Rétt hjá Sigurjóni

Sölvi Tryggvason, fréttamaður, sendi fyrirspurnir varðandi Icesave til Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, aðallega hvort hann hefði talið að ríkisábyrgð ætti að vera á Icesave reikningum bankans í Bretlandi og Hollandi.

Að sjálfsögðu svarar Sigurjón því neitandi, enda getur hver maður, sem er læs, lesið tilskipun ESB um innistæðutryggingasjóði og þar stendur það svart á hvítu, að ríkisábyrgð skuli ekki vera á slíkum sjóðum.  Margoft hefur verið bent á þessi einföldu sannindi og í svari Sigurjóns kemur fram:  „Auk þess sem ég held að það myndi ekki standast samkeppnisreglur EB ef það væri ríkisábyrgð á þessum sjóðum . Þá er augljóslega ekki sama frá hvaða landi banki býður þjónustu sína. Styrkur ríkisins á bak við hann skiptir þá öllu máli en ekki bankinn og það er í andstöðu við reglur um jafna samkeppnisstöðu.""

Þetta er algerlega augljóst, enda hefðu Bretar og Hollendingar þá ekki þurft að þvinga Alþingi Íslendinga, með efnahagsstríði, til að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave reikningana eftirá.

Landsbankinn féll ekki vegna Icesave, heldur vegna ótrúlegrar útlánastefnu, sem þar að auki var nánast örugglega í mörgum tilfellum brot á ýmsum lögum um bankastarfsemi og vonandi fer rannsóknum á einhverjum þeirra brota að ljúka fljótlega.

Icesave var ótrúlega klaufalegt útspil af hálfu Landsbankans og því verður með illu klínt á íslensku þjóðina.  Þrátt fyrir að löglega hafi verið staðið að þeim reikningum, er jafnvíst að flest annað í rekstri Landsbankans, sem og hinna bankanna, mun ekki standast gagnvart lögum.

Í afplánuninni má þó alltaf ylja sér við að Icesave hafi verið "tær snilld".


mbl.is Sigurjón: Ekki ríkisábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Er ekki Sigurjón að segja með þessu að hann og félagar hans í Landsbankanum beri ábyrgðina ?

Finnur Bárðarson, 12.10.2009 kl. 16:15

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað bera Landsbankamenn fulla ábyrgð á öllum sínum gerðum og verða vonandi látnir axla hana áður en langt um líður.

Innistæðutryggingakerfið var vissulega meingallað, en eftir sem áður gerði tilskipun ESB alls ekki ráð fyrir ríkisábyrgð á tryggingarsjóðunum.  Það er bara verið að fórna Íslendingum vegna hræðslu ESB um sína eigin banka, þ.e. að fólk hætti að treysta þeim fyrir innistæðum sínum. 

Íslendingar eru saklaus fórnarlömd, sem leidd eru í þrældóm vegna þessa.

Axel Jóhann Axelsson, 12.10.2009 kl. 16:24

3 identicon

Ég er sammála þér Axel.  Þó svo að mistök Landsbankamanna séu geigvænleg - þá verða Íslendingar að hafa vit á því að lágmarka tap sitt. 

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 16:50

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Axel,

Auðvita höfðu Icesave reikningarnir ekki ríkisábyrgð en það er ekki málið hér.  Tryggingarsjóður er tómur og tómur sjóður tekur ekki lán með veði í sjálfum sér.  Ef við ætlum að standa við hinn meingallaðan tryggingarsamning verðum við að taka lán og enginn lánar okkur nema með veði og ríkisábyrgð er það veð sem við verðum að leggja fram.  Betlarar hafa ekkert val!

Andri Geir Arinbjarnarson, 12.10.2009 kl. 16:58

5 Smámynd: Björn Birgisson

"Í afplánuninni má þó alltaf ylja sér við að Icesave hafi verið "tær snilld" segir í lok færslu þinnar Axel Jóhann.

Ekkert nema útgjöld fylgja þessum snillingum. Fangavist hvers þeirra mun kosta þjóðina 8,7 milljónir á ári. Þeir ætla að verða baggi á þjóðinni bæði utan og innan rimla. 

Björn Birgisson, 12.10.2009 kl. 16:59

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Björn, ætli rimlakostnaðurinn verði ekki greiddur með glaðara geði en annar kostnaður, sem af þeim hefur hlotist?

Axel Jóhann Axelsson, 12.10.2009 kl. 17:02

7 Smámynd: Björn Birgisson

Rimlareikningurinn verður greiddur með algjörum gleðipeningum!

Björn Birgisson, 12.10.2009 kl. 17:11

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Andri, geti Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta ekki staðið undir skuldbindingum sínum og geti ekki útvegað lán, sem hann treystir sér til að standa undir, verður hann væntanlega lýstur gjaldþrota og kröfuhafar á sjóðinn myndu þar með tapa kröfum sínum.

Tryggingasjóðurinn er sjálfstæð lögpersóna, með sína eigin kennitölu og kemur því ríkissjóði ekkert við, hafi til hans verið stofnað eftir tilskipun ESB.  Það var gert 1991 og þar með var ríkissjóður laus allra mála.

Axel Jóhann Axelsson, 12.10.2009 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband