Frumbyggjum úthýst

Kanadamenn ætla að halda fund um sjálfsstjórn Norðurskaussvæða án þess að bjóða þeim frumbyggjum, sem hagsmuna eiga að gæta á hafssvæðinu, þ.e. Innúítum og Íslendingum. 

Líklega telja Kanadamenn að eskimóar eigi ekkert erindi á fundi með siðuðum þjóðum, enda ekki sjálfstæðir, t.d. eru Innúítar undir stjórn Kanadamanna og Dana og Íslendingum er stjórnað af ESB, norðulöndunum og AGS.

Össur Skarphéðinsson er mjög sár yfir að fá ekki að sitja fundinn, sem fulltrúi íslenskra frumbyggja og telur það mikil mistök Kanadamanna, að ætla sér að sleppa slíku skemmtiatriði, sem Össur er á öllum mannamótum.  Þetta finnst Össuri mikil ókurteisi.

Miklu líklegri skýring er, að eftir að Össur móðgaði Bandaríkjamenn og fyrrverandi sendiherra þeirra hér á landi, svo illilega, að Kanarnir hafa engan áhuga lengur á samskiptum við Íslendinga og allra síst Össur Skarphéðinsson og kæra sig hreint ekki um að sitja nokkurn mannfagnað, þar sem hann léti sjá sig.

Meðan Össur biðst ekki afsökunar á dónaskap sínum og gerir yfirbót, verður honum ekki boðið í nein parý, annarsstaðar en kannski hjá ESB, sem að vísu gera grín bæði að honum og Íslendingum, án þess að reyna að fela það. 

Össuri finnst það bara svo fínn klúbbur, að hann gerir allt sem í hans valdi stendur til að komast þar inn.


mbl.is Íslandi og Inúítum úthýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt Axel, það er ágætt að Össur og kompaní venji sig strax það hvernig framtíðin verður ef ESB draumur þeirra rætist. (sem hann mun reyndar ekki gera).

Hann móðgaðist hroðalega yfir eigin tilhugsun um að vera töskuberi forsetans af þeirri ástæðu að forsetinn þorði að standa upp fyrir lýðræði og réttlæti. En þessi sami Össur er fullur tilhlökkunar og gleði yfir tilhugsuninni um að fá að verða skósveinn ESB valdhafanna.

Það þarf ekkert að fara í leikhús þegar okkur er boðið upp á svona skemmtiatriði.

Anna Björg Hjartardóttir (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 18:24

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ég tel að við sem þjóð,sé bráðsynlegt að sitja svona fundi.Þarna er verið að ráðgast með svæði,sem við Íslendingum erum(eins og stendur)stórhluthafi að.Hvernig væri að form.Félags ESB-andstæðinga sótti um að fá að sitja fund þennan.

Ingvi Rúnar Einarsson, 16.2.2010 kl. 20:44

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ingvi, auðvitað ættu Íslendingar að eiga fulltrúa á svona fundi, en á meðan Össur er utanríkisráðherra, eru litlar líkur á að svo verði.

Axel Jóhann Axelsson, 16.2.2010 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband