Hvernig á að endurskipuleggja kvótakerfið?

Mikið er rætt og ritað um kvótakerfið og ekki síst kvótaframsalið og virðast flestir vera á þeirri skoðun að gagngerra breytinga sé þörf á þessu kerfi.  Fiskveiðistjórnunarkerfið var og hlýtur að vera ennþá, hugsað til þess að vernda fiskistofnana, en ekki til að vernda hagsmuni einstakra útgerða.  Flestir eru sammála því, að nauðsynlegt sé að stjórna veiðunum, en ágreiningurinn snýst um hvernig það verði gert.

Núverandi kvótahafar virðast ekki geta hugsað sér neinar breytingar, en þeir sem eiga kvótalausa báta krefjast breytinga og er einna helst að skilja, að þeir vilji helst leyfa óheftar veiðar.  Óheft sókn í fiskisstofnana og stjórnlausar veiðar munu auðvitað ekki koma til greina og uppboð á kvótum til eins árs í senn gengur ekki heldur, því það myndi gjörsamlega eyðileggja allan stöðugleiga undir útgerð og fiskvinnslu.

Spurning er, hvort ekki mætti breyta kerfinu þannig, að kvóta yrði úthlutað til skipa til þriggja ára í senn og yrði þá byggt á veiðireynslu síðustu þriggja ára á undan, þ.e. að skip fengju úthlutað kvóta fyrir þeim afla, sem þau veiddu sjálf síðustu þrjú ár, en ekki tekið tillit til kvóta sem þau hefðu selt frá sér á þeim tíma.

Sá kvóti, sem afgangs yrði eftir slíka úthlutun yrði síðan ráðstafað til nýrra aðila og þannig opnaður möguleiki fyrir nýliðun í greininni.  Með þessu móti myndi allt kvótabrask heyra sögunni til og útgerðirnar yrðu að reka sig eingöngu á tekjum sem fengjust fyrir aflann sjálfan, en ekkert brask með veiðiheimildirnar sjálfar.  Þetta myndi líka skapa ákveðinn stöðugleika fyrir bæði útgerðina og fiskvinnsluna.

Ekki dugar endalaust að gagnrýna núverandi kerfi og benda ekki á eitthvað annað í staðinn.

Þess vegna er þetta sett fram hér í von um umræðu í stað stóryrða.


mbl.is Fúsk og pólitísk fyrirgreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara örsmá ábending, án þess að henni sé sérstaklega beint að þér, Axel. Það þarf að gera greinarmun á annarsvegar fiskveiðistjórnunarkerfi og hinsvegar kvótakerfinu, þ.e. hvernig þeim aflaheimildum, sem fiskveiðistjórnunarkerfið gefur út (heildarveiði, bæði á landsvísu og svæðisbundin) er úthlutað. Það er líklegt að meirihluti þjóðarinnar vilji að sókn í fiskstofnana sé stjórnað með einhverjum ábyrgum hætti. Ágreiningurinn er fyrst og fremst um það hvernig leyfðri veiði er ráðstafað til útgerðanna.

Sæmundur (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 14:39

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sæmundur, það er akkúrat það, sem var verið að fjalla um hér að ofan, því í fyrstu málsgrein er þetta:  "Fiskveiðistjórnunarkerfið var og hlýtur að vera ennþá, hugsað til þess að vernda fiskistofnana, en ekki til að vernda hagsmuni einstakra útgerða.  Flestir eru sammála því, að nauðsynlegt sé að stjórna veiðunum, en ágreiningurinn snýst um hvernig það verði gert.

Síðan var sett fram ákveðin hugmynd um hvernig aflaheimildunum yrði úthlutað á skip, innan þess heildaraflamarks, sem ákveðið yrði hverju sinni.

Axel Jóhann Axelsson, 20.11.2009 kl. 14:49

3 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Aðal málið er að koma aflaheimildum í eigu þjóðarinnar, þó það standi í lögum að aflaheimildirnar séu sameign íslensku þjóðarinnar þá vita allir að svo er ekki í framkvæmd. Íslenska þjóðin á að vera rétthafi að verðmætunum, ekki einstakir aðilar. Ef einhver ætlar að leigja aðgang að þessum sameiginlegu verðmætum þjóðarinnar þá á hann að greiða réttmætum eigendum auðlindarinnar fyrir þau afnot, ekki einstaklingum út í bæ, eða út á Kanarí eða Tortola. Það þarf að tryggja að þjóðin njóti afgjalds af auðlindinni. Það er ekki tryggt með núverandi fyrirkomulagi. Raunar eins langt frá því og mögulegt er.

Þórður Már Jónsson, 21.11.2009 kl. 00:20

4 Smámynd: Bragi Sigurður Guðmundsson

Þessi verðmæti sem felast í óveiddum fiski í sjónum eru talin vera á bilinu 200 til 400 milljarðar króna virði. Þetta er eign okkar íslendinga. Þessi verðmæti eru afhent aðilum án þess að þeir greiði krónu fyrir, reyndar greiðum við með sjávarútveginum þvi að þeir greiða að meðaltali samtals um 1100 mkr á ári í tekjuskatt en fá styrk frá almenningi, (sjómannaafslátt) sem nemur 1500 mkr!!

Nú ef LÍÚ treystir sér ekki til að greiða neina leigu fyrir aðgang að þessum verðmætum látum þá aðrar þjóðir gera okkur tilboð. Og ég spyr ef t.d. ESB býður okkur 30 milljarða á ári í leigugreiðslur en LÍÚ 0 krónur hvaða tilboði eigum við að taka??' 

Bragi Sigurður Guðmundsson, 21.11.2009 kl. 03:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband