Loftið lekur úr Össuri

Í gær var Össur Skarphéðinsson með stórar yfirlýsingar vegna kröfu Bandaríkjamanna um að fá afhent afrit af öllum samskiptum Birgittu Jónsdóttur, mótmælanda og þingmanns í hjáverkum, við Wikileaksfélaga sína á samskiptavefnum Twitter undanfarið ár a.m.k.

Össur var stóryrtur, eins og von var vegna þessarar kröfu Kananna og sagðist ætla að kalla sendiherra þeirra á teppið og láta hann heyra það milliliðalaust hvað sér fyndist um svona hnýsni í tölvusamskipti þingmanna þjóðarinnar, en virtist ekki vera með það á hreinu að alls ekki var um nein samskipti Birgittu sem þingmanns að ræða, heldur snerust þessi tölvusamskipti um iðju hennar utan þingsins og í þágu áhugamála sinna en ekki þess, sem ætti að vera hennar aðalstarf, þ.e. þingmennskan.

Nú er liðinn sólarhringur frá stóryrðum Össurar um væntanlegar eigin aðgerðir í málinu, eða eins og segir í fréttinni: "Össur gerir ekki ráð fyrir því að hann muni eiga fund með sendiherra Bandaríkjanna sjálfur. Líklegast komi það í hlut ráðuneytisstjóra. Tímasetning fundarins hefur ekki verið ákveðin enn, en Össur reiknar með því að hann verði mjög fljótlega."

Vindurinn vegna málsins virðist allur úr Össuri og nú ætlar hann ekki að funda sjálfur með sendiherranum, heldur láta embættismann um það og ekki einu sinni búið að ákveða hvenær það verður gert, en þó vonandi fljótlega. 

Líklega hefur Össur séð það í blogginu hérna í gær, að hann ætti sjálfur á hættu að verða spurður óþægilegra spurninga um þá niðurlægingu sem síðasta sendiherra Bandaríkjanna var sýnd við starfslok hennar af hálfu íslenskra stjórnvalda.

Ekki er annað að sjá en blaðran Össur sé sprungin, eða a.m.k. hefur allur vindur lekið úr honum undraskjótt. 

 


mbl.is Sjónarmiðum komið á framfæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ræfilstuskan!

Bergljót Gunnarsdóttir, 9.1.2011 kl. 17:42

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Gott nafn á Össur. Bergljót

Ragnar Gunnlaugsson, 9.1.2011 kl. 17:52

3 identicon

Landráðamaðurinn hann Össur ESB Skarphéðinsson er og hefir ætíð verið  Lydda,og brókarskjóni hennar ESB-Jóhönnu.

Númi (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 22:34

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Bandaríkjamenn hafa ekkert álit á Utanríkisráðherra okkar svo það er betra að hann komi ekki nálægt þessu...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.1.2011 kl. 22:41

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Æi, eigum við nokkuð að vera að sparka í hann svona vindlausan?

Númi gerirðu þér grein fyrir hvað þú ert að segja þegar þú kallar einhvern landráðamann?

Bergljót Gunnarsdóttir, 9.1.2011 kl. 22:54

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ingibjörg, það er rétt að utanríkisráðherrann okkar er ekki mikils metinn í Bandaríkjunum, frekar en á Íslandi. Auðvitað ætti hann alls ekki að koma nálægt þessu máli, því það yrði ekki til annars en að spilla fyrir.

Axel Jóhann Axelsson, 9.1.2011 kl. 22:58

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bergljót, boltamenn fá sér alltaf nýjan bolta ef sá gamli verður vindlaust. Þeir vita að það þýðir ekkert að pumpa lofti í svoleiðis bolta aftur, vindurinn helst ekkert í honum og í þannig bolta sparka menn bara ekki, a.m.k. ekki í alvöru leik.

Sammála þér í því, að varlega skyldi farið í að kalla menn landráðamenn. Það er stórt orð.

Axel Jóhann Axelsson, 9.1.2011 kl. 23:02

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er stórt orð og ofnotað, átti að standa þarna síðast.

Axel Jóhann Axelsson, 9.1.2011 kl. 23:02

9 identicon

Hvað er hægt annað en að kalla hann Össur landráðamann,,,hann líkt og ESB-systirin hans hún Jóhanna hafa einungis ein markmið þjóð sinni til handa=að koma henni undir ægivald ESB-Mafíunnar.

Númi (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband