Stríðsyfirlýsing Birgittu

Birgitta Jónsdóttir hlýtur að hafa gert sér grein fyrir því, að með því að taka þátt í að dreifa stolnum skjölum og myndböndum frá bandarískum stjórnvöldum á Wikileaks væri hún í raun að lýsa yfir stríði við þau sömu stjórnvöld.

Þeir sem lýsa yfir stríði á hendur öðrum aðila verða um leið að gera ráð fyrir að sá sem stríðini er beint gegn, grípi til vopna og verji sig með öllum ráðum.

Bandarísk yfirvöld hafa greinilega tekið stríðsyfirlýsinguna alvarlega.


mbl.is „Sérkennilegt og grafalvarlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru þá CNN og fleiri fjölmiðlar líka í stríði gagnvart Bandaríkjunum?

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 14:02

2 identicon

Tja, hún steig á skottið á þeim við það að aðstoða með upplýsingastreymi um atburð sem ekkert var annað en klárt fjöldamorð.

Þetta er reyndar hernaður, og svona hlutir gerast, báðum megin frá. En án einhverjar skoðunar utan frá geta orðið morðveislur miklar hjá hvaða þjóð sem er. Mjög glæsilegt dæmi átti sér stað í Víetnamstríðinu, þar sem bandarísk hersveit stóð fyrir fjölda-aftökum á þorpsbúum. Það var þyrluflugmaður í þeirra eigin liði sem sá og stöðvaði, með fullkominni hótun up að hefja skothríð á eigin menn. Málið dó og var sussað vel niður.

Stærstu dæmin eru líklega úr seinna stríði, og höfðu sínar afleiðingar. Nasistar höfðu sínar "Einsatztruppen" sem fóru um myrðandi alveg bandóðir frá 1/9/1939. Meir að segja leyniþjónusta Þjóðverja (Abwehr) hafði ekki grænan grun um þetta batterí fyrr en þeir sáu það með berum augum. En það er nú efni í sér pistil.

En í þessu "stríði" Birgittu, - og þess vegna Assange, - þá spái ég þeim tvímenningunum sigri. Það er engin refsivöndur sem á að ná um öll landamæri fyrir það að koma upp up óhreinindi eins og t.d. fjöldamorð. Með hverju einasta skrefi sem slíkir valdhafar taka fram á við til að þagga niður sinn eigin óhroða fyrir framan alheim allan, eru þeir hinir sömu að stíga niður á við.

Best væri þó að Wikileaks kæmi með leka um sjálfsmorðárás eða slík skipulög. Bara erfiðara, því sellustarfsemi lekur ekki svo....

Jón Logi (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 14:57

3 identicon

Axel,!

Þú ert ótrúlega þröngsýnn og meðvirkur maður, Birgitta er holdlegur gerfingur þess að þjóðir og ríkisstjórnir komist ekki upp með stríðsglæpi.

Þetta mál sem er í uppsiglingu er ekkert annað en kúgun og yfirgangur heimskra manna með völd sem þeir hafa ekki greind til að fara með mannkyninu til heilla.

Notaðu hugan áður en þú skrifar svona þvælu.

Olafur Eyjolfsson (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 18:45

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ólafur, ég var einfaldlega að benda á að Birgitta hljóti að hafa gert sér grein fyrir því, að með því að dreifa stolnum skjölum frá erlendri ríkisstjórn, myndi hún kalla fram viðbrögð frá viðkomandi stjórnvöldum. Hafi hún ekki gert það, er hún grunnhyggnari en manni hefði getað dottið í hug.

Vegna þessa geta viðbrögð Bandaríkjamanna varla komið henni á óvart og hún hlýtur að vera búin að undirbúa sig gegn gagnárásinni af þeirra hálfu.

Að endingu skora ég á þig, Ólafur, að reyna að skilja það sem þú lest og hugsa svolítið um það, áður en þú rýkur til að svara með eintómri dellu, sem byggist á algerum misskilningi.

Axel Jóhann Axelsson, 8.1.2011 kl. 18:53

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Jón Logi. 

Abwer vissi um skepnuskapinn í SS Einsatzgruppen og þorðu bara ekki að segja neitt þegar þeir Canaris frétti frá sjálfum Keitel að Hitler stæði á bak við óþveraverk SS í Póllandi. 

Eftirfarandi er um Canaris flotaforyngja og yfirmann Abwer á Wikipedia:

"...After the outbreak of war between Germany and Poland, in September 1939, Canaris visited the front and witnessed examples of the war crimes committed by the SS Einsatzgruppen. Among these were the burning of the synagogue in Będzin and how the town's Jewish residents were burned to death. He also received reports from Abwehr agents about many other incidents of mass murder throughout Poland. Canaris kept detailed records of these atrocities in his personal diary which he entrusted to Werner Schrader, one of his subordinates and fellow resistance member.[10] After hearing reports of and witnessing massacres in Poland, Canaris on 12 September 1940 travelled to Hitler's headquarters train, at the time in Upper Silesia, to register his objection to the atrocities; prior to reaching Hitler he encountered General Wilhelm Keitel whom he informed: "I have information that mass executions are being planned in Poland, and that members of the Polish nobility and the Roman Catholic bishops and priests have been singled out for extermination." Keitel admonished Canaris to go no further with his protest as the detailed plan of atrocities came directly from Hitler, himself..."

Viggó Jörgensson, 9.1.2011 kl. 02:59

6 identicon

Mér var vel kunnugt um þetta. Canaris var reyndar varaður við því að fara ekki lengra með þetta þar sem skipanirnar röktu sig alla leið að Hitler. Hann rauk jú frá Póllandi beint á fund Hitlers, þar sem að hann mætti Keitel.

Það sem færri þekkja er að þetta olli viðsnúningi hjá Canaris, og tók hann að vinna á laun gegn valdstjórninni. Hann tengdist m.a. tilræðinu við Hitler. Hann var hengdur af Nasistum undir stríðslok, rétt við Bandarísku víglínuna, og muni ég rétt voru það Bandamenn sem skáru hann niður úr spottanum.

En hitt stendur, að þetta var planað án vitneskju Abwehr, og Canaris komst að þessu í heimsókn sinni til Póllands.

Skyldi hann hafa vitað um fjöldamorð á útvöldum menntamönnum líka? T.d. í Krakow.

Svo eru fleiri dæmi í sögunni, - það eru enn milljónir af Rússum sem þræta fyrir að fjöldamorðin í Katyn skógi hafi átt sér stað, og eins var lengi þrætt fyrir restina af hinum týnda pólska liðsforingjahópi, þar til að enn meiri fjöldagrafir fundust nálægt Smolensk, og passaði þá talan. Þetta var nýlega, og Pútín bað Pólsku þjóðina afsökunar.

Í pólskum sögubókum var ekki stafur um þetta, en allir vissu það. Svo féll múrinn.....

Leyndin er því miður oft misnotuð til að fela myrkrarverk, og þótt að ólíku sé saman að jafna, USA í Írak og Nösunum, þá er prinsippið það sama. Svo er líka þægilegra að fela klúður ef svo vill til heldur en að taka á því.

Man annars einhver eftir fangelsisklúðrinu (Abu Grahib). Það hefði ekki átt að komast upp....svei á kjaftaganginn...

Jón Logi (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 11:37

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það þarf að heiðra minningu Canaris.  

Hann var einn besti liðsmaður bandamanna. 

Nú er talið að Bretar hafi látið drepa skepnuna Heydrich til að vernda Canaris.   

Viggó Jörgensson, 9.1.2011 kl. 16:33

8 identicon

Svoleiðis sammála með heiðringuna. Verst að svo illa fór fyrir kalli. Fyrsti Wiki'inn kannski, en ekki er enn búinn að létta skjalaleynd af öllu því sem tengist kallinum og Bretum. Það er talið að hann hafi lætt til þeirra upplýsingum í gegn um stríðið. Var einu sinni í grúski á Breska þjóðskjalasafninu (PRO), og það kom mér á óvart að sum arkívin verða ekki opnuð fyrr en 70-80 ára gömul, og þá var nýbúið að opna helling af 50 ára gömlum skjölum a'la WW2.

Annars mátti Heydrich vel fjúka fyrir annað en Canaris. Hann var jú einn höfuð-byggingarmeistarinn í Waansee, og þar er málið fullkomnað, - þar var jú helförin skipulögð og sett á skjöl, - þeim átti svo að eyða. Aðeins eitt lifði af.

2 góð stykki, - bókin "Fatherland" og svo bíómyndin "Conspiracy" (m.a. Kenneth Branagh sem Heydrich), - sitt hvort stykkið um feluleikinn með glæp aldarinnar.

Og, - Viggó, - gaman að hitta svona grúskara ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 22:33

9 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Þakka ykkur, Jón Logi og Viggó, fyrir fróðlegar athugasemdir, einnig má benda á, að danska ríkissjónvarpið hefur undanfarin misseri verið að sýna vandaða þætti (a la WW-II) og óskandi væri, að RÚV yrði sér úti um sýningarrétt á þeim hérlendis.

Kveðja, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 10.1.2011 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband