Ætli Davíð sé á bak við þetta?

Þegar Baugsmálið fyrsta var til rannsóknar og fyrir dómstólum var allur almenningur sannfærður um að Davíð Oddsson stæði á bak við "ofsóknirnar" á hendur Bónusgenginu, enda tókst genginu að kaupa sér almenningsálitið með gengdarlausum áróðri í fjölmiðlum sínum og skipulögðum árásum leigupenna gegn perónu hvers þess, sem reyndi að benda á lögbrot gengisins á fleiri sviðum en þeirra, sem akkúrat voru til rannsóknar í það sinnið.

Á síðust árum hefur verið að afhjúpast hvert hneykslið á fætur öðru, sem tengist "viðskiptum" Bónusgengisins og tengjast þau hverju einasta fyrirtæki, sem gengið hvefur tengst í gegnum tíðina og Rannsóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni, að Bónusgengið hefði ekki átt minnstan þátt í því efnahagshruni, sem banka- og útrásargengin ollu þjóðfélaginu, en sömu einstaklingarnir áttu og stjórnuðu bæði bönkunum og öllum helstu fyrirtækjum hér á landi.

Nýjar og gamlar upplýsingar sýna svart á hvítu hverning Bónusgengið og félagar svindluðu í rekstri FL-Group (síðar Stoðir hf.) og fölsuðu verð á ýmsum félögum í "sölu" sín á milli og sýndu með því miklu betri eiginfjárstöðu, sem aftur leiddi til þess að stærri og stærri lán var hægt að taka út á veð í þessum félögum, sem síðan fóru á hausinn hvert af öðru og reyndust nánast eignalaus, þegar gera átti upp þrotabúin.

Þó tókst gengjunum að koma nokkrum eignum undan þrotabúunum, með dyggri aðstoð bankanna og nægir þar að nefna Haga og Iceland Express.  Arion banki virðist nú tilbúinn til að afskrifa tugmilljarða skuldir af Bónusgenginu og jafnvel koma Högum í þess hendur aftur, eftir krókaleiðum og Iceland Express virðist í mikilli útþenslu um þessar mundir, enda félaginu komið undan gjaldþroti Fons á gjafverði.

Vilhjálmur Bjarnason, formaður Félags fjárfesta, hyggst nú fara í skaðabótamál geng Bónusgenginu og Pálma í Iceland Express vegna þess skaða sem "staðfastur brotavilji" þeirra olli fjárfestum og hluthöfum þeirra hlutafélaga og banka, sem fjárfestar treystu fyrir sparnaði sínum, þ.m.t. lífeyrissparnaði.

Ætli Davíð standi ennþá á bak við allar þessar "ofsóknir" á hendur "blásaklausra" velunnara þjóðarinnar, sem ennþá sýnir þessum gengjum velþóknun sína og vináttu með viðskiptum sínum.


mbl.is Stálu frá og eyðilögðu FL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sumt fólk er með það á tæru að öll vandamál heimsins séu Davíð einum að kenna.Svo ofsóknir á hendur geislabaugsfjölskyldunnar hjá bónus er ekki vandamál að tengja við Davíð

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 13:24

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

„Stóru keðjurnar hafa í skjóli einokunar keyrt upp matarverð. Hreðjatak þeirra á markaðnum hefur kallað fáheyrða dýrtíð yfir neytendur ... Ef fortölur duga ekki til, herra forseti, þá er það skoðun okkar í Samfylkingunni að Samkeppnisstofnun eigi að fá í hendur þau tæki sem hún þarf til þess að skipa fyrir um breytingar, þar á meðal að skipta upp slíkum einokunarrisum ef hún telur þess þörf til þess að vernda hagsmuni neytenda.“

 Svo mælti Össur Skarphéðinsson, þá formaður Samfylkingarinnar, á þingi þann 22. janúar 2002.  Ekki fer á milli mála að svokallað hreðjatak það er Össur nefnir, er hreðjatak Bónusfeðga á neytendum.   Atburðarás komandi missera eftir að Össur lét þessi orð falla, breytti þó ýmsu. Þriggja manna tal í London og  húsleit hjá Baugi, urðu til þess að rúmi ári eftir þessi orð Össurar, varð þörf Samfylkingar á því að komast að ríkisstjórnarborðinu, nær óbærileg.   Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sótt inn í borgarstjórn og henni att gegn Davíð Oddssyni í kosingum vorið 2003. Þennan sama Davíð, er sagður var höfuðpaurinn á bakvið ofsóknirnar á Bónusfeðga. Borgarnesræðan, þar sem fóstbræðralag, við Baug var staðfest. Kosningarnar fóru þó svo að Samfylkingin komst ekki í stjórn og sjálft forsætisráðherraefni flokksins komst ekki einu sinni inn á þing, til að byrja með, þó rýmt hafi verið fyrir Ingibjörgu síðar. 

Samfylkingin barðist svo með kjafti og klóm gegn öllu því, sem á Alþingi kom er varð til þess að hamla óeðlilegum uppgangi Bónusgengisins hér, barðist gegn Fjölmiðlafrumvarpinu til síðasta manns, kvartaði undan kostnaði við stærstu fjársvikarannsókn Íslandssögunnar til þess tíma, enda var Bónusgengið þar til rannsóknar.  

 Össur Skarphéðinsson, hefur svo viðurkennt að andstöðu Samfylkingarinnar við Fjölmiðlafrumvarpið, hafi fyrst og fremst verið vegna tengsla flokksins við Bónusgengið.  Össur hefur svo einnig viðurkennt að tengslin við Bónusgengið hafi orðið til vegna baráttu Samfylkingarinnar við aðrar valdablokkir í landinu.  

 það þarf engan sagnfræðing eða annars konar fræðing til að sjá það að þessi yrfirlýsing Össurar, myndi alls staðar, nema kannski hér á Íslandi, leiða til rannsóknar á samskiptum stjórnmálaflokks við auðmenn.  Enda yfirlýsing Össurar það afgerandi að ljóst er að þær valdablokkir sem Samfylkingin var að berjast við á þeim tíma er tengslin voru mynduð, voru þá verandi stjórnarflokkar.  

Kristinn Karl Brynjarsson, 4.9.2010 kl. 13:51

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir hér stjórnar mafía það er á hreinu!

Sigurður Haraldsson, 4.9.2010 kl. 14:26

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Frábært innlegg KKB, á litlu Sikiley norðursins, best of luck BF.

Baldur Fjölnisson, 4.9.2010 kl. 18:28

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

það sem fær mig til að trúa ekki einum risa frekar en öðrum, er að einokun á Íslandi byrjaði ekki með Bónus-feðgum! Og ekki Davíð Oddsyni! Heldur löngu fyrr, hefur reyndar alltaf verið!

Valdastríðið fór bara í þrot hjá þessari kynslóð! það er að byrja nýtt tímatal í jarðlífs-sögunni.

það er rétt að athuga hvar einokunin byrjaði og hverjir stjórnuðu henni? Og hvers vegna fór sem fór? Hvar er rót vandans? Í stéttarskiptingu og samfélags-sundrung sem á ekki nokkurn rétt á sér í svo gífurlega miklum mæli eins og á Íslandi! Hvergi í þróuðu smá-ríki er og hefur verið jafn mikil öfga-stéttarskipting og á Íslandi???

Hvers vegna???

Dóms-kerfið leyfði það, og meira en það. Dómskerfi Íslands krafðist og krefst enn óréttlátra dóma! Svo kemur næsta kynslóð og ætlar svo sannarlega að leiðrétta vitleysuna? Hugsum til afkomendanna ef við ætlum að viðhalda gömlu og óuppgerðu hatri á óréttlæti!

Stríðið í Ísrael og Palestínu eru gott dæmi um árangur slíkrar stjórnunar? Eilíft stríð um ímyndaðan auð? Sem betur fer á lokastigi.

Valda-fíkn og minnimáttar-kennd eru tvær hliðar á sama peningnum! Og skapast af óréttlæti kerfisins og umhverfissins!

Ef einhverjir valda-menn svelta, kúga og svíkja heiðarlega starfandi fólk of lengi er útkoman dæmd til að laða fram sjálfsbjargar-viðleitni fólks sem er kúgað. Og það laðar fram haturs-fullar aðgerðir og það versta í fólki til ólöglegra athæfa. Sérstaklega í landi þar sem lög virka einungis fyrir gömlu einokunar-klíkuna og erlenda og innlenda, svikna afbrota-menn???

Klíku-dómara-auðvaldið dæmir alltaf sér í hag!!! Lög voru sett til að framfylgja réttlæti en ekki óréttlæti mafíu!!!

(Eins og t.d: hér var maður drepinn fyrir að stela snæris-spotta til að halda í sér lífi í  kúgunar-ríki) ! Við erum ekki komin lengra á þroska-brautinni á Íslandi? Hvar eru allar mennta-gráðurnar sem áttu að hjálpa svo mikið?

Við Íslendingar erum á þessu þroska-stigi í dóms-mála-kerfi landsins og víðar, og árangurinn eftir því???

Og auðvitað eru margar breyskar manneskjur sem hafa komið sér í mjúkinn hjá  dómara-klíkunni vegna þess að þeir sáu ekki aðra leið út úr kúguninni! Sem gerist með mútum sem grunlausu og saklausu fólki eru boðnar í erfiðleikum, veikleikum og brengluðu stjórnkerfi á Íslandi.  Og jafnvel spilað inn á veikleika fólks á eineltis-legan hátt, og stýrt að utan og ofan?

Þræla-kaupmennska væri líklega rétta orðið? Ójafnvægið á milli stétta gæti ekki verið meira en er á Íslandi í dag, miðað við fólks-fjölda! Og félagslegur þroski margra kerfis-starfs-manna er á villimanns-stigi og hittir þá sjálfa að lokum! Sér grefur gröf, sem kann ekki siðferðilegt réttlæti!

Hvet alla til að segja frá öllu sem þeir vita um kúgun og óréttlæti sem þeir og aðrir hafa orðið fyrir! Við verðum að hafa þroska og vit til að standa saman sem þjóð og segja frá öllu alvarlegu óréttlæti, án ótta við að tala vegna heiftarlegra viðbragða á að viðurkenna að hafa verið mannleg og gert rangt og verið plötuð í okkar skilnings og andvara-leysi!!!

Margir valda-postular spila einmitt á þann ótta! Aumingja þeir sem það gera?

Við verðum að læra óttalaust sjálfstæði í skoðunum og gjörðum.

Og umburðarlyndi og skilning á aðstæðum fólks í öðrum sporum.  Og finna til iðrunar á því sem var rangt og þora að viðurkenna mistök! Og það þarf mikinn kjark til slíks á Íslandi "fullkominna" eða þannig? ?

Og óttast alls ekki hótanir fjarstýrða pólitíkusa og embættismanna- flokka!!!  Það er Íslands eina von í þessu margra-alda-gamla valda-togstreitu-ástandi stéttarskiptingar og misréttis!!!

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.9.2010 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband