Rétt hjá Sigurjóni

Sölvi Tryggvason, fréttamaður, sendi fyrirspurnir varðandi Icesave til Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, aðallega hvort hann hefði talið að ríkisábyrgð ætti að vera á Icesave reikningum bankans í Bretlandi og Hollandi.

Að sjálfsögðu svarar Sigurjón því neitandi, enda getur hver maður, sem er læs, lesið tilskipun ESB um innistæðutryggingasjóði og þar stendur það svart á hvítu, að ríkisábyrgð skuli ekki vera á slíkum sjóðum.  Margoft hefur verið bent á þessi einföldu sannindi og í svari Sigurjóns kemur fram:  „Auk þess sem ég held að það myndi ekki standast samkeppnisreglur EB ef það væri ríkisábyrgð á þessum sjóðum . Þá er augljóslega ekki sama frá hvaða landi banki býður þjónustu sína. Styrkur ríkisins á bak við hann skiptir þá öllu máli en ekki bankinn og það er í andstöðu við reglur um jafna samkeppnisstöðu.""

Þetta er algerlega augljóst, enda hefðu Bretar og Hollendingar þá ekki þurft að þvinga Alþingi Íslendinga, með efnahagsstríði, til að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave reikningana eftirá.

Landsbankinn féll ekki vegna Icesave, heldur vegna ótrúlegrar útlánastefnu, sem þar að auki var nánast örugglega í mörgum tilfellum brot á ýmsum lögum um bankastarfsemi og vonandi fer rannsóknum á einhverjum þeirra brota að ljúka fljótlega.

Icesave var ótrúlega klaufalegt útspil af hálfu Landsbankans og því verður með illu klínt á íslensku þjóðina.  Þrátt fyrir að löglega hafi verið staðið að þeim reikningum, er jafnvíst að flest annað í rekstri Landsbankans, sem og hinna bankanna, mun ekki standast gagnvart lögum.

Í afplánuninni má þó alltaf ylja sér við að Icesave hafi verið "tær snilld".


mbl.is Sigurjón: Ekki ríkisábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hringdansarinn Jóhanna

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherralíki, fer heilan hring í svari sínu til norska retmiðilsins ABC Nyheter, þegar hún segir að gott væri að fá lán frá Norðmönnum, sem ekki væri tengt Icesave, en hinsvegar þurfi Íslendingar ekki á slíku láni að halda, af því að þeir séu búnir að semja um nógu mikið af lánum sem tengjast Icesave.

Orðrétt hefur netmiðillinn þetta eftir forsætisráðherralíkinu:  „Vissulega hefði verið þýðingarmikið að hafa aðgang að láni af stærðargráðunni 100 milljarðar norskra króna, einkum ef það væri ekki tengt Icesave og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. En ekkert bendir til þess, að við þurfum stærri lánapakka en þann sem þegar hefur verið samið um." 

Eins og allir vita, hefur ekki verið samið um nein lán, sem ekki tengjast Icesave og AGS.

Jóhönnu hefur oft tekist vel upp í ruglinu og þarna bregst henni ekki aulagangurinn, eins og hennar var von og vísa.  Varla er hægt að dansa hringdansinn af meiri krafti en þetta.

Er einhver hissa á því lengur, að gert sé grín að Íslendingum í útlöndum og ríkisstjórnin höfð að háði og spotti, nánast hvar sem um hana er fjallað?


mbl.is Ekki þörf á norsku láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin vekur litla bjartsýni

Bloomberg fréttaveitan dregur upp dökka mynd af ástandinu á Íslandi, ári eftir hrun, og eftir að hafa farið yfir stöðuna fram að þessu, spáir Bloomberg að ástandið á næsta ári verði ennþá verra, en það hefur verið þetta árið.

Nóg er að vitna til nokkurra setninga í úrdrætti mbl.is úr grein Bloombergs, til að sjá hvernig um ástandið er fjallað, t.d:  "Samdrátturinn á Íslandi verður um 8,5% í ár og verðbólga verður um 11,7%. Samkvæmt nýrri skýrslu AGS er þetta það versta meðal þeirra 33 ríkja sem teljast vera með þróað hagkerfi. Á sama tíma og ástandið virðist vera að batna annars staðar í heiminum þá verður ástandið væntanlega enn verra á Íslandi á næsta ári.

Einnig þetta:  "Krónan hefur veikst um 53% gagnvart Bandaríkjadal frá því í byrjun nóvember 2007 og hefur enginn gjaldmiðill sem Bloomberg fylgist með, alls 175 gjaldmiðlar, veikst jafn mikið.  Enginn hlutabréfavísitala hefur lækkað jafn mikið í heiminum og sú íslenska. Skráðum félögum hefur fækkað úr 22 í 10.  Hvergi í Evrópu eru stýrivextir jafn háir og á Íslandi. Ef litið er til þeirra 58 seðlabanka heims sem Bloomberg er með á skrá hjá sér þá eru stýrivextir hærri í Pakistan og Líbanon en þar eru þeir 13%."

Þrátt fyrir þessar horfur, er þess getið að sjávarútvegur og ferðaiðnaður hafi vaxið og dafnað í kreppunni, vegna mikillar lækkunar á gengi krónunnar, þannig að ekki sé allt alsvart framundan.

Hins vegar er allt sem snýr að ríkisstjórn að vinna að og bæta úr, í kaldakoli og ekkert hefur þar þokast í jákvæða átt.

Enda reynir ríkisstjórnin hvað hún getur að lengja kreppuna og dýpka hana með aðgerðum sínum og/ eða aðgerðarleysi.

Eins og sést á grein Bloomberg tekst ríkisstjórninni vel upp í því efni.


mbl.is Lítil bjartsýni í umfjöllun um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Léleg íslensk blaðamennska

Breska blaðið Daily Telegraph fjallar um aðkomu endurskoðenda og lögfræðinga að viðskiptum Bakkavararbæðra við Existu, þegar þeir yfirtóku Bakkavör á nánast engu verði, en bræðurnir eru stærstu eigendur beggja fyrirtækjanna.

Að breska blaðið tekur þetta til umfjöllunar vekur helst athygli fyrir það, að íslensk blöð hafa nánast ekkert fjallað um hlut lögfræðinga og endurskoðenda í öllu útrásarruglinu, því allir bankar og útrásarfyritæki höfðu her lögfræðinga og endurskoðenda í sínum röðum, til þess að láta allar sínar gerðir líta út sem löglegar og eðlilegar.

Allur fyrirtækjakóngulóarvefurinn var spunninn af stærstu lögfræðistofum landsins og öll helstu endurskoðurnarfyritækin blessuðu ársreikninga vefsins og létu þá líta út eins og eigendunum kom best, t.d. með ofmati á allskyns eignum þeirra, að ekki sé talað um viðskiptavildina.

Jafnvel þó sérstakur saksóknari hafi gert húsleitir hjá þessum stofum, finnst íslenskum fjölmiðlum ekkert fréttnæmt við það, en í öðrum löndum þykir það stórmál, þegar endurskoðunarfyrirtæknin sæta slíkum rannsóknum.

Það er aumt fyrir Íslendinga að þurfa ávallt að fá merkustu fréttirnar af rannsókn hrunafyrirtækjanna úr erlendum fjölmiðlum.


mbl.is Fjallað um aðkomu Deloitte
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er einhver hissa?

Það þyrfti enginn að verða hissa, þó ákvörðun Svandísar Svavarsdóttir, umhverfisráðherranefnu, um lagningu Suðvesturlínu hafi verið ólögleg.

Það hefur ekkert vitrænt komið úr þeirri átt, frá því að hún kom í ráðuneytið.

Allar ákvarðanir þaðan hafa verið í óhag þjóðarinnar og til að tefja og skemma fyrir að landið kæmist upp úr kreppunni.

Því fyrr, sem þessi ráðherranefna fer úr embætti, því betra.

Það sama má reyndar segja um alla ríkisstjórnina.

Þar eru engir raunverulegir ráðherrar, einungis ráðherralíki og ráðherranefnur.


mbl.is Telja ákvörðun Svandísar ólögmæta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dragi orð sín til baka og dragi sig úr embætti

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, hefur með gjörðum sínum og yfirlýsingum síðustu daga stórskaðað allar áætlanir um atvinnuuppbyggingu í landinu, sérstaklega framkvæmdir sem tengjast orku- og stóriðjuframkvæmdir á Reykjanesi og á Bakka við Húsavík.

Þessi ráðherra er í þeirri aðstöðu, að geta þvælt málum svo í kerfinu, að allar áætlanir raskast eða eyðileggjast og dregur þannig kreppuna á langinn og dýpkar hana verulega, frá því sem ella hefði þurft að vera.

Með síðustu yfirlýsingu sinni, um að OR geti ekki staðið undir lántökum vegna orkuöflunar fyrir Helguvík, þrátt fyrir að fyrir liggi orkusölusamningur, er slíkt hneyksli, að ekki verður unað við að ráðherrann sitji lengur í embætti.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherralíki, hefur reynslu af því, að hrekja ráðherra úr stjórninni og ætti að nýta þá reynslu sína umsvifalaust til þess að losa þjóðina við þessa umhverfisráðherranefnu.


mbl.is Segja ráðherra skaða OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikskólabörn til ráðgjafar

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, er einhver aumkunarverðasti ráðherra þeirrar vesælu ríkisstjórnar sem nú ríkir á Íslandi, sem þó ætti allt betra skilið, en þvílíka niðurrifs- og atvinnulífsskemmandi stjórn.

Nú hefur ráðherrann gefið út að hún hefði ákveðið að stofna umhverfisráð ungmenna, sem ætti að vera henni til ráðgjafar.  Ekki er að efa að unga fólkið hefur miklu meiri og betri skilning á þessum málum og samhengi þeirra við atvinnulífið, en sú sem formlega gegnir embættinu.

Samráðshópur leikskólabarna myndi örugglega koma með betri ráð, en þessi ráðherra getur upphugsað sjálfur.

Umhverfisráðherranum ætti að minnsta kosti að leita ráða alls staðar annarsstaðar, en hjá sínum nánustu.

Ráð úr þeirri áttinni hafa ekki reynst þjóðinni til mikils gagns.  Þvert á móti til ógurlegs tjóns.


mbl.is Ungmenni til ráðgjafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fokið í flest skjól ríkisstjórnarinnar - ef ekki öll

Fokið er í flest skjól ríkisstjórnarinnar, þegar stærstu verkalýðsfélögin eru farin að álykta gegn "norrænu velferðarstjórninni", sem þykist bera hag hinna verst settu sérstaklega fyrir brjósti, en allar gerðir hennar eru hins vegar til þess fallnar, að auka á þjáningu, atvinnuleysi og vonbrigði þjóðarinnar.

Ástandið er orðið verulega alvarlegt, þegar Starfsgreinasambandið, undir forystu Samfylkingarmanna, sendir frá sér harðorða ályktun þar sem ríkisstjórnin er gagnrýnd fyrir að berjast gegn atvinnuuppbyggingu og eyðileggingu stöðugleikasáttmálans.

Í ályktuninni segir m.a:  "Þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda gengur erfiðlega að hrinda í framkvæmd mörgum af þeim brýnu málum sem aðilar sáttmálans sannmæltust um. Vextir eru enn háir, verðbólga mikil, gengið veikt og ennþá bólar lítið á þeim fjárfestingum sem tryggja áttu nýja sókn í atvinnumálum. Allt þetta kann að leiða til þess að kjarasamningar verði í uppnámi um næstu mánaðarmót."

Þetta eru stór orð, en ennþá er hnykkt á gagnrýninni í ályktuninni:  "Mikilvægt er að ríkisstjórnin sýni að henni sé alvara í því að efla hér atvinnu með því að stuðla að fjárfestingum í atvinnulífinu. Það er ekki ásættanlegt að ráðherrar í ríkisstjórninni vinni gegn stöðugleikasáttmálanum og leggi steina í götu stórframkvæmda."


Þegar "stuðningsmenn" ríkisstjórnarinnar álykta á þennan veg, er stjórnin komin á algeran berangur og hefur ekki lengur í nein skjól að leita.


mbl.is Stefnir í skelfilegri stöðu segir Starfsgreinasambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúleg vinnubrögð ríkisstjórnar

Eitthverjar furðulegustu athafnir nokkurrar ríkisstjórnar veraldarinnar, og þó víðar væri leitað, hafa verið að sjá dagsins ljós undanfarna daga hér á Íslandi og er þó ekkert nauðsynlegra en styrk og markviss stjórn hérlendis, þessa dagana.

Fyrst byrjar svokallaður forsætisráðherra á því að leggja lokavopnin upp í hendurnar á Bretum og Hollendingum í Icesave deilunni, með því að senda þeim, í gegnum íslenska fjölmiðla, þau boð, að ef Íslendingar gangi ekki að ýtrustu kröfum þrælahöfðingjanna, þá muni allt fara í kalda kol á Íslandi og ný kreppa skella á landinu ofaní þá kreppu sem fyrir er og þá verði ólíft í landinu.  Betra vopn gátu kvalararnir ekki fengið á þessu silfurfati ríkisstjórnarinnar.

Næst sendir þetta sama ráðherralíki tölvupóst til Stoltenbergs, forsætisráðherra Noregs og spyr hvort til greina komi að norsk stjórnvöld bjóði Íslandi allt að 2000 milljarða króna lán, án skilyrða um lausn Icesave deilunnar.  Það hafði hvergi komið fram, að Norðmenn vildu bjóða Íslendingum slíkt lán, en hinsvegar hafði komið fram, frá ákveðnum stjórnmálamönnum í Noregi, að beiðni frá Íslendingum um lán, yrði vel tekið í Noregi og það myndi tekið til afgreiðslu með opnum huga.  Milliríkjasamskipti um slíkar lánabeiðnir fara ekki fram með tölvupóstum, heldur eru send formleg erindi, sem síðan eru rædd á formlegan hátt og oftar en ekki taka slíkar umræður langan tíma.

Nú er Orkuveita Reykjavíkur að bíða eftir afgreiðslu Fjárfestingabanka Evrópu á lánsumsókn OR, að upphæð 30 milljarða króna til orkuvinnslu fyrir álver Norðuráls á Reykjanesi.  Þá skellir umhverfisráðherra sér fram á völlinn og lýsir því yfir, að OR sé svo illa statt fyrirtæki, að það geti ekki staðið við greiðslur af nýjum lántökum.  Þessu lýsir hún yfir, þrátt fyrir að orkusölusamningur liggi fyrir um þessa viðbótarorku, sem auðvitað mun greiða lánið upp á tiltölulega skömmum tíma.  Ofan á þetta lýsir fjármálajarðfræðingurinn því yfir, að hann ætli að skattleggja alla stóriðju burt úr landinu.  Hvorug þessara yfirlýsinga á þessum tíma hjálpar til við atvinnuuppbyggingu í landinu, heldur þvert á móti stuðlar að því, að stöðva allt slíkt og auka þar með atvinnuleysið og dýpka kreppuna.

Engin þjóð á skilið að sitja uppi með svona ríkisstjórn, enda nýtur hún einskis stuðnings lengur.


mbl.is Hærra lán ekki í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólíkt hafast Bretar að í sínu eigin landi

Mikil áróðursherferð er nú rekin fyrir málstað Breta og gegn Íslendingum vegna bankahrunsins, á Íslandi er harðasti áróðurinn rekinn úr íslenska stjórnarráðinu, svo ótrúlegt sem það er, en í Bretlandi eru aðallega notuð blöðin Financial Times og Guardian.

Nýjasta áróðursgreinin er í Guardian, þar sem spilað er upp á samúð fólks með þeim sem vegna gróðavonar lögðu allt undir og lögðu sparifé sitt inn á  Kaupthing Edge reikninga hjá Kaupthing Singer & Friedlander bankanum í Englandi.

Þetta var alls ekki útibú frá íslenskum banka, heldur gamall og gróinn breskur banki, sem  að öllu leyti laut breskum lögum og breska fjármálaeftirlitinu.  Bretar yfirtóku bankann með beitingu hryðjuverkalaga og átti sú aðgerð stóran þátt í falli Kaupþings á Íslandi.  Þess vegna er allt uppgjör bankans á ábyrgð Breta og kemur Íslendingum ekki við á nokkurn annan hátt, en þann, að Bretar yrðu vafalaust dæmdir skaðabótaskyldir vegna þess tjóns sem þeir ollu, ef látið yrði á það reyna fyrir dómi.

Bretar, ásamt Hollendingum, ESB og AGS, heyja nú efnahagslega styrjöld gegn Íslendingum vegna Icesave reikninga Landsbankans og ætla sér að hneppa íslensku þjóðina í áratuga þrældóm til greiðslu þeirrar skuldar Landsbankans.

Hvers vegna í ósköpunum lætur ekki breska stjórnin reikninginn vegna Kaupthing Edge innistæðnanna falla á breska skattgreiðendur?


mbl.is Töpuðu öllu hjá Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband