23.11.2009 | 13:34
Hörmulegur atburður
Þær fregnir berast nú, að Íslendingurinn, sem saknað hefur verið í Noregi, hafi nú fundist látinn. Ættingjum hins látna er vottuð samúð vegna þessa hörmulega atburðar.
Þrátt fyrir að rútufyrirtækið segi, að farið hafi verið eftir settum reglum í málinu, verður að gagnrýna það, að maðurinn skyldi hafa verið skilinn eftir á lokaðri bensínstöð í smáþorpi um miðja nótt, þar sem allt var lokað og nánast örugglega ekki leigubíl að hafa, né aðra þjónustu.
Við slíkar aðstæður, hefði mátt ætla að bílstjórinn hefði haft samband við lögreglu með fyrirvara, þannig að hún hefði verið komin á staðinn áður en rútan kom og hefði getað tekið manninn í sína vörslu til morguns, eða þegar möguleiki hefði verið fyrir hann að komast klakklaust heim til sín.
Auðvelt er að vera vitur eftirá, en vonandi verður þetta hörmulega atvik til þess, að menn læri af því og svona nokkuð endurtaki sig ekki.
![]() |
Íslendingur fannst látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
23.11.2009 | 11:25
Indriði samur við sig
Sá embættismaður, íslenskur, sem dyggilegast hefur barist fyrir málstað Breta og Hollendinga vegna Icesave skulda Landsbankans, er Indriði H. Þorláksson, sem er aðstoðarmaður fjármálajarðfræðingsins og hefur í hans umboði selt íslenska þjóð í ánauð til áratuga.
Indriði var, ásamt Svavari Gestssyni, sá sem algerlega klúðraði upphaflegum "Icesavesamningi" og var síðan sendur til Bretlands og Hollands og átti þar að kynna fyrirvara Alþingis við þrælasamninginn, sem hann hafði sjálfur skrifað undir og var því ekki heppilegasti talsmaðurinn til að kynna fyrirvarana, enda klúðraði hann málunum aftur.
Í stað þess að kynna fyrirvara Alþingis, eins og honum hafði verið falið, tók hann eingöngu við skipunum frá kúgurunum um hvernig þeir vildu að Alþingi Íslendinga gengi frá málinu og kom til baka með lítið breytta þrælaskilmála frá fyrri klúðursferð sinni.
Vegna forsögunnar tekur enginn mark á því sem Indriði segir um þessa þrælasamninga vegna skulda Landsbankans.
Því miður munu íslenskir skattgreiðendur finna fyrir þessu klúðri Indriða á bökum sínum næstu áratugi.
![]() |
Vísar áliti Gros á bug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.11.2009 | 08:33
Íslendingar eiga ekki að greiða neina vexti
Daniel Gros, hagfræðingur og bankaráðsmaður í seðlabankanum, segir að vegna jafnræðisreglu evrópska efnahagssvæðisins ættu Íslendingar ekki að greiða meira en 1,5% vexti til Breta og Hollendinga vegna Icesave skulda Landsbankans.
Með því vaxtastigi segir Gros, að vaxtagreiðslur Íslendinga myndu lækka um 185 milljarða á þrælatímabilinu vegna Icesave.
Íslenskir skattgreiðendur eiga alls ekki að greiða neina vexti vegna þessarar skuldar, enda ekki í ábyrgð fyrir henni, frekar en öðrum skuldum einkafyrirtækja.
Það er eingöngu fyrir undirgefni ríkisstjórnarinnar við kúgunarþjóðirnar og sölu hennar á þjóð sinni í þrældóm til áratuga, sem íslenskir skattgreiðendur verða látnir borga þessa skuld Landsbankans með okurvöxtum.
Ofan á þennan þrælasamning kemur svo skattahækkanabrjálæði ríkisstjórnarinnar vegna halla ríkissjóðs, sem stjórnin treystir sér ekki til að eyða með sparnaði og samdrætti, sem ætti þó að vera tiltölulega auðvelt, vegna útþenslu kerfisins á undangengnum góðærisáratug.
Vesaldómur íslensku ríkisstjórnarinnar á öllum sviðum er yfirþyrmandi.
![]() |
Gæti sparað 185 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.11.2009 | 18:26
Njóta trausts eftir þúsund milljarða tap
Stjórnendur Arion banka segja að Hagar séu ekki til sölu, því verið sé að leita lausna með núverandi "eigendum" Haga, vegna þess að þeir njóti svo mikils trausts og þá væntanlega meira trausts en nokkur annar.
Þetta kemur fram í frásögn Brynjars Níelssonar, hæstaréttarlögmanns, sem fór á fund stjórenda bankans í dag, fyrir hönd Þjóðarhags og kynnti vilja hans til að kaupa Haga. Í fréttinni segir: "Þegar Brynjar spurði hvers vegna hluturinn hefði ekki verið boðinn hæstbjóðanda vísuðu stjórnendur bankans í verklagsreglur, þar sem segir að að áframhaldandi þátttaka eigenda og stjórnenda byggist á því að þeir njóti trausts og þyki mikilvægir fyrir framtíð fyrirtækisins."
Baugsfeðgar eiga í raun ekki nokkurn skapaðan hlut í Högum, því þeir fengu þrjátíumilljarða lánaða frá Kaupþingi/Arion til að "kaupa" fyrirtækið og það án þess að leggja fram eina krónu sjálfir. Með því aðstoðaði bankinn feðgana við að koma Högum undan gjaldþroti Baugs og þar að auki bjargaði bankinn feðgunum úr snörunni með því að gefa þeim kost á að selja Baugi sjálfum þau hlutabréf, sem þeir áttu í því fyrirtæki. Þannig kom bankinn þeim hjá því að tapa fimmtán milljörðum persónulega á gjaldþroti Baugs.
Hjá hvejum njóta Baugsfeðgar alls þessa trausts.
Það getur ekki verið annarsstaðar en hjá stjórnendum Arions banka.
![]() |
Hlutur í Högum ekki til sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.11.2009 | 18:05
Ótrúlegur árangur Nígeríusvindlara
Reglulega berast fréttir af svokölluðum Nígeríusvindlurum, þó ekki séu þeir allir frá Nígeríu, sem tekst ótrúlega vel upp í svindli sínu á auðtrúa sakleysingjum. Oft hafa þeir ótrúlegar upphæðir upp úr svindlstarfsemi sinni og gefa íslenskum útrásarskúrkum lítið eftir, svona hlutfallslega.
Nýjasta fréttin er af guðhræddum svindlara, sem gaf kirkjunni sinni í Lagos tíund af svindlafrakstri sínum, sem nam samtals um tólf milljónum króna. Í þessu tilfelli virðist trúræknin hafa orðið manninum að falli og verður væntanlega að iðka sína trú, staurblankur, í tugthúsinu á næstunni.
Trúrækni hans varð honum að falli, eins og trúgirni fórnarlamba hans varð þeim að falli.
Alveg er með ólíkindum, hve margir falla fyrir þessum svindlurum á netinu, því nánast í hvert skipti tekst svindlurunum að hafa eitthvað upp úr krafsi sínu og oft þora fórnarlömbin ekki að kæra, því þau skammast sín fyrir heimsku sína og trúgirni.
Nígeríusvindl mun halda áfram, svo lengi sem trúgjarnar sálir finnast í veröldinni, enda fylgir oftast græðgi og gróðavon með trúgirninni, því oftast er lofað gulli og grænum skógum fyrir svör og aðstoð við einhverskonar peningaflutninga frá Nígeríu eða öðrum löndum.
Græðgin verður mörgum að falli, það hefur sannast eftirminnilega hérlendis undanfarin ár.
![]() |
Nígeríusvindlari gaf kirkjunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2009 | 12:58
Engin iðrun sparisjóðanna
Á aðalfundi Sambands íslenskra sparisjóða virðist ekki koma fram mikil iðrun vegna þátttöku sparisjóðanna í fjármálaruglinu á síðustu árum, en á þeim tíma tókst stjórendum nánast allra sparisjóðanna að leggja fjárhag þeirra í rúst með stórveldisdraumum sínum og sukki.
Í ályktun aðalfundarins kemur m.a. fram þetta: "Þá skorar fundurinn á stjórnvöld að koma í veg fyrir að viðskiptasiðferði síðustu ára nái aftur fótfestu."
Væri ekki nær, að þessir fjármálarugludallar litu sér nær?
Viðskiptasiðferði verður til í höfði þeirra, sem stunda viðskipti.
Það verður ekki bætt með lagasetningu.
![]() |
Sparisjóðir vilja bæta fyrir sinn þátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.11.2009 | 20:40
Setur sjálfan sig í flokk með sínum líkum
Til er fólk, sem hefur haldið því fram að Hugo Chaves sé óbrálaður og jafnvel þjóðhetja.
Með þessum síðustu yfirlýsingum sínum hefur hann endanlega afsannað báðar þessar fullyrðingar.
![]() |
Idi Amin var ekki svo slæmur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
20.11.2009 | 15:32
Hefur fjölgað um 30% á fáum árum
Opinberum starfsmönnum hefur fjölgað um tæp 30% á aðeins níu árum, samkvæmt svari fjármálajarðfræðingsins við fyrirspurn á Alþingi og eru nú um 36.000 talsins, samtals hjá ríki og sveitarfélögum.
Þetta mun vera um 25% allra vinnandi manna í landinu og hlýtur að teljast með ólíkindum.
Það hlýtur að vera auðvelt að snúa við þessu blaði, þó ekki væri nema aftur til ársins 2004 og fækka opinberum starfsmönnum aftur um a.m.k. 15%.
Man einhver til þess, að neyðarástand hafi verið vegna manneklu hjá hinu opinbera á árinu 2004?
Einhversstaðar hefur verið bætt hraustlega í á þessum árum og útilokað annað en að hægt sé að draga verulega saman aftur og skera burt alla starfsemi hjá hinu opinbera, sem ekki telst nánast lífsnauðsynleg.
Allur annar rekstur í þjóðfélaginu hefur þurft að ganga í gegnum slíkan niðuskurð, nema helst útflutningsfyrirtækin, sem er auðvitað vel, þar sem þau munu þurfa að útvega þann gjaldeyri, sem þarf til að greiða niður Icesave skuldir Landsbankans, ásamt öllum öðrum erlendum skuldum þjóðarbúsins.
Bráðnauðsynlegt er að skera ríkisreksturinn niður við trog, en efla útflutningsgreinarnar með öllum ráðum.
![]() |
Opinberum starfsmönnum hefur fjölgað um 3% árlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.11.2009 | 13:52
Hvernig á að endurskipuleggja kvótakerfið?
Mikið er rætt og ritað um kvótakerfið og ekki síst kvótaframsalið og virðast flestir vera á þeirri skoðun að gagngerra breytinga sé þörf á þessu kerfi. Fiskveiðistjórnunarkerfið var og hlýtur að vera ennþá, hugsað til þess að vernda fiskistofnana, en ekki til að vernda hagsmuni einstakra útgerða. Flestir eru sammála því, að nauðsynlegt sé að stjórna veiðunum, en ágreiningurinn snýst um hvernig það verði gert.
Núverandi kvótahafar virðast ekki geta hugsað sér neinar breytingar, en þeir sem eiga kvótalausa báta krefjast breytinga og er einna helst að skilja, að þeir vilji helst leyfa óheftar veiðar. Óheft sókn í fiskisstofnana og stjórnlausar veiðar munu auðvitað ekki koma til greina og uppboð á kvótum til eins árs í senn gengur ekki heldur, því það myndi gjörsamlega eyðileggja allan stöðugleiga undir útgerð og fiskvinnslu.
Spurning er, hvort ekki mætti breyta kerfinu þannig, að kvóta yrði úthlutað til skipa til þriggja ára í senn og yrði þá byggt á veiðireynslu síðustu þriggja ára á undan, þ.e. að skip fengju úthlutað kvóta fyrir þeim afla, sem þau veiddu sjálf síðustu þrjú ár, en ekki tekið tillit til kvóta sem þau hefðu selt frá sér á þeim tíma.
Sá kvóti, sem afgangs yrði eftir slíka úthlutun yrði síðan ráðstafað til nýrra aðila og þannig opnaður möguleiki fyrir nýliðun í greininni. Með þessu móti myndi allt kvótabrask heyra sögunni til og útgerðirnar yrðu að reka sig eingöngu á tekjum sem fengjust fyrir aflann sjálfan, en ekkert brask með veiðiheimildirnar sjálfar. Þetta myndi líka skapa ákveðinn stöðugleika fyrir bæði útgerðina og fiskvinnsluna.
Ekki dugar endalaust að gagnrýna núverandi kerfi og benda ekki á eitthvað annað í staðinn.
Þess vegna er þetta sett fram hér í von um umræðu í stað stóryrða.
![]() |
Fúsk og pólitísk fyrirgreiðsla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.11.2009 | 09:28
Minnir að hann hafi lagt 900 milljónir inn í Landsbankann
Flestir eru nokkuð öryggir á því, hvað þeir áttu miklar bankainnistæður við hrun bankanna, en það virðist þó ekki eiga við alveg alla.
Eftirfarandi má lesa á mbl.is: "Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins telur Hannes sig hafa átt 900 milljónir króna í formi innláns hjá gamla bankanum sem var ekki fært yfir í NBI við stofnun nýja bankans. Ofan á 900 milljónirnar reiknar Hannes síðan dráttarvexti og annað sem skilar 1,2 milljarða kröfu."
Samkvæmt þessu heldur Hannes að hann hafi lagt 900 milljónir inn í Landsbankann, en virðist samt ekki alveg viss. Ef til vill man hann ekki hvar hann lagði þessa aura inn til ávöxtunar og þarf því að gera kröfur í alla bankana og jafnvel sparisjóðina að auki, til að vera viss um að ná sparifénu til baka.
Það er náttúrlega ekki hægt að ætlast til, að menn muni alla skapaða hluti, svona í smáatriðum.
![]() |
Krafa Hannesar vegna innláns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)