Misnotkun verkfallsréttar

Réttur stéttarfélaganna til boðunar verkfalla í kjarabaráttu á að vera neyðarréttur sem ekki verði gripið til fyrr en allt annað hefur verið reynt til að ná samningum.  

Verkföll hafa verið tiltölulega fá undanfarin ár og nánast engin af hendi almennra verkalýðsfélaga.  Algengara hefur verið að félög opinberra starfsmanna hafi gripið til þessa skæpa vopns eftir að verkalýðsfélögin hafa gegnið frá sínum samningum og með því knúið fram mun meiri hækkanir en verkafólkið hefur fengið.

Í raun er nokkuð fáránlegt að fámennir hópar hálaunafólks skuli yfirleitt hafa verkfallsrétt og þá ekki síst hópar sem geta sett allt þjóðfélagið á annan endann, jafnvel lokað landinu frá umheiminum og janvel lagt heilu atvinnugreinarnar í rúst með því að nánast beita fjárkúgunum, eins og verkfall flugmanna hjá Icelandair er dæmi um. 

Hópar, sem þetta á við, eiga auðvitað ekkert að hafa verkfallsrétt en ættu að sæta því að heyra undir kjaranefnd sem úrskurðaði þá um þeirra kjör í samræmi við það sem um semdist á almennum markaði. 


mbl.is Mikil reiði í hópi flugmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Endemis þvættingur. Hver er þess umkominn að ákveða hverjir fái að hafa verkfallsrétt og hverjir ekki.

Hvumpinn, 15.5.2014 kl. 20:24

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það hafa ekki allir verkfallsrétt núna. Hvernig var ákveðið að þær stéttir skyldu vera án slíks réttar? Það eru ekki mjög mörg félög hálaunamanna sem geta tekið allt þjóðfélagið í gíslingu í baráttu fyrir miklu meiri kauphækkunum en aðrir verða að sætta sig við.

Þetta yrði ekki flókið úrlausnarefni.

Axel Jóhann Axelsson, 15.5.2014 kl. 20:33

3 identicon

Axel þetta snýst ekki bara um laun, heldur líka að þeir(ásamt flug-freyjum og þjónum) eru neyddir til að vinna í fríum.

Haraldur (IP-tala skráð) 15.5.2014 kl. 21:00

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki tárast ég nú vegan þrælkunar flugmanna. Þjónustufólkið um borð í vélunum vinnur hins vegar erfiða vinnu, en ætti samt sem áður ekki að hafa rétt til að taka allt þjóðfélagið í gíslingu vegna kjaramála, nema í algerum undantekningatilfellum og þá vegna einhverrar neyðar.

Axel Jóhann Axelsson, 15.5.2014 kl. 21:13

5 identicon

Það er einfaldlega ekki rétt hjá þér Haraldur. Það er ENGINN launamaður neyddur til að vinna í sínu fríi. Það er klárt brot á kjarasamningum.

En svona til að bæta í þetta. Flugmenn ættu að hafa vit á því að halda kjafti. Það eru búin að vera lög á Sjómönnum í núna ca áratug og enn eru þeir samningslausir. Gerðardómur ætlar þó að gera eitthvað í málum flugmanna.

Svo að ekki fá þeir snefil af samúð frá undirrituðum...

Jón Ingi (IP-tala skráð) 15.5.2014 kl. 21:15

6 Smámynd: Örn Ingólfsson

Því miður hefur það loðað við flokk XD að setja lög á verkföll. Þetta eru ekki einu verkföllin því á árum áður settu þeir margoft Ólög á sjómenn að beiðni LÍÚ ogSA. Og það versta við það að fólkið sem hefur kosið þessa flokks XD  hafa farið illa út úr þessum lagasetningum! Því Þessir burgeisar sem eiga landið geta kúgað okkur í aframhaldinu af óstjórn Dana og tóku upp stjórnarstefnu þeirra sem að var við lýði 1918 og beita henni óspart til að kúga fólk til hlýðni samanber Lög á Lög ofan! Og Verkalýðsfoystan heldur kjafti með sín ofurlaun! Er þá ekki kominn tími til að fara að umbylta bitlingunum öllum og koma á skipulagi á fólkið sem stjórnar með því að persónukjósa en ekki kjósa helv... flokkræðið aftur bara spyr? Því þar er spillingin og hverjir réðu eikavæðingu bankanna sem að komu Íslandi á HAUSINN? Nú ekki ég heldur fjárglæframenn með hjálp vissra vildarvina innan ríkisstjórnar Íslands á þeim tíma eða ekki?

Örninn

Örn Ingólfsson, 15.5.2014 kl. 22:32

7 identicon

"Ekki tárast ég nú vegan þrælkunar flugmanna. Þjónustufólkið um borð í vélunum vinnur hins vegar erfiða vinnu, en ætti samt sem áður ekki að hafa rétt til að taka allt þjóðfélagið í gíslingu vegna kjaramála, nema í algerum undantekningatilfellum og þá vegna einhverrar neyðar."

Þú ert þá vel settur inn í starf og ábyrgð flugmanna og flugstjóra? Það hlýtur að vera fyrst þú tjáir þig svona.

Hver skal ákveða hverjir mega og hverjir mega ekki fara í verkfall? Mega bara þeir fara í verkfall sem enga trufla? Hinir skulu bara bíða þolinmóðir þar til atvinnuveitandi sér sér fært að hækka laun þeirra? Gæti verið ansi löng bið...

Skúli (IP-tala skráð) 16.5.2014 kl. 00:07

8 identicon

Þeir hafa ekkert leifi til að rústa þjóðfélaginu. Þrjátíu prósendt. Er ávísun á 100 prósent verðbólgu. Verkafólk 2,8 prósent. Þetta eru fáranlegar kröfur. ÉG vill ekki búa í landi með svona siðferði.

thorir adalsteinsson (IP-tala skráð) 16.5.2014 kl. 02:18

9 identicon

Fyrir utan Icelandair þá eru 16 önnur flugfélög með áætlunarflug til og frá landinu. Verkfall flugmanna hjá Icelandair veldur óþægindum en er langt frá því að loka landinu. En Icelandair virðist eiga furðu greiðan aðgang að Mogganum og ríkisstjórninni og hefur notið velvilja beggja sem ólm hafa tekið þátt í að ýkja vandann.

Eins og sést á viðbrögðum fólks þá hefur tekist mjög vel að egna stétt gegn stétt. Þróun sem hefur tekið langan tíma og er að bera þann ávöxt að þar sem áður var stuðningur í baráttunni við auðvaldið og samúðarverkföll er nú alið á úlfúð, öfund og fólk fordæmt þegar verkföll þess valda truflun. Orkan í kjarabaráttum mun beinast í auknum mæli að vörn gegn árásum annarra stétta sem ólm vilja taka verkfallsréttinn af öllum hinum. Og afleiðingin er sterkari staða atvinnurekenda gegn sundraðri alþýðu.

Oddur zz (IP-tala skráð) 16.5.2014 kl. 03:04

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óttalega er þetta aumlegur áróður að það sé Mogginn og auðvaldið sem standi fyrir lagasetningu á verkföll flugliða.

Man enginn svo stutt aftur í tímann sem til ársins 2010, en þá var verkfall fluvirkja stöðvað með lagasetningu. Þá var við völd í landinu ríkisstjórn sem kenndi sig við verkalýð og norræna velferð, sem að vísu stóðst enga skoðun.

Axel Jóhann Axelsson, 16.5.2014 kl. 12:42

11 identicon

Sæll.

Það er alveg ljóst að aðgerðir flugmanna hafa valdið skaða, bæði fyrirtækinu, öðrum fyrirtækjum í ferðaþjónustu og landinu. Þeir sem ekki kannast við það verða að skoða málin betur.

Ég hef hins vegar uppi verulegar efasemdir um að hægt sé með lögum að skylda fólk til að vinna. Síðan hvenær ræður fólk sér ekki sjálft? Ef hægt er að skylda fólk til að vinna, t.d. 10 yfirvinnutíma, er þá ekki hægt að skylda það til að vinna 50 yfirvinnutíma? Hér fór hið opinbera yfir ákveðna línu. Það er stóri skandallinn í þessu máli, löggjafinn getur ekki skyldað fólk til eins eða neins hvað varðar atvinnu.

Flugmenn höfðu uppi keimlíkar eða eins aðgerðir fyrir 2 árum ef ég man rétt. Í sporum Icelandair hefði ég íhugað að segja þeim öllum upp og reyna að ráða verktaka í staðinn. Það er mjög vont fyrir fyrirtæki að fámennur hópur þar geti valdið miklum skaða líkt og flugmenn eru að gera. Ef þeir eru ósáttir geta þeir hætt og kosið að vinna annars staðar. Á hinn bóginn má segja að Icelandair hefði átt að sjá þetta fyrir og löglega boðað yfirvinnubann er löglega boðað yfirvinnubann og ekkert dugar að væla yfir því.

Ég hef því litla samúð með deiluaðilum.

Helgi (IP-tala skráð) 16.5.2014 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband