Flugfarþegar verðlauna Pálma í Iceland Express

Ein af svikafléttum Bónusgengisins á braskárunum var salan á flugfélaginu Sterling á milli hlutafélaga í eigu gengismeðlima, en flugfélagið hækkaði úr 5 milljörðum króna í 20 milljarða í tilfærslum innan gengisins á tæpum tveim árum, þrátt fyrir að Sterling væri rekið með milljarða tapi allan tímann.

Í þessum braskskiptum var Iceland Express metið á 6 milljarða króna, en rúmum mánuði eftir efnahagshrunið, sem þetta gengi átti stóran hlut í að valda, seldi Pálmi Haraldsson sjálfum sér flugfélagið út úr Fons á 300 milljónir króna, eða einn tuttugasta af því verðmati, sem hann setti sjálfur á félagið í braskfléttunni fyrrnefndu, sjá þessa frétt HÉRNA  Skömmu síðar var Fons lýst gjaldþrota og verður að teljast með ólíkindum, að skiptastjórinn skuli ekki vera löngu búinn að rifta þessum gjafagerningi.

Ekki er nóg með að lítið sem ekkert sé fjallað um svikastarfsemi Pálma í Iceland Express í gegnum tíðina, heldur verðlauna íslenskir ferðamenn hann með því að kaupa flugfargjöld af þessari svikamillu, sem aldrei fyrr, enda vex félagið og dafnar og bætir sífellt við sig flugleiðum.  Ekki er nóg með að flugfarþegar sýni þessu félagi velvild sína með farmiðakaupum, heldur láta þeir einnig bjóða sé endalausar seinkanir og niðurfellingar flugferða, enda Iceland Express eitthvert óstundvísasta flugfélag Evrópu og þó víðar væri leitað.

Reyndar er Iceland Express ekki flugfélag, heldur farmiðasali fyrir annað félag sem Pálma tókst að stinga undan þrotabúi Fons, en það er breska flugfélagið Asterus, þannig að ef illa fer með það félag, er spurning hver ábyrgð Iceland Express er gagnvart hugsanlegum strandaglópum í ferðum þessara svikafélaga.

Furðulegt er sinnuleysið gagnvart þessari svikamyllu.


mbl.is Viðskiptaflétta þar sem allt var ofmetið jafnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég myndi seint þora að flúga með Express nema ég væri viss um að hafa 12-24 tíma til að drepa á flugvelli án þess að missa af tengiflugi eða einhverju öðru.Sem sagt aldrei

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband