Njóta trausts eftir þúsund milljarða tap

Stjórnendur Arion banka segja að Hagar séu ekki til sölu, því verið sé að leita lausna með núverandi "eigendum" Haga, vegna þess að þeir njóti svo mikils trausts og þá væntanlega meira trausts en nokkur annar.

Þetta kemur fram í frásögn Brynjars Níelssonar, hæstaréttarlögmanns, sem fór á fund stjórenda bankans í dag, fyrir hönd Þjóðarhags og kynnti vilja hans til að kaupa Haga.  Í fréttinni segir:  "Þegar Brynjar spurði hvers vegna hluturinn hefði ekki verið boðinn hæstbjóðanda vísuðu stjórnendur bankans í verklagsreglur, þar sem segir að að áframhaldandi þátttaka eigenda og stjórnenda byggist á því að þeir njóti trausts og þyki mikilvægir fyrir framtíð fyrirtækisins."

Baugsfeðgar eiga í raun ekki nokkurn skapaðan hlut í Högum, því þeir fengu þrjátíumilljarða lánaða frá Kaupþingi/Arion til að "kaupa" fyrirtækið og það án þess að leggja fram eina krónu sjálfir.  Með því aðstoðaði bankinn feðgana við að koma Högum undan gjaldþroti Baugs og þar að auki bjargaði bankinn feðgunum úr snörunni með því að gefa þeim kost á að selja Baugi sjálfum þau hlutabréf, sem þeir áttu í því fyrirtæki.  Þannig kom bankinn þeim hjá því að tapa fimmtán milljörðum persónulega á gjaldþroti Baugs.

Hjá hvejum njóta Baugsfeðgar alls þessa trausts.

Það getur ekki verið annarsstaðar en hjá stjórnendum Arions banka.


mbl.is Hlutur í Högum ekki til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú spyrð hjá hverjum þeir njóta trausts ?

Nú Samfylkinguni auðvitað !

afb (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 18:56

2 identicon

Auðvelt að reka fyrirtæki vel ef ekki þarf að borga reikningana,við borgum þá bara með sköttunum okkar.

Sigríður Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 21:14

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Vöruverðið í Bónus yrði nokkuð hátt, ef allt tap á félögum Bónusfeðga yrði reiknað inn þar inní. 

Þá er ekki víst, að álit almennings á feðgunum sem  verslunarrekendum yrði mikið eftir það.

Axel Jóhann Axelsson, 22.11.2009 kl. 21:27

4 Smámynd: Muddur

Sammála þessu. Og mig langar að spyrja þá sem dásama Baugsmenn fyrir "lágt" vöruverð í Bónus hvort það sé ekki alveg eins sjálfsagt að dásama innbrotsþjófa fyrir það að selja fartölvur og flatskjái á mun lægra verði en verslanir? Því þetta er jú sami hluturinn. Baugur/Hagar (what ever) notar glæpsamlegar aðferðir til að bjóða upp á lægra vöruverð en aðrir með því að nota markaðsráðandi stöðu sína til að svínbeygja birgja til að selja þeim á undirverði (svipaðar aðferðir og mafíur og handrukkarar beita) og jafnvel sleppa því að greiða birgjum ef því er að skipta. Vesalings birgjarnir neyðast þá til að hækka verð til annarra til að vega upp á móti tapinu sem heldur vöruverði, annarsstaðar en í Bónus, þeim mun hærra. Munurinn á Baugsmönnum og innbrotsþjófum er þó sá að það er auðveldara að fá innbrotsþjóf dæmdan fyrir sín brot og þess vegna er Jón Ásgeir og co. ekki í fangelsi. Það er ekki nógu mikið bolmagn í ákæruvaldinu hér til að ráða við svona stóra fiska.

Muddur, 23.11.2009 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband