Ríkisstjórnin vekur litla bjartsýni

Bloomberg fréttaveitan dregur upp dökka mynd af ástandinu á Íslandi, ári eftir hrun, og eftir að hafa farið yfir stöðuna fram að þessu, spáir Bloomberg að ástandið á næsta ári verði ennþá verra, en það hefur verið þetta árið.

Nóg er að vitna til nokkurra setninga í úrdrætti mbl.is úr grein Bloombergs, til að sjá hvernig um ástandið er fjallað, t.d:  "Samdrátturinn á Íslandi verður um 8,5% í ár og verðbólga verður um 11,7%. Samkvæmt nýrri skýrslu AGS er þetta það versta meðal þeirra 33 ríkja sem teljast vera með þróað hagkerfi. Á sama tíma og ástandið virðist vera að batna annars staðar í heiminum þá verður ástandið væntanlega enn verra á Íslandi á næsta ári.

Einnig þetta:  "Krónan hefur veikst um 53% gagnvart Bandaríkjadal frá því í byrjun nóvember 2007 og hefur enginn gjaldmiðill sem Bloomberg fylgist með, alls 175 gjaldmiðlar, veikst jafn mikið.  Enginn hlutabréfavísitala hefur lækkað jafn mikið í heiminum og sú íslenska. Skráðum félögum hefur fækkað úr 22 í 10.  Hvergi í Evrópu eru stýrivextir jafn háir og á Íslandi. Ef litið er til þeirra 58 seðlabanka heims sem Bloomberg er með á skrá hjá sér þá eru stýrivextir hærri í Pakistan og Líbanon en þar eru þeir 13%."

Þrátt fyrir þessar horfur, er þess getið að sjávarútvegur og ferðaiðnaður hafi vaxið og dafnað í kreppunni, vegna mikillar lækkunar á gengi krónunnar, þannig að ekki sé allt alsvart framundan.

Hins vegar er allt sem snýr að ríkisstjórn að vinna að og bæta úr, í kaldakoli og ekkert hefur þar þokast í jákvæða átt.

Enda reynir ríkisstjórnin hvað hún getur að lengja kreppuna og dýpka hana með aðgerðum sínum og/ eða aðgerðarleysi.

Eins og sést á grein Bloomberg tekst ríkisstjórninni vel upp í því efni.


mbl.is Lítil bjartsýni í umfjöllun um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband