7.9.2010 | 00:44
Beinar skuldir Gaums aðeins hluti sannleikans
Kristín Jóhannesdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu í nafni Bónusgengisins um að skuldir Gaums séu "aðeins" sex milljarðar króna og vill með því leiðrétta rangfærslur um skuldastöðu félagsins, eftir því sem hún segir. Gaumur er eins og kunnugt er eignarhaldsfélag Bónusgengisins, og á og er í ábyrgðum fyrir 50 milljarða skuldum 1988 ehf., sem aftur átti Haga, sem Arion banki hefur nú yfirtekið.
Ekki gefur hún upp hve skuldir Haga eru miklar, en þær munu þó nema a.m.k. 20 milljörðum króna, eftir því sem fregnir herma og því er borin von til þess að félag sem ekki skilaði nema 45 milljóna króna hagnaði á síðasta rekstrarári seljist fyrir upphæð, sem dugi til að greiða upp skuldir 1688 ehf. og hvað þá Gaums að auki. Þrátt fyrir ekki meiri hagnað en þetta er félaginu gert að greiða gengisforingjanum 114 milljón króna "starfslokagreiðslu" fyrir "vel" unnin störf á undanförnum árum.
Bónusprinsessan segir um fyrirhugaða sölu Arion banka á Högum í yfirlýsingunni: "Við söluna mun væntanlega koma í ljós, hvað kemur uppí skuldir 1998 ehf., ekki fyrr. Samkvæmt þessu gerir Bónusgengið ekki sjálft ráð fyrir því að söluverð Haga dugi til að greiða upp skuldir 1988 ehf. og alls ekki að eignarhaldsfélagið fái við hana nokkuð til sín af söluverðinu. Þar með er það orðið viðurkennd staðreynd að Gaumur getur ekki greitt neitt af skuldum sínum og því er Bónusgengið skyldugt samkvæmt lögum að lýsa félagið gjaldþrota.
Fyrirsögn yfirlýsingar Bónusgengisins varðandi skuldir Gaums hljóðaði á þennan veg: Er sannleikurinn sagna verstur?. Svarið við spuningunni er auðvitað nei, því sannleikurinn er sagna bestur.
Allra best er þó að segja allan sannleikann og ekki sakar að standa líka við orð sín og skuldbindingar og taka afleiðingum misgerða sinna.
![]() |
Beinar skuldir Gaums 6 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2010 | 19:50
Er Arion banki samsekur um lögbrot?
Kyrrstöðusamningurinn sem Arion banki gerði við Bónusgengið vegna Gaums hlýtur að jaðra við þátttöku í lögbroti, þar sem skuldara sem kominn er í greiðsluþrot er skylt að gefa bú sitt upp til gjaldþrotaskipta, samkvæmt lögum nr. 21/1991, með síðari breytingum.
Í þeim lögum segir m.a:
4. þáttur. Gjaldþrotaskipti.
XI. kafli. Upphaf gjaldþrotaskipta. 64. gr. Skuldari getur krafist að bú sitt verði tekið til gjaldþrotaskipta ef hann getur ekki staðið í fullum skilum við lánardrottna sína þegar kröfur þeirra falla í gjalddaga og ekki verður talið sennilegt að greiðsluörðugleikar hans muni líða hjá innan skamms tíma.
Skuldara, sem er bókhaldsskyldur, er skylt að gefa bú sitt upp til gjaldþrotaskipta þegar svo er orðið ástatt fyrir honum sem segir í 1. mgr.
Algerlega augljóst er að Bónusgengið hefur margbrotið þessa lagagrein með því að gefa ekki upp bú Gaums og 1988 ehf. til gjaldþrotaskipta og með síðustu aðgerðum sínum verður ekki annað séð en að Arion banki sé orðinn samsekur um að brjóta gegn gjaldþrotalögunum.
Bankastjóri Arion segir að allir standi jafnir í viðskiptum við bankann, en greinilegt er að ekki fá allir jafn mikinn bónus frá honum og Bónusgengið.
![]() |
Bankarnir skuldi skýringar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.9.2010 | 08:12
Er Landeyjahöfn algerlega mislukkuð?
Þann 21. júlí s.l. byrjaði Herjólfur siglingar frá Vestmannaeyjum í Landeyjahöfn og voru miklar vonir bundnar við þessa nýju höfn, enda ekki nema rúmlega hálftíma sigling þangað frá Heymaey. Ekki voru allir á eitt sáttir við valið á hafnarstæðinu og töldu að veður og vindar væru þar svo óhagstæðir að ekki yrði auðvelt að halda uppi ferjusiglingum á þennan stað.
Frá því að Herjólfur hóf siglingar sínar til Landeyjarhafnar, hefur nokkrum sinnum þurft að fella niður ferðir vegna veðurs og ölduhæðar og nú er svo komið að höfnin hefur fyllst svo af sandi og ösku, að skipið tók þar niðri og skipstjórinn treystir sér ekki til að sigla aftur, fyrr en búið verður að dýpka höfnina og innsiglinguna í hana.
Miðað við hve margar ferðir hefur þurft að fella niður í sumar, vakna upp vangveltur hvernig muni ganga að halda uppi þessum samgöngum yfir vetrarmánuðina, en veður eru oft válynd við suðurströndina yfir veturinn. Einnig hlýtur að mega reikna með miklu meira sandróti við höfnina í þeim brimsköflum sem þar skella á yfir vetrartímann.
Komandi vetur mun væntanlega skera úr um, hvort Landeyjahöfn sé algerlega mislukkuð fjárfesting.
![]() |
Herjólfur hægði á sér í drullunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.9.2010 | 20:34
Ótrúlega mikil ánægja með Jón Gnarr sem borgarstjóra
Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup eru rúm 40% þjóðarinnar ánægð með Jón Gnarr sem borgarstjóra og virðist ánægjan því meiri sem svarendur eru yngi og lengra frá Reykjavík. 42% er alveg sama um störf hans og 17% eru verulega óánægðir.
Ánægja 40% aðspurðra með borgarstjórna höfuðborgarinnar þætti ekki merkileg niðurstaða við venjulegar aðstæður og eftir svo stutta setu, verður hún að teljast með ólíkindum í þessu tilfelli, þar sem Jón Gnarr hefur ekkert sýnt af sér í stöðu borgarstjórna, annað en þátttöku í gleðigöngu og að auglýsa fyrir bílaumboð. Ekkert hefur fést af stórum ákvörðunum nýs meirihluta og ef þarf að svara fyrir eitthvað, gerir Dagur það, enda Jón Gnarr algerlega ófær um að tjá sig um það sem skiptir máli, enda ekkert inni í neinu, sem skiptir máli.
Til að viðhalda gleði þessara 40% prósenta þjóðarinnar, sem aðallega virðast vera kjósendur Besta flokksins og Samfylkingarinnar, þarf Jón Gnarr bara að halda sig við það sem hann er góður í, en það er að blogga á dagbókinni sinni um hvað hann sé þreyttur, með mikinn höfuðverk, skapillur og fúll út í Sjálfstæðismenn fyrir að dirfast að gagnrýna getu- og framkvæmdaleysi hans við stjórn borgarinnar.
Jón Gnarr sagðist í kosningabaráttunni ekki ætla að gera neitt í borgarstjóraembættinu, aðeins þiggja góð laun og einkabílstjóra. Við það hefur hann staðið með heiðri og sóma.
![]() |
40% ánægð með störf borgarstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.9.2010 | 13:26
Snautlegar skýringar Arion banka
Vegna mikilla umræðna um kyrrstöðusamning Arion banka við Baugsgengið vegna skulda þess við bankann vegna eignarhaldsfélags síns, Gaums og dótturfélagsins 1988 ehf., sem aftur á Haga hf., sem nýlega verðlaunaði Gengisforingjann fyrir eitt stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar, eftir aðeins tuttugu ára "viðskiptaferil" með 114 milljóna króna "starfslokagreiðslu", ásamt því að kaupa einbýlishús, sumarbústað og bíl fyrir 41 milljón krónur. Miðað við lífsstandardinn á Bónusbenginu fram að þessu, virðast þetta vera afar verðlitlar eignir á þann mælikvarða.
Arion banki reynir að verja kyrrstöðusamninginn með því, að verið sé að gæta hagsmuna bankans og tínir m.a. til eftirfarandi atriði því til sönnunar:
"bankinn leitar allra leiða til að tryggja hagsmuni sína sem kröfuhafa í þessu máli sem öðrum
kyrrstöðusamningar eru í ákveðnum tilvikum leið til verja slíka hagsmuni og eru í eðli sínu tímabundin frysting lána meðan unnið er að greiningu og úrlausn vandans
í öllum þessum tilvikum væntir bankinn þess að eitthvað það gerist áður en fresturinn er úti sem verði til þess að bankinn sjái hagsmunum sínum betur borgið sem kröfuhafi"
Ekki verður séð hvernig bankinn tryggir hagsmuni sína betur með frystingu lána, því ekki batna veðin neitt við það og ef og þegar skuldari getur gert upp lánið, eða byrjað að greiða inn á það að nýju, er bankanum í lófa lagið að endursemja um alla skilmála lánsins og fella niður dráttarvexti, gefa afslátt af vöxtum og þess vegna höfuðstól, ef hann telur skuldarann ekki geta greitt hann að fullu.
Hvað telur bankinn að gerist áður en kyrrstöðusamningar við Baugsgengið renna út, sem verði til þess að hagsmunum bankans verði betur borgið? Getur verið að hann vænti þess að Baugsgengið nái Högum undir sig aftur fljótlega og geti þar með mjólkað það fyrirtæki og þannig greitt inn á skuldasúpu eldri eignarhaldsfélaga sinna?
Ef ekki berast frekari skýringar frá bankanum, verður að flokka þessar sem hreint yfirklór.
![]() |
Segja kyrrstöðusamning ekki fela í sér sérkjör |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.9.2010 | 13:02
Ætli Davíð sé á bak við þetta?
Þegar Baugsmálið fyrsta var til rannsóknar og fyrir dómstólum var allur almenningur sannfærður um að Davíð Oddsson stæði á bak við "ofsóknirnar" á hendur Bónusgenginu, enda tókst genginu að kaupa sér almenningsálitið með gengdarlausum áróðri í fjölmiðlum sínum og skipulögðum árásum leigupenna gegn perónu hvers þess, sem reyndi að benda á lögbrot gengisins á fleiri sviðum en þeirra, sem akkúrat voru til rannsóknar í það sinnið.
Á síðust árum hefur verið að afhjúpast hvert hneykslið á fætur öðru, sem tengist "viðskiptum" Bónusgengisins og tengjast þau hverju einasta fyrirtæki, sem gengið hvefur tengst í gegnum tíðina og Rannsóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni, að Bónusgengið hefði ekki átt minnstan þátt í því efnahagshruni, sem banka- og útrásargengin ollu þjóðfélaginu, en sömu einstaklingarnir áttu og stjórnuðu bæði bönkunum og öllum helstu fyrirtækjum hér á landi.
Nýjar og gamlar upplýsingar sýna svart á hvítu hverning Bónusgengið og félagar svindluðu í rekstri FL-Group (síðar Stoðir hf.) og fölsuðu verð á ýmsum félögum í "sölu" sín á milli og sýndu með því miklu betri eiginfjárstöðu, sem aftur leiddi til þess að stærri og stærri lán var hægt að taka út á veð í þessum félögum, sem síðan fóru á hausinn hvert af öðru og reyndust nánast eignalaus, þegar gera átti upp þrotabúin.
Þó tókst gengjunum að koma nokkrum eignum undan þrotabúunum, með dyggri aðstoð bankanna og nægir þar að nefna Haga og Iceland Express. Arion banki virðist nú tilbúinn til að afskrifa tugmilljarða skuldir af Bónusgenginu og jafnvel koma Högum í þess hendur aftur, eftir krókaleiðum og Iceland Express virðist í mikilli útþenslu um þessar mundir, enda félaginu komið undan gjaldþroti Fons á gjafverði.
Vilhjálmur Bjarnason, formaður Félags fjárfesta, hyggst nú fara í skaðabótamál geng Bónusgenginu og Pálma í Iceland Express vegna þess skaða sem "staðfastur brotavilji" þeirra olli fjárfestum og hluthöfum þeirra hlutafélaga og banka, sem fjárfestar treystu fyrir sparnaði sínum, þ.m.t. lífeyrissparnaði.
Ætli Davíð standi ennþá á bak við allar þessar "ofsóknir" á hendur "blásaklausra" velunnara þjóðarinnar, sem ennþá sýnir þessum gengjum velþóknun sína og vináttu með viðskiptum sínum.
![]() |
Stálu frá og eyðilögðu FL |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.9.2010 | 19:21
Arion banki enn á fullri ferð í braskinu
Arion banki hefur gert kyrrstöðusamning við Gaum, eignarhaldsfélag Bónusgengisins, sem átti Baug, sem lýstur var gjaldþrota skömmu eftir að genginu tókst að koma Högum undan þrotinu, með því að stofna nýtt félag, 1988 ehf, sem í samvinnu við Kaupþing "keypti" Haga með því að bankinn lagði félaginu til 50 milljarða króna í svindlið, sem auðvitað var og verður aldrei hægt að endurgreiða.
Kyrrstöðusamningurinn gegngu út á það, að ekki er hægt að ganga að "eignum" Gaums, sem reyndar engar eru, né krefjast gjaldþrotaskipta á félaginu. Í fréttinni kemur þetta fram m.a: "Gaumur var aðaleigandi Baugs en Baugur hefur verið tekinn til gjaldþotaskipta. Gjaldþrot Baugs er stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar á eftir viðskiptabönkunum þremur en kröfur í Baug eru yfir þrjú hundruð milljarðar króna.
1998 sem var dótturfélag Baugs skuldar Arion banka um 50 milljarða króna. Gaumur er ábyrgur fyrir stórum hluta þess. Skuldin varð til þegar Hagar voru keyptir út úr Baugi sumarið 2008."
Þegar þetta er lesið, skilst betur til hvers leikurinn er gerður. Kyrrstöðusamningurinn er gerður núna, til þess að forða því að Gaumur og 1988 ehf. verði lýst gjaldþrota, áður en Arion banka tekst að selja Haga, en eins og allir vita ætlar Baugsgengið sér að eignast félagið aftur, án þess að segjast eiga nokkra peninga til að borga eitt eða neitt. Líklega verður Arion banki liðlegur við Bónusgegnið þegar þar að kemur, eins og hann hefur verið hingað til, ekki síður en fyrirrennarinn, Kaupþing.
Þetta sannar að Arion banki býr að mikilli reynslu og þekkingu á braski, ekki síður en Bónusgengið sjálft.
![]() |
Arion banki gerir kyrrstöðusamning við Gaum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
3.9.2010 | 15:07
Sýnum Karli Wererssyni hlýhug, vináttu og stuðning
Karl Wernesson, út- og innrásarmógúll, sem meðal annars afrekaði að tapa öllum bótasjóði Sjóvár, sem þó voru bara smáaurar miðað við heildartap allra hlutafélaganna á hans vegum, gat haldið Lyfjum og heilsu eftir í sinni "eigu" eftir að allt annað hrundi og hefur nú tekið við stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækinsins, enda hefur hann betri tíma en áður til að sinna rekstrinum.
Öll út- og innrásargengi landsins, sem ennþá reka fyrirtæki hér á landi, njóta alveg sérstarar samúðar og skilnings neytenda, sem hafa sýnt þeim vináttu og hlýhug, svo jaðrar við hreina ást og aukið viðskipti sín við þau, svo nú blómstra gengisfélagarnir sem aldrei fyrr.
Nægir í þessu sambandi að benda á Samskip, sem nú er á fínu skriði eftir skuldaniðurfellingar, Iceland Express, sem aldrei hefur flogið hærra og lengra, vegna sérstakrar þakkarskuldar, sem flugfarþegar telja sig vera í við eigandann, fyrir að hafa náð að selja sjálfum sér flugfélagið út úr þrotabúi Fons á gjafverði.
Ekki má gleyma stærstu gjaldþrotafjölskyldu landsins, sjálfu Bónusgenginu, en Arion banki sá sérstaka ástæðu til að láta Haga gefa foringjanum 114 milljónir króna í afmælisgjöf, um leið og hann lét af störfum hjá þúsundmilljarða gjaldþrotasamsteypunni, eftir 20 ára "farsælt" starf. Þetta gengi hafa neytendur líka elskað og dáð í gegnum tíðina og sýnt það í verki með því að versla helst ekki við neinar verslanir, sem ekki hafa tilheyrt Bónusgenginu.
Vonandi mun Karl Wernesson njóta sambærilegs hlýhugar og aðrir gengisforingjar hjá öllum sjúklingum landsins og þeir munu væntanlega stórefla viðskipti sín við Lyf og heilsu frá því sem verið hefur, nú þegar Karl hefur betri tíma en áður til að sinna viðskiptunum.
![]() |
Karl forstjóri Lyfja og heilsu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.9.2010 | 11:22
Jóhanna Sigurðardóttir hæðist að almenningi
Almenningur í landinu hefur tekið á sig gífurlegar byrðar frá hruninu í október 2008 með ýmsu móti, t.d. atvinnuleysi af áður óþekktri stærðargráðu, skertum vinnutíma þeirra sem vinnu hafa, lækkandi launumm fyrir hverja unna stund, mikilli verðbólgu og minnkandi kaupmæti, mikilli hækkun afborgana af lánum, o.s.frv, en af nægu er að taka vegna versnandi kjara og erfiðleika lífsbaráttunnar.
Jóhann Sigurðardóttir og Steingrímur J. fóru mikinn í þinginu í gær við að lýsa afrekum sínum í efnahagsmálum og töldu sér og ríkisstjórninni til mikilla tekna, að ástandið skyldi ekki hafa versnað frá hruninu og sögðu reyndar að vegna stjórnunarsnilli sinnar væri ástandið ekki eins slæmt og þau hefðu sjálf verið búin að spá um, að það yrði. Ekki minntust þau á, allar þær skattahækkanir sem á landslýð hefur dunið ofan á allt annað og enn síður minntust þau á getuleysi sitt við sparnað í ríkiskerfinu og alls ekki nefndu þau almenna vanhæfni ríkisstjórnarinnar við lausn erfiðra mála.
Í dag birtast tölur frá Hagstofunni um landsframleiðsluna og kveður þar við gjörólókan tón vegna efnahagsþróunarinnar, eða eins og sést af upphafi fréttarinnar: "Landsframleiðsla er talin hafa dregist saman um 3,1% að raungildi frá 1. ársfjórðungi 2010 til 2. ársfjórðungs 2010 og um 8,4% ef miðað er við 2. ársfjórðung árið 2009. Landsframleiðsla fyrstu sex mánuði ársins 2010 er talin hafa dregist saman um 7,3% að raungildi samanborið við fyrstu sex mánuði ársins 2009.
Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Þjóðarútgjöld drógust saman um 7,4% milli 1. og 2. ársfjórðungs þessa árs. Einkaneysla dróst saman um 3,2% og fjárfesting dróst saman um 4,7%. Samneysla jókst um 1%."
Á meðan einkaneysla dregst saman eykst samneyslan, þ.e. ríkisútgjöldin um 1%, þannig að ekki er nóg með að ríkisstjórninni takist ekki að draga úr ríkisútgjöldunum, þá tekst henni ekki einu sinni að halda í horfinu, heldur eykst eyðsla hins opinbera á meðan almenningur dregur neyslu sína saman.
Væri ríkisstjórnin ekki undir hælnum á AGS, sem í raun ræður ferðinni í efnahagsmálunum, og hefði frítt spil, væri ástandið hérna ekki ömurlegt, eins og það er, heldur algerlega skelfilegt og fólksflótti frá landinu orðinn að hreinu flóttamannavandamáli.
![]() |
3,1% samdráttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.9.2010 | 09:01
Flugfarþegar verðlauna Pálma í Iceland Express
Ein af svikafléttum Bónusgengisins á braskárunum var salan á flugfélaginu Sterling á milli hlutafélaga í eigu gengismeðlima, en flugfélagið hækkaði úr 5 milljörðum króna í 20 milljarða í tilfærslum innan gengisins á tæpum tveim árum, þrátt fyrir að Sterling væri rekið með milljarða tapi allan tímann.
Í þessum braskskiptum var Iceland Express metið á 6 milljarða króna, en rúmum mánuði eftir efnahagshrunið, sem þetta gengi átti stóran hlut í að valda, seldi Pálmi Haraldsson sjálfum sér flugfélagið út úr Fons á 300 milljónir króna, eða einn tuttugasta af því verðmati, sem hann setti sjálfur á félagið í braskfléttunni fyrrnefndu, sjá þessa frétt HÉRNA Skömmu síðar var Fons lýst gjaldþrota og verður að teljast með ólíkindum, að skiptastjórinn skuli ekki vera löngu búinn að rifta þessum gjafagerningi.
Ekki er nóg með að lítið sem ekkert sé fjallað um svikastarfsemi Pálma í Iceland Express í gegnum tíðina, heldur verðlauna íslenskir ferðamenn hann með því að kaupa flugfargjöld af þessari svikamillu, sem aldrei fyrr, enda vex félagið og dafnar og bætir sífellt við sig flugleiðum. Ekki er nóg með að flugfarþegar sýni þessu félagi velvild sína með farmiðakaupum, heldur láta þeir einnig bjóða sé endalausar seinkanir og niðurfellingar flugferða, enda Iceland Express eitthvert óstundvísasta flugfélag Evrópu og þó víðar væri leitað.
Reyndar er Iceland Express ekki flugfélag, heldur farmiðasali fyrir annað félag sem Pálma tókst að stinga undan þrotabúi Fons, en það er breska flugfélagið Asterus, þannig að ef illa fer með það félag, er spurning hver ábyrgð Iceland Express er gagnvart hugsanlegum strandaglópum í ferðum þessara svikafélaga.
Furðulegt er sinnuleysið gagnvart þessari svikamyllu.
![]() |
Viðskiptaflétta þar sem allt var ofmetið jafnt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)