Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
5.1.2011 | 15:42
Steingrímur J. lemur hausnum við steininn
Allir vita að skattabrjálæði skilar sér alltaf í minni tekjum ríkissjóðs vegna þess að það er letjandi fyrir fólk og fyrirtæki að auka framkvæmdir og vinnu. Þetta er marg sannað og nú virðist jafnvel foringi skattabrjálæðinganna, Steingrímur J., vera farinn að viðurkenna þetta, þvert gegn ævilangri sjálfsblekkingu og pólitískri villutrú sem hann hefur prédikað alla sína ævi.
Þar sem Steingrímur J. er tiltölulega skynsamur maður veit hann þetta orðið, eins og aðrir, en honum reynist bara svo ótrúlega erfitt að viðurkenna það fyrir öðrum, þó hann sé farinn að viðurkenna staðreyndirnar fyrir sjálfum sér, en þó sýnir viðhangandi frétt að hann er byrjaður að mjaka sér út úr skápnum. Ætti það að vera öllum fagnaðarefni, enda er maðurinn fjármálaráðherra, illu heilli fyrir þjóðina.
Þó Steingrímur J. sé löngu farinn að sjá sannleikann um skattabrjálæðið er algerlega óvíst að hann og félagar hans læknist af því í bráð, enda svo helteknir eftir áratuga baráttu við sjúkdóminn, að ekki eru miklar líkur til að skattahækkanabrjálæðinu verði hætt svo lengi sem þessi fyrsta "hreina vinstir stjórn" er við völd í landinu og því eina ráðið að fá heilbrigt fólk að þessu leyti að landsstjórninni.
Eðlileg uppbygging efnahagslífsins mun ekki hefjast fyrr en þessi stjórn heyrir sögunni til.
Aldrei aftur vinstri stjórn.
![]() |
Skattalækkun eykur umsvif |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.1.2011 | 16:13
Nóg komið af skattahækkanabrjálæðinu
Allt bendir nú til þess að hinn breiði og þögli meirihluti landsmanna sé búinn að fá algerlega upp í kok vegna skattahækkanabrjálæðis ríkisstjórnarinnar og allra þeirra nýju skatta, sem Indriði H. og aðrir skattauppfinningamenn Steingríms J. hafa látið sér detta í hug að bæta ofan á alla gömlu skattaflóruna, sem þó var nógu fjölbreytt fyrir.
Fram til þessa hafa vegaframkvæmdir í landinu verið fjármagnaðar með sköttum af bifreiðaeldsneyti og dekkjum ásamt bifreiðasköttum allskonar og sættu bifreiðaeigendur sig við þessa innheimtu þangað til að fjármálaráðherrum datt í hug að taka hluta þessara eyrnamerktu skatta í annan rekstur ríkissjóðs, sem þannig hefur sífellt bitnað meir og meir á vegaframkvæmdum, en þær hafa að sjálfsögðu farið minnkandi í samræmi við þær upphæðir sem "stolið" er af vegafénu árlega.
Nú láta skattabrjálæðingar ríkisstjórnarinnar sér detta í hug að "stela" nánast öllu vegafé sem innheimt er með sköttunum af bifreiðaeigendum og ætla sér að skattleggja þá aftur með því að setja á vegatolla á öllum vegaslóðum í kringum Reykjavík og innheimta þannig tvöfalda vegaskatta af þeim bíleigendum sem búa sunnan- og vestanlands og láta sér detta í hug að keyra inn eða út úr höfuðborginni.
Á sólarhring hafa um tíuþúsund manns skráð sig á mótmælalista gegn þessu nýja skattaráni og sýnir það svart á hvítu, að fólk lætur ekki bjóða sér hvað sem er lengur og haldi svona áfram í nokkra daga í viðbót verður þetta með stærri undirskriftasöfnunum sem fram hafa farið. Ekki eru þó líkur á að ríkisstjórnin taki mark á skriflegum mótmælum þjóðarinnar. Hún hefur sýnt það, að á hana hrín ekkert nema risastórir og hávaðasamir útifundir.
Með áframhaldandi yfirgangi ríkisstjórnarinnar gegn þjóðinni, bæði með skattabrjálæðinu og tilrauninni til að gera Íslendinga að skattaþrælum útlendinga vegna Icesave, er stórhætta á að slíkir fundir geti farið að enda með skelfingu.
![]() |
Um 10 þúsund mótmæla veggjöldum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
4.1.2011 | 14:08
Þetta er allt spurning um verklag, Steingrímur
Steingrímur J. segir aðeins eftir að ná samkomulagi við lífeyrissjóðina um verklag vegna úrlausnanna um skuldavanda heimilanna, sem áttu að vera tilbúnar til framkvæmda þann 15. desember s.l., en hafa að sjálfsögðu ekki gert það, frekar en aðrar ráðstafanir stjórnarinnar sem hafa átt að vera tilbúnar "eftir helgi" eða a.m.k. "í næstu viku", eins og yfirleitt hefur verið tímasetning aðgerða sem stjórnin hefur boðað.
Steingrímur segir að þetta sé aðeins spurning um verklag, en það er auðvitað arfaslakt verklag að kynna aðgerðir til lausnar á einhvejum vanda í svo miklu flaustri og án almennilegs undirbúnings og vekja með því væntingar hjá fólki sem á í verulegum skuldavanda og hefur beðið eftir að ríkisstjórnin efni margítrekuð loforð um "verklag" til úrlausna fyrir fólkið, en hefur alltaf það "verklag" á loforðum sínum að efna þau aldrei, nema þá afar seint og illa.
Sama má segja um öll önnur verk ríkisstjórnarinnar, að þau eru eingöngu spurning um "veklag". Verklag hennar hefur verið með þeim ólíkindum að lengja og dýpka þá kreppu sem hrjáir þjóðfélagið, en ríkisstjórn með "verklagið" á hreinu stæði ekki í vegi fyrir hverskonar atvinnuuppbyggingu, heldur væri "verklagið" þvert á móti það, að gera allt sem mögulegt væri til að ýta undir aukna verðmætasköpun og stofnun nýrra og stækkun gamalla útflutningsfyrirtækja, en það er auðvitað eina leiðin út úr kreppunni og til eflingar lífskjaranna í átt til þess, sem áður var.
Þegar Steingrímur J. fer að skilja að allt snúist þetta um "verklagið" og breytir "verklagi" sínu og ríkisstjórnarinnar, fer vonandi að rofa til í efnahagsmálum þjóðarinnar. Það gerist ekki með "verklagi" skattahækkanabrjálæðis.
![]() |
Bara spurning um verklag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2011 | 22:55
Ný evrukrísa í uppsiglingu
Spánn og Ítalía þurfa að endurfjármagna 400 milljarða af evruskuldum sínum á næstu mánuðum og það mun verða langt frá því auðvelt verk, eins og ástandið er á evrunni um þessar mundir og skuldaástandi evruríkjanna almennt.
Sérfræðingar telja afar vafasamt að evran lifi til lengdar sem gjaldmiðill og að janfvel strax á þessu ári muni verða ný evrukrísa, sem afleiðing af gífurlegri þörf evruríkjanna á endurfjármögnun skulda sinna.Celetino Amore, stofnandi fyrirtækisins IlliquidX, sem sérhæfir sig í verslun með skuldabréf, spáir miklum erfiðleikum á evrusvæðinu og segir m.a. í viðhangandi frétt: Það sem við erum að horfa fram á hefur greinilega möguleika til að verða að annarri lausafjárkreppu. Í þetta skiptið yrði hún hins vegar mun verri en áður. Stjórnvöldum hefur tekist að hægja á ferlinu, en vandamálin hafa ekki farið í burtu. Það eru útistandandi billjónir dala af skuldum sem verður að endurfjármagna eða selja.
Kínverjar eru þegar byrjaðir að kaupa upp spænsk ríkisskuldabréf og hafa reyndar verið iðnir við að kaupa upp evrópsk ríkisskuldabréf og evrur og sífellt styttist í því að þeir hafi fjárhagslega framtíð Evrópu í hendi sinni, eins og þeir hafa nú þegar bandarískt efnhagslíf nánast í sínum höndum.
Íslensk stjórnvöld skrökva því bláköld að þjóðinni að erfitt verði fyrir Íslendinga að fá erlend lán á næstunni verði ekki samþykkt að gera íslendinga að skattalegum þrælum Breta og Hollendinga vegna Icesave. Allir sem vilja sjá í gegnum þennan blekkingarvef og öllum erlendum fjármálafyrirtækjum er nákvæmlega sama um Icesave og fæst þeirra vita nokkuð um það mál, enda skiptir það ekki nokkru við ákvörðun lána til Íslendinga.
Sé hægt að sýna fram á arðvænlegar fjárfestingar mun ekki standa á fjárfestum og lánveitendum erlendis frá. Það eina sem stendur í vegi atvinnuuppbyggingar í landinu er ríkisstjórnin. Um leið og hægt verður að losna við hana, verður mögulegt að koma þjóðinni út úr kreppunni og fyrr ekki.
Málið er nú ekki flóknara en það.
![]() |
Telja ólíklegt að evran lifi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.1.2011 | 16:38
Hagvöxtur aukinn með lífeyrissparnaði
Við fjárlagagerðina gaf ríkisstjórnin út þá spá sína, að hagvöxtur yrði á árinu 2011, en hann yrði ekki drifinn áfram af aukinni verðmætasköpun í landinu eða minnkun atvinnuleysis, heldur myndi AUKIN EINKANEYSLA sjá til þess.
Nú er komið í ljós hvernig einkaneysla á að geta aukist á þessu ári án aukins krafts í atvinnulífinu og þar með meiri launatekjum þjóðarinnar. Einkaneyslan á að aukast með því að fólk á besta aldri gangi á SÉREIGNARLÍFEYRISSPARNAÐ sinn, sem því hafði tekist að koma sér upp á mörgum árum á meðan við völd voru ríkisstjórnir sem skildu þýðingu atvinnunnar og þýðingu þess að leggja til hliðar á starfsævinni í þeim tilgangi að skapa sér mannsæmandi kjör í ellinni.
Þetta er einhver fáránlegasta efnahagsstjórn sem sögur hafa farið af á vesturlöndum og sjálfsagt þó víðar væri leitað, en flestar ríkisstjórnir skilja það, að í kreppum er fyrsta, annað og þriðja boðorðið að reyna allt sem hægt er til að halda atvinnufyrirtækjunum gangandi og skapa forsendur fyrir ný og allra helst erlenda fjárfestingu í atvinnuvegunum.
Hér á landi gerir "fyrsta hreina vinstri stjórnin" allt sem mögulegt er til að koma í veg fyrir atvinnuuppbyggingu og þá allra helst ef eitthvað erlent gæti hugsanlega tengst málunum. Til að benda á þveröfug viðbrögð við kreppu má benda á Írland, en þar er megináhersla lögð á atvinnumálin, enda vita Írar, eins og flestir aðrir, að atvinna er undirstaða allra annarra aðgerða við slíkar aðstæður.
Vonandi losnum við hið fyrsta við þá ólánsríkisstjórn, sem við sitjum uppi með og þá mun gamla góða kjörorðið ganga í endurnýjun lífdaga: "Aldrei aftur vinstri stjórn".
![]() |
Heimild til taka út lífeyrissparnað hækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2011 | 22:30
Þingmenn ættu að vera 31
Furðuleg tillaga hefur séð dagsins ljós í Innanríkisráðuneytinu, en hún snýst um að fjölga sveitarstjórnarmönnum sem mest í helst hverju einasta krummaskuði landisins.
Samkvæmt þessum fáránlegu tillögum eiga sveitarstjórnarmenn í sveitarfélögum með fleiri en 100 þúsund íbúa að vera 23-31, en eru í eina sveitarfélaginu af þeirri stærðargráðu, þ.e. Reykjavík, fimmtán og hefur flestum þótt meira en nóg fram að þessu.
Ekki skal þessi geggjaða tillaga tengd á nokkurn hátt við kosningu Besta flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, en varla er það lausn á vandamálinu, að því fleiri óhæfir borgarfulltrúar sem slæðist inn í borgarstjórn í einum kosningum, að þá sé ráðið við því að fjölga þeim allt að því tvöfalt.
Foringi Besta flokksins og borgarstjóri í Reykjavík hefur lýst sig vanhæfan til að gegna störfunum sem fylgja starfinu og hefur því losað sig við þau flest öll, en þiggur ennþá launin og hlunnindin sem greidd eru fyrir störfin en ekki titilinn. Til að leysa úr því vandamáli að hann sjálfur væri óhæfur til starfans, lagði hann sjálfur til að ráðnir yrðu tveir menn til að gegna starfi eins borgarstjóra fyrir tvöföld laun og virðist tillaga Innanríkisráðuneytisins vera af nákvæmlega sömu rótum runnin.
Ef fjöldi sveitarstjórnarmanna er óhæfur til að sinna skyldum sínum er eina ráðið sem jafn óhæfum opinberum ráðuneytismönnum dettur í hug til að leysa úr því, að fjölga sveitarstjórnarmönnum um helst 100% í þeirri von að við fjölgunina slæddist inn einn og einn hæfari frambjóðandi en fyrir voru við stjórnina.
Nær væri að vinna að því að fjölga hæfum sveitarstjórnarmönnum innan þess fjölda sem nú gegnir slíkum störfum og vinna að því jafnframt að fækka Alþingismönnum niður í 31, en það virðist vera tiltölulega hæfilegur fjöldi til lagasetninga fyri land og þjóð og gæti fækkað bulli á þingi um a.m.k. 50%.
Reyndar er tæplega hægt að reikna með að slík tillaga komi frá opinberum embættismönnum ráðuneytanna. Það allt of fjölmenna lið er þekkt fyrir flest annað en tillögur um að fækka og spara í mannahaldi ríkisrekstrarins.
![]() |
Fjöldi fulltrúa gæti breyst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)