Er Landeyjahöfn algerlega mislukkuð?

Þann 21. júlí s.l. byrjaði Herjólfur siglingar frá Vestmannaeyjum í Landeyjahöfn og voru miklar vonir bundnar við þessa nýju höfn, enda ekki nema rúmlega hálftíma sigling þangað frá Heymaey.  Ekki voru allir á eitt sáttir við valið á hafnarstæðinu og töldu að veður og vindar væru þar svo óhagstæðir að ekki yrði auðvelt að halda uppi ferjusiglingum á þennan stað.

Frá því að Herjólfur hóf siglingar sínar til Landeyjarhafnar, hefur nokkrum sinnum þurft að fella niður ferðir vegna veðurs og ölduhæðar og nú er svo komið að höfnin hefur fyllst svo af sandi og ösku, að skipið tók þar niðri og skipstjórinn treystir sér ekki til að sigla aftur, fyrr en búið verður að dýpka höfnina og innsiglinguna í hana.

Miðað við hve margar ferðir hefur þurft að fella niður í sumar, vakna upp vangveltur hvernig muni ganga að halda uppi þessum samgöngum yfir vetrarmánuðina, en veður eru oft válynd við suðurströndina yfir veturinn.  Einnig hlýtur að mega reikna með miklu meira sandróti við höfnina í þeim brimsköflum sem þar skella á yfir vetrartímann.

Komandi vetur mun væntanlega skera úr um, hvort Landeyjahöfn sé algerlega mislukkuð fjárfesting.


mbl.is Herjólfur hægði á sér í drullunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski er Landeyjarhöfn ekki svo mislukkuð en það er aftur á móti bölvað klúður að Herjólfur sé að sigla í hana, það var aldrei gert ráð fyrir svona stórum dalli í þessa höfn það er gert ráð fyrir skipum sem rista nærri helmingi minna en Herjólfur og því átti sandurinn ekki að vera vandamál sem hann er að vera núna.

En þetta var reyndar alltaf vitað að sandur gæti verið vandamál fyrst tvö til þrjú árinn eftir að hún væri tekinn í notkun á meðan sandurinn er að setjast fastur eftir allt rótið á meðan bryggjan var byggð.

Ingvar Ingolfss (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 08:37

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vonandi eru þetta óþarfa vangaveltur. Þó ber að horfa á það að ekki hefur enn gert stór veður af suð vestri, en það er sú átt sem margir hafa haft mestar áhyggjur af, sérstaklega þeir sjómenn sem best þekkja.

Gunnar Heiðarsson, 6.9.2010 kl. 08:39

3 identicon

Vonandi er þetta ekki "flop" því það var klárlega eftirspurn eftir þessari höfn m.v. traffíkina.

Jón Óskar (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 08:42

4 identicon

Ég hélt að það hefði alltaf verið ljóst að það þyrfti að dæla þarna reglulega. Þetta er jú einu sinni sandströnd.

Svo var ég nokkuð hissa að aðstaðan í Þorlákshöfn var sett í annað.

Annars er magnað hvað hann er búinn að flytja marga í sumar. Eru það ekki 50.000 + síðan 21 Júlí?

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 09:06

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þessi höfn er og verða mun klúður frá upphafi!

Sigurður Haraldsson, 6.9.2010 kl. 09:23

6 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ætli nokkur beri ábyrgð á þessu frekar en nokkru öðru sem aflaga fer í okkar annars ágæta þjóðfélagi.

Sigurður I B Guðmundsson, 6.9.2010 kl. 17:32

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað mun enginn bera ábyrgð á málum, ef þetta reynist vera algert klúður.  Nú er byrjað að afsaka þetta með því, að höfnin hafi verið hönnuð fyrir allt öðru vísi skip, en Herjólf og ekki eins djúprist.

Það er náttúrlega afar gáfulegt að hanna heila höfn fyrir allt öðru vísi skip en stundar þessar siglingar.

Axel Jóhann Axelsson, 6.9.2010 kl. 18:26

8 identicon

Verð að leggja orð í belg hérna. Finnst þessi höfn alger snilld fyrir Vestmannaeyinga eins og sjá má hve margir farþegar hafa verið fluttir á milli síðan höfnin var vígð. Fórum nýlega eina ferð hjónin og þegar maður litast um í bænum hugsar maður einfaldlega, þetta er það sem bæjarbúum hefur vantað, bjartsýni vegna uppgangs fyrirtækja í bænum. Það er bara allt annar bragur á öllu í bænum og finnst mér allir eyjamenn eiga það fyllilega skilið. Finnst bara frekar pirrandi að lesa svona neikvæð skrif. Er ekki allstaðar í öllum höfnum yfirleitt verið að dýpka hafnir meira eða minna eftir aðstæðum hverju sinni. Það er nú verið að reyna að spara og nota gamla Herjólf þangað til það skip sem upphaflega passar fyrir höfnina verður keypt þegar betur árar, lengi lifi Bakkafjöruhöfn. Kv. Ásta J Ágústsdóttir

Ásta J Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 18:50

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Í ÞESSARI frétt kemur fram afar athyglisvert innlegg í þessa umræðu.

Axel Jóhann Axelsson, 6.9.2010 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband