Áskoranir um að skrifa undir áskoranir

Um þessar mundir eru a.m.k. tvennar undirskriftarsafnanir í gangi á netinu og er þátttaka í þeim mjög mikil, þó tíminn sem farið hefur í að safna nöfnunum á listana hafi tekið mismikinn tíma.

Undirskriftasöfnun hefur staðið yfir í nokkra mánuði vegna kröfu um að orkuauðlindir landsins skuli vera í "eigu þjóðarinnar" og að komið verði í veg fyrir sölu HS-orku til Magma Energy og hafa nú tæplega þrjátíuþúsund manns skráð sig fyrir þeirri kröfu.

Björk Guðmundsdóttir og fleiri listamenn standa fyrir þessari undirskriftasöfnun og eftir því sem Björk hefur sagt í fréttum, mun ríkisstjórnin hafa sagt henni að taka yrði mark á kröfunni, ef a.m.k. 35 þúsund manns myndu skrifa undir. Til að tryggja þann mannfjölda á listann stendur Björk fyrir þriggja daga karókímaraþoni í Norræna húsinu og troða þar upp allir helstu listamenn þjóðarinnar í þeim tilgangi að hvetja almenning til að skrá sig á listann. Miðað við að síðasta sólarhring hafa um áttaþúsund manns skráð sig, er ekki að efa að listamönnunum mun takast ætlunarverk sitt og gott betur, áður en maraþoninu lýkur.

Einnig er í gangi undirskirftasöfnun, sem mun standa yfir á vef FÍB fram til þriðjudagskvöldsins n.k., sem fólk hefur flykkst til þátttöku í til að mótmæla þeim áformum ríkisstjórnarinnar að girða alla vegi til og frá Reykjavík af með vegtollahliðum og innheimta með því móti nýja umferðaskatta af bíleigendum í viðbót við allt annað skattabrjálæði sem þjóðin þarf að þola af hálfu núverandi ríkisstjórnar.

Á fjórum sólarhringum hafa tæplega fjörutíuþúsund manns skráð sig og mótmælt þannig þessu nýjasta skattahækkanabrjálæðiskasti stjórnarinnar og eru allar líkur á að hátt í 50 þúsund verði búnir að skrá sig á listann fyrir þriðjudagskvöld.

Gangi það eftir, verða þetta fjölmennustu, sneggstu, friðsamlegustu og kröftugustu mótmæli sem sett hafa verið fram á Íslandi frá upphafi vega.

Engin ríkisstjórn getur hunsað slík mótmæli. Sé það rétt, sem Björk segir, að ráðherrarnir setji markið við 35 þúsund manns, til þess að mark sé tekið á kröfum þeirra, þá dettur engri ríkisstjórn á næstu áratugum í hug að leggja slíka vegatolla á í landinu, nema fella niður aðra skattheimtu til vegagerðar á móti.


mbl.is Hátt í þrjátíu þúsund undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Vel gert, Flott!

Bergljót Gunnarsdóttir, 7.1.2011 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband