Um hvað er Ólafur Ragnar að hugsa?

Ekkert heyrist ennþá frá Bessastöðum um hvernig Ólafi Ragnari gengur að hugsa.  Nú hefur hann haft fjóra sólarhringa til umþóttunar, eftir að frumvarpið var samþykkt og átta mánuði þar áður.

Það eina, sem getur skýrt þennan drátt, er leynimakk á bak við tjöldin um afdrif ríkisstjórnarinnar, ef hann neitar að staðfesta lögin.  Honum er alveg sama um afdrif Samfylkingarinnar, en honum er annt um að VG verði áfram í ríkisstjórn og er væntanlega að kanna allar leiðir til þess að af því geti orðið.

Takist honum að sannfæra Steingrím J., mun hann reyna að koma saman nýrri stjórn, annaðhvort minnihlutastjórn VG, stjórn VG og Framsóknar með stuðningi Sjálfstæðisflokks og ef ekkert af því gengur upp, þá þjóðstjórn.

Ólafur Ragnar hefur beitt forsetaembættinu skefjalaust í pólitískum tilgangi og enginn þarf að efast um að nú er í gangi einhvers konar pólitískt plott af hans hálfu, því ekkert óttast hann meira, en að missa það traust, sem hann heldur að þjóðin beri til hans.  Hann vill ekki trúa, að hafi hann einhverntíma notið trausts, er hann löngu búinn að  glata því öllu.

Mest af öllu myndi hann vilja hafna lögunum staðfestingar, en gangi hans pólitíski skollaleikur ekki upp, mun hann samþykkja þau.

Hann mun ekkert gera, sem veldur því að VG-liðar hrökklist úr ráðherrasætunum.


mbl.is Forsetinn leiti álits lögmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú eru menn farnir að reyna að tala niður skráningar á InDefence... Hvar er Gallup og afhverju eru þeir ekki að gera kannanir til að leiða í ljós, svo óumdeilanlegt sé, hvað stór hluti þjóðar vill kjósa um þetta?

íslendingur (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 23:52

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Talaðu nú fallega um forseta þinn Axel eins og flokksmenn þínir hafa tekið upp nú síðustu daga..

Það er aldrei að vita....

hilmar jónsson, 3.1.2010 kl. 23:53

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hilmar, er það ekki það, sem hann þráir heitast, að vera elskaður og dáður af öllum?

Hann hefur a.m.k. látið sem svo sé, fram að þessu.

Axel Jóhann Axelsson, 3.1.2010 kl. 23:55

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Veit ekki með elskaður, en ég held að enn sé hann dáður af nokkuð mörgum.

Meira að segja Baldur Hermannsson hrífst af honum.

hilmar jónsson, 3.1.2010 kl. 23:58

5 Smámynd: Skúli Víkingsson

Meðan athyglin beinist að Ólafi Ragnari Grímssyni er hann ánægður.

Skúli Víkingsson, 4.1.2010 kl. 00:01

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Skúli, það er hárrétt.   Eina hugsjón hans og áhugamál er nefninlega Ólafur Ragnar Grímsson.

Axel Jóhann Axelsson, 4.1.2010 kl. 00:03

7 identicon

Þessi umhugsunarfrestur er sem skerandi þögn og gjörsamlega ólíðandi. Við sem þurfum að greiða þennan viðbjóð eigum fullan rétt á að vita hvað gengur á þarna á Svínastöðum!

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 00:15

8 identicon

"Honum er alveg sama um afdrif Samfylkingarinnar, en honum er annt um að VG verði áfram í ríkisstjórn og er væntanlega að kanna allar leiðir til þess að af því geti orðið."

Staldraði við þessa setningu hjá þér. Var það ekki einmitt kosningamaskína Baugs og Samfylkingarinnar sem kom honum í embætti? Voru það ekki menn á borð við Róbert Marshall og Einar Karl Haraldsson sem stýrðu framboðinu?

Ólafur hefur alla tíð verið forseti Samfylkingarinnar og útrásravíkinganna (fyrst og fremst Baugs)... aldrei Vinstri-Grænn.

Diddi (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 00:20

9 identicon

"aldrei Vinstri-Grænna" átti þetta að vera þarna í lokin.

Diddi (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 00:22

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

LOL - voðalega skjálfa menn, vegna þess að Forsetinn, vill að menn líti ekki á sig sem einhvern stimpilpúða.

Hann annað hvort segir "já" eða "nei".

Ef hann segir "já" - þá var hann einfaldlega að minna á að ekki eigi að láta sem, hann skipti ekki máli.

Ef hann segir "nei" - þá ef til vill, er honum alvara með, að forsetaembættið sé jafnrétthátt Alþingi.

En, skv. stjórnskipun Íslands, er það algerlega jafnrétthátt - og hann er einnig þjóðkjörinn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.1.2010 kl. 00:52

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Einar, það er nú oftúlkun, sem ekki hefur verið haldið fram fyrr, að forsetaembættið sé jafnrétthátt og Alþingi.  Ef svo væri, þá væri nóg að hafa einvald á Bessastöðum.

Axel Jóhann Axelsson, 4.1.2010 kl. 02:17

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Forseta embættið, er jafnrétthátt.

Þetta snýst um jafnvægi í kerfinu, þ.e. valdajafnvægi, að til séu staðar fleiri en einn, jafnrétthaír pólar, sem takast á.

Þ.e. alger forsenda að þeir sú jafnréttháir, til að kerfið gangi upp. 

Með öðrum orðum, að enginn einn þeirra, sé allsráðandi.

Forsetinn, hefur mjög takmörkuð völd, en hann hefur þessi tilteknu, sem akkúrat þjónar hlutverkinu, að vera tékk á vald Alþingis.

-----------------------------

Þetta er akkúrat hlutverk jafnrétthárra póla, að tékka hvern annan.

Við vitum alveg, að eins og Alþingi virkar, er það mjög - mjög sterk stofnun, síðan er það venjan að meirihlutinn - þ.e. nánar tiltekið ríkisstjórnin í raun ráði, og það sé í raun framkvæmdavaldið sem sé allsráðandi, í gegnum það að stjórna Alþingi.

Staðreyndin er reyndar sú, að tékkar og ballansar, hafa verið mjög veikir hérlendis lengi. Framvkæmdavaldið, hefur í reynd verið nær allsráðandi.

Forsetinn, og dómskerfið, eru þá þau tékk á þess vald, sem eftir eru. Þau verða að vera til staðar, því annars er hætta á einræði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.1.2010 kl. 13:29

13 Smámynd: Elle_

Ég held ekki að forsetinn sé það óheiðarlegur, Axel Jóhann.   Held hann sé í alvöru að skoða Icesave málið sjálft og það er ekkert lítið verk.  Munum hvað gögn voru að koma fram seint.  Gögn voru að koma til lokadags og Alþingi sjált hafði ekki haft tækifæri til að lesa þau þegar Icesave-stjórnin pindi ólögin í gegn.   Hann á að fá frið og nægan tíma og það er fáránlegt að mínum dómi hvað fólk er að ýta eftir niðurstöðunni hans.   Líttu á Vilhjálm Egilsson sem nánast heimtar niðurstöðu eftir hans höfði. 

Elle_, 4.1.2010 kl. 18:57

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

ElleE, ekki sé ég sérstaklega eftir tímanum sem Ólafur Ragnar tekur sér í sína pólitísku skollaleiki.

Hitt er alveg víst, að hann er einn mesti tækifærissinni, sem tekið hefur þátt í stjórnmálum á Íslandi og þó víðar væri leitað.   Það sýndi hann allan sinn feril í stjórnmálum og það hefur hann sýnt allan sinn forsetaferil.

Ólafur Ragnar Grímsson hefur engar hugsjónir nema sjálfan sig og sína hagsmuni.

Axel Jóhann Axelsson, 4.1.2010 kl. 19:18

15 Smámynd: Elle_

Forsetaembættið verður að vera janfrétthátt stjórninni.   Það væri ekkert þarna sem öryggisventill fyrir þjóðina og akkúrat GEGN stjórnvöldum ef það væri valdaminna. 

Forsetinn væri sterkur gegn kúgurunum okkar, innanlands og utan, ef hann hafnar að skrifa undir.   Honum mun þannig takast að sýna þeim að við erum ekki öll skríðandi aumingjar. 

Hví heldur fólk að forsetaembættið sé þarna samkvæmt sjórnarskránni og gefi honum synjunarleyfi???   Það er ekki út í loftið.   Hann hefur það vald.  

Elle_, 4.1.2010 kl. 19:27

16 Smámynd: Elle_

Axel Jóhann, fyrirgefðu, ég var akkúrat að skrifa á meðan þú varst að skrifa og var ekki að svara, heldur bæta við.   Ég vil ekki dæma forsetann okkar tækifærissinna.  

Elle_, 4.1.2010 kl. 19:30

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

ElleE, ekki dreg ég í efa, að hann hafi þetta vald og vona innilega að hann synji lögunum staðfestingar.

Afgreiðsla hans á þessu máli, snýst ekki í hans huga um hagsmuni þjóðarinnar, heldur hans eigin hagsmuni.

Axel Jóhann Axelsson, 4.1.2010 kl. 19:38

18 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ekki það:

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.

26. gr. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.

Ákvæðið er alveg skýrt orðað.

Á hinn bóginn, hafa fulltrúar framkvæmdavaldsins, lengir leitast við að skilgreina það í burtu.

Áður en Ólafur Ragnar, synjaði fjölmiðlalögunum, var blaðrið á þá leið, að því hafi aldrei verið beitt - það væri dauður bókstafur - að um það gilti að samþykki ráðherra þyrfti - að forsetinn heðfi í reyn ekki þetta vald því það gengi gegn hefðum að beita því - að ef forsetinn beitti því væri hann að rjúfa friðinn um forsetaembættið.

Kannast einhver við þessa umræðu - rímar hún við umræðuna í dag?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.1.2010 kl. 19:51

19 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Einar, ertu ekki að misskilja mig eitthvað?

Ég sagði í síðustu athugasemd:  "ElleE, ekki dreg ég í efa, að hann hafi þetta vald og vona innilega að hann synji lögunum staðfestingar."

Axel Jóhann Axelsson, 4.1.2010 kl. 20:05

20 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Má vera, en hitt er staðreynd, að framkvæmdavaldið hefur lengi leitast við, að koma í veg fyrir beitingu valds forsetans.

Eða, hafa menn gleimt offorsinu í DO og HÁ þegar Vigga ætlaði að bíða með að skrifa undir tiltekið frumvarp, þ.e. taka sér frí á kvennafrídaginn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.1.2010 kl. 21:59

21 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta voru bráðabirgðalög á flugfreyjuverkfall, sem hún vildi fresta að staðfesta til næsta dags.  Það var Matthías Bjarnason, sem tók því afar illa og hótaði afsögn, ef ekki yrði skrifað undir strax og það gerði Vigdís þrem tímum eftir að hún móttók skjalið.  Hún hafði aldrei gefið í skyn, að hún ætlaði að synja lögunum staðfestingar.

Í þá tíð hvarflaði ekki að neinum, að forseti myndi nokkurn tíma beita neitunarvaldinu.  Fram að Ólafi Ragnari hafði enginn haft hugmyndaflug, til þess að láta það hvarfla að sér.

Axel Jóhann Axelsson, 4.1.2010 kl. 23:14

22 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. alveg rétt.

Óli, hefur virkjað þennan rétt - og um leið svarað spurningunni, um hvort hann sé til staðar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.1.2010 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband