Færsluflokkur: Bloggar
26.5.2014 | 17:58
Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur
Samkvæmt skoðanakönnunum munu núverandi stjórnarflokkar í Reykjavík fá góðan meirihluta til að halda áfram stjórn borgarinnar á næsta kjörtímabili.
Þetta er merkilegt í því ljósi að mikil óánægja er meðal borgarbúa með stjórn þessara flokka á síðasta kjörtímabili, ekki síst vegna skipulagsmálanna og nægir að benda á flugvallarmálið, ýmislegt sem hefur verið að koma upp á yfirborðið um blokkarbyggingar yfir bílageymslur í vesturbænum og meðfram Suðurlandsbrautinni við Laugardalinn.
Jafn sjálfsagt og það er að liðka til fyrir umferð reiðhjóla þykir flestum að gangi út yfir þjófabálk eyðing bifreiðastæða vítt og breitt um borgina og þykja einna furðulegastar framkvæmdir í þá veru við Borgartún, þar sem venjulega eru mikil vandræði að finna bílastæði við fyrirtæki og stofnanir sem þar eru staðsettar.
Í ljósi þessara skoðanakannana kemur upp í hugann málshátturinn gamli og góði: "Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur".
![]() |
Samfylking og BF með 53,5% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.5.2014 | 11:30
Er Landspítalinn stórhættulegur lífi fólks?
Margt og mikið hefur verið rætt og ritað um "læknamistök" í gegn um tíðina og fellur þar undir allt sem aflaga getur farið í heilbrigðiskerfinu.
Svo langt hefur verið gengið að gefa í skyn að tugir, eða hundruð manna láti lífið árlega á Íslandi vegna "læknamistaka", eins og sjá má t.d. hérna http://www.visir.is/hin-hlidin-a-vidreisn-lsh/article/2013712179934
Alls staðar eru gerð mistök af einhverju tagi og vafalaust eru gerð ýmis mistök á Landspítalanum, eins og annarsstaðar en ef nú á að taka upp sem reglu að ákæra fyrir þau og krefjast dóma yfir starfsmönnum spítalans verður stutt í að enginn fáist þar til starfa, enda flestir komnir bak við lás og slá, verði niðurstaða þessa máls sú að starfsmaðurinn fái á sig dóm fyrir manndráp af gáleysi.
Að taka upp á því að ákæra starfsfólk heilbrigðiskerfisins vegna "mistaka" er stórkostlega vanráðið og ætti alls ekki að eiga sér stað. Auðvitað á annað við ef grunur leikur á að um stórkostlegt hirðuleysi sé að ræða eða hreinlega ásetning um að gera sjúklingi miska eða jafnvel að ráða honum bana.
![]() |
Siðferðilegt glapræði ríkissaksóknara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.5.2014 | 13:55
Munu margir hafna leiðréttingu lána sinna?
Í dag mun væntanlega verða opnaður vefurinn leiðrétting.is þar sem fólk mun geta sótt um leiðréttingu vegna verðtryggðra íbúðalána sinna, sem skapaðist vegna óðaverðbólgunnar sem forsendubrestur bankahrunsins olli á sínum tíma.
Margir, sérstaklega kjósendur Samfylkingarinnar, VG og Bjartrar framtíðar, hafa fundið þessari leiðréttingu allt til foráttu og þingmenn þessara flokka greiddu atkvæði gegn lögunum um lánalækkunina og sögðu hana nánast vera einkamál Framsóknarflokksins, sem tekist hefði að véla Sjálfstæðisflokkinn til fylgis við málið til þess að halda friðinn innan ríkisstjórnarinnar.
Miðað við undirtektir þeirra sem eru vinstra megin við miðju í stjórnmálaskoðunum og umtal þeirra um þessa skuldalækkun hljóta margir þeirra að sleppa algerlega að sækja um að fá að njóta síns skerfs af þeirri upphæð sem til lækkunarinnar er fyrirhugað að verja, þannig að meira mun þá verða til skiptana fyrir hina sem óska leiðréttingar sér til handa.
Líklega mun leyndin yfir því hverjir sækja um lánalækkun verða til þess að margur maðurinn muni lauma inn umsókn í algjörri andstöðu við það sem hann hefur áður sagt og skrifað um efnið.
Mannlegt eðli mun ráða för, nú sem endranær.
![]() |
Leiðrétting.is í lokatékki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
15.5.2014 | 19:38
Misnotkun verkfallsréttar
Réttur stéttarfélaganna til boðunar verkfalla í kjarabaráttu á að vera neyðarréttur sem ekki verði gripið til fyrr en allt annað hefur verið reynt til að ná samningum.
Verkföll hafa verið tiltölulega fá undanfarin ár og nánast engin af hendi almennra verkalýðsfélaga. Algengara hefur verið að félög opinberra starfsmanna hafi gripið til þessa skæpa vopns eftir að verkalýðsfélögin hafa gegnið frá sínum samningum og með því knúið fram mun meiri hækkanir en verkafólkið hefur fengið.
Í raun er nokkuð fáránlegt að fámennir hópar hálaunafólks skuli yfirleitt hafa verkfallsrétt og þá ekki síst hópar sem geta sett allt þjóðfélagið á annan endann, jafnvel lokað landinu frá umheiminum og janvel lagt heilu atvinnugreinarnar í rúst með því að nánast beita fjárkúgunum, eins og verkfall flugmanna hjá Icelandair er dæmi um.
Hópar, sem þetta á við, eiga auðvitað ekkert að hafa verkfallsrétt en ættu að sæta því að heyra undir kjaranefnd sem úrskurðaði þá um þeirra kjör í samræmi við það sem um semdist á almennum markaði.
![]() |
Mikil reiði í hópi flugmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
13.5.2014 | 19:49
Verkalýðshreyfingin er örlát við forstjórana sína
Flest stærstu fyrirtæki landsins eru í meirihlutaeigu lífeyrissjóðanna, eða réttara sagt fjárfestingarfélaga lífeyrissjóðanna, enda fáir, ef nokkrir, sem geta keppt við þann risavaxna auðjöfur sem verkalýðshreyfingin er orðin í gegn um þessa sjóði.
Lífeyrissjóðirnir eru í raun lifeyristryggingarsjóðir með skylduaðild og ættu því að vera stjórnað af raunverulegum eigendum sínum, sem eru tryggingaþegarnir sjálfir en verkalýðshreyfingin og samtök atvinnurekenda ættu þar hvergi að koma nærri.
Fulltrúar verkalýðs og atvinnurekenda eru farnir að meðhöndla bæði lífeyrissjóðina og fjárfestingasjóðina eins og sína einkaeign og skammta sér ótrúlegar fúlgur í stjórnarlaun, að ekki sé talað um þau brjálæðislegu laun sem þeir skammta forstjórunum og öðrum yfirmönnum þessara fyrirtækja.
Á sama tíma og verkalýðsforystan leggur blessun sína yfir ótrúlega fáránlegar launahækkanir til æðstu stjórnenda stórfyrirtækjanna heldur hún að hægt sé að fá hina almennu starfsmenn til að sætta sig við smánarhækkanir, með hótunum um að efnahagslífið leggist algerlega á hliðina ella.
Það er sannleikskorn til í því að þjóðfélagið þolir ekki miklar almennar kauphækkanir eins og sakir standa, en almenningur þolir ekki siðleysi og eiginhagsmunasemi verkalýðsforystunnar og forstjóra hennar á sama tíma og ætlast er til að almenningur sætti sig við hægfara kauphækkanir á mörgum árum.
![]() |
Gífurleg launahækkun stjórnenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.5.2014 | 20:27
Afglæpavæða dópið
Eftir að hafa verið algerlega andvígur afglæpavæðingu svokallaðra "eiturlyfja" áratugum saman hafa farið að renna á mann tvær grímur undanfarin ár, enda hefur algerlega mistekist að kveða niður viðskiptin með þau og á þeim markaði eru miskunnarlausar glæpaklíkur allsráðandi.
Þegar maður var á unglingsárum hefði verið afar einfalt að verða sér úti um "eiturlyf" hverskonar, ekki síst maríjúana, ef áhugi hefði verið fyir hendi og ekki virðist það hafa orðið erfiðara eftir því sem tímar hafa liðið fram.
Þrátt fyrir öll bönn og baráttu lögreglu og tollayfirvalda við dópklíkurnar geta allir útvegað sér allt það dóp sem þeir vilja án þess að allt þjóðfélagið hafi farið á hvolf vegna slíkrar neyslu, en glæpamennirnir maka hins vegar krókinn og virðast sumsstaðar nánast stjórna heilu löndunum.
Margir verða flíklar vegna dópneyslunnar en þrátt fyrir að auðvelt sé að komast yfir efnin virðist sá hópur þó ekkert hlutfallslega stærri en sá sem verður áfenginu að bráð og missir stjórn á neyslu þess þó aðgegni að því sé bæði löglegt og auðvelt.
Stríðið við eiturlyfjabarónana er löngu tapað og tími kominn til að grípa til nýrra úrræða.
![]() |
Flestir nota vímuefni skynsamlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (67)
5.5.2014 | 20:22
Andskotans vitleysa
Rússland, undir stjórn Pútíns, virðist stefna skref af skrefi í átt að einræðisríki að fyrirmynd Ráðstjórnarríkjanna, en þar stjórnaði Pútín leyniþjónustunni um tíma og kann því vel til verka í slíku stjórnarfari.
Nýjasta uppátæki þessa væntanlega einræðisherra er að banna blótsyrði í bíómyndum, sjónvarpi, leikhúsum, bókum og öðrum miðlum, að viðlögðum sektum. Það kann ekki góðri lukku að stýra ef fólk á að þurfa að hlýta opinberum fyrirskipunum um hvaða orð má nota og hver ekki, enda er slíkt oftar en ekki fyrirboði um boð og bönn um hvað má yfirleitt segja og skrifa.
Sumsstaðar þurfa íbúar að klæðast samkvæmt smekk ráðamanna og ótrúlega víða eru alls kyns takmarkanir á því hvað fólk má aðhafast og hvernig það skal haga sér bæði daga og nætur.
Vegna þess að svona fáránleg lög eru samþykkt í Rússlandi mun fólk lítið kippa sér upp við málið, en allir geta ímyndað sér hvernig lætin hefðu orðið ef svona lög yrðu sett í vestrænum ríkjum og jafnvel þó einhver léti slíkar hugmyndir frá sér fara á opinberum vettvangi.
Þessi lagasetning er nú meiri andskotans, hvelvítis vitleysan. Mikið djöfull sem Pútín er steiktur.
![]() |
Rússar banna blót með lögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.4.2014 | 13:38
Ruddabrandar felldu Guðna frá endurkomu í stjórnmál
Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, var búinn að samþykkja að skipa fyrsta sætið á lista Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík og ætlaði að tilkynna þá ákvörðun sina með pompi og prakt á blaðamannafundi í dag, Sumardaginn fyrsta.
Forysta Framsóknarflokksins í Reykjavík var búin að ganga frá framboðslistanum með Guðna í efsta sæti og skipulagði kosningaherferðina út frá fréttamannafundinum og ætlaði að láta mikið fyrir sér fara á næstunni, enda tiltölulega stutt til kosninganna.
Eftir að Guðni hætti við framboðið lýsti flokksforystan yfir miklum vonbrigðum með þessa breyttu afstöðu hans, frestaði kjördæmisþingi og leggur nú dag við nótt í leit að heppilegum frambjóðands í efsta sætið og mun, eftir því sem frést hefur, stefna á að finna frambærilega konu til þess að skipa sætið. Þeirri konu sem áður skipaði annað sæti listans verður hins vegar kastað út í ystu myrkur þrátt fyrir hetjulega baráttu fyrir því að fá að færast upp í efsta sætið eftir að sá sem skipaði það upphaflega hrökk frá borði.
Það sem einna helst varð til þess að Guðna snerist hugur var upprifjun á ruddalegum "bröndurum" hans á karlakvöldum um kynfæri og bólfarir kvenna í stjórnmálum, sem aðhyllast þó ekki Framsóknarflokkinn eða hafa verið Guðna mikið tengdar í gegn um tíðina.
Frá því að vitnað var til þessara einkennilega ruddafengnu "gamansagna" á netinu um páskana hafa netheimar logað af hneykslun á þessum einkennilega húmor og þeirri lítillækkun sem Guðni þykir hafa sýnt kvenfólki með uppátæki sínu.
Logarnir sem þetta hefur kveikt hafa brennt allar áætlanir Guðna um að snúa aftur í stjórnmálin og munu reyndar verða til þess að hann verður almennt litinn öðrum augum sem "skemmtikraftur" en hingað til hefur verið gert.
![]() |
Guðni gefur ekki kost á sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
21.4.2014 | 17:44
Góður grundvöllur til kjarabóta
Samkvæmt frétt mbl.is, sem byggð er á upplýsingum úr Tíund, tímariti Ríkisskattstjóra, er hagnaður íslenkra fyrirtækja að aukast á ný eftir tapárin 2008 og 2009.
Hið ofboðslega tap sem varð við hrunið orsakaðist fyrst og fremst af fjárglæfrum banka- og útrásargegnja, eða eins og segir í fréttinni: "Þarna er vitaskuld að miklu leyti um að ræða tap vegna kaupa á verðbréfum fyrir erlent lánsfé sem féll í verði þegar alþjóðlega peningauppsprettan þvarr, segir í samantektinni. Síðan bankarnir féllu hefur tap fyrirtækja farið mikið minnkandi og var árið 2012 svipað og árið 2006."
Á línuritinu, sem fylgir fréttinni, má sjá að hagnaður íslenskra fyrirtækja í heild hefur lengst af verið viðunandi og virðist vera að komast í mjög gott horf á ný eftir hrunið, þó vitað sé að afkoma er eitthvað mismunandi eftir atvinnugreinum.
Þessar fréttir eru afar jákvætt innlegg inn í þær kjaraviðræður sem nú eru að hefjast milli aðila vinnumarkarðarins og miðast við að ganga frá samningum til næstu ára. Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að hækka laun talsvert á næstu árum og koma kaupmætti landsmanna í svipað horf og hann er í nágrannalöndunum.
Takmarkið hlýtur að vera að hægt verði að lifa mannsæmandi lífi í landinu af launatekjunum einum saman án þess að vinnandi fólk þurfi að reiða sig á hina ýmsu opinberu styrki til að draga fram lífið.
Til þess þarf að vísu breyttan hugsunarhátt þeirra sem eru í efri þrepum launastigans, en hingað til hafa þeir aldrei þolað að lægstu laun væru hækkuð án þess að samsvarandi hækkun gengi upp allan launaskalann og þar með tekst auðvitað aldrei að bæta kjör hinna lægst launuðu án þess að kynda verðbólgubálið.
Það er hins vegar ekki sök þeirra lægstlaunuðu, heldur hinna sem betri launin hafa.
![]() |
Hagnaður fyrirtækja aldrei meiri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2014 | 20:13
Var aldrei ætlunin að borga erlendu skuldirnar?
Samkvæmt fréttum mun íslenska þjóðarbúið ekki eiga gjaldeyri fyrir erlendum skuldum á næstu árum og tæplega nokkur nema seðlabankinn og ríkissjóður sem hafa lánstraust til að geta framlengt erlendar skuldir sínar til lengri tíma.
Þetta leiðir hugann að því að erlendir lánadrottnar þurftu að afskrifa óheyrilegar upphæðir af erlendum skuldum einkaaðila eftir bankahrunið og þrátt fyrir allar þær afskriftir verður ekki hægt, eða a.m.k. erfitt, að standa skil á þeim erlendu skuldum sem eftir afskriftirnar stóðu.
Ætli bankamenn og þeir sem tóku öll þessi erlendu lán á árunum fyrir hrun hafi aldrei hugsað út í þá staðreynd að gjaldeyristekjur þjóðarinnar hefðu aldrei dugað til að endurgreiða öll þau lán sem fjármálastofnanir jusu út til almennings og fyrirtækja á "lánæristímanum"?
Ekki bætti Steingrímur J. úr skák með hinu óskiljanlega skuldabréfi sem hann lét nýja Landsbankann gefa út til þess gamla, þ.e. hátt í þrjúhundruðmilljarða króna í erlendum gjaldeyri. Þetta skuldabréf er nú að skapa mestu erfiðleikana sem efnahagur þjóðarbúsins stendur frammi fyrir næstu árin.
Það væri fróðlegt að fá einhverjar skýringar frá þeim sem tóku öll þessi erlendu lán á því hvernig þeir hafi séð fyrir sér að þau yrðu endurgreidd.
![]() |
Eigum ekki fyrir afborgunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)