Leikskólabörn til ráðgjafar

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, er einhver aumkunarverðasti ráðherra þeirrar vesælu ríkisstjórnar sem nú ríkir á Íslandi, sem þó ætti allt betra skilið, en þvílíka niðurrifs- og atvinnulífsskemmandi stjórn.

Nú hefur ráðherrann gefið út að hún hefði ákveðið að stofna umhverfisráð ungmenna, sem ætti að vera henni til ráðgjafar.  Ekki er að efa að unga fólkið hefur miklu meiri og betri skilning á þessum málum og samhengi þeirra við atvinnulífið, en sú sem formlega gegnir embættinu.

Samráðshópur leikskólabarna myndi örugglega koma með betri ráð, en þessi ráðherra getur upphugsað sjálfur.

Umhverfisráðherranum ætti að minnsta kosti að leita ráða alls staðar annarsstaðar, en hjá sínum nánustu.

Ráð úr þeirri áttinni hafa ekki reynst þjóðinni til mikils gagns.  Þvert á móti til ógurlegs tjóns.


mbl.is Ungmenni til ráðgjafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem þátttakandi á þessu Umhverfisþingi verð ég að gera athugasemd við þessar skriftir. Fréttin útskýrir kannski ekki alveg nógu vel hvernig þetta fór fram. Þingið snerist um spurninguna hvernig gerum við Ísland sjálfbært og byggjum upp öflugt og umhverfisvænt atvinnulíf? Sjálfbær þróun snýst um að nýta auðlindir og sinna þörfum sínum án þess að minnka möguleika komandi kynslóða á nýtingu þessara sömu auðlinda. Umhverfisþing er opið hverjum sem er og þátttakendur voru á öllum aldri og frá mörgum mismunandi geirum. Þátttakendur þingsins voru sammála um að viðhorfsbreyting almennings væri nauðsynleg. Einnig þarf að auka fræðslu og menntun og vekja áhuga allra á að hugsa um umhverfið. Þingið varð sammála um að efla þyrfti afskipti komandi kynslóða að þróun sjálfbærni á Íslandi.

Umhverfisvitund er ekki það sama og að stefna aftur í torfkofana heldur að nota höfuðið og nýta möguleika og hugsa um komandi kynslóðir og við hverju þær taka.

Ragnheiður Ásbjarnardóttir (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband