Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
9.1.2011 | 22:27
Var Birgitta að vinna með Wikileaks í nafni Alþingis?
Algerlega voru fyrirséð viðbrögð ýmissa vinstri sinnaðara skifara og annarra skítadreifara á blogginu við einum af fáum ummælum með viti og yfirvegun, sem stjórnmálamenn hafa látið frá sér fara um rannsókn bandarískra yfirvalda á hlut Birgittu Jónsdóttur að dreifingu tölvugagna, sem stolið var úr gagnageymslum hins opinbera í Bandaríkjunum.
Þessir sóðaskrifarar hafa ekki sparað stóryrðin um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna eðlilegra skoðana hans á málinu, en þær kristallast í eftirfarandi ummælum hans við mbl.is: "Ég á eftir að átta mig á því hvað það er sem er svona alvarlegt við það að bandarísk stjórnvöld séu að rannsaka það sem þeir telja vera refsivert brot samkvæmt sínum lögum."
Gapuxarnir virðast ekki skilja það, að hér er verið að rannsaka hugsanlega þáttöku Birgittu í athöfnum og aðgerðum sem líklega flokkast undir glæpi í Bandaríkjunum og viðbrögð þeirra íslensku ráðherra sem tjáð hafa sig um málið hafa verið, eins og við var að búast, algerlega vanhugsuð og sett fram í fljótræði.
Sem dæmi má nefna upphlaup Össurar Skarphéðinssonar, sem lýsti því fjálglega í gær hvernig hann ætlaði að taka sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi á teppið og koma honum í skilning um það í eitt skipti fyrir öll, að engar útlendingadruslur skyldu voga sér að abbast upp á íslenska þingmenn. Sólarhring síðar, þegar Össur hafði hugsað örlítið um það sem hann sagði, en það gerir hann ekki oft, var allt hans fas orðið breitt og málið komið niður á stig embættismanna, en þar sitja mál af ómerkilegra taginu í samskiptum þjóða.
Allir sjá, nema íslensku ráðherrarnir og nokkrir bloggarar af óvandaðri gerðinni, að algert rugl er að reka þetta mál af hendi Íslendinga eins og hér sé um einhverjar aðgerðir þingmanns á Alþingi Íslendinga að ræða og því sé þetta á einhvern hátt mál, sem snertir pólitísk samskipti Íslands og Bandaríkjanna. Þetta er einfaldlega rannsókn á glæpamáli sem íslenskir einstaklingar gætu verið innviklaðir í, en kemur löggjafasamkomu þjóðarinnar ekkert við.
Bjarni Benediktsson virðist vera eini stjórnmálamaðurinn á Íslandi, sem metur þetta mál nákvæmlega eins og það er og þorir að segja það opinberlega, enda ekki lýðskrumari eins og t.d flestir ráðherrarnir eru.
![]() |
Bandaríkjamenn beita lögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 10.1.2011 kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
9.1.2011 | 17:27
Loftið lekur úr Össuri
Í gær var Össur Skarphéðinsson með stórar yfirlýsingar vegna kröfu Bandaríkjamanna um að fá afhent afrit af öllum samskiptum Birgittu Jónsdóttur, mótmælanda og þingmanns í hjáverkum, við Wikileaksfélaga sína á samskiptavefnum Twitter undanfarið ár a.m.k.
Össur var stóryrtur, eins og von var vegna þessarar kröfu Kananna og sagðist ætla að kalla sendiherra þeirra á teppið og láta hann heyra það milliliðalaust hvað sér fyndist um svona hnýsni í tölvusamskipti þingmanna þjóðarinnar, en virtist ekki vera með það á hreinu að alls ekki var um nein samskipti Birgittu sem þingmanns að ræða, heldur snerust þessi tölvusamskipti um iðju hennar utan þingsins og í þágu áhugamála sinna en ekki þess, sem ætti að vera hennar aðalstarf, þ.e. þingmennskan.
Nú er liðinn sólarhringur frá stóryrðum Össurar um væntanlegar eigin aðgerðir í málinu, eða eins og segir í fréttinni: "Össur gerir ekki ráð fyrir því að hann muni eiga fund með sendiherra Bandaríkjanna sjálfur. Líklegast komi það í hlut ráðuneytisstjóra. Tímasetning fundarins hefur ekki verið ákveðin enn, en Össur reiknar með því að hann verði mjög fljótlega."
Vindurinn vegna málsins virðist allur úr Össuri og nú ætlar hann ekki að funda sjálfur með sendiherranum, heldur láta embættismann um það og ekki einu sinni búið að ákveða hvenær það verður gert, en þó vonandi fljótlega.
Líklega hefur Össur séð það í blogginu hérna í gær, að hann ætti sjálfur á hættu að verða spurður óþægilegra spurninga um þá niðurlægingu sem síðasta sendiherra Bandaríkjanna var sýnd við starfslok hennar af hálfu íslenskra stjórnvalda.
Ekki er annað að sjá en blaðran Össur sé sprungin, eða a.m.k. hefur allur vindur lekið úr honum undraskjótt.
![]() |
Sjónarmiðum komið á framfæri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
8.1.2011 | 19:35
Össur upplýsi Fálkaorðumóðgunina í leiðinni
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ætlar að kalla bandaríska sendiherrann á sinn fund og mótmæla kröfu yfirboðara hans á hendur Twitter um afhendingu allra gagna Birgittu Jónsdóttur, sem hún setti inn á þann vef í aðdraganda birtingar stolinna skjala og gagna frá bandarískum yfirvöldum.
Auðvitað er meira en sjálfsagt að íslensk yfirvöld styðji eins vel og mögulegt er við bak Íslendinga sem lenda í sakamálarannsóknum erlendis, en í þessu tilfelli er algerlega ótækt að blanda inn í málið að Birgitta sé þingmaður, því málið sem til rannsóknar er kemur þingstörfum hennar ekkert við og ekki einu sinni íslenskum málefnum.
Þar sem þetta mál snýst um upplýsingar úr stjórnkerfi Bandaríkjanna, sem íslenskum ráðherrum, þar á meðal utanríkisráðherranum, þykir sjálfsagt að séu gerðar opinberar fyrir almenningi, jafnvel þó stolnar séu, hljóta íslensk yfirvöld héðan í frá að stjórna landinu fyrir opnum tjöldum og hafi allar upplýsingar um gerðir ráðherranna uppi á borðum, opnum og gagnsæjum hverjum sem hafa vill.
Þannig eiga stjórnvöld auðvitað að haga störfum sínum og ástæða til að hvetja alla til að berjast fyrir opnari stjórnsýslu, hvort heldur sem er hér á landi eða erlendis. Það er heillavænlegra til framtíðar en að haldið verði áfram leynimakkinu og þar með ástæðunum fyrir innbrotum í tölvukerfi og öðrum glæpum.
Össur Skarphéðinsson gæti sýnt gott fordæmi og upplýst bandaríska sendiherrann og íslensku þjóðina um ástæður þess að hann niðurlægði síðasta sendihenna Bandaríkjanna á lokadegi sínum í starfi hérlendis, sem varð til þess að ekki var skipaður nýr sendiherra hérlendis fyrr en eftir nærri heilt ár.
Eftir þessum upplýsingum frá Össuri hefur verið beðið nokkuð lengi.
![]() |
Sendiherrann kallaður á fund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
8.1.2011 | 13:48
Stríðsyfirlýsing Birgittu
Birgitta Jónsdóttir hlýtur að hafa gert sér grein fyrir því, að með því að taka þátt í að dreifa stolnum skjölum og myndböndum frá bandarískum stjórnvöldum á Wikileaks væri hún í raun að lýsa yfir stríði við þau sömu stjórnvöld.
Þeir sem lýsa yfir stríði á hendur öðrum aðila verða um leið að gera ráð fyrir að sá sem stríðini er beint gegn, grípi til vopna og verji sig með öllum ráðum.
Bandarísk yfirvöld hafa greinilega tekið stríðsyfirlýsinguna alvarlega.
![]() |
Sérkennilegt og grafalvarlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.1.2011 | 22:39
Ímynduð samsæri á mbl.is
Ótrúlega oft fyllist bloggið af samsæriskenningum út af einhverjum ósköp venjulegum fréttum sem birtast á mbl.is og fólk nær ekki upp í nefið á sér af vandlætingu og hneykslan á því hryllilega leynimakki og myrkraverkum sem fram fara á ritstjórn mbl.is.
Oftast eru samsæriskenningasmiðirnir með það algerlega á hreinu að Davíð Oddson sé höfuðpaurinn í skipulagi myrkraverkanna og skrifi sjálfur nánast hverja einustu frétt, sem birtist í Mogganum og á mbl.is og allar fréttirnar verði að lesa með það í huga að á bak við þær sé sóðalegt samsæri gegn þjóðinni í heild sinni, eða a.m.k. einhverjum ákveðnum þjóðfélagshópum í hvert skipti.
Nú ryðjast fram á völlinn nokkrir þessara samsæriskenningasmiða fullvissir um að nú sé Davíð að reyna að eyðileggja undirskriftasöfnun Bjarkar Guðmundsdóttur og félaga með því að skrifa lymskulega frétt um að einhverjir gætu hafa verið skráðir á listann án sinnar vitundar.
Í fréttinni kemur eftirfarandi reyndar fram, haft eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur, talsmanns undirskriftasöfnunarinnar: "Sumir hafa skráð sig áður - þetta er auðvitað búið að vera í gangi frá því í sumar - og kannski gleymt því að þetta er það sama."
Svo, þegar nokkrir bloggarar eru búnir að tjá sig um djúphugsaða samsæri Davíðs til eyðileggingar á verkum hugsjónamannanna sem að undirskriftunum standa, kemur fram einn sem einmitt staðfestir framangreind orð Oddnýjar um að hann hafi hreinlega verið búinn að gleyma því að hafa tekið þátt áður, enda söfnunin staðið yfir í a.m.k. hálft ár og því telja margir að söfnuninni sem hófst s.l. sumar hafi verið lokið og ný tekin við.
Svona geta skemmtilegustu samsæriskenningar hrunið á einu augnabliki og höfundarnir sitja eftir með sárt ennið og orðnir aðhlátursefni vegna vitleysunnar sem þeir voru búnir að láta frá sér.
![]() |
Skráð gegn vilja sínum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.1.2011 | 16:16
Áskoranir um að skrifa undir áskoranir
Um þessar mundir eru a.m.k. tvennar undirskriftarsafnanir í gangi á netinu og er þátttaka í þeim mjög mikil, þó tíminn sem farið hefur í að safna nöfnunum á listana hafi tekið mismikinn tíma.
Undirskriftasöfnun hefur staðið yfir í nokkra mánuði vegna kröfu um að orkuauðlindir landsins skuli vera í "eigu þjóðarinnar" og að komið verði í veg fyrir sölu HS-orku til Magma Energy og hafa nú tæplega þrjátíuþúsund manns skráð sig fyrir þeirri kröfu.
Björk Guðmundsdóttir og fleiri listamenn standa fyrir þessari undirskriftasöfnun og eftir því sem Björk hefur sagt í fréttum, mun ríkisstjórnin hafa sagt henni að taka yrði mark á kröfunni, ef a.m.k. 35 þúsund manns myndu skrifa undir. Til að tryggja þann mannfjölda á listann stendur Björk fyrir þriggja daga karókímaraþoni í Norræna húsinu og troða þar upp allir helstu listamenn þjóðarinnar í þeim tilgangi að hvetja almenning til að skrá sig á listann. Miðað við að síðasta sólarhring hafa um áttaþúsund manns skráð sig, er ekki að efa að listamönnunum mun takast ætlunarverk sitt og gott betur, áður en maraþoninu lýkur.
Einnig er í gangi undirskirftasöfnun, sem mun standa yfir á vef FÍB fram til þriðjudagskvöldsins n.k., sem fólk hefur flykkst til þátttöku í til að mótmæla þeim áformum ríkisstjórnarinnar að girða alla vegi til og frá Reykjavík af með vegtollahliðum og innheimta með því móti nýja umferðaskatta af bíleigendum í viðbót við allt annað skattabrjálæði sem þjóðin þarf að þola af hálfu núverandi ríkisstjórnar.
Á fjórum sólarhringum hafa tæplega fjörutíuþúsund manns skráð sig og mótmælt þannig þessu nýjasta skattahækkanabrjálæðiskasti stjórnarinnar og eru allar líkur á að hátt í 50 þúsund verði búnir að skrá sig á listann fyrir þriðjudagskvöld.
Gangi það eftir, verða þetta fjölmennustu, sneggstu, friðsamlegustu og kröftugustu mótmæli sem sett hafa verið fram á Íslandi frá upphafi vega.
Engin ríkisstjórn getur hunsað slík mótmæli. Sé það rétt, sem Björk segir, að ráðherrarnir setji markið við 35 þúsund manns, til þess að mark sé tekið á kröfum þeirra, þá dettur engri ríkisstjórn á næstu áratugum í hug að leggja slíka vegatolla á í landinu, nema fella niður aðra skattheimtu til vegagerðar á móti.
![]() |
Hátt í þrjátíu þúsund undirskriftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.1.2011 | 13:27
Siðblinda á Facebook og víðar
Frétt um að ungmenni í Kanada hafi sett myndir af nauðgun inn á Facebook og víðar um vefinn vekja upp ýmsar hugrenningar um hvernig siðferði fer hrakandi og glæpalýður er jafnvel farinn að hreykja sér af illverkum sínum og fá jafnvel klapp á bakið frá almenningi fyrir athafnir sínar.
Í þessu máli er fyrsti glæpurinn auðvitað nauðgunin sjálf, en hún fór fram í rave-partýi að viðstöddum fjölda manna, sem skemmtu sér við að taka ljós- og kvikmyndir af glæpnum og hafa þá greinilega haft hina bestu skemmtan af þessu hroðalega athæfi gagnvart 16 ára stúlku.
Að glæpnum loknum rauk fjöldi viðstaddra til og setti myndir sínar af "skemmtuninni" inn á Facebook og fleiri samskiptavefi og þrátt fyrir að myndirnar hafi verið fjarlægðar af vefjunum síðar, var fjöldi siðleysingja búinn að hlaða þeim niður á tölvur sínar og birta þær svo reglulega á vefnum síðan, þannig að þær munu fylgja stúlkunni ævilangt til upprifjunar á þessum hroðalega glæp sem á henni var framinn.
Það sem þó er allra furðulegast við þessa frétt er eftirfarandi: " Stúlkan, sem varð fyrir árásinni, hefur í kjölfarið sætt einelti og þurfti nýlega að skipta um skóla vegna þessa. " Að fórnarlamb nauðgunar skuli í kjölfarið sæta einelti og ekki vera vært í skóla lýsir slíku siðleysi og mannvonsku að ekki er hægt að líkja slíku við neitt annað en nauðgunina sjálfa og að gerendur eineltisins séu þar með orðnir beinir þátttakendur í glæpnum og nánast jafnsekir hinum, sem upphaflega beittu stúlkuna ofbeldi.
Ekki er langt síðan svipað mál kom upp hérlendis, en í því tilfelli varð kona sem nauðgað hafði verið að flýja heimabæ sinn vegna eineltis af hálfu ættingja og vina glæpamannsins.
Allt sýnir þetta að siðferðisvitund fólks virðist fara verulega þverrandi. Með sama áframhaldi á þessu sviði er lítil tilhlökkun til framtíðarinnar, því ef fer sem horfir verður alger upplausn á siðferissviðinu a.m.k. í mannlegum samskiptum á næstu áratugum.
![]() |
Settu myndir af nauðgun á Facebook |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.1.2011 | 16:56
Ótrúlegt tilboð RÚV vegna HM í handbolta
Þegar sýningarrétturinn á HM í handbolta var boðinn út taldi RÚV sig ekki hafa efni á að borga það sem þurfti til þess að fá að sýna keppnina. Undanfarið hefur stofnunin staðið í niðurskurði dagskrár og hætti t.d. með Spaugstofuna, þar sem hún sagði hana vera allt of dýra til að RÚV hefði efni á að hafa hana á dagskrá lengur.
Núna allt í einu, viku áður en HM í handbolta á að hefjast, sendir RÚV tilboð til 365 hf. og býðst til að borga það sem félagið greiddi fyrir sýningarréttinn að HM að viðbættu 20% álagi vegna þeirrar vinnu sem búið væri að leggja í undirbúning sýninganna.
Þetta eitt og sér er nógu geggjað, en fréttin af þessu ótrúlega tilboði endar svona: "RÚV skuldbindur sig til að virða alla samninga sem 365 hafi gert við þriðja aðila, svo sem kostendur, auglýsendur o.fl., eða endursemja við þá eftir atvikum. Þá yrði 365 heimilt að sýna alla leikina a HM samhliða RUV og vinna úr útsendingunum allt það ítarefni, sem fyrirhugað var til þáttagerðar og annarra nota."
Hér hlýtur að vera um eitthvert brjálaðasta tilboð sem opinber stofnun hefur gert einkafyrirtæki, þ.e. að bjóðast til að kaupa útsendingarrétt á svona stórkeppni, en einkafyrirtækið fái síðan að sýna alla leikina eftir sem áður og nota það til þáttagerðar og annarra nota, eins og því sýnist.
Að ætla sér að fara svona með opinbert skattfé er svo ótrúlegt, að fyrst datt manni ekki annað í hug en að um grín væri að ræða. Hingað til hefur útvarpsstjóri notið stuðnings á þessari bloggsíðu, en með þessu útspili hefur hann fyrirgert honum algerlega.
Í þetta sinn verður HM í handbolta að sjálfsögðu sent út á Stöð2 Sport og þeir sem vilja horfa á keppnina kaupa sér einfaldlega áskrift að stöðinni. Þegar kemur að næstu stórkeppni berjast þessar stöðvar og jafnvel fleiri um sýningarrétt þeirrar keppni og verði fjárhagur RÚV viðunandi þegar þar að kemur, þá getur stofnunin hugsanlega boðið hæsta verðið í útsendingarréttinn.
Það er algerlega geggjað af RÚV að ætla sér að kaupa sýningarréttinn af hæstbjóðanda hverju sinni örfáum dögum áður en útsendingarnar hefjast.
![]() |
RÚV vill kaupa HM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
6.1.2011 | 14:03
Annar þingflokkur VG hótar að reka hinn
Eftir þingflokksfund VG í gær reyndi Steingrímur J. að gera lítið úr þeim djúpstæða ágreiningi sem ríkir milli manna á þeim bænum, en hins vegar kom mjög vel í ljós í viðtölum við Ásmund Daða og Lilju Mós. að öll ágreiningsmál hefðu einungis verið sett á bið og að í raun væru þingflokkar VG tveir en ekki einn.
Þetta staðfestir Lilja ótvírætt í dag á Fésbókarsíðu sinni með þessari færslu: "Á þingflokksfundi VG í gær ræddum við málefnalegan ágreining eins og gera á í lýðræðislegu ríki. Okkur tókst hins vegar ekki að klára umræðuna, enda mörg og stór mál undir. Hótanir um að sumir séu ekki í liðinu og eigi því að víkja úr stjórnarliðinu og þingnefndum er merki um skoðanakúgun."
Ekki er að reikna með að klofningur þingflokks VG verði betur útskýrður en þetta á þessu stigi málsins, en greinilegt er að "villikettirnir" hafa látið þvinga sig til að vera stilltir og góðir eitthvað áfram til að halda sætum sínum í þingnefndum og formennsku í einhverjum þeirra. Einhverjir myndu nú kalla þetta undirlægjuhátt til að halda í bitlinga, en sjálfsagt telja Lilja og félagar sig verða að vinna tíma til að móta næstu skref sín í innanflokksátökunum og hvernig best verði staðið að uppgjörinu við Steingrím J. og hans arm í flokknum.
Það er a.m.k. orðið dagljóst að VG mun ekki bjóða fram í óbreyttri mynd í næstu Alþingiskosningum, en líklega heldur Steingrímur J. nafni flokksins, en Ögmundur, Ásmundur, Lilja, Guðfríður Lilja, Atli og fleiri, munu bjóða fram lista í nafni nýs stjórnmálaflokks.
Allt stefnir í mikið úrval stjórnmálaflokka í næstu kosningum og ættu allir að finna þar eitthvað við sitt hæfi, eins og oft er sagt í auglýsingunum.
![]() |
Vildu ekki birta minnisblaðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.1.2011 | 20:20
Tveir þingflokkar VG
Eftir þingflokksfund VG í dag er orðið algerlega dagljóst að á vegum VG starfa tveir þingflokkar og engar sættir náðust á milli þingflokkanna tveggja, en ágreiningsmálin voru hins vegar kortlögð og skýrð.
Málefnastaða hvors þingflokks fyrir sig liggur þannig ljós fyrir og "órólega" deildin mun verja stjórnina vantrausti, en hafa ríkisstjórnina í gíslingu vegna ákveðinna mála, sem ríkisstjórnin hefur haft dálæti á, en villikettirnir verið alfarið á móti.
Þar ber hæst afstaðan til ESB, Icesave, AEG, sameiningu atvinnuvegaráðuneytanna og nokkur fleiri stórmál, sem ríkisstjórnin mun ekkert komast áfram með á næstunni, nema með sérstöku samkomulagi við "órólega þingflokkinn".
Ljóst er því orðið að ríkisstjórnin er orðin að minnihlutastjórn, sem varin er vantrausti af klofningsþingflokki VG. Sá nýji þingflokkur munvinna að nafninu til með "gamla" þingflokknum, en núverandi VG mun bjóða fram í ttvennu lagi í næstu þingkosningum.
Sameiningartilraunir vinstri manna munu því ekki enda með einum stjórnmálaflokki, eins og upphaflega var stefnt að, heldur a.m.k. þrem eða fleirum.
![]() |
Segir þingflokk VG styðja stjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)