Afglæpavæða dópið

Eftir að hafa verið algerlega andvígur afglæpavæðingu svokallaðra "eiturlyfja" áratugum saman hafa farið að renna á mann tvær grímur undanfarin ár, enda hefur algerlega mistekist að kveða niður viðskiptin með þau og á þeim markaði eru miskunnarlausar glæpaklíkur allsráðandi.

Þegar maður var á unglingsárum hefði verið afar einfalt að verða sér úti  um "eiturlyf" hverskonar, ekki síst maríjúana, ef áhugi hefði verið fyir hendi og ekki virðist það hafa orðið erfiðara eftir því sem tímar hafa liðið fram.

Þrátt fyrir öll bönn og baráttu lögreglu og tollayfirvalda við dópklíkurnar geta allir útvegað sér allt það dóp sem þeir vilja án þess að allt þjóðfélagið hafi farið á hvolf vegna slíkrar neyslu, en glæpamennirnir maka hins vegar krókinn og virðast sumsstaðar nánast stjórna heilu löndunum.

Margir verða flíklar vegna dópneyslunnar en þrátt fyrir að auðvelt sé að komast yfir efnin virðist sá hópur þó ekkert hlutfallslega stærri en sá sem verður áfenginu að bráð og missir stjórn á neyslu þess þó aðgegni að því sé bæði löglegt og auðvelt.

Stríðið við eiturlyfjabarónana er löngu tapað og tími kominn til að grípa til nýrra úrræða. 


mbl.is Flestir nota vímuefni skynsamlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er oftast á því að lögleiða dópið enn svo koma einhverjir talsmenn þess að leyfa það og þeir eru oft svo skemmdir að mér snýst hugur í hvelli.enn með því að hafa þeta undir eftirliti væri kannski hægt að stöðva þá sem eru komnir of langt í

ruglið

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 10.5.2014 kl. 21:24

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað gengi aldrei að láta fíkla í neyslu semja lögin og reglurnar. Þetta þyrfti að ræða og skoða frá öllum hliðum og finna leið sem líklegt er að gagni upp.

Axel Jóhann Axelsson, 10.5.2014 kl. 22:49

3 identicon

Dómar hafa verið þyngdir og milljónum króna er varið í tollaeftirlit og lögreglu en samt dregur ekkert úr neyslunni. Fleirri fleirri milljónir renna í gegn um neðanjarðarhagkerfið án þess að það skilji nokkuð eftir sig í formi skatta.

Í sumum löndum eru þungir dómar, jafnvel dauðarefsing við varðveislu fíkniefna en samt sækist fólk í þetta.

Hið svokallaða stríð gegn fíkniefnum er tapað, við þurfum að finna nýja leið til að takast á við þetta.

Jóhannes (IP-tala skráð) 11.5.2014 kl. 01:20

4 identicon

Þú ert skynsamur maður, Axel.

Ég er fyllilega sammála öllu því sem kemur fram í pistli þínum, en

ætla að leyfa mér að benda á nokkur atriði varðandi athugasemdirnar við hann.

Sigurjón segist snúast hugur þegar hann sér einhverja "skemmda" einstaklinga tala fyrir lögleiðingu.

ég svosem skil þá afstöðu mæta vel, en langar samt sem áður að benda Sigurjóni á að oft á tíðum þá er um að ræða einstaklinga sem vita sínu viti (þrátt fyrir framkomu, talsmáta eða klæðaburð) sem lent hafa illa í kerfinu og hafa oft á tíðum engu að tapa.

Það er alltof algengt í okkar samfélagi að menn spá meira í hver segir hvað, í stað þess að pæla hvað er sagt.

Þú, Axel, segir svo; "auðvitað gengi aldrei að láta fíkla í neyslu semja lögin og reglurnar" og því get ég verið sammála að einhverju leyti.

Samt sem áður finnst mér eins og þú þurfir að skilgreina þessa fullyrðingu betur, því það er ekkert "auðvitað" við hana.

Í fyrsta lagi gefur þú þér það að allir fíklar í neyslu séu gjörsamlega óhæfir til að hugsa rökrétt eða leysa vandamál með bestu mögulegri útkomu. Gott og vel, það gæti vissulega verið rétt hjá þér í mörgum tilvikum en það er samt sem áður ekki algilt.

Í annan stað þá verður þú að átta þig á að menn geta verið "í neyslu" án þess að vera fíklar. Staðreyndin er nefnilega sú að langflestir neytendur ólöglegra vímuefna eiga í engum vandræðum með sína neyslu. Það fólk ætti því að vera fyllilega hæft til að "semja lögin og reglurnar"

Í þriðja lagi þá gengi það aldrei upp að semja lögin og reglurnar án samráðs við þá sem málið snertir beint, þ.e. bæði neytendur sem og fíkla. Annað væri hreinlega galið.

Það er einnig algjörlega fjarstæðukennt að láta þá sem beitt hafa refsivendinum sem harðast, óáreittir í fjöldamörg ár, sjá um slíka vinnu. Í mínum huga nær það engri átt.

Takk kærlega fyrir góðan pistil.

Það er virkilega uppörvandi að sjá að almenn skynsemi er ekki alveg útdauð ;)

Björgvin Mýrdal (IP-tala skráð) 11.5.2014 kl. 02:34

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Björgvin, þegar ég talaði um "fíkla í neyslu" átti ég við þá sem væru eiginlega í stjórnlausri neyslu. Fólk, sem ekki á í slíkum vandamálum væri betur til þess fallið að semja lögin og reglurnar, sem þar að auki myndu væntanlega taka eitthvert mið af því sem er að þróast í öðrum löndum.

Axel Jóhann Axelsson, 11.5.2014 kl. 08:49

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gott innlegg Axel

Sigurður Þorsteinsson, 11.5.2014 kl. 09:07

7 identicon

Eitt varðandi þessa 'talsmenn' sem sjást oftast er það að hinir sem eru ekki dagreykingamenn heldur þessir áhugareykingamenn sem fá sér kanski 1-10 sinnum á ári eru ekki að fara að stíga fram sem málpípur kannabislögleiðingar fyrr en þetta taboo í kringum það minkar.

Ef að áfengi væri ólöglegt og hefði verið síðustu 100 ár þá myndi ekki stíga fram venjulegt fólk til að tala máli áfengis, við myndum sjá menn eins og Tryggva skít og Bóbó á holtinu í sjónvarpinu að berjast fyrir lögleiðingu.

Stebbi (IP-tala skráð) 11.5.2014 kl. 10:17

8 identicon

Það eru engin eiturefni í kannabis og flokkast það því ekki sem eiturlyf. það gerir áfengi hinsvegar endan víman eitrunarástand..☺

GB (IP-tala skráð) 11.5.2014 kl. 11:20

9 identicon

Annars liggur mest á að rjúfa samsæri lyfjafyrirtækjanna. Milljónir vantar lyfið!  https://www.google.is/search?q=medical+marijuana+states+in+usa&client=firefox-a&hs=baT&rls=org.mozilla:en-US:official&channel=sb&tbm=isch&tbo=u&source=univ&sa=X&ei=8l1vU9n5C47tPIfGgPAB&ved=0CEYQsAQ&biw=1280&bih=871

Alþýðufræðarinn (IP-tala skráð) 11.5.2014 kl. 11:29

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála Axel. Það er mun eðlilegra að líta á þá sem missa alvarlega tök á neyslunni sem heilbrigðisvandamál en glæpamál. 10-15% þeirra sem neyta vímuefna, hvort sem það er áfengi eða eitthvað annað, verða fíklar og það kostar mun minna að aðstoða þá með meðferðarúrræðum en að koma fram við þá sem glæpamenn. Við lítum ekki á áfengissjúklinga sem glæpamenn, því aðra fíkla?

Í Hollandi, þar sem kannabis er löglegt er neysla minni meðal ungs fólks en í flestum löndum Evrópu. Það hlýtur að vera umhugsunarefni.

Beinum kröftum okkar og peningum í forvarnarstarf og meðferðarúrræðum, það er ódýrarar en ekki síst manneskjulegra.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.5.2014 kl. 11:31

11 identicon

Einn annar bloggari bloggar um sömu frétt og hneykslast á öllu því sem Nadleman segir með upphrópunum. Enginn hefur nennt að kommenta á það sem hann skrifar. Það segir sína sögu um hvernig þessi mannfjandsamlegi öfgahópur er hægt en örugglega að einangrast. Sem betur fer.

Kalli Rögnvalds (IP-tala skráð) 11.5.2014 kl. 14:49

12 identicon

Ekki veit ég betur en fíklar fái áðstoð og meðferð á Íslandi - en fíkill er fíkill, þótt hann ætli sér ekki að verða það og þeir verða alltaf undir og skiptir þá engu máli hvað lagt er í endurhæfingu og hjálp og ekki hef ég trú á, að ástandið myndi batna með lögleiðingu. Neyslan mun margfaldast, fíklarni verða enn fleiri og meðferðir jafnframt.

GB segir að það séu engin eitrurefni í kannabis.

En þá spyr ég: Hversvegna kemur engöngu órökstudd steipa úr þessum heilum. Hvers vegna hugsa þeir ekki rökrétt og hanga í einhverri vímu? Þetta er algjörlega óvinnufært fólk eins og áfengisdrukknir einstaklingar og skiptir þá engu máli hver vinnustaðurinn er.

Og annað - marijuana og rítalín eru lyf, en hvað kemur það fiklum við, nota þeir þessi lyf sem lyf.

v.johannsson (IP-tala skráð) 11.5.2014 kl. 14:52

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skelfileggt innlegg hjá þér, v. johannson. Vanþekking og fordómar

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.5.2014 kl. 14:58

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessa færslu Axel. Þetta er nákvæmlega það sem er að, eiturlyfjabarónar maka krókinn meðan aðrir þjást. Það verður að breyta þessu og skoða málin upp á nýtt, og ræða við alla aðila sem sitja við þetta borð, fíkla, aðstandendur og heilbrigðiskerfið og öll hin kerfin sem koma að þessu, og þau eru ansi mörg, lögregla, dómarar, geðlæknar, félagsmálastofnanir og mannréttindafólk. Það er varla til sú stofnun á landinu sem ekki liggur einhversstðar að þessu máli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2014 kl. 15:06

15 identicon

Gunnar - vilt þú meina að fíklar fái ekki aðstoð við sínum vandamálum á Íslandi? Telur þú að aðstoð við eiturlyfjaneytendur aukist við að opna markaðinn?

Og gaman væri að fá að vita hvar þessi vanþekking er sem þú talar um. Er það af því að ég er á móti því að selja eiturlyf á frjásum markaði og auka þar með vændi og afbrot?

v.johannsson (IP-tala skráð) 11.5.2014 kl. 15:40

16 Smámynd: Steinarr Kr.

Tvö atriði sem vert er að hafa í huga.

Ólöglegur markaður verður enn til staðar, þó eitthvað verði leyft. Hagnaðarvonin sér til þess.

Að breyta fíkniefnaneyslu í heilbrigðisvandamál í stað þess að það sé löggæsluvandamál mun ekki verða ódýrara fyrir þjóðfélagið og líklega dýrara.

Steinarr Kr. , 11.5.2014 kl. 16:42

17 identicon

Ég er nú bara maður sem hefur reykt kannabis í 20 ár, það bjargaði lífi mínu frá hroðalegum sjúkdómi. Reyki ekki núna en ég er sennilega bara skemmdur vitleysingur í hugum margra. En..mér

Finnst alltaf fyndið þegar er talað um að lögleiðing muni margfalda fíkla. Eftir 40 ár og milljarða eytt í refsistefnuna, þá er auðveldara en nokkurn tíman að redda dópi. Það er álika auðvelt að versla kókaín eins og mjólk.

Lögregla er ekkert að stoppa fíkla, enda skilar það engu. Lögregla er að taka minniháttar dílera sem græða svo mikið á þessu að sektir eru ekki neitt fyrir þeim, né dómar. Dæmi eru um að fólk sé að græða bankastjóralaun á þessu án mikils vesens.

Þegar refsistefnan byrjaði þá hafði varla nokkur maður heyrt af t.d kannabis, núna hefur þriðjungur þjóðarinnar prufað.

Dóp selst svo vel að þetta er milljarða business.

Árangur refsistefnunnar hefur verið ekki bara sama sem engin, heldur hefur refsistefnan hreinlega aukið á neyslu með endalausum áróðri (auglýsingum.)

Áróðurinn hefur verið svo augljósar lygar að það tekur engin mark á því sem hefur prufað.

Og Fólki dettur í að það að halda áfram að ofsækja fólk, skemma líf þess, stela peningum þess, stela tíma þess og fyrir utan allt hatrið og útskúfuna

Að þetta hafi verið að gera eitthvað gott og sé að því?

"Við erum hrædd um að þú sért að skemma líf þitt,svo við ætlum bara að klára dæmið fyrir þig."

Það er ekkert skrýtið að fólk sem veit til, telur ykkur geðveik og frekar vont fólk. Sambærileg við nasistana að mörgu leyti.

Heilaþvegið pakk og þjóðfélagslega hættulegt fólk.

Kannski erfitt að heyra þetta og án efa fagnið þið því að þetta séu bara orð dópskemmds einstaklings, en sannleikurinn er sá að framtíðin mun dæma ykkur sem hugsið og gerið svona, ekki "hina hræðilegu" dóp"fíkla"

Nei, dópfíklarnir eru fórnarlömb ykkar og þið eruð liðið sem þarf að stoppa með lögum.

Það er nú bara svo.

Þið létuð geðbilað fólk og græðgissjúklinga heilaþvo ykkur. þetta eru afleiðingarnar.

Þið eruð "vondi kallinn" í sögunni.

Enjoy your karma bitches! :D

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 11.5.2014 kl. 17:17

18 identicon

En hvað eiga dópbarónarnir þá að gera þegar þeir missa hagnaðinn af þessu??

Danni (IP-tala skráð) 11.5.2014 kl. 18:25

19 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

v.johannsson, meðferð áfengis og vímuefnasjúklinga er fjársvelt og það myndi breytast ef heilbrigðiskerfið fengi brot af kostnaðinum við refsistefnuna. Og aukast afbrot og vændi ef við hættum núverandi stefnu í málaflokknum? Já, v.johannsson, þetta er vanþekking og fordómar.

Steinar kr. heldur að það verði dýrara fyrir þjóðfélagið að láta af núverandi refsistefnu. Hvaðan í ósköpunum fær hann þær upplýsingar?

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.5.2014 kl. 18:45

20 identicon

Þeir fara bara í venjulegan business. Sama og skeði með áfengisbarónana á bannárum áfengis.

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 11.5.2014 kl. 18:45

21 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mæli með að þið hlustið á þetta viðtal í Íslandi í dag um daginn:

http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTV6758BCCE-B777-4F7B-9DA7-A0453F42D831

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.5.2014 kl. 18:51

22 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta mál verður að ræða án nokkurra fordóma og stóryrða, en á það finnst mér skorta nokkuð í sumum athugasemdum.

Hluti skattlagningar á sölu efnanna yrði að sjálfsögðu notaður til forvarna og meðferðar eiturlyfjasjúklinga eins og gert er vegna áfengissjúklinga núna. Reyndar stendur meðferð efnafíklunum einnig til boða núna, þrátt fyrir að ríkið nái ekki að skattleggja viðskiptin með þau efni, né hafa nokkur áhrif á söluna, þ.e. hvernig henni væri háttað, hvar selt og hvar væri leyfilegt að neyta þeirra.

Axel Jóhann Axelsson, 11.5.2014 kl. 18:58

23 Smámynd: Kommentarinn

Flottur pistill Axel, gaman að sjá hvað umræðan hefur þroskast mikið bara á síðustu 2 árum.

Ég vil þó svara Steinarri Kr. sem segir:

"Ólöglegur markaður verður enn til staðar, þó eitthvað verði leyft. Hagnaðarvonin sér til þess."

Það er rétt, ólöglegur markaður hverfur ekki við lögleiðingu. Hvernig er ólöglegur markaður með áfengi í samanburði við löglega markaðinn? Ég gæti trúað að 99% af veltu markaðarins sé lögleg með áfengi. Það er engin ástæða til að ætla að annað ætti við þegar talað er um lögleiðingu annarra efna að svartur markaður yrði í minnihluta. Hagnaðarvonin verður einmitt miklu meiri þegar vara er ólögleg og verð hátt. Harðari refsingar og/eða áhrifaríkari löggæsla þýðir að sölumenn þurfa að taka meira fyrir áhættuna og verð hækkar.

Ef við tökum kannabis sem dæmi af því að það er stærsti svarti markaðurinn, þá yrði framleiðslukostnaður hverfandi fyrir löglega framleiðendur á íslandi. Það er mjög mikið vesen að rækta heima svo fæstir myndu nenna því (eins og með brugg á áfengi) og ef það yrði ólöglegt að rækta og selja nema með sérstöku leyfi frá hinu opinbera þá yrði erfitt fyrir ólöglega ræktendur að keppa við löglega markaðinn í verði af því að þeir þurfa áfram að rukka neytendur aukagjald fyrir áhættuna. Löglegi markaðurinn þarf vissulega að borga skatta en á meðan þeir verða ekki mörg hundruð prósent þá mun svartur markaður ekki geta keppt við löglega framleiðendur og ekki ætti að vera erfitt að hanna lagaumhverfi þar sem svartur markaður yrði innan við 10% af heildinni.

Kommentarinn, 11.5.2014 kl. 19:10

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir að vekja máls á þessu viðtali Gunnar, þetta er eins og talað út úr mínum munni. Við verðum að breyta þessu og hlusta á svona raddir.

Takk líka fyrir þitt innlegg Sveinn, Svo sannarlega talar þar maður af reynslu.

Við verðum að hætta að vera svona hrædd og fordómafull. Það er komið nóg af þessari skelfilegu framkomu við fólk sem notar fíkniefni, hvort heldur er í hófi, eða fíkla sem hafa leiðst út í fíkniefni, þeir hefðu sennilega leiðst út í eitthvað annað, svo sem alkóhól eða róandi lyf. Því einhver prósent manna eru í eðli sínu fíklar, og við björgum þeim ekki með fáfræði og forherðingu, frekar með skilningi og umburðarlyndi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2014 kl. 19:37

25 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég tek undir með Danna, ég veit ekki alveg hvað dópbarónarnir eiga að gera ef þetta verður lögleitt? Fá þeir einhverjar bætur?

Hörður Þórðarson, 11.5.2014 kl. 20:39

26 identicon

Ef kannabis yrði löglegt að þá yrði fótunum kippt undan skipulögðum glæpasamtökum hér á landi á einu bretti. Þessir aðilar fjármagna sig með kannabissölu hér á landi og nota fjármunina m.a í innflutning á harðari efnum og í aðra glæpi. Ef þetta væri löglegt að þá þyrfti fólk ekki að versla við dílera og styðja við undirheimana með þessum hætti.

Hér eru upplýsingar um Colorado og hvernig þetta hefur komið út undanfarna mánuði hjá þeim: http://www.policymic.com/articles/89165/3-months-since-legalizing-marijuana-here-s-what-colorado-looks-like

Þeir sem eru að tala gegn því að þessi öfga bannstefna í fíkniefnamálum verði lögð niður ættu að skoða löndin í kringum okkur sem hafa nú þegar tekið þetta skref. Glæpir aukast ekki. Notkun ungs fólk eykst ekki. Aðal aukning í cannabisreykingum eru hjá fólki eldri en 40-50 ára.

Einhver hér segir að þeir sem nota cannabis séu óvinnufærir. Þetta er glórulaus fullyrðing. Hér eru nokkrir sem nota cannabis að staðaldri eða reykja af og til: http://www.huffingtonpost.com/2014/04/18/most-famous-marijuana-users_n_5160073.html?ncid=fcbklnkushpmg00000063

Það er búið að ljúga okkur full um kannabis, en nú eru staðreyndirnar að koma í ljós. Vísindin hafa afsannað áróður bannhyggju fólksins.

Thor (IP-tala skráð) 11.5.2014 kl. 21:03

27 identicon

Þakka þér fyrir Ásthildur.

Með stóryrðin Axel.

Tja, prófaðu að vera með lífshættulegan sjúkdóm sem læknar geta ekkert gert í, fundið síðan hjálp í kannabis og gegnum 20 ára sögu, orðið betri, loks nógu góður til að taka þátt í þjóðfélaginu aftur.

Og fáðu síðan barnavernd í heimsókn sem hótar að taka af þér barnið þitt ef þú hættir ekki að nota þetta hræðilega efni kannabis (Sem bjargaði lífi mínu.)

Ó, já, fyrir utan allar hinar ofsóknirnar og hvaðanaðeina, háar sektir (til að borga af örorkubótum)

Lækna sem tala um mögulegar aukaverkanir af kannabis, sem þeir geta svo ekki skilgreint frekar. (Eftir 20 ára daglega notkun á kannabis, veit ég ekki um neinar aukaverkanir, aðrar en þær að láta manni líða vel.)

Og sjáðu svo hvort þú verðir ekki soldið "stóryrtur" um þetta lið sem finnst þetta bara alltilagi og það sé í lagi að ofsækja þig og þína fjölskyldu, því að þú ert bara dópistapakk sem á að losna við.

Mér þætti gaman að sjá þig halda áfram að vera kurteis við kvalara þína.

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 11.5.2014 kl. 22:06

28 identicon

Ég hef hreinlega aldrei hitt manneskju sem reykti daglega, sem var ekki með einhverja kvilla sem læknar gátu illa hjálpað með.

Þetta er ekkert annað en ofsóknir á sjúklingum fyrir að nota efni sem hefur verið líkt við að fá sér tvo bjóra, það alvarlegt efni.

Og svo er þetta ofsóknar lið aldrei með neina góða ástæðu fyrir þessu.

Það hefur aldrei nokkur maður getað sannað skaðsemi kannabis.

Þetta er svona "ofsóknir af því bara"

Enda var fyrsti áróðurinn sá að "þetta léti hvítar konur sofa með svörtum mönnum."

Á áttunda áratugnum var áróðurinn að þetta gæfi mönnum kvenmannsbrjóst.

En áróðurinn breyttist á 10 ára fresti eftir því hvað fólk var hræddast við hverju sinni. (áttundi áratugurinn var tími macho , allir hræddir við að verða hommar..)

Þetta er bara hlægilegt núna á 21 öldinni að vera hlusta á svona bull og ofsækja fólk fyrir einhvern business.

En fíkniefna stríðið er ekkert nema business. Kynnið þessa mynd.

https://www.youtube.com/watch?v=wfxaJQVxSA4

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 11.5.2014 kl. 22:13

29 identicon

Kannabis var vel metið lyf af öllum læknum í hundruð ára. Þessvegna byrjuðu þessir businesskallar að kalla þetta marijuana, til að nota rasisma til að banna þetta.

Þegar læknar komust að því að marijuana er kannabis, urðu þeir hvumsa við, en þá var það bara of seint.

Ofsóknarmaskínan var byrjuð.

Cannabis er ein nytsamlegasta planta á jörðinni. Endilega kynnið ykkur þetta, þið sem hafið ekki þegar gert það.

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 11.5.2014 kl. 22:17

30 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekkert að þakka Sveinn, ég hef gengið þennan stíg með syni mínum, sem dó vegna þess að það að vera fíkill er sama og að vera útskúfaður, líkt og holdsveikir voru í gamla daga, tengdadóttir mín fyrrverandi náði sér heldur aldrei á strik þar sem hún var sett í útskúfunardeildina. Þau áttu yndislegan son sem ég tók að mér. Enda voru þessar manneskjur einhver þau bestu sem ég hef kynnst, en þau fengu svo sannarlega að kynnast fordómum, útskúfun og niðurlægingu, enda gat það ekki endað öðruvísi en með því að fara úr þessum heimi, sem er reyndar síðasta úrræði þeirra sem ekki geta sætt sig við svona meðferð. Segi og skrifa. Ég hef punkað niður hjá mér ýmislegt úr þeirra lífi, með tilvitnunum og hvernig þau voru vísvitandi niðurlægð af kerfinu bæði lögreglu, læknum, dómskerfinu og og öllu þessu..... og það svíður undan slíku.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2014 kl. 22:30

31 identicon

Samhryggist.

Já, ég verð að segja það, kannabisneytendur (og oft aðrir "dóp"neytendur)

Er oft besta fólkið hér á jörðu.

Persónulega kem ég ekki nálægt fólki sem styður refsistefnu. (alltaf fólk sem veit aldrei neitt um þetta.)

En þetta er ekkert annað en leifar af nasismanum.

Ofsóknir á alla sem eru öðruvísi, passa ekki inní "kassan"

Leifar af nornaveiðum ef við förum lengra aftur í tímanum.

Blessunarlega er þetta að hverfa, engin vitiborin manneskja með hjarta getur liðið þetta.

Og með vaxandi vitund og vitneskju er þessi óhugnaður að hverfa í mistur tímans.

Hafðu það sem allra best.

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 11.5.2014 kl. 22:35

32 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sveinn, já ég vona svo sannarlega að þessir tímar líði hjá og fordómarnir víki fyrir mannkærleika og upplýstri umræðu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2014 kl. 23:45

33 Smámynd: Hörður Þórðarson

Sveinn skrifaði: "Þetta er svona "ofsóknir af því bara""

Þessar ofsóknir eru ekki "af því bara". Þær eru vegna þess að það eru gríðarlegir hagsmunir í húfi. Þeir sem framleiða áfengi og sígarettur eru dauðhræddir við að fólk geti sjálft ræktað efni á borð við kannabis, neytt þess og verið þar með laust við löngun í áfengi og nikótín.  Lyfjaiðnaðurinn er líka á móti því að leyfa kannabis vegna þess að kannabis getur í sumum tilfellum komið í staðinn fyrir lyf sem fólk borgar fúlgur fjár fyrir.

Því fer fjarri að þetta sé "af því bara".

Hörður Þórðarson, 12.5.2014 kl. 00:30

34 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er reyndar rangt hjá Sveini að ekki hafi tekist að sanna skaðleg áhrif kannabis. Umræða á þeim nótum er jafni skaðleg og refsing og bann. Það er eins með kannabis og annað, óhóf er skaðlegt og fíklar kunna sér ekki hóf, eðli málsins samkvæmt.

Hörður kemur með mikilvægan punkt en það eru hagsmunir áfengisframleiðenda. Sá sem reykir kannabis er ekki mikið að drekka áfengi, a.m.k. ekki á sama tíma. Það má því segja að kannabis sé í beinni samkeppni við áfengi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.5.2014 kl. 09:12

35 identicon

Í fyrsta lagi, þá var ég að tala um fólk almennt, sem getur aldrei komið með neina góða ástæðu fyrir refsistefnunni.

Allt sem þetta fólk hefur komið með, er afsannað.

Business fólkið náttla lýgur eins og það mígur.

Með skaðleg áhrif kannabis.

Komdu með grein um skaðsemi kannabis og ég skal koma með 10 greinar og rannsóknir sem afsanna þessa "skaðsemi"

Eftir 20 ára rannsóknir á þessu og lestur af ótal greinum og rannsóknum, þá veit ég hreinlega ekki um neina staðfesta skaðsemi kannabis. Punktur.

Við getum sosem alveg rætt það, en ég veit alveg hvernig það endar.

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 12.5.2014 kl. 12:05

36 identicon

Ef ég ætti að koma með eitthvað um skaðsemi...

Þá er útaf business ástæðum, algengast að indica sé selt á svarta markaði. Indica er mjög slævandi, frábært fyrir sjúklinga en dagleg notkun þess fyrir venjulegt fólk gæti talist skaðleg. Afhverju?

Jú ef þú vilt ekki vera fastur á sófa fyrir framan imbann, þá er dagleg notkun indica ekki svo sniðug.

Ef þú hinsvegar vilt það, þá er það ekki skaðlegt líkamlega, bara fyrir "framan." (frami er ekki fyrir alla.)

Afhverju er indica oftast seld á svörtum markaði? Útaf því að þetta er minni planta og auðveldara að rækta inni. það eru stærri blóm á styttri tíma.

Sativa sem var vinsæl þar til viðskipti tóku yfir, er meira partílyf og heldur þér vakandi á mildan máta. Meðan Hrein indica er bókstaflega svefnlyf.

En hrein indica er sjaldan lengur á markaðnum, þetta eru allt blöndur í dag og er ekki lengur svo mikið sófameðal eins og hassið á 9unda áratugnum var.

Svo þetta er ekki svo mikið vandamál lengur, fólk að nota lyf sem hentar betur fyrir sjúklinga en venjulegt fólk.

Annars, eins og ég nefndi áðan, fólk sem notar kannabis á hverjum degi, er nánast ALLTAF með einhverja kvilla.

Og að tala um fíkn í því sambandi er hlægilegt.

Ég notaði kannabis á hverjum degi og var oft hundleiður á því, en afhverju gerði ég það?

Well, af því að ég var að díla við svo hræðilegan sjúkdóm að ég reyndi nokkrum sinnum að fremja sjálfsmorð til að losna undan því. (ekki eftir að ég kynntist kannabis hinsvegar, eftir það þá fór mér að líða mikið betur. (fyrir utan alla fordómana sem ég þurfti að glíma við.))

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 12.5.2014 kl. 12:12

37 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott hjá þér að koma svona fram Sveinn, það þarf kjark til. En er bráðnauðsynlegt inn í umræðuna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2014 kl. 12:15

38 identicon

Þegar ég segi að kannabis sé ekki skaðlegt, þá er ég ekki að segja að allir ættu að nota kannabis, né heldur finnst mér það líklegt að það endi svoleiðis.

Ekkert vímuefni er fyrir alla og ekki allir eru fyrir vímuefni.

Ég þekki helling af fólki sem hefur prófað kannabis og fannst það ekki gott. Víman hentaði þeim ekki. (það fólk er oftast hrifnast af áfengi.)

Persónulega er ég hrifinn af þessari vímu og finnst t.d voða gaman að semja tónlist undir kannabis áhrifum. (eins og mörg vímuefni, þá deyfir kannabis sumt og ýkir annað. t.d heyrn og fókus. )

En ég hefði aldrei verið skakkur uppá dag nema útaf þessu fjandans bipolar.

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 12.5.2014 kl. 12:17

39 identicon

Þakka þér Ásthildur.

Ég neyðist til að koma fram. Það er engin lækning á bipolar til og öll lyf við því er ógeð.

Blessunarlega er fólk að vakna og þetta er ekki lengur eins mikið mál og það var.

(...Persónulega þá vildi ég helst ekki díla við þetta, síðustu 20 ár hafa verið beinlínis helvíti og ég á mjög erfitt með að tala við fólk yfirhöfuð. Ég vildi helst bara vera slaka á með eina jónu þegar þarf og njóta lífsins með fjölskyldu minni. En eins og er, þá er það hættulegt fjölskyldu minni að ég geri svo. Ég efa stórlega að sonur minn yrði hamingjusamur á fósturheimili. Litli brosandi kallinn minn. :))

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 12.5.2014 kl. 12:21

40 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fólk sem leitar sér hjálpar hjá SÁÁ vegna kannabisfíknar skiptir tugum eða hundruðum á ári hverju. Ofnotkun á kannabis skapar ýmiskonar félagsleg vandamál, sérstaklega hjá ungu fólki.

Varanlegar heilaskemmdir finnast þó ekki hjá kannabisneytendum líkt og hjá ofdrykkjufólki, a.m.k. ekki mælanlegar en lungnavandamál geta þó auðvitað komið upp eins og algengt er meðal reykingafólks.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.5.2014 kl. 12:28

41 identicon

Ég þekki mikið af þessu fólki sem farið hefur í meðferð.

Í 90% tilvika, var það eingöngu til að friða fjölskyldu og eða kerfið. (semsagt útaf fordómum annars fólks, EKKI útaf raunverulegu vandamáli.)

10% tilvika var þetta fólk með geðræn vandamál sem var búið að sannfæra sjálft sig að kannabis væri hroðalega skaðlegt og fór þessvegna (langoftast vegna þess að allir voru búnir að segja þessu fólki að þau væru bara dópistadjöflar sem þyrfti að laga.)

Lungnavandamál er reyndar oft búið að afsanna.

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 12.5.2014 kl. 12:35

42 identicon

Ég er ekki harður kannabis aðdáandi. Ég tala eingöngu útfrá reynslu og margra ára þekkingarleit um þessi málefni (maður þyrfti að vera ansi vitlaus til að rannsaka ekki lyf sem maður notar...)

Ef fólk kemur með góð rök og getur sýnt fram á að það sé rétt sem þau segja, annað hvort með að vísa í rannsóknir eða persónulega reynslu, þá er ég tilbúinn að hlusta.

Þótt reyndar efi stórlega að geti skipt um skoðun mína, því að rannsóknir hingað til , styðja allt sem ég segi. (eða voru dubious útaf peningamönnunum sem voru á bakvið rannsóknina, en þær rannsóknir voru alltaf afsannaðar af mörgum öðrum.)

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 12.5.2014 kl. 12:39

43 Smámynd: Kommentarinn

Það er reyndar mjög margt sem bendir til skaðsemi kannabis hjá ungum neytendum. 20 ára aldurstakmark yrði að vera algjört skilyrði við lögleiðingu. Sennilega ætti fólk undir 25 ára þó að fara mjög varlega í kannabisnotkun, sérstaklega ef það hefur fjölskyldusögu um geðklofa. Það hefur ekki verið sýnt fram á neinn skaða með sannfærandi hætti hjá fullorðum. Sennilega er ekkert skaðlegt fyrir fullorðið fólk að neyta kannabis í hófi ef það er tekið inn um munn, t.d. í kökum eða einhverjum extract.

Kommentarinn, 12.5.2014 kl. 14:47

44 identicon

Tja, það er reyndar ekki fullsannað að það sé skaðlegt fyrir yngra fólk og það eru margir veikir krakkar sem kannabis hefur hjálpað mjög.

En já, börn og unglingar eru náttla með óþroskaðan heila og ættu helst ekki að nota nema góð læknisleg ástæða sé fyrir hendi.

Með geðklofa, þá er það löngu afsannað, Harvard sem gerði það.

En það var sosem hægt að sjá fyrir, útaf því að tölur geðklofa hafa ekki risið meðan tölur kannabis notenda hafa gert það.

Og með reykingar, kannabis er það mildur smókur að það er alls ekki það sama og tóbakk og það er líka reykt mikið minna í einu.

Plús það að rannsóknir sýna að reykja sirka eina jónu á viku er reyndar heilsubætandi fyrir lungun. Heilsutapið hinsvegar við miklar reykingar hafa sýnt sig, fram að þessu, að vera ekki mikið, eða það lítið að breyti littlu fyrir flest fólk. (fólk með lungnavandamál ætti að nota vaporizer eða eta.)

En þetta geðklofa dæmi er bara áróður, punktur.

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 12.5.2014 kl. 14:54

45 identicon

Útskýri þetta betur með geðklofa, þetta virðist vera soldið landlæg hugsun.

Fólk með geðklofa leitar einmitt oft í kannabis, því það hjálpar því.

Þetta virðist hafa verið misskilið eða notað til að segja það að kannabis valdi geðklofa.

(þetta er reyndar aðeins flóknara mál en verður sagt í fáum orðum og því læt ég þetta duga, nema einhver sé forvitin um þetta.)

Þið verðið að muna að jafnvel áróðurinn er atvinna fyrir marga. Þetta er business. Persónulega hef ég aldrei séð forvarnarmanneskju segja sannleikann um þetta, hvort sem það vissi það eða ekki.

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 12.5.2014 kl. 15:10

46 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sveinn, þú segist hlusta á fólk með reynslu... well ég hef reynslu.

Það gerir umræðunni ekki gott að tala um vímuefnaneyslu með þínum hætti, ekki frekar en með óraunhæfum hræðsluáróðri. Megin þemað í umræðunni á auðvitað að vera "Lifum lífinu án vímuefna" en ofsækjum ekki þá sem kjósa að nota þau.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.5.2014 kl. 15:36

47 identicon

Gunnar.

Viltu að ég ljúgi eða haldi kjafti?

Eru bara sumar skoðanir ok?

"lifum lífinu án vímuefna" á að vera smekksmál. Ekki skylda.

Horfandi yfir lífið, þá sé ég ekki meiri hamingju meðal edrú fólks heldur en vímuefna neytenda. (ef við undanskiljum afleiðingar ofsókna og löglegs ofbeldis.)

Né heldur sé ég betri heilsu og langlífi (ef við undanskiljum fólk í hræðilegum þjóðfélagslegum aðstæðum og ofnotkun á sterkjum vímuefnum.)

Þú segist hafa reynslu en skýrir ekki frá, þú bara segir að mín skoðun sé ekki vinsæl og þessvegna eigi ég að "vera memm" eða halda kjafti.

Ljót skoðun að mínu mati, en þitt vandamál.

Kannabis verður lögleitt fljótlega, það er bara svo. Önnur vímu efni einn daginn, þessi ofbeldisstefna er ekki að skila neinu nema hörmungum og virkar algerlega ekki sem forvörn.

Fyrir utan það með að segja að vímuefni séu óæskileg, ertu bara að ýta undir notkun unglinga á því, enda er allt spennandi sem má ekki, það ættiru að vita.

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 12.5.2014 kl. 15:59

48 identicon

Og ég skil ekki alveg hvernig þið eru að taka því sem ég segi.

Er ég að mæla með vímuefnum fyrir alla?

Nei.

Hér er skoðun mín á nokkrum vímuefnum.

Kannabis, merkilega skaðlaust sem Recreational drug, en á EKKI að ofnota og dagleg neysla ætti bara að vera fyrir sjúklinga. En ég hef ekki rétt til að vera skipta mér af lífi annarra, það er bara svo. Né hefur nokkur það.

Amfetamín, frekar skaðlaust en ætti að umgangast af virðingu, getur verið hættulegt í ofneyslu (eins og allt annað.) Getur verið gagnlegt sem lyf enda er t.d ritalin ekkert annað en hreint amfetamín.

Kókaín, Umgangast ber af varúð, skaðlaust ef sjaldan er tekið og lítið, en getur farið mjög illa með líkama og sál.

Ég horfi á þessi efni fullkomlega raunsæislega.

Ég hef reynslu af þeim öllum og þekki fullt af fólki sem hefur notað. Sömuleiðis hef ég kynnt mér þetta allt frá vísindalegu sjónarmiði í gegnum rannsóknir og reynslusögur annarra.

Ég mæli ekki með neinu af þessu, en ég get aldrei mælt með að ofsækja þetta fólk eða vera með fasíska tilburði í að reyna stjórna lífi þessa fólks útfrá vanþekkingu og ótta.

Hvort sem ég nota vímuefni eða ekki, er algerlega mitt mál.

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 12.5.2014 kl. 16:14

49 Smámynd: Kommentarinn

Sveinn þó að það hafi ekki verið sýnt fram á að kannabis sé skaðlegt t.d. fyrir lungu þá þýðir það ekki að það sé skaðlaust. Það er einmitt stór galli á þessari bannstefnu að það hefur ekki verið hægt að rannsaka þetta af neinu viti. Maður þarf að passa sig í fullyrðingum því ef maður er of djarfur í þeim þá tekur fólk síður mark á manni. Ég myndi t.d. ekki þora að segja að kaffi sé skaðlaust. Ef þú setur fram 10 punkta og einn þeirra er fullyrðing sem ekki er hægt að sanna eða er mjög ýktur þá dregur það úr vægi hinna punktanna þó þeir séu kannski réttir.

Annars er ég sammála þér í meginatriðum og held að lögleiðing sé það eina rétta til lengri tíma litið. Afglæpavæðing væri gott millistig. Það skiptir samt máli hvernig það er gert og það þarf að skapa lagaramma í kringum þetta sem virkar. Breytt umræða er fyrsta skrefið og við erum komin þangað núna.

Kommentarinn, 12.5.2014 kl. 17:26

50 identicon

http://healthland.time.com/2012/01/10/study-smoking-marijuana-not-linked-with-lung-damage/

http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/23802821

"Regular smoking of marijuana by itself causes visible and microscopic injury to the large airways that is consistently associated with an increased likelihood of symptoms of chronic bronchitis that subside after cessation of use. On the other hand, habitual use of marijuana alone does not appear to lead to significant abnormalities in lung function when assessed either cross-sectionally or longitudinally, except for possible increases in lung volumes and modest increases in airway resistance of unclear clinical significance. Therefore, no clear link to chronic obstructive pulmonary disease has been established."

Þetta eru bara 2 fyrstu síður sem birtast í google.

Það er tonn meira sem segir það sama.

Þetta er gallinn við ykkur sem viljið halda fram skaðsemi kannabis, þið hafið aldrei kynnt ykkur það sem þið talið um.

Það hefur nefnilega verið gert tonn af rannsóknum og allar eru þær inconclusive eða sanna fram á skaðleysi kannabis.

Mér dettur helst í hug að þið eruð svo vanir að hafa heyrt um skaðsemi kannabis að þið bara eruð með það í hausnum að það hljóti eitthvað skaðlegt að vera við kannabis.

Eftir 20 ára skoðun á þessu, hef ég ekki hugmynd um hvað skaðsemi kannabis er og eins og þú sérð þá hef ég lesið mikið um þetta.

Og ég er með fljótari mönnum að lesa og skilja. (top 10% , set þetta bara inn svo þú skiljir umfang þess sem ég hef lesið.)

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 12.5.2014 kl. 18:15

51 identicon

Ég er nefnilega ekki að halda neinu fram nema ég geti sýnt rannsóknir sem segja það sama. :)

Ég sé að ég ætti greinilega að gera það meira.

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 12.5.2014 kl. 18:42

52 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Umræðan hérna snýst aðallega um kannabis til lækninga, en fæstir sem nota það eru að nota það sem lækningu við sjúkdómi heldur til að komast í vímu.

Ekki má heldur gleyma því að kannabis er ekki eina efnið sem um er að ræða því vímuefni eru af ýmsum gerðum og líklega öll bönnuð í almennum viðskiptum að viðlögðum þungum refsingum.

Axel Jóhann Axelsson, 12.5.2014 kl. 18:45

53 identicon

Kannabis er náttúrulega algengasta vímuefnið sem þriðjungur þjóðarinnar hefur prufað og sum af hinum vímuefnunum er þegar hægt að fá gegn læknisvottorði, svona eins og amfetamin.

Annars hefur kannabis neyslu verið líkt við að fá sér 2 bjóra, svo ég hreinlega sé ekki vandamálið við það að leyfa það.

Og kannabis er langgagnlegasta vímuefnið og hefur langmestu læknisfræðilega eiginleika.

Og ég gæti aldrei útskýrt fyrir ykkur kvalir þess fólks sem hefur svo fundið hjálp í kannabis og hve mikil pynting það er að halda þessu frá fólki og jafnvel refsa því fyrir notkun.

Aldrei. Ef ég berði ykkur sundur og saman í heilan dag, myndi það ekki jafnast á við kvalir þessa fólks.

Persónulega myndi ég velja að vera pyntaður í viku af sérfræðingum heldur en að vera með minn sjúkdóm og jafnvel meir.

Hvaða máli skiptir það þótt nokkrir sitji sljóir einu sinni í viku og glápi á sjónvarp á móti því að geta hjálpað öllu þessu fólki?

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 12.5.2014 kl. 18:57

54 identicon

ímyndið ykkur að upplifa svo miklar kvalir að þið fremjið sjálfsmorð til að sleppa undan, eða reynið það.

Getiði ímyndað ykkur það?

Og finna svo hjálp eftir að ótal grynni lækna hefur ekkert getað gert fyrir ykkur?

Og vera svo stimplaðir ræflar, aumingjar, glæpamenn fyrir það? Misst vinnu, fjölskyldu og hvað eina?

Ofsóttir af yfirvöldum og allt gert til að gera verra fyrir ykkur af brosandi fólk sem heldur að það sé að gera gott?

Mér þætti gaman að sjá það ímyndunarafl sem getur ímyndað sér brot af þessum kvölum án þess að hafa upplifað...

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 12.5.2014 kl. 19:00

55 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eru það óhrekjandi staðreyndir... allt sem þú finnur á google?

Þetta eru voðalega barnaleg rök hjá þér allt saman. Það er reyndar ein af skaðlegu hliðum langvarandi kannibisnotkunar, sérstaklega ef fólk byrjar ungt, að þroskinn stendur í stað.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.5.2014 kl. 22:00

56 Smámynd: Kommentarinn

Ég ætla ekki að rökræða það hvort kannabis sé skaðlegt/skaðlaust. Fæstir hlutir eru annað hvort eða, heimurinn er ekki svo svarthvítur. Ég var bara að reyna að segja að það er ekki hægt að fullyrða blákalt að kannabis sé algjörlega skaðlaust, ekki frekar en með nokkuð annað. Ef maður heldur því fram þá dregur það úr trúverðugleika þess sem maður er að segja. Síðan á þessi umræða um lögleiðingu ekkert að snúast um hvort þetta sé skaðlaust eða ekki. Það á að lögleiða þetta óháð því hvort þetta sé skaðlegt eða ekki. Neyslan er til staðar hvort sem þetta er bannað eða ekki.

Kommentarinn, 12.5.2014 kl. 22:39

57 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er frábært að fá í umræðuna mann sem þekkir til, og ég veit að það er eftitt fyrir hann að setja þetta fram, af hverju þurfið þið að höggva svona? Ég þekki þessi mál frá öðru sjónarhorni ég þekki fordæminguna og varnarleysið sem ungmenni þurfa að bera vegna þess að þau hafa ánetjast efni sem er bannað. Ef þau hefði verið alkóhólistar þá hefði málið horft öðru vísi við. En ég hygg að alkóhól sé ekkert síður skaðlegt en kannabis og vægari efni. Og hvað með það ef það er ekki alveg skaðlaust, hver er að kvarta? Það er ekki eins og þessum efnum sé troðið ofan í ykkar háls. Reykingar skaða meira umhverfið en þessi efni, á þá ekki bara að banna allt sem breytir hegðun manneskjunnar?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2014 kl. 22:54

58 identicon

Nú ert þú soldið barnalegur Gunnar, ég notaði google því að þetta er handhægt, varla viltu að ég fari að ljósrita skjöl og senda þér í pósti.

Þú ert að metast yfir tittlingaskít.

Og vinsamlega sendu mér link í eitthvað sem staðfestir þetta sem þu segir með "að þroski standi í stað."

Ég hef aldrei séð þetta í áreiðanlegri rannsókn, svo það væri vel metið ef þú sæir þér fært í að fræða mig.

Kommentarinn.

Já við erum sammála. Skaðinn skiptir littlu með lögleiðingu, því jafnvel fyrir hörðustu efnin er refsistefnan bara að gera illt verra.

En þetta er bara samtal og það fór á þessa staði. Erum við í vinnunni hérna eða? :)

Ásthildur, þakka þér fyrir, ég er þó sosem orðinn vanur þessu.

Svo eru þeir að misskilja mig ferlega.

Með skaðsemi kannabis, þá segi ég einfaldlega, skaðsemi hefur aldrei verið sönnuð, punktur.

Það er ekki hægt að benda á neitt sem flestir vísindamenn og læknar geta samsinnt. Punktur.

Á ég að ljúga?

Ég er ekki að segja að það sé Engin Skaðsemi.

Ég er að segja að það er ekki sannað.

Til hvers á ég að röfla um hugsanlega skaðsemi kannabis? Eigum við að lifa í ímyndunaraflinu og óskilgreindum óttum?

Ég hef alltaf sagt, öll vímuefni ber að umgangast með virðingu og mismikilli aðgát.

Það á alltaf að kynna sér allt um virkni þeirra og hugsanlega skaðsemi og reglur um notkun Áður en notað er.

Meina, ekki sestu í bíl og ferð af stað án þess að kynna þér og læra smá fyrst? ;)

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 12.5.2014 kl. 23:04

59 identicon

Ég verð samt að segja að mér finnst þetta soldið fyndið.

Það er voðalega oft þegar fólk talar svona af vissu og festu um hluti, þá hefur það ekki eytt sérstaklega löngum tíma i að studera það sem það talar um..

ég er frekar viss um að hvorugur kommentarinn eða gunnar hafi studerað þessi mál síðustu 20 ár. Né mikið meira en það sem þeir hafa lesið í miðlum.

Og í raun er þetta soldið eins og framhaldskóla student að rökræða við fólk í fyrsta bekk.

Enda hefur t.d gunnar bara komið með tittlingaskít og kvartanir og lítið annað, engin rök og enga linka í neitt. Hann er bara að segja "Nei, svona er þetta ekki og afþví bara!"

Svo ég get ekki tekið hann mjög alvarlega.

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 12.5.2014 kl. 23:12

60 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég VEIT að kannabis er ekki skaðlaust, ég þarf ekki að gúggla það því ég þekki það á eigin skinni. Æskuvinur minn sem er nýlátinn úr krabbameini, reykti kannabis nánast daglega í 35 ár. Hann var mjög illa farinn vegna neyslu sinnar.

Ég tel hins vegar að áfengi sé enn skaðlegra og að reykja fáeinar jónur á mánuði er klárlega skaðlaust fyrir fullþroskaðan einstakling. Fyrir fólk undir tvítugu er mjög stutt í þunglyndi og sinnuleysi ef neyslan er óhófleg.

Ég er bara að benda á að skaðleysisumræðan er skaðleg. Ég vil ekki að ungt fólk hafi ranghugmyndir um kannabisneyslu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.5.2014 kl. 00:04

61 identicon

Hvernig veistu að hann var illa farinn af kannabis neyslu en ekki bara krabbameininu?

Ég þekki fólk sem reykir allt uppí 21 gramm á dag og af hreinu thc oliu. (svona hálfgert kannabis krakk, það purified.)

Og það var perfectly lucid (sletti ensku ,því hef eytt svo miklum tíma í enskunni..eiginlega áratugi og mikið meira en íslensku þann tíma..)

Og ekkert að því að eigin sögn og ekki hægt að sjá það á skrift þeirra eða um hvað það talaði um.

Þetta er rosalega hátt magn og ég myndi ekki trúa því nema að þetta voru allt 60-75 ára menn sem höfðu ræktað kannabis í oft 40 ár..Og ég þekkti þá nógu lengi, þótt á netinu, til að ég þekkti þá frekar vel.

Með að neysla valdi þunglyndi fyrir ungt fólk í óhóflegri neyslu, vill ég benda á það er ekki hægt að meta þau áhrif fyrir enn eftir lögleiðingu, því að álagið sem fylgir því að vera glæpamaður er rosalega mikið, sérstaklega fyrir ungt fólk sem er ekki í raun að gera neitt rangt.

Fyrst er þetta bara spennandi og nýtt og gott en svo hægt og hægt, byrjar raunveruleikinn að sökkva inn og þau byrja að þurfa að fela fyrir ættingjum, forðast löggur, þetta verður æ meira og meira andlegt álag. (sem fólk oft heldur samt áfram, þráttfyrir, þvi að það veit að þetta er í raun alltilagi og það séu ættingjar og yfirvöld sem hafa rangt fyrir sér, svona rebel , freedom fighter dæmi...)

Annars, þá erum við bara að ræða þetta og ég efa að það séu það margir óvitar sem eiga eftir að lesa orð okkar, óvitar sem apa allt eftir öðrum.

Þú verður náttúrulega að hafa í huga að ég er bara gamall hasshaus og það tekur varla nokkur maður mark á mér. ;)

En ég er alveg tilbúinn að ræða þetta ef áhugi er fyrir hendi.

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 13.5.2014 kl. 01:13

62 identicon

"Ég er bara að benda á að skaðleysisumræðan er skaðleg. Ég vil ekki að ungt fólk hafi ranghugmyndir um kannabisneyslu."

...mér langar að benda á á móti að unglingar fara bara útí t.d áfengisneyslu, vegna þess að það eru allir að gera þetta, flestir telja það skemmtilegt og fæstir krakkar vita af skaðsemi áfengis. Og það er hreinlega ekkert að gera hérna. Ekki fyrir ungt fólk, ekki án slatta af peningum. Eða ekki nógu áhugasamt fyrir alla.

Og sumir leita alltaf í þessi efni, saga okkar með þessi efni er löng og oft tengd leit eða spíritualisma.

Og aðrir hafa sárt um að binda og þurfa mikið af innra sárabindi.

Og ég verð að segja að ef þú notar hörð vímuefni rosalega mikið og þér til skaða, þá hlýtur líf þitt að vera rosalega óspennandi eða eitthvað mikið að.

Þetta er gott og gaman, en þetta er Ekki það gott og gaman.

Hver fer í rússíbana aftur og aftur að eilífu? Ekki flestir, það skal ég segja þér.

Það er margt í lífinu svo betra.

Vissulega eru vímuefni fyrir marga þess virði að prófa, alveg eins og rússibani og fyrir þá sem eru þannig þenkjandi geta sum efni gefið þér uppljómandi innsýn á heiminn (Ekki ein og óstudd ekki án hugleiðslu og hugsunar.)

En það er svo margt annað í lífinu að njóta, ekki ferðu í rússibana án þess að fylgja öryggisreglum? Ef þú ferð of oft, þá endaru líklega með að æla. Samlíkingin endar þar en dugar ágætlega..

Fólk hlustar á sannar sögur, fólk hlustar ekki á hræðsluáróður, ekki til lengdar, ekki þau sem eru nógu forvitinn og vantreystandi á yfirvald.

Og það er Alltaf nóg af fólki sem treystir ekki yfirvaldi og þetta smitar útfrá af góðri ástæðu.

Þessvegna segi ég frá og það sem ég veit að er satt.

Kannabis er ekki að fara drepa þig og það er ekki að fara senda þig á sjúkrahús, það gerir þig ekki latan,ekki heimskan ekki geðveikan, gefur þér ekki brjóst og er ekki að láta þig fara að ríða mexikonskum karlmönnum.

Svo hvað er skaðsemi kannabis?

(Fyrir utan að það skiptir ekki máli í tali um lögleiðingu því skaðsemi kannabis er ekkert vandamál í samanburði við skaðsemi refsistefnunnar, jafnvel þótt skaðsemi kannabis væri á við heróin.)

Ég er bara forvitinn, hvað er skaðsemi kannabis?

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 13.5.2014 kl. 02:23

63 identicon

Alvöru fræðslu ekki hræðslu.

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 13.5.2014 kl. 02:25

64 identicon

http://www.huffingtonpost.com/2014/04/18/most-famous-marijuana-users_n_5160073.html?fb_action_ids=10152177157207872&fb_action_types=og.likes

Verð eiginlega að senda þetta inn í hálfgerðu jóki, þennan link, samt soldið alvara bakvið þetta og sérstaklega miðað við lúser ímynd kannabis neytendans.

Þetta er allt harðduglegt fólk, bráðgáfað og eða fært í sínu fagi (og margir í samkeppni við milljónir.)

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 13.5.2014 kl. 02:27

65 identicon

Ég tek undir allt sem þú segir hér, Sveinn

Ásthildur og Kommentarinn, þið eruð líka alveg með þetta.

Ég get einnig tekið undir með Gunnari, þó einstaka punktar séu ekki nægjanlega úthugsaðir.

Þetta er góð umræða hjá ykkur, og algjörlega nauðsynleg.

Steinarr Kr. og v.johannsson eru hinsvegar alveg útá túni...

Björgvin Mýrdal (IP-tala skráð) 13.5.2014 kl. 02:51

66 identicon

http://www.hempforfuture.com/2014/05/12/the-top-42-medical-studies-that-prove-cannabis-cures-cancer/

Reyk víkingur (IP-tala skráð) 13.5.2014 kl. 20:00

67 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Dópið er ekki glæponinn, heldur kerfið sem selur dópið í undirheimunum.

Ef hægt væri að draga glæpsamlega læknadrauginn á Vogi út úr blekkingargreninu undirheimaviðhaldandandi, þá væri von fyrir ADHD-fólkið ó-sjúkdómsgreinda/ó-meðhöndlaða og Vogs-svikna, á Íslandi.

Svefnlyf, róandi lyf og þunglyndislyf eru gífurlega heilaskaðleg og vanabindandi. Ólögleg efni geta líklega verið minna skaðleg, ef þau eru notuð í hófi og undir eftirliti ábyrgs kerfis.

En ef fólk vill ekki trúa sannleikanum, og vill að Vogsbónda-svikarinn ljúgandi fái hindrunarlaust að halda áfram sinni greiningalausu skottulæknaferð, þá bitnar það á börnunum/unglingum/fullornum, sem ekki fá ábyrga og vandaða ADHD-greiningu/meðferð.

Þetta er sorgleg staðreynd um svikult, dýrt og blekkjandi geymslukerfi, á Vogi og SSÁ-göngudeild.

Engin sjúkdómsgreining er notuð til grundvallar meðferðar, á þessum Vogs/SSÁ-stofnunum. Það eru ólíðandi skottulækningar, af hálfu læknis, sem var ekki einu sinni sviptur læknaleyfi eftir að hafa verið blindfullur, við að skera fólk upp á Hvammstanga fyrir nokkrum áratugum síðan, áður en hann varð æviráðinn yfirlæknir á afeitrunarstöðinni (ekki sjúkrahúsinu) á Vogi!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.5.2014 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband