Kjósa ekki eftir sannfæringu sinni

Þingmenn sverja eið að stjórnarskránni, sem leggur þeim þá skyldu á herðar, að kjósa ávallt eftir sannfæringu sinni.

Við afgreiðslu nýju ríkisábyrgðarlaganna, bar Pétur Blöndal fram tillögu um að lögunum skyldi vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu, en sú tillaga var felld, með 33 atkvæðum gegn 30.

Í yfirlýsingu sinni, vegna synjunar staðfestingar þessara sömu laga, segir Ólafu Ragnar Grímsson, að "yfirlýsingar á Alþingi og áskoranir sem forseta hafi borist frá einstökum þingmönnum, sýni að vilji meirihluta alþingismanna sé að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um lögin."

Það verða að teljast mikil tíðindi frá forsetanum, að hann hafi undir höndum áskoranir nógu margra þingmanna sem greiddu atkvæði á Alþingi gegn þjóðaratkvæði, sem sýni að meirihluti alþingismanna vilji að málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í anda opinnar og gagnsærrar stjórnsýslu þyrfti að upplýsa hvaða þingmenn þetta eru, sem ekki þora að standa við sannfæringu sína í þinginu, en leita strax á eftir til forsetans með beiðni um að hann ógildi atkvæði þeirra í alvarlegum atkvæðagreiðslum.

Einn slíkur þingmaður, Ásmundur Einar Daðason, skrifaði sig á áskorendalista InDifence, en eftir er að upplýsa hverjir sneru sér beint til forsetnans, með slík aflátsbréf.


mbl.is Segir meirihluta þingmanna vilja þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Hvaða skoðun hefur t.d. Atli Gíslason á þessu sem tók sér frí á hentugum tíma ? og eins hefði það farið svo að ef þeir 2 þingmenn sem kusu gegn þjóðaratkvæði en með frumvarpinu hefðu kosið með þá hefði málið geta farið 30-33 í stað 33-30 (þ.e. tillagan um þjóðaratkvæði).

Ásmundur Daði kaus með þjóðaratkvæðagreiðslu en síðan gegn sjálfu frumvarpinu og skráði sig á listann sem hann og lofaði að gera í sinni ræðu.  Það að kjósa með þjóðaratkvæðagreiðslu en síðan gegn frumvarpinu eins og hann gerði ásamt einum öðrum þingmanni er auðvitað mjög sérstakt.

Jón Óskarsson, 5.1.2010 kl. 14:27

2 identicon

Oft hef ég velt fyrir mér hvort forsetinn, sem er stjórnmálafræðingur þegar ég gáði síðast, meinar það sem hann segir. Það var greitt atkvæði um það á þinginu hvort vísa ætti málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu og það var fellt. Hvernig getur hann þá sagt að hafi verið meirihluti fyrir því á þinginu? Veit hann sem sagt betur hvað þingmenn vilja en þeir sjálfir í atkvæðagreiðslum? Spyr sá sem ekki veit.

Sigurður (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 14:33

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ásmundur Daði kaus með þjóðaratkvæðagreiðslu,  og með frumvarpinu sjálfu, þ.e. hann samþykkti lögin, en skoraði svo á forsetann að fella þau.

Einhverjir fleiri stjórnarþingmenn, sem kusu með lagasetningunni, hafa síðan sent áskoranir beint til forsetans, eftir því sem hann segir, og skorað á hann að hafna lögum, sem þeir voru nýbúnir að samþykkja.

Axel Jóhann Axelsson, 5.1.2010 kl. 14:36

4 Smámynd: corvus corax

Það er ótrúlegt hve fólk er illa að sér í lestri þessa dagana. Forsetinn felldi ekki löginn og hafnaði þeim ekki. Hann staðfesti þau hins vegar ekki og vísaði þeim þar með til umsagnar þjóðarinnar. Það segir ekkert um persónulega afstöðu forsetans til laganna sjálfra, segir ekkert um hvort þau verði staðfest eða þeim hafnað. Það mun þjóðin gera í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eins virðist fólk ekki skilja það að með því að hafna því að staðfesta lögin er forsetinn að vísa þeim til þjóðarinnar og þá hefur ríkisstjórnin eða þingið ekkert með það að gera að draga lögin til baka eða neitt slíkt. Þegar þingið samþykkti lögin fóru þau skv. stjórnarskrá til forseta sem síðan annaðhvort staðfestir þau sem lög með undirskrift sinni eða vísar þeim til ákvörðunar meirihluta þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu. Eftir að lögin fóru frá þinginu til forsetans hefur þingið ekkert um ferlið að segja, málið er þá úr höndum þingsins þannig að hvorki þingið né ríkisstjórnin hefur neina heimild til að ráðskast með lögin meira og þar með enga lögsögu til að draga þau til baka. Synjun forseta er aðgerð sem vísar lögunum til þjóðarinnar án frekari afskipta þings, ríkisstjórnar eða forseta. Þegar Drullusokkafélag Oddssonar dró til baka fjölmiðlalögin eftir synjun forseta á staðfestingu þeirra braut ríkisstjórnin gegn stjórnarskránni því hún kveður skýrt á um að þar með vísist málið til þjóðarinnar. Ríkisstjórn, þing eða forseti hafa engan umsýslurétt með lögin, eftir synjun eru þau á löglegri leið til þjóðarinnar. 

corvus corax, 5.1.2010 kl. 14:54

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvaða fólk er svona illa að sér í lestri?

Þetta er fyrst og fremst orðhengilsháttur, um hvort forsetinn hafnar lögum, eða synjar þeim staðfestingar, en merkingin er sú sama, því samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar skal vísa málum, sem forsetinn synjar staðfestingar, til þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Auðvitað þarf forsetinn margoft að staðfesta lög, sem hann er ekki sammála, en í ævisögu Ólafs Ragnars kemur fram, að hann synjaði fjölmiðlalögunum staðfestinar, ekki síst til þess að lækka rostann í Davíð Oddssyni.  Kannski að hann sé að þessu núna, til að lækka rostann í Jóhönnu Sig. og Steingrími J.

Eftir sem áður hefur Alþingi vald til þess að setja lög og þar með heimild til að fella lög úr gildi, enda er það gert á hverju ári, þ.e. að setja ný lög og fella eldri lög úr gildi.  Alþingi þarf ekki að spyrja forsetann um leyfi til þess að fella lög úr gildi.

Axel Jóhann Axelsson, 5.1.2010 kl. 15:12

6 Smámynd: Jón Óskarsson

Já mér varð á fyrir mistök að snúa hlutunum við áðan varðandi Ásmund Daða :)  Er nokkur furða að maður ruglist á já og nei þegar menn sem eru á þingi þekkja ekki muninn sjálfir :)

Jón Óskarsson, 5.1.2010 kl. 15:16

7 identicon

Er ekki refsivert að svíkja eystað alþingis, þarf ekki lögregluransókn, ef rökstuddur grunur reynist á glæp.  Og ef forsetinn segir það, vaknar þá ekki rökstuddur grunur sem þarf að fylgja eftir með yfrirheirslum á Ólafi. Er það ekki skylda lögreglunar, eða skiptir hollusta við þjóðina kanski engu máli.

Jói (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 15:28

8 Smámynd: corvus corax

Forseti Íslands er greinilega að láta á það reyna hvort lýðræðið sé til á Íslandi í raun og veru. Ef málskotsréttur forsetans (26. gr.) yrði tekinn út úr stjórnarskránni væri ekki lengur lýðræði á Íslandi heldur eingöngu fulltrúalýðræði. Framsal lýðræðislegs valds til fulltrúasamkundu getur aldrei kallast annað en fulltrúalýðræði en ekki lýðræði í sinni tærustu mynd, þ.e. beint lýðræði. Ætli það sé ekki einmitt það sem forsetinn er að láta reyna á frekar en að lækka rostann í einum eða neinum

corvus corax, 5.1.2010 kl. 15:31

9 Smámynd: corvus corax

...og þetta með orðhengilsháttinn: Forsetinn vísaði staðfestingu eða synjun laganna til þjóðarinnar. Hann felldi ekki lögin því þau öðlast engu að síður gildi og munu því gilda áfram nema ef þjóðin hafnar þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá falla þau úr gildi.

corvus corax, 5.1.2010 kl. 15:34

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hér hefur aldrei verið haldið fram að forsetinn felli lög úr gildi, orðalagið "synjaði staðfestingar" hefur alltaf verið notað.  Hafi eitthvað annað slæðst inn, þá hefur það verið mismæli á prenti.

Það er enginn ágreiningur um merkingu 26. greinarinnar, þ.e. að við synjun á staðfestingu laga skuli þeim vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hins vegar virðist þú ekki fallast á, að Alþingi geti afnumið lög, alveg eins og það getur samþykkt lög.

Axel Jóhann Axelsson, 5.1.2010 kl. 16:03

11 Smámynd: corvus corax

Axel, hér er smá misskilningur á ferðinni. Auðvitað veit ég vel að alþingi getur afnumið lög með lögum þar um en hvorki þing né ríkisstjórn getur afturkallað lögin sem hlutu ekki staðfestingu nema að setja lög um ógildingu þeirra.

corvus corax, 5.1.2010 kl. 16:33

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er málið, það gerði ríkisstjórn Davíðs með fjölmiðlalögin og forsetinn staðfesti afturköllunarlögin.

Ef forsetinn myndi neita staðfestingar á slíkum afturköllunarlögum, þá færi málið að vandast verulega.  Þar sem afturköllunarlögin yrðu að fara fyrst í þjóðaratkvæði og yrðu felld, þá þyrfti aðra um upphaflegu lögin, nema Alþingi setti ný lög um að afturkalla afturköllunarlögin.

Þá yrði skrípaleikurinn orðinn endalaus, og þó, svona væri hægt að halda áfram til eilífðar, ef þing og forseti létu hafa sig út í vitleysuna á annað borð.

Axel Jóhann Axelsson, 5.1.2010 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband