Dragi orð sín til baka og dragi sig úr embætti

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, hefur með gjörðum sínum og yfirlýsingum síðustu daga stórskaðað allar áætlanir um atvinnuuppbyggingu í landinu, sérstaklega framkvæmdir sem tengjast orku- og stóriðjuframkvæmdir á Reykjanesi og á Bakka við Húsavík.

Þessi ráðherra er í þeirri aðstöðu, að geta þvælt málum svo í kerfinu, að allar áætlanir raskast eða eyðileggjast og dregur þannig kreppuna á langinn og dýpkar hana verulega, frá því sem ella hefði þurft að vera.

Með síðustu yfirlýsingu sinni, um að OR geti ekki staðið undir lántökum vegna orkuöflunar fyrir Helguvík, þrátt fyrir að fyrir liggi orkusölusamningur, er slíkt hneyksli, að ekki verður unað við að ráðherrann sitji lengur í embætti.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherralíki, hefur reynslu af því, að hrekja ráðherra úr stjórninni og ætti að nýta þá reynslu sína umsvifalaust til þess að losa þjóðina við þessa umhverfisráðherranefnu.


mbl.is Segja ráðherra skaða OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Nú er ástæða fyrir Suðurnesjamenn að fara í kröfugöngu að Umhverfisráðuneytinu !

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.10.2009 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband