Enginn baráttuhugur í Steingrími J.

Steingrímur J. hefur miklar áhyggjur af því, að Bretar og Hollendingar hafi ekki tekið hinni nýju samninganefnd í Icesavemálinu fagnandi á fyrsta fundi deiluaðila í dag.  Hann segir að óljóst sé, hvort kúgararnir séu yfirleitt tilbúnir til nýrra viðræðna um málið.

Þetta eru einkennilegar áhyggjur í því ljósi, að þegar þjóðin verður búin að hafna lögunum um Icesave II verður enginn samningur í gildi því í Icesave I settu þrælapískararnir inn þau skilyrði, að samningurinn tæki ekki gildi fyrr en samþykkt hefði verið ríkisábyrgð á hann.  Ríkisábyrgðin var síðan samþykkt þannig, að hún tæki ekki gildi fyrr en Bretar og Hollendingar væru búnir að samþykkja þá fyrirvara, sem Alþingi setti við því að veita ríkisábyrgð.

Þannig verður enginn samningur í gildi, eftir að þjóðin sýnir hug sinn til þess ofbeldis, sem Bretar og Hollendingar reyndu að beita íslenska skattgreiðendur, sem auðvitað hafa ekki tekið því með þögninni og munu sýna hug sinn endanlega í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Steingrímur J. ætti að hætta að hugsa um hag Breta og Hollendinga og taka upp einarða baráttu fyrir hagsmunum íslensku þjóðarinnar.


mbl.is Hóflega bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Betra ef að fleiri gerðu það líka.

Jón (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 20:07

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eitthvað þarnast þetta nú frekari skýriga, Jón minn.

Axel Jóhann Axelsson, 15.2.2010 kl. 20:12

3 identicon

Ég held að það ættu ALLIR sem að þessu máli koma fyrir okkur íslendinga, að hætta að hugsa fyrst um flokkshag og eigin hag í þessu máli. Það hafa þeir ALLIR því miður gert, fyrst flokkurinn síðan lýðurinn.

Jón (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 20:28

4 identicon

Er það ekki ljóst að allar tillögur sem vekja mikla kæti hjá nýlenduherrunum gömlu eru ekki okkur í hag.

Væru það ekki hræðilegar fréttir fyrir okkar hagsmunin ef Bretar og Hollendingar hefðu blásið upp blöðrur og spilað á hljóðfæri?

Jón Annar (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband