17.2.2010 | 08:19
Þjóðaratkvæðagreiðslan hræðir
Nýja samninganefndin í Icsave málinu hamrar á því í viðræðunum, að líklegast sé, að Icesavelögin verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslunni og virðist það vera vopn sem kúgararnir hræðast mjög.
Þar með er komið í ljós, að það sem skelfir Breta og Hollendinga mest eru dómstólarnir og lýðræðið. Þeir hafa algerlega hafnað dómstólaleið í málinu og lýðræðislega kosningu um þrælasamninginn geta þeir ekki hugsað sér.
Ekki bendir þetta til, að þessir "viðsemjendur" telji sig hafa sterkan málstað að verja.
Það, sem er einkennilegra, er að íslenska ríkisstjórnin skuli ekki heldur geta hugsað sér neitt skelfilegra, en þjóðaratkvæðagreiðsluna og vilji allt til vinna, að koma í veg fyrir hana.
Það er ekki mikil bardagalist, að kasta frá sér sínum bestu vopnum í upphafi átaka.
![]() |
Bjartsýni um árangur í viðræðunum ytra um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.2.2010 | 17:16
Frumbyggjum úthýst
Kanadamenn ætla að halda fund um sjálfsstjórn Norðurskaussvæða án þess að bjóða þeim frumbyggjum, sem hagsmuna eiga að gæta á hafssvæðinu, þ.e. Innúítum og Íslendingum.
Líklega telja Kanadamenn að eskimóar eigi ekkert erindi á fundi með siðuðum þjóðum, enda ekki sjálfstæðir, t.d. eru Innúítar undir stjórn Kanadamanna og Dana og Íslendingum er stjórnað af ESB, norðulöndunum og AGS.
Össur Skarphéðinsson er mjög sár yfir að fá ekki að sitja fundinn, sem fulltrúi íslenskra frumbyggja og telur það mikil mistök Kanadamanna, að ætla sér að sleppa slíku skemmtiatriði, sem Össur er á öllum mannamótum. Þetta finnst Össuri mikil ókurteisi.
Miklu líklegri skýring er, að eftir að Össur móðgaði Bandaríkjamenn og fyrrverandi sendiherra þeirra hér á landi, svo illilega, að Kanarnir hafa engan áhuga lengur á samskiptum við Íslendinga og allra síst Össur Skarphéðinsson og kæra sig hreint ekki um að sitja nokkurn mannfagnað, þar sem hann léti sjá sig.
Meðan Össur biðst ekki afsökunar á dónaskap sínum og gerir yfirbót, verður honum ekki boðið í nein parý, annarsstaðar en kannski hjá ESB, sem að vísu gera grín bæði að honum og Íslendingum, án þess að reyna að fela það.
Össuri finnst það bara svo fínn klúbbur, að hann gerir allt sem í hans valdi stendur til að komast þar inn.
![]() |
Íslandi og Inúítum úthýst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.2.2010 | 15:04
Er þetta skýringin á asanum vegna Icesave?
Reuters hefur eftir embættismanni hjá ESB, að framkvæmdastjórn sambandsins muni taka umsókn Íslands um að fá að vera hreppur í stórríkinu, fyrir á fundi sínum í næstu viku og mæla með því, að formlegar viðræður hefjist um málið.
Eins og kunnugt er, frestuðu "vinir" okkar Svíar því í desember s.l., meðan þeir fóru með forsæti framkvæmdastjórnarinnar, að taka umsókn Íslands til afgreiðslu, vegna þess að ekki var búið að ganga frá Icesavemálinu við bresku og hollensku kúgarana. Einnig hefur endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS verið frestað oftar en einu sinni af sömu ástæðu og hefur það verið gert með fullum stuðningi "vina" okkar á norðurlöndunum, ásamt öllum öðrum aðildarríkjum ESB.
Líllega er þarna komin skýringin á því, að nú þurfi með öllum ráðum að ljúka nýjum "samningi" um Icesave fyrir næstu helgi, eftir því sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur sagt. Samningsstaða Íslands hefði batnað verulega, ef beðið væri fram yfir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, en þar yrði það vafalaust fellt, með um eða yfir 80% atkvæða.
Nú er sem sagt allt kapp lagt á að afgreiða Icesave fyrir helgi og aflýsa þjóðaratkvæðagreiðslunni til þess eins, að framkvæmdastjórn ESB taki hreppsumsóknina til afgreiðslu á miðvikudaginn kemur.
Allar raunir Íslendinga áttu að leysast með aðildarumsókninni einni saman, sem gerðist auðvitað ekki, og staða Grikklands í efnahagsmálum og "aðstoð" ESB við þá, ætti að verða til þess, að umsóknin verði afturkölluð tafarlaust.
![]() |
Munu mæla með aðildarviðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
16.2.2010 | 13:46
Enn einn gagnlegur fundur
Hvort sem fólk trúir því, eða ekki, þá er starfandi fjölmiðlafulltrúi í Fjármálaráðuneytinu og nú er búið að upplýsa hvað maðurinn heitir, en það mun vera Elías Jón Guðjónsson. Hann hefur nú upplýst að fundur nýju Icesavenefndarinnar með þrælapískurunum í morgun, hafi verið "gagnlegur".
Þetta orð er alltaf notað um alla fundi, sem eru vita gagnslausir og ekkert hefur komið út úr, enda segir hann að ekki sé búið að ákveða hvort, eða hvenær, fleiri fundir verði haldnir og alls ekki víst að verði þeir haldnir, að þeir verði "formlegir" samningafundir.
Svavarssamningurinn var undirritaður seint á föstudagskvöldi, 5. júní 2009 og verður að vona, að nýja nefndin láti kúgarana ekki plata sig til fundar að kvöldlagi um næstu helgi, því eins og sást á sínum tíma, þá þótti Svavari samningurinn batna, því oftar sem hann var beðinn um að skála fyrir húsbændum sínum, breskum og hollenskum.
Allt er þetta nú gott og blessað, á meðan fundirnir eru "gagnlegir". Þar sem ekkert skeður á slíkum fundum, semja menn ekki af sér á meðan.
![]() |
Gagnlegur fundur um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.2.2010 | 08:24
Bústjóri með einkennilegar hugmyndir
Bústjóri þrotabús Baugs fékk þá furðulegu hugmynd í kollinn, að reyna að innheimta eins milljarðs skuld Haga við Baug, en Hagar hafa auðvitað ekki greitt af skuldinni og hvað þá látið sér detta í hug að skila ársreikningi, eins og kveðið er á um í lánssamningi.
Það, sem bústjórinn virðist ekki átta sig á, er að með "nýja hagkerfinu" sem útrásarruglarar og þeirra samstarfsmenn var öllum reglum um viðskipti breytt og þar á meðal voru orðin "afborganir" og "skilvísi" þurrkuð út úr þeirra viðskiptaveröld, enda hefur enginn þeirra greitt eina einustu krónu af þeim lánum, sem þeir tóku að láni, til að fjármagna "fyrirtækjakaup" og eigið lúxuslíferni.
Þess vegna er ekki nema von að Hagar mótmæli hástöfum, þessari tilætlunarsemi bústjórans, enda segjast þeir hafa munnlegt loforð um að þurfa ekki að borga, hvað svo sem skrifað hafi verið í gamni inn í lánsskjölin. Engum fulltrúa "nýja hagkerfisins" hefur nokkurn tíma dottið í hug, að einhver meining væri í þeim klausum skuldabréfa, þar sem talað er um endurgreiðslur.
Hvað er líka bústjóri af gamla skólanum að setja sig á háan hest gagnvart höfundum "íslenska módelsins"?
![]() |
Hagar og Baugur deila um milljarð sem var gjaldfelldur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2010 | 19:41
Enginn baráttuhugur í Steingrími J.
Steingrímur J. hefur miklar áhyggjur af því, að Bretar og Hollendingar hafi ekki tekið hinni nýju samninganefnd í Icesavemálinu fagnandi á fyrsta fundi deiluaðila í dag. Hann segir að óljóst sé, hvort kúgararnir séu yfirleitt tilbúnir til nýrra viðræðna um málið.
Þetta eru einkennilegar áhyggjur í því ljósi, að þegar þjóðin verður búin að hafna lögunum um Icesave II verður enginn samningur í gildi því í Icesave I settu þrælapískararnir inn þau skilyrði, að samningurinn tæki ekki gildi fyrr en samþykkt hefði verið ríkisábyrgð á hann. Ríkisábyrgðin var síðan samþykkt þannig, að hún tæki ekki gildi fyrr en Bretar og Hollendingar væru búnir að samþykkja þá fyrirvara, sem Alþingi setti við því að veita ríkisábyrgð.
Þannig verður enginn samningur í gildi, eftir að þjóðin sýnir hug sinn til þess ofbeldis, sem Bretar og Hollendingar reyndu að beita íslenska skattgreiðendur, sem auðvitað hafa ekki tekið því með þögninni og munu sýna hug sinn endanlega í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Steingrímur J. ætti að hætta að hugsa um hag Breta og Hollendinga og taka upp einarða baráttu fyrir hagsmunum íslensku þjóðarinnar.
![]() |
Hóflega bjartsýnn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.2.2010 | 13:43
Sívaxandi tekjur af álinu
Tekjur af útflutningi áls á síðasta ári voru 177 milljarðar króna og spáð er að þær fari vel yfir 200 milljarða á árinu 2010. Sjávarafurðir voru fluttar út fyrir um 210 milljarða króna á árinu 2009, þannig að álið er að verða sífellt stærri hluti útflutningstekna þjóðfélgagsins.
Nokkrir bloggarar hafa haldið því fram að undanförnu, að ekkert skilaði sér af þessum tekjum í gjaldeyrissjóð landsins, því allt færi þetta út úr landinu aftur í formi aðkeypts hráefnis og arðs til eigendanna. Samkvæmt tölum seðlabankans fer þó aðeins um 40% af þessum tekjum til greiðslu erlendra aðfanga og arðs, þannig að a.m.k. 120 - 130 milljarðar sitja eftir í landinu.
Þessir 120-130 milljarðar fara í raforkukaup, laun, skatta og aðkeypta þjónustu af innlendum aðilum, þannig að hver maður getur séð, að þessi atvinnuvegur er farinn að skipta sköpum fyrir þjóðarbúið.
Í ljósi þessa verður að gera allt sem mögulegt er, til að koma vinstri grænum út úr þeim ráðuneytum, sem aðstöðu hafa til að tefja og jafnvel stöðva uppbyggingu í þessum og öðrum orkufrekum iðnaði.
Álfyrirtækin skapa mörg og vel launuð störf, en alveg er óútreiknað hvað "eitthvað annað" gæti skilað í tekjum og störfum, enda engin reynsla komin á þetta "eitthvað annað" þrátt fyrir áratuga umræður, en engan árangur.
![]() |
Spáð 200 milljarða sölutekjum álvera á árinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
15.2.2010 | 09:16
Dæmigert fyrir lánafyrirtækin
Steingrímur J. furðar sig á því, að lánveitingar fjármögnunarfyrirtækja skuli ekki hafa verið byggðar á traustum lagaheimildum, en þau veittu fjöldann allan af lánum í íslenskum krónum, með gegngistryggingu, en það virðist ekki standast lög, samkvæmt nýföllnum héraðsdómi.
Reyndar ætti það ekki að þurfa að koma á óvart, að ýmsar starfsaðferðir íslenskra fjármálastofnana standist ekki lagalega skoðun, því meira og minna af bankastarfsemi í landinu undanfarin ár, virðist hafa verið utan laga og reglna, enda allar gerðir þeirra meira og minna í rannsókn um þessar mundir.
Þær lánsupphæðir, sem falla undir þessi gengistryggðu lán í íslenskum krónum, eru taldar nema á bilinu 200 - 250 milljörðum króna, sem auðvitað er geysihá upphæð, en þó ekki hærri en svo, að meðal útrásarvíking hefði ekki látið sig muna um að tapa slíkri upphæð í gjaldþroti eins af sínum köngulóarverfjarfyrirtækjum.
Þessi umræddu lán eru líklega aðallega vegna bílalána og staðfesti Hæstaréttur síðasta dóm Héraðsdóms, og jafnvel þó venjuleg verðtrygging verði dæmd á lánin, mun það geta komið bílaviðskiptum í gang aftur, því sá markaður hefur verið algerlega frosinn, ekki síst vegna ofurveðsetningar þeirra bíla, sem í umferð eru.
![]() |
Dæmalaust að svona nokkuð geti gerst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
14.2.2010 | 20:22
Myntkörfulán ekki endilega það sama og myntkörfulán
Það er ábyrgðarhluti af hálfu Hagsmunasamtaka heimilanna að setja öll myntkörfulán undir sama hatt og krefjast þess að innheimta þeirra allra verði stöðvuð, fram yfir dóm Hæstaréttar.
Frágangur lánsskjala er ekki eins í öllum tilfellum varðandi þessi lán, því í mörgum þeirra kemur skýrt fram að höfuðstóll lánsins sé í ákveðinni erlendri mynt, eða samsett úr tveim, eða fleiri myntum. Allir virðast sammála um, að slík lán séu fullkomlega lögleg, en þau lán, þar sem höfuðstóllinn er aðeins tilgreindur í íslenskum krónum, en lánið gengistryggt, séu ólögleg.
Þetta er þó ekki algerlega ótvírætt, því fyrri héraðsdómurinn, sem féll í desember s.l. áleit lánveitinguna löglega og Neytendastofa hefur nýlega fjallað um svipaðan samning og komist að þeirri niðurstöðu, að hann stæðist lögin, enda hefði lántakandinn sjálfur óskað sérstaklega eftir myntkörfuláni. Niðurstöðu Neytendastofu má lesa hérna
Komist Hæstiréttur að sömu niðurstöðu og seinni héraðsdómarinn, þá verður enn mikil óvissa í þessum efnum, vegna þess hve margar og ólíkar gerðir af lánssamningunum eru. Þá virðist þurfa að koma á einhverskonar úrskurðarnefnd, sem hefði það hlutverk, að yfirfara alla slíka lánssamninga og skera úr um, hverjir þeirra séu löglegir og hverjir ekki.
Fólk fari að minnsta kosti varlega í að álíta sín lán ólögleg, fyrr en Hæstaréttarúrskurður er fallinn og eins þarf það að skoða vel orðalag samningsins.
Þangað til verður að hafa í huga að myntkörfulán og myntkörfulán er ekki endilaga sami hluturinn.
![]() |
Innheimtu lána verði frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
13.2.2010 | 13:13
Jafnast Kaupþing á við svikamyllu Madoffs?
Luxemborg hefur verið eitt lokaðasta bankaland heims og bankleynd svo ströng, að Luxemborg hefur verið draumaríki þeirra, sem hafa viljað fela peninga sína, hvort sem þeri hafa verið vel eða illa fengnir. Frá Luxemborg hafa síðan legið þræðir til allra helstu peningafelustaðanna, svo sem til Tortola og annarra álíka fjármagnsfelustaða.
Ólafi Haukssyni, séstökum saksóknara, tókst að fá heimild yfirvalda í Luxemborg til að framkvæma leit í fyrrum höfuðstöðvum Kaupþings þar í landi, ásamt leit á a.m.k. einu einkaheimili, sem tengdist rannsókninni. Aðeins einu sinni áður hefur slíkt leyfi verið veitt í Luxemborg og var það í tengslum við svikamyllu bandaríkjamannsins Bernards Madoffs, en viðskiptavinir hans töpuðu 65 milljörðum dollara á glæpum hans.
Að yfirvöld í Luxemborg skuli hafa heimilað leitina hjá Kaupþingi getur ekki bent til annars, en að Ólafi hafi getað sýnt fram á að hann væri að rannsaka meint svik Kaupþingsmanna, sem hægt væri að líkja við svik Madoffs, án þess þó að hægt sé að reikna með að hin meintu svik séu af sömu peningalegu stærðargráðu.
Húsleitirnar og samþykkið fyrir þeim, sýnir algerlega í hnotskurn hvaða mat lagt er á starfsemi íslensku bankanna fyrir hrun.
Sýnir þetta ef til vill, að í íslenska bankakerfinu hafi starfað margir jafokar Madoffs í fjársvikum?
![]() |
Svipað leyfi og vegna Madoffs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)