Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
5.1.2010 | 15:47
Nú kárnar gamanið
Ólafur Ragnar Grímsson fer í opinbera heimsókn til Indlands á morgun í boði Pratibha Patil, forseta Indlands, og indverskra stjórnvalda og samkvæmt fyrri áætlunum ætlaði Össur Skarphéðinsson og embættismenn utanríkisráðuneytis að vera í föruneyti forsetans.
Fram að þessu hefur verið talið að þeim Ólafi Ragnari og Össuri hafi verið vel til vina, en þau vinabönd virðast hafa slitnað í morgun, þegar forsetinn synjaði nýju útgáfunni af þrælalögum vegna skulda Landsbankans, staðfestingar.
Össur er venjulega með allra skrafhreifustu mönnum og hefur ákaflega gaman af því að tala og ekki síst þegar hann heldur að hann sé fyndinn og sniðugur. Nú er hann hinsvegar fámáll, þegar blaðamenn hafa samband við hann og til marks um það, er þessi setning úr fréttinni: "Nei, var svarið þegar blaðamaður mbl.is spurði Össur hvort hann ætlaði með."
Áður og fyrrum ferðuðust konungar og önnur stórmenni um héruð með trúða sér og öðrum til skemmtunar, en Ólafur Ragnar hefur venjulega haft Össur meðferðis í sama tilgangi.
Í þessari ferð verður hópurinn að skemmta sér við Bollywooddansa.
![]() |
Össur fer ekki með Ólafi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2010 | 14:12
Kjósa ekki eftir sannfæringu sinni
Þingmenn sverja eið að stjórnarskránni, sem leggur þeim þá skyldu á herðar, að kjósa ávallt eftir sannfæringu sinni.
Við afgreiðslu nýju ríkisábyrgðarlaganna, bar Pétur Blöndal fram tillögu um að lögunum skyldi vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu, en sú tillaga var felld, með 33 atkvæðum gegn 30.
Í yfirlýsingu sinni, vegna synjunar staðfestingar þessara sömu laga, segir Ólafu Ragnar Grímsson, að "yfirlýsingar á Alþingi og áskoranir sem forseta hafi borist frá einstökum þingmönnum, sýni að vilji meirihluta alþingismanna sé að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um lögin."
Það verða að teljast mikil tíðindi frá forsetanum, að hann hafi undir höndum áskoranir nógu margra þingmanna sem greiddu atkvæði á Alþingi gegn þjóðaratkvæði, sem sýni að meirihluti alþingismanna vilji að málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Í anda opinnar og gagnsærrar stjórnsýslu þyrfti að upplýsa hvaða þingmenn þetta eru, sem ekki þora að standa við sannfæringu sína í þinginu, en leita strax á eftir til forsetans með beiðni um að hann ógildi atkvæði þeirra í alvarlegum atkvæðagreiðslum.
Einn slíkur þingmaður, Ásmundur Einar Daðason, skrifaði sig á áskorendalista InDifence, en eftir er að upplýsa hverjir sneru sér beint til forsetnans, með slík aflátsbréf.
![]() |
Segir meirihluta þingmanna vilja þjóðaratkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
5.1.2010 | 13:34
Merk tíðindi og nokkuð óvænt
Ólafur Ragnar hefur nú synjað staðfestingar á breytingnarlögunum um afnám flestra fyrirvaranna við ríkisábyrgðina á skuldum Landsbankans og kom sú ákvörðun forsetans mörgum á óvart, vegna tengsla hans við ríkisstjórnarnefnuna, en hann er í raun guðfaðir hennar.
Vilji þjóðarinnar varðandi þessa lagasetningu var algerlega skýr, en í öllum skoðanakönnunum hefur komið fram, að 70% landsmanna voru henni algerlega andvígir og tæpur fjórðungur kjósenda hafði undirritað áskorun á forsetann að skjóta þessari lagasetningu til þjóðarinnar til afgreiðslu.
Þrá Ólafs Ragnars eftir virðingu almennings og ekki síður að komast á spjöld sögunnar, sem dáður fulltrúi þjóðarsálarinnar, réði fyrst og fremst afstöðu hans, fremur en umhyggja fyrir ríkisstjórninni, sem hann hefur þó nokkuð örugglega verið búinn að tryggja, að myndi ekki segja af sér í framhaldinu.
Enginn hefur krafist afsaganar stjórnarinnar vegna þessa máls og nú er áríðandi að þjóðin standi saman í þjóðaratkvæðagreiðslunni og felli lögin úr gildi með yfirgnæfandi meirihluta. Það mun sýna Bretum og Hollendingum að þjóðin lætur ekki bjóða sér hvað sem er í þessu máli, en er samt tilbúinn til að taka á sig viðráðanlegar byrðar til þess að leysa hnútinn.
Eftir að þjóðin verður búin að fella lögin úr gildi, er áríðandi að ný samninganefnd, studd af öllum stjórnmálaflokkum, verði skipuð til þess að ljúka málinu endanlega í sátt við þjóðina, sem orðin er fullsödd á þeim yfirgangi, sem henni hefur verið sýnd af hálfu Breta, Hollendinga, Norðurlandanna, ESB og AGS.
Það sem sagt var í sjálfstæðisbaráttunni, er enn í fullu gildi: "Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér."
![]() |
Telur þetta leiða til sáttar meðal þjóðarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2010 | 09:57
Í anda opinnar umræðu
Ólafur Ragnar Grímsson hefur tileinkað sér það sem ríkisstjórnarnefnan kallar opna og gagnsæja stjórnsýslu, en hún felst í því að leyna öllu, sem hægt er að leyna, blekkja um annað og segja ósatt, þegar það hentar.
Ólafur hefur nú steinþagað í fimm sólarhringa um hvað hann er að pukrast með staðfestingu sína eða höfnun á lögunum um að falla frá flestum fyrirvörum ríkisábyrgðarinnar á skuldum Landsbankans, en lætur nú boð út ganga um að hann ætli að opinbera hugsanir sínar í beinni fjölmiðlaútsendingu skömmu fyrir hádegið í dag.
Þar sem forsetinn er frekar gefinn fyrir athyglina, sem honum tekst að beina að sjálfum sér, þá boðar hann alla fjölmiðla veraldar í hlaðið á Bessastöðum til að hlýða á boðskapinn, en gefur samt ekkert upp um það, um hvað prédikunin á að fjalla.
Í anda opinnar umræðu neitar embættið að gefa upp, um hvað blaðamannafundurinn á að fjalla.
Svona ástand þjónar athyglissýki og lund Ólafs Ragnars best og nærir sjálfsálit hans betur en nokkuð annað.
![]() |
Beðið eftir forseta Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.1.2010 | 16:43
Baktjaldamakkið á fullu skriði
Í gær var því velt upp, að eina skýringin á þessari lögnu töf Ólafs Ragnar á samþykkt eða höfnun laganna um afnám ríkisábyrgðarfyrirvaranna á þrælasamningnum við Breta og Hollendinga, væri að hann stæði í pólitísku plotti á bak við tjöldin.
Þetta er nú komið í ljós og til þess að vera ekki með óþarfa endurtekningar, vísast á færsluna hérna
![]() |
Hitti Jóhönnu og Steingrím |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2010 | 16:11
Rógsherferð gegn InDefence undirskriftum
Undanfarna daga hafa ýmsir reynt að dreifa óhróðri um undirskriftasöfnun InDefence til áskorunar á forsetann að hafna staðfestingar á lögunum um afnám fyrirvaranna við ríkisábyrgðina á skuldum Landsbankans.
Ríkisútvarpið hefur verið duglegt í fréttaflutningi af einum og einum aðila, sem segir nafn sitt hafa verið sett á listann án sinnar vitundar og ýmsir bloggarar, sem styðja þrælasamninginn, hafa verið iðnir við að gera lítið úr áskorendalistanum.
Nú birtir mbl.is frétt um eina undirskrift, sem einhver hefur sett inn á listann í leyfisleysi og verður það að teljast ansi vel í lagt, ef birta á sérstaka frétt um hvert einasta nafn, sem sama kynni að vera ástatt um.
Ekki var hægt að senda inn nema fjögur nöfn úr hverri tölvu, þannig að ekki voru miklir möguleikar á að senda önnur nöfn, en heimilismanna á hverjum stað, þó aldrei sé hægt að útiloka að óprúttnir náungar misnoti aðstöðu sína til falsana.
Ekki er ólíklegt, að slíkir aðilar komi fram núna til að rægja aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar.
![]() |
Ráðuneyti skráð á lista InDefence |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.1.2010 | 10:35
Vinnur ekki um helgar
Líklegasta skýringin á því, að Ólafur Ragnar er ekki búinn að afgreiða lögin, sem ríkisstjórnarnefnan skutlaði til hans, til undirritunar á gamlársdag, er sú, að sem ríkisstarfsmaður vinnur hann ekki um helgar, enda fær hann ekki greitt sérstaklega fyrir aukavinnu.
Nú, þegar frídagarnir eru liðnir og ný vinnuvika runnin upp, má gera ráð fyrir að forsetinn taki til hendinni og afgreiði, í réttri röð, þau erindi, sem inná borð hafa borist síðan hann fór í jólafríið.
Opinberir starfsmenn, eins og forsetinn, afgreiða ekki vinnutengd erindi á frídögum, sérstaklega ekki þegar búið er að skera niður fasta yfirvinnu og aðrar sporslur hjá starfsfélögunum hjá hinu opinbera.
Stéttarvitundin er í góðu lagi á Bessastöðum.
![]() |
Jaðrar við stjórnarskrárbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.1.2010 | 08:34
Stækkunin fagnaðarefni
Nýlega loguðu bloggheimar af vandlætingu yfir því, að til stæði að gera samninga um gagnaver á Suðurnesjum, vegna þess að Björgólfur Thor Björgólfsson væri þar á meðal hluthafa. Gagnaverið á að rísa á því svæði, þar sem mest er atvinnuleysið á landinu og á að skapa á annað hundrað störf, en á því svæði munar um minna.
Nú verður fróðlegt, að fylgjast með umræðunni um stækkun verksmiðju lyfjafyrirtækisins Actavis í Hafnarfirði, en hana mun eiga að stækka um helming, þannig að framleiðslan fari úr milljarði taflna í 1,5 milljarða. Fram kemur í fréttinni, að: "Hjá Actavis á Íslandi starfa um 580 manns, en samanlagður starfsmannafjöldi fyrirtækisins er tæplega 11 þúsund í 40 löndum. Stærsti hluti starfsmanna fyrirtækisins hér á landi fæst við þróun samheitalyfja, en um 160 manns starfa í verksmiðjunni, sem er í Hafnarfirði."
Þetta er sannkallað þekkingarfyrirtæki og skapar afar mörg og verðmæt störf, sem nú er sár vöntun á hérlendis.
Eigandi fyrirtækisins, síðast þegar fréttir bárust, var Björgólfur Thor Björgólfsson.
![]() |
Mikil stækkun fyrirhuguð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.1.2010 | 23:48
Um hvað er Ólafur Ragnar að hugsa?
Ekkert heyrist ennþá frá Bessastöðum um hvernig Ólafi Ragnari gengur að hugsa. Nú hefur hann haft fjóra sólarhringa til umþóttunar, eftir að frumvarpið var samþykkt og átta mánuði þar áður.
Það eina, sem getur skýrt þennan drátt, er leynimakk á bak við tjöldin um afdrif ríkisstjórnarinnar, ef hann neitar að staðfesta lögin. Honum er alveg sama um afdrif Samfylkingarinnar, en honum er annt um að VG verði áfram í ríkisstjórn og er væntanlega að kanna allar leiðir til þess að af því geti orðið.
Takist honum að sannfæra Steingrím J., mun hann reyna að koma saman nýrri stjórn, annaðhvort minnihlutastjórn VG, stjórn VG og Framsóknar með stuðningi Sjálfstæðisflokks og ef ekkert af því gengur upp, þá þjóðstjórn.
Ólafur Ragnar hefur beitt forsetaembættinu skefjalaust í pólitískum tilgangi og enginn þarf að efast um að nú er í gangi einhvers konar pólitískt plott af hans hálfu, því ekkert óttast hann meira, en að missa það traust, sem hann heldur að þjóðin beri til hans. Hann vill ekki trúa, að hafi hann einhverntíma notið trausts, er hann löngu búinn að glata því öllu.
Mest af öllu myndi hann vilja hafna lögunum staðfestingar, en gangi hans pólitíski skollaleikur ekki upp, mun hann samþykkja þau.
Hann mun ekkert gera, sem veldur því að VG-liðar hrökklist úr ráðherrasætunum.
![]() |
Forsetinn leiti álits lögmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
3.1.2010 | 19:08
Láta eins og Ólafur Ragnar sé að hugsa
Stjórnarþingmenn taka fullan þátt í áramótasýningu leikstjórans á Bessastöðum og láta eins og þeim þyki sjálfsagt að Ólafur Ragnar hugsi, en það gefur til kynna að það sé óvenjulegt. Það er óþarfa skens á forsetann og varla hluti af handritinu.
Nú er farið að koma því á kreik, að ef málinu yrði vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu, þá myndu Bretar og Hollendingar segja samningnum upp einhliða, en þvert á það, sem áróðursmeistarar ríkisstjórnarnefnunnar halda, þá er það einmitt það, sem kæmi þjóðinni best.
Færu Bretar og Hollendingar þá leið, sem ólíklegt er að þeir geri, þá gæfist kostur á því að semja upp á nýtt og komast að betri niðurstöðu, en Svavar Gestsson og Indriði H. Þorláksson létu senda sig með heim, vegna þess að þeir nenntu ekki að hafa málið hangandi yfir sér lengur.
Nú er einnig byrjað að gera lítið úr undirskriftarsöfnun Indifence og hópnum sjálfum, til þess að reyna að minnka vægi áskorannanna.
Þetta er allt hluti af sama sjónleiknum, sem enginn veit hvenær endar, nema leikstjórinn sjálfur.
![]() |
Ekkert við frestinum að gera |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)