síðan var slegið af. Forstjóri LV gerðist hlaupadrengur ríkisstjórnarinnar í því máli ef ég man rétt. Er ekki líka búið að svæfa álver við Helguvík? Álver við Bakka hefði skilað okkur milljörðum á milljarða ofan. Ég hef heyrt HA blaðra um hærra orkuverð en síðan er hann líka búinn að lítillækka sjálfan sig með innihaldslausu rausi um arðsemi Kárahnjúka. Þá virkjun eigum við skuldlausa eftir 10-15 ár ef ég man rétt og þá fyrst fer hún að mala gull fyrir okkur.

HA á að víkja sem fyrst sem forstjóri LV enda hefur hann sýnt að hann hefur ekki gripsvit á markaðslögmálum. Hann getur búið til hvaða verð sem er og kallað það sanngjarnt raforkuverð en það er hvorki hann né álverin sem ráða verðinu heldur markaðurinn. Maður sem skilur það ekki á að snúa sér að öðru.

Hverjir styðja enn þessa ríkisstjórn?

Helgi (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 20:17

3 Smámynd: Landfari

Jú það þarf að bæta heilmiklu við þessa frétt.

M'er finnst þetta ekki segja neitt um af hverju þeir hættu við. Ég vil vita í hverju þessi óviljugleiki fólst. Við erum hér að heyra að eins aðra hlið málisins og ekki hægt að taka upplýsta aftöðu til málsins án þess að vita meira. Myndum við vera jafn fljót að dæma þessa aðila fávita og bjána ef Steingrímur hefði verið á undan í blöðin og sagt að þessir aðilar væru ómögulegir því þeir vildu allt fyrir ekkert.

Hér vantar allar forsendur. Mér finnst mjög mikilvægt að þær komi fram.

Landfari, 19.4.2012 kl. 21:43

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Landfari, þekkir þú einhvern sem trúir nokkru sem Steingrímur J. segir? Eða aðrir ráðherrar yfirleitt?

Axel Jóhann Axelsson, 19.4.2012 kl. 22:38

5 Smámynd: Landfari

Steingrímur er ekki og hefur aldrei verið minn maður. Trúði því nú samt einu sinni sem hann sagði en hann hefur fyrir gert þeim trúnaði núna. Það breytir því ekki að það vantar hina hlið málisns.

Landfari, 23.4.2012 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband