Ótrúlegt tilboð RÚV vegna HM í handbolta

Þegar sýningarrétturinn á HM í handbolta var boðinn út taldi RÚV sig ekki hafa efni á að borga það sem þurfti til þess að fá að sýna keppnina. Undanfarið hefur stofnunin staðið í niðurskurði dagskrár og hætti t.d. með Spaugstofuna, þar sem hún sagði hana vera allt of dýra til að RÚV hefði efni á að hafa hana á dagskrá lengur.

Núna allt í einu, viku áður en HM í handbolta á að hefjast, sendir RÚV tilboð til 365 hf. og býðst til að borga það sem félagið greiddi fyrir sýningarréttinn að HM að viðbættu 20% álagi vegna þeirrar vinnu sem búið væri að leggja í undirbúning sýninganna.

Þetta eitt og sér er nógu geggjað, en fréttin af þessu ótrúlega tilboði endar svona: "RÚV skuldbindur sig til að virða alla samninga sem 365 hafi gert við þriðja aðila, svo sem kostendur, auglýsendur o.fl., eða endursemja við þá eftir atvikum. Þá yrði 365 heimilt að sýna alla leikina a HM samhliða RUV og vinna úr útsendingunum allt það ítarefni, sem fyrirhugað var til þáttagerðar og annarra nota."

Hér hlýtur að vera um eitthvert brjálaðasta tilboð sem opinber stofnun hefur gert einkafyrirtæki, þ.e. að bjóðast til að kaupa útsendingarrétt á svona stórkeppni, en einkafyrirtækið fái síðan að sýna alla leikina eftir sem áður og nota það til þáttagerðar og annarra nota, eins og því sýnist.

Að ætla sér að fara svona með opinbert skattfé er svo ótrúlegt, að fyrst datt manni ekki annað í hug en að um grín væri að ræða.  Hingað til hefur útvarpsstjóri notið stuðnings á þessari bloggsíðu, en með þessu útspili hefur hann fyrirgert honum algerlega.  

Í þetta sinn verður HM í handbolta að sjálfsögðu sent út á Stöð2 Sport og þeir sem vilja horfa á keppnina kaupa sér einfaldlega áskrift að stöðinni.  Þegar kemur að næstu stórkeppni berjast þessar stöðvar og jafnvel fleiri um sýningarrétt þeirrar keppni og verði fjárhagur RÚV viðunandi þegar þar að kemur, þá getur stofnunin hugsanlega boðið hæsta verðið í útsendingarréttinn.

Það er algerlega geggjað af RÚV að ætla sér að kaupa sýningarréttinn af hæstbjóðanda hverju sinni örfáum dögum áður en útsendingarnar hefjast. 


mbl.is RÚV vill kaupa HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Axel, við erum ekki oft sammála en ég sammælist þínum efnistökum hér 100%. Hver veit, kannski verðum við meira sammála á árinu 2011 en því nýafstaðna.

Þórður Sigurjónsson (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 17:01

2 identicon

Þetta er að sjálfsögðu vinsældaútspil og ekkert annað. Tilboðinu verður vitanlega hafnað, en fyrir vikið verður stór hópur fólks fyrir miklum vonbrigðum, eftir að hafa lifað í voninni um að sjá leikina í ólæstri dagskrá. Það verður auðvitað bálreitt út í 365 miðla fyrir nánasarháttinn, þegar RÚV ætlaði að koma eins og riddari.

Það er hins vegar hægt að horfa á leikina á netinu í mjög fínum gæðum... ef fólk vill ekki láta Jón og Ingibjörgu fá peningana sína!

Lesandi (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 17:21

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það vil ég helst ekki, Lesandi. Annars væri ég tilbúinn að fallast á þau rök að handknattleiksunnendur eigi sjálfir að borga fyrir sitt áhugamál.

Auk þess má deila um hvor sjónvarpsstöðin sé meira ríkissjónvarp. Ætli 365 hafi ekki fengið meiri niðurfellingu frá bönkum, beint og óbeint í eigu ríkisins, en RÚV hefur kostað ríkið síðustu tvö árin? Þessi dýri sjónvarpsréttur mun síðan leiða til að kröfuhafar fá enn minna, því áskrifendatekjur munu eflaust ekki duga fyrir kaupverðinu nema að litlu leyti.

Theódór Norðkvist, 6.1.2011 kl. 17:25

4 identicon

Ágæti viðtakandi

Nú líður að HM í handbolta. Ljóst er að flestir leikir Íslenska handboltaliðsins verða sýndir í lokaðri dagskrá 365 miðla. Þetta eru svik við Íslenska skattgreiðendur sem með skattpeningum sínum halda úti landsliði í handbolta án þess að fá að njóta þess nema gegn endurgjaldi. Og þá bara þeir sem hafa aðgang að dagskrá 365 miðla.

Þúsundir mótmæla þessu háttarlægi.

http://www.facebook.com/home.php#!/pages/Vid-skorum-a-365-ad-syna-HM-i-handbolta-i-opinni-dagskra/150670031610244

Ég undirritaður skora á menntamálaráðherra að koma í veg fyrir þessa framkomu við Íslenska skattgreiðendur sem án efa mun leið til minnkandi stuðnings landsmanna við landsliðið í handbolta. Eru þetta þakkirnar sem landsmenn fá fyrir ómæltan stuðning við landsliðið í handbolta. Því miður verða þeir ekki lengur drengirnir okkar.

Ég undirritaður neita að láta mína skattpeninga renna í niðurgreiðslu á efni sem sýnt er í lokaðri dagskrá 365 miðla. Þá væri mun eðlilegra fyrir 365 miðla að taka að sér alfarið rekstur á landsliðinu í handbolta.

Virðingarfyllst

Þórður Runólfsson

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 17:26

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þórður, er svona undirskriftarsíða (ekki á Facebook) í gangi?

Theódór Norðkvist, 6.1.2011 kl. 17:42

6 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ótrúlegt tilboð,sennilega samfylkingarhagfræði. Þykir afar gaman að horfa á handbolta en ekki dettur mér í hug að fara styrkja Baugsmiðla.

Ragnar Gunnlaugsson, 6.1.2011 kl. 17:47

7 Smámynd: Leifur Finnbogason

Hvað með t.d. fólk á stöðum þarsem Stöð 2 Sport næst ekki? Á það að kaupa sér áskrift?

Leifur Finnbogason, 6.1.2011 kl. 17:48

8 identicon

Þekki ekki aðra undirskriftasíðu Theódór.

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 17:54

9 identicon

Þetta finnst mér mjög gott hjá Ruv, þetta ætti að vera í opinni dagskrá og allir eru brjálaðir yfir að Stöð2 ætlar að loka á þessa þjóðaríþrótt, mér finnst það afar slæmt að 365 hafa ekki tekið þessu.

Persónulega var það, að þeir fengu og ætluðu að loka á þessa leiki líklegar til þess að valda því að ég segi upp stöð2 en að ég kaupi áskrift af stöð2 sport.

joi (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 17:58

10 identicon

Það er ekki séns að ég kaupi áskrift að sjónvarpsstöð sem er rekin fyrir þýfi.

Steini (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 18:27

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Alveg getur maður verið sammála því, að útsendingar frá svona mótum ættu að vera í opinni dagskrá, en engin lög kveða á um að svo skuli vera og því er málið komið í það horf, sem það nú er í.

Vilji fólk hafa þetta galopið og í RÚV þá verður bara að setja lög um að aðrar stöðvar megi ekki sýna neina landsleiki og þar með yrði engin samkeppni um sýningarréttinn. Hvort mótshaldarar geti þá krafist skaðabóta af ríkissjóði vegna slíkrar lagasetningar skal ósagt látið og yrði þá verðugt verkefni fyrir lögfræðinga að kljást um fyrir dómstólum.

Ekki skil ég fullyrðingu Þórðar Runólfssonar um að landsliðið í handbolta sé ríkisrekið og óska eftir nánari rökstuðningi fyrir bæði fullyrðingunni og undirskriftasöfnuninni sem hann virðist standa fyrir á Facebook.

Axel Jóhann Axelsson, 6.1.2011 kl. 18:45

12 Smámynd: Ingvar

Afhverju hlustar fólk ekki á fréttirnar til enda ? Menntamálaráðherrann lofaði í haust að finna leið til þess að hægt væri að senda HM út í opinni dagskrá. Páll Magnússon sagði í fréttunum að svar hafi loksins borist frá ráðuneytinu um að það væri engin leið til fyrir ráðuneytið til þess að hafa HM í opinni. Menntamálaráðuneytið er búið að vera með málið í rúma 4 mánuði og á meðan gat RÚV ekkert aðhafst. Þeta skiptir 365 eða RÚV ekkert né Pál Magnússon né Jón Ásgeir, ástandið er vegna seinagangs ráðherrans.

Ingvar, 6.1.2011 kl. 21:41

13 Smámynd: Dexter Morgan

Ætli þessi Ingvar sem hér skrifar sé Pálsson... neeee, segi bara svona.

Auðvita á að sýna þjóðaríþróttina á Ríkissjónvarpinu. Auðvita eiga Strákarnir Okkar að vera öllum aðgengilegir. Þeir væru ekki það sem þeir eru í dag, nema með Okkar Stuðningi.

Landsliðsþjálfarinn kom fram í fréttum með ákall um að fylla Laugardalshöllina um helgina í leikjunum gegn Þjóðverjum. Enda væri þeim stuðningur þjóðarinnar mjög mikilvægur. Ég læt þetta sem vind um eyru þjóta og kýs að mæta ekki til að mótmæla því að þeir séu lokaðir inni á 356 Miðlum og ekki aðgengilegir þjóðinni. Hvet fólk til að mæta EKKI í Höllina og koma þannig á framfæri óánægju sinni.

Páll Magnússon má fara í rassgat mín vegna, hann er búinn að gera upp á bak í þessu máli.

Dexter Morgan, 6.1.2011 kl. 22:35

14 identicon

Ég hreinlega man ekki eftir að hafa lesið blogg frá þér Axel þar sem að ég hef verið sammála þér, en núna er ég þér 100% sammála.
Rúv bauð bara ekki nógu vel og fengu því ekki sýningarréttinn og geta ekkert þóst vera Mister Nice Guy núna og vilja kaupa hann af stöð 2 sport.
Hinsvegar ætti að setja svipuð lög hér og eru í Noregi, þar sem að það er bannað að sýna frá landsliði Noregs í hvaða íþrótt sem er í læstri dagskrá.

Guðmundur Freyr Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 23:10

15 identicon

Þetta snýst ekki um riddaramennsku RÚV eða sviksemi 365, heldur handboltann sem íþrótt.  Ef handboltinn verður læstur inni með þessum hætti þá missir meirihluti þjóðarinnar af keppninni og það verður handboltinn sem hlýtur skaða af.  Skaðinn felst í því að börn og unglingar sem hefðu horft á keppnina í opinni dagskrá missa af henni, þau missa af því að fylgjast með fyrirmyndum sínum ná árangri á alþjóðarvísu.

Þegar handboltalandsliðinu gengur vel þá eykst þátttaka barna og unglinga í handboltaíþróttinni hér, árangurinn er líka hvatning fyrir börn að ná langt eins og fyrirmyndir þeirra, árangurinn stuðlar líka að því að börn og unglingar eignast fyrirmyndir sem er styrkjandi fyrir þau ekki bara sem íþróttaleg hvatning heldur líka sem hvatning til heilsusamlegra lífernis.

Það má svo taka umræðuna með útboð sýningarréttar á öðrum grundvelli.  Mín skoðun er svo að ríkisfjölmiðill eigi ekki að standa í keppni um sýningarétt og einkaréttir fjölmiðlar eins og 365 eigi að sýna samfélaginu þá virðingu að bjóða ekki á móti ríkisfjölmiðli í sýningar af þessu tagi.  Hverra hagur er það að sýningarétturinn sé seldur á okurverði? Er það hagur okkar skattborgara?

Auðvitað eru það 365 sem eru svikararnir hér, þeir yfirbuðu RÚV, til hvers? Til þess að ræna handboltanum af landsmönnum?  Til þess að hækka verðið á sýningaréttinum? Þeir hafa ekki hugsað málið til enda og hugsa bara um eigið rassgat eins og vanalega.  Eins og ég sagði áður þá verður það handboltinn sem geldur mestan skaða hér.

Lengi vel hefur maður fylgst með þessu tillatogi 365 miðla í sýningaréttarútboðum og yfirleitt taka þeir efni sem hefur gengið vel á RÚV vegna eigin hugmyndaleysis, heimsku og illgirni.  365 er og hefur alltaf verið eins og vírus í þessu samfélagi og það sannast núna.  Þetta er fyrirtæki sem er og hefur alltaf verið illa rekið, yðulega heyrir maður fréttir af því að þeir séu við það að fara á kúpuna og hvað er gert þá, jú, það kemur bankalán á súperkjörum og hverjir eiga peningana í bönkunum?  Það eru jú við, heimskur lýðurinn sem er með skamtímaminni á við gullfisk og erum tilbúin til þess að láta beygja okkur í duftið en mótmælum svo kröftulega þegar allt er komið í steik og ekkert hægt að gera.

Ef það væri einhver dugur í okkur þá myndum við náttúrulega öll sem eitt segja upp áskriftum við 365 miðla og vodafone, hætta viðskiptum við gömlu svínabankana sem hafa ekkert breyst þrátt fyrir efnahagshrunið.  Hver borgar milljarðin sem Jón Ásgeir tók að láni hjá landsbankanum til að bjarga 365 í 100 skiptið? Jú, það verðum við því þetta fyrirtæki er ekki rekstrarhæft.  Hverjir eru það sem eru hæðstir á skattauppgjörinu ár hvert?  Jú, það er fjölmiðlafólk.  Svikabatteríið Stöð 2 er duglegt við að ausa peningum úr bönkunum okkar til þess að borga þessu þotuliði svimandi háar upphæðir í laun, þetta eru peningarnir okkar.  Logi Bergmann sem er sá vanhæfasti þáttastjórnandi sem hefur stigið fæti í stútíó er með hærri laun en forsetisráðherra þjóðarinnar.  Svo fylgir RÚV eftir í vitleysunni til þess að halda besta fólkinu sýnu.  Þvílík svívirða, hvers vegna er ekkert sagt við þessu.  Fjölmiðla þöggun?  Það erum við sem látum þetta yfir okkur ganga. Skítafýlu 365 miðlar!

Palli (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 10:17

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Palli, þetta er nákvæmlega það sem fylgir heibrigðri samkeppni á markaði og sjónvarpsréttur er ekkert annað en samkeppnisvara, sem selst fyrir háar fjárhæðir vegna þess að almenningur er tilbúinn til þess að borga hátt verð fyrir að fá að horfa á íþróttakappleiki.

Þetta sést best á enska boltanum sem nýtur gríðarlegra vinsælda og fólk um allan heim borgar stórfé fyrir að fá að horfa á, sem aftur kemur fram í svimandi háum launum íþróttamanna og annarra, sem nálægt þessum íþróttum koma.

Fyrir nokkrum árum byrjaði Skjár 1 að bjóða í enska boltann og náði honum af RÚV og setti á stofn sérstaka rás fyrir boltann og seldi aðgang að henni sérstaklega.  Í næsta útboði bauð Stöð 2 betur og hefur haldið enska boltanum hjá sér síðan og selur áhorf að honum á sérstökum rásum.  Ekki virðist það draga úr áhuga almennings á enska boltanum að þurfa að kaupa sér aðgang að honum dýrum dómum og enginn er maður með mönnum, nema "vera" í einhverju ensku liði.

Ef áhugi Íslendinga á handboltalandsliðinu er eins mikill og fólk vill vera láta, þá setur það útsendingar í lokaðri dagskrá ekki aftra sér frá því að fylgjast með keppni þess á heimsmeistaramótinu.  Það hefur verið skrifað um aðgang að þessari keppni í opinni dagskrá sé nánast mannréttindamál og að það sé brot á "réttindum" þjóðarinnar að leikirnir verði sýndir í læstri dagskrá Stöðvar 2 Sport. 

Ef áhorf á þetta handboltamót er erfiðasta vandamál Íslendinga um þessar mundir, þá hýtur að vera rosalega bjartir tímar í landinu að öðru leyti.

Axel Jóhann Axelsson, 7.1.2011 kl. 13:46

17 identicon

Axel,

Þú getur ekki borið saman enska boltann og HM í handbolta, þetta eru gjörólíkir atburðir. HM er stórmót sem er haldið á x löngum fresti og tengir þjóðina saman.  Þetta er landsliðið okkar.

Enski boltinn er keppni milli liða í Englandi sem tengjast íþróttasamböndum, félögum sem eiga sér rætur í mismunandi borgum.  Þetta tengist okkur nákvæmlega ekki neitt.

Svo missirðu algjörlega af aðalatriðinu í þessu sem er svínaríið hjá 365, þeir yfirbuðu RÚV, til hvers og fyrir hvaða peninga? Hver er það sem borgar þetta svo hvort sem er á endanum?

Þín sterkustu rök eru að það eigi að ræna handboltanum af þjóðinni vegna þess að við eigum svo bágt í kreppunni, eru það rökin þín?  Það eigi að sýna leikina á Stöð2 sport vegna þess hversu bágstödd staða ríkissjóðs er. Eigum við þá ekki bara að leggja niður allar útsendingar eins og þær leggja sig og ef útí það er farið ríkissjónvarpið í heild sinni?

palli (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 14:43

18 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Palli, eitthvað hefur þú misskilið mín skrif ef þú heldur að ég sé að mæla eigendum Stöðvar 2 bót.  Þvert á móti hef ég marglýst skoðunum mínum á þeim, þeirra siðferði og "viðskiptum".  Hins vegar er þetta fyrirtæki starfandi, ásamt RÚV og Skjá 1 og allar stöðvarnar að berjast um sömu þættina til sýningar, að því er best verður séð. 

Á meðan ekki eru sett lög um að leikir íslenskra landsliða verði eingöngu sýndir í opinni dagskrá er ekkert hægt að gera í málinu og í sjálfu sér ekki hægt að skikka áskriftarstöð til að sýna dagskrána opna, eftir að hafa keypt þættina dýru verði, sérstaklega í samkeppni við ríkisrekna stöð.

Verði sett lög um að svona stórmót skuli sýnd hér á landi í óruglaðri dagskrá, dettur niður allur hvati til að bjóða offjár í svona útsendingar og þá mun ég kætast eins og allir aðrir, enda mikill áhugamaður um að fylgjast með landsliðinum í hadbolta og fótbolta, bæði karla- og kvennaliðunum.

Þessi áhugi minn á handboltanum nær nú ekki svo langt að ég líti á það eins og hver önnur mannréttindi eða hluta af mínum grunnþörfum til að geta lifað, að ríkið sjái mér fyrir ókeypis aðgangi að þessu sjónvarpsefni, frekar en öðru slíku.

Axel Jóhann Axelsson, 7.1.2011 kl. 15:36

19 identicon

Theódór Norðkvist, er virkilega hægt að vera svona vitlaus,

„handknattleiksunnendur eigi sjálfir að borga fyrir sitt áhugamál“

Rúv er ríkissjónvarp það er fjölmiðill sem á að reyna þóknast allri þjóðinni eftir bestu getu (þótt að það sé ekki hægt að gera ölum til geðs á sama tíma) og þar sem mjög stór hluti íslensku þjóðarinnar þykir gaman að fylgjast með íslenska landsliðinu er þetta akkúrat efni sem Rúv ætti að leytast eftir þar sem það höfðar til gífurlega stórs hóps. Þetta er álíka heimskulegt og að segja að áhuga menn um skandinavískar heimildarmyndir, þætti um íslenskt þjóðlíf (og annarskonar drasl) eigi bara að borga það sjálfir (ekki mitt uppáhalds en geri mér grein fyrir að örugglega margir sem hafa áhuga á því).

Þórður Runólfsson, „Þetta eru svik við Íslenska skattgreiðendur sem með skattpeningum sínum halda úti landsliði í handbolta“

hér ber að nefna að ríkið stendur ekki á bakvið rekstur landsliðsins í handknattleik heldur er það HSÍ sem að býr við mjög bág kjör og þarf að gera allt sem það getur til að með naumindum halda rekstri, annað en silfurskeiðsdrengirnir í KSÍ sem að fá allt upp í hendurnar frá erlendum samtökum (UEFA og FIFA) samt virðist ríkið ekki sjá sóma sinn í því að setja meiri peninga þar sem þeirra er þörf (HSÍ) og í raun þar sem þeir koma til nota, þar sem við getum ekkert í fótbolta.

Dexter Morgan, þú mátt nú bara fara af landibrott takk strax, landráðarmaðurinn þinn. Ég trúi ekki mínum eigin eyrum,

„Ég læt þetta sem vind um eyru þjóta og kýs að mæta ekki til að mótmæla því að þeir séu lokaðir inni á 356 Miðlum og ekki aðgengilegir þjóðinni. Hvet fólk til að mæta EKKI í Höllina og koma þannig á framfæri óánægju sinni.“

Hvernig færðu það út að það sé eitthvað landsliðinu að kenna að þeir 365 hafi keypt réttinn, afhverju villtu taka út reiði þína á þeim, þú villt semsagt ekki styðja landsliðið þitt og hreinlega sniðganga það vegna þess að Palli Magg ræpaði upp á bak ég hef bara eitt við þig að segja, DRULLAÐU ÞÉR AF LANDI BROTT !!

*Andvarp* Það sendir mann bara á háa-C‘ið að lesa það sem sumir skrifa hér þið hinir meikið nú eitthvað sens ;)

Þorvaldur Einarsson (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 02:36

20 identicon

Allveg fullkomnlega sammála þér .. af hverju á ég sem íslendingur að borga 20 % aukalega fyrir að horfa á HM ?

Sigurður (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband