Er þetta skýringin á asanum vegna Icesave?

Reuters hefur eftir embættismanni hjá ESB, að framkvæmdastjórn sambandsins muni taka umsókn Íslands um að fá að vera hreppur í stórríkinu, fyrir á fundi sínum í næstu viku og mæla með því, að formlegar viðræður hefjist um málið.

Eins og kunnugt er, frestuðu "vinir" okkar Svíar því í desember s.l., meðan þeir fóru með forsæti framkvæmdastjórnarinnar, að taka umsókn Íslands til afgreiðslu, vegna þess að ekki var búið að ganga frá Icesavemálinu við bresku og hollensku kúgarana.  Einnig hefur endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS verið frestað oftar en einu sinni af sömu ástæðu og hefur það verið gert með fullum stuðningi "vina" okkar á norðurlöndunum, ásamt öllum öðrum aðildarríkjum ESB.

Líllega er þarna komin skýringin á því, að nú þurfi með öllum ráðum að ljúka nýjum "samningi" um Icesave fyrir næstu helgi, eftir því sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur sagt.  Samningsstaða Íslands hefði batnað verulega, ef beðið væri fram yfir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, en þar yrði það vafalaust fellt, með um eða yfir 80% atkvæða.

Nú er sem sagt allt kapp lagt á að afgreiða Icesave fyrir helgi og aflýsa þjóðaratkvæðagreiðslunni til þess eins, að framkvæmdastjórn ESB taki hreppsumsóknina til afgreiðslu á miðvikudaginn kemur.

Allar raunir Íslendinga áttu að leysast með aðildarumsókninni einni saman, sem gerðist auðvitað ekki, og staða Grikklands í efnahagsmálum og "aðstoð" ESB við þá, ætti að verða til þess, að umsóknin verði afturkölluð tafarlaust.


mbl.is Munu mæla með aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það var svolítið undarlegt að horfa á það í sjónvarpinu um helgina að íbúar Grimsby sem Íslendingar sviptu vinnu með síðasta landhelgisstríði bera hagsmuni Íslenskrar þjóðar meira fyrir brjósti en þeir sem eiga að heita stjórnendur þjóðarinnar.  Þeir gengu ekki að því gruflandi að ESB væri tækju á móti okkur einvörðungu til að hirða af okkur auðlindirnar.

Þetta telur samspillingin allt í lagi við verðum undir verndarvæng seðlabanka Evrópu og allra góðra vætta sem þeir hafa yfir að ráða

Kjartan Sigurgeirsson, 16.2.2010 kl. 15:12

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Segðu mér Axel. Hvernig ætlar stjórnin að þvinga nýja samninga yfir þjóðina?

Hvort stendur sterkara:

1. nýjir samningar sem logið verður að þjóðinni að það sé það besta sem við getum fengið?

2. eða almenningur á Íslandi sem neitar samningum alltaf og enn fleiri verða þar með því að ríkisstjórnin ætlar sér að svíkja þjóðina um þjóðaratkvæðagreiðsluna?

Hvernig verður þetta næst þegar að Forseti vor á að samþykkja ný Lög? Munu þá mæta 80 til 100.000 manns á Bessastaði?

Málið er að við þurfum að beina sjónum fólks að því að það eigi að svíkja okkur! Eins og tildæmis með því að almenningur komi með eigin yfirlýsingar um málið út í þjóðfélagið! 

Guðni Karl Harðarson, 16.2.2010 kl. 15:32

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ef gerður verður nýr samningur og lög þar um verða samþykkt með atkvæðum allra þingmanna á Alþingi, þá mun Ólafur Ragnar ekki synja þeim nýju lögum staðfestingar.

Þau yrðu afgreidd með afbrigðum á einu kvöldi í þinginu og forsetinn myndi undirrita morguninn eftir, þ.e. þetta myndi gerast svo snöggt, að enginn tími gæfist til mótmæla, eða undirskriftasöfnunar.

Þannig yrði það nú frágengið.

Axel Jóhann Axelsson, 16.2.2010 kl. 15:42

4 identicon

Já, þetta er skýringin á asanum vegna Icesave og fýlunni í Samfylkingarfólki vegna höfnunar á Icesave.

Sigurbörn Harðarson (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 15:44

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er skýringin og engin önnur

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.2.2010 kl. 15:46

6 Smámynd: Njáll Harðarson

Vinir okkar Bretar munu eflaust styðja við bakið á okkur til að komast inn í ESB þegar Icesave er afgreitt að þeirra vilja og vali, vandamálið er bara það að þjóðin er að snúast frá ESB vegna framkomu Breta í okkar garð.

Bretar munu því ekki komast inn í íslensku lögsöguna til að veiða Fish and Chips.

Því má við bæta að um 5000 fjölskyldur í Hull og nágreni hafa vinnu við úrvinnslu á íslenskum fiskafurðum. Við eigum auðvitað að hóta að selja íslenskan fisk vinum en ekki þeim sem vilja rúlla yfir okkur til að komast yfir íslenska fiskinn

Njáll Harðarson, 16.2.2010 kl. 15:59

7 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Rétt hjá þér Axel. Ég var að beina sjónum að þessu.

þú>að enginn tími gæfist til mótmæla, eða undirskriftasöfnunar.

Við þurfum að koma í veg fyrir það! Og við verðum að gera það áður og það sterklega nú á næstunni! Í því skyni hef ég samið sérstakt skjal sem ég vil senda þér og Jóni Val ásamt fleirum. Þú veist svona nokkurn veginn hverjum. Málið er að ég hef ekk netfangið þitt:

Endilega  sendu mér það á gudnikarl@internet.is og þú færð skjalið til baka í svari.

Guðni Karl Harðarson, 16.2.2010 kl. 16:09

8 identicon

Jóhanna brosir á þessari mynd ég sem hélt að hún gæti það ekki. Kerlinginn  er ömurleg  henni er slétt sama um land sitt og þjóð. Það virðist ekkert koma frá Samfylkingunni nema hroki, frekjugangur, lygar.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 16:28

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Evrópusambandið er búið að átta sig á lagalegu stöðu málsins. Okkur ber ekki lagalega að borga eina skitna Evru og þess vegna mun okkur verða boðið að sleppa vöxtum af Icesave-klafanum. Við eigum ekki að taka því heldur keyra málið ofan í kok á andskotunum og taka nokkur andköf áður en við sleppum. Njótum ánægjunnar af að niðurlægja ESB og þar með Icesave-stjórnina.

Loftur Altice Þorsteinsson, 16.2.2010 kl. 18:31

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Loftur, mæltu manna heilastur.  Miðað við fréttirnar í kvöld virðist það vera að síast inn í hausinn á okkar mönnum, að almenningur á Íslandi á ekki að borga eina skitna Evru vegna þessa máls, hvað þá vexti. 

Ef samninganefndin stendur á þessu og lætur ekki kúga sig, er smá von ennþá.

Axel Jóhann Axelsson, 16.2.2010 kl. 21:21

11 identicon

Mér þykir þú full bjartsýnn um það að Ísland yrði hreppur í ESB.

Ég held að við yrðum aldrei meira en eins og ein stutt gata.

Jón (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 23:42

12 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Axel var fallið frá því sem stóð í fréttum að önnur af kröfum Breta og Hollendinga fyrir þessum viðræðum væri að viðurkenna greiðsluskylduna (hin var að stjórnarandstaðan kæmu með)? Það stóð sérstaklega um þetta neðst í frétt mbl. þegar að þessar viðræður voru að byrja (sem ég jú bloggaði á ). Eða gætir misskilnings hjá mér um málið?

Eða er verið að blekkja okkur með fréttinni?

Guðni Karl Harðarson, 16.2.2010 kl. 23:50

13 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Gott fólk við verðum að standa vörð um lýðræðið ef þetta er það sem stjórnvöld ætla að gera hratt og örugglega að troða icesave í geng án þjóðaratkvæðagreiðslu og ganga síðan ESB á hönd verðum við að loka alþingi!

Sigurður Haraldsson, 17.2.2010 kl. 11:16

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðni, ekki hefur maður heyrt eða séð, að kúgararnir hafi yrirleitt fallið frá einu eða neinu í sínum kröfum.

Það verður að spyrja að leikslokum í þessu einkennilega máli.

Axel Jóhann Axelsson, 17.2.2010 kl. 13:22

15 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Axel ég bara spurði vegna þess að þetta með greiðsluskylduna var reyndar sérstaklega nefnt með í grein í Fréttablaðinu í síðustu viku.

Guðni Karl Harðarson, 17.2.2010 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband