Vinnur ekki um helgar

Líklegasta skýringin á því, að Ólafur Ragnar er ekki búinn að afgreiða lögin, sem ríkisstjórnarnefnan skutlaði til hans, til undirritunar á gamlársdag, er sú, að sem ríkisstarfsmaður vinnur hann ekki um helgar, enda fær hann ekki greitt sérstaklega fyrir aukavinnu.

Nú, þegar frídagarnir eru liðnir og ný vinnuvika runnin upp, má gera ráð fyrir að forsetinn taki til hendinni og afgreiði, í réttri röð, þau erindi, sem inná borð hafa borist síðan hann fór í jólafríið.

Opinberir starfsmenn, eins og forsetinn, afgreiða ekki vinnutengd erindi á frídögum, sérstaklega ekki þegar búið er að skera niður fasta yfirvinnu og aðrar sporslur hjá starfsfélögunum hjá hinu opinbera.

Stéttarvitundin er í góðu lagi á Bessastöðum.

 


mbl.is Jaðrar við stjórnarskrárbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður !

Eiræikur Tómasson ætti nú að lesa stjórnarskránna betur...

26. gr. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu

 LOL

afb (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 12:05

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þarna stendur reyndar að lagafrumvörp skuli lögð fyrir "forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi."

Miðað við textann, þá hefur ríkisstjórnin tvær vikur til að ganga frá lagafrumvarpinu til forseta, en ekkert segir annað, en að hann skuli staðfesta það strax.   Þegar stjórnarskráin var samþykkt, hefur sjálfsagt þótt rétt, að gefa góðan tíma til að vélrita og ganga snyrtilega frá lögum, áður en hestarnir væru söðlaðir fyrir reiðtúrinn til Bessastaða.  Eins kemur oft fyrir, að tugir lagabreytinga séu samþykktar á lokadögum þingsins og þó nú sé hægt að ganga frá öllu í tölvum á stuttum tíma, var ekki svo, hérna áður fyrr.

Í raun segir textinn ekki nákvæmlega hvenær forsetinn á að staðfesta eða hafna lögum, en ekkert bendir samt til þess, að hann geti, eða megi, taka sér allan þann tíma, sem honum sjálfum sýnist, til þess.

Axel Jóhann Axelsson, 4.1.2010 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband