Góður grundvöllur til kjarabóta

Samkvæmt frétt mbl.is, sem byggð er á upplýsingum úr Tíund, tímariti Ríkisskattstjóra, er hagnaður íslenkra fyrirtækja að aukast á ný eftir tapárin 2008 og 2009.

Hið ofboðslega tap sem varð við hrunið orsakaðist fyrst og fremst af fjárglæfrum banka- og útrásargegnja, eða eins og segir í fréttinni:  "Þarna er vitaskuld að miklu leyti um að ræða tap vegna kaupa á verðbréfum fyrir erlent lánsfé sem féll í verði þegar alþjóðlega peningauppsprettan þvarr, segir í samantektinni. Síðan bankarnir féllu hefur tap fyrirtækja farið mikið minnkandi og var árið 2012 svipað og árið 2006."

Á línuritinu, sem fylgir fréttinni, má sjá að hagnaður íslenskra fyrirtækja í heild hefur lengst af verið viðunandi og virðist vera að komast í mjög gott horf á ný eftir hrunið, þó vitað sé að afkoma er eitthvað mismunandi eftir atvinnugreinum.

Þessar fréttir eru afar jákvætt innlegg inn í þær kjaraviðræður sem nú eru að hefjast milli aðila vinnumarkarðarins og miðast við að ganga frá samningum til næstu ára.  Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að hækka laun talsvert á næstu árum og koma kaupmætti landsmanna í svipað horf og hann er í nágrannalöndunum.

Takmarkið hlýtur að vera að hægt verði að lifa mannsæmandi lífi í landinu af launatekjunum einum saman án þess að vinnandi  fólk þurfi að reiða sig á hina ýmsu opinberu styrki til að draga fram lífið.

Til þess þarf að vísu breyttan hugsunarhátt þeirra sem eru í efri þrepum launastigans, en hingað til hafa þeir aldrei þolað að lægstu laun væru hækkuð án þess að samsvarandi hækkun gengi upp allan launaskalann og þar með tekst auðvitað aldrei að bæta kjör hinna lægst launuðu án þess að kynda verðbólgubálið.

Það er hins vegar ekki sök þeirra lægstlaunuðu, heldur hinna sem betri launin hafa. 


mbl.is Hagnaður fyrirtækja aldrei meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband