Nú kárnar gamanið

Ólafur Ragnar Grímsson fer í opinbera heimsókn til Indlands á morgun í boði Pratibha Patil, forseta Indlands, og indverskra stjórnvalda og samkvæmt fyrri áætlunum ætlaði Össur Skarphéðinsson og embættismenn utanríkisráðuneytis að vera í föruneyti forsetans.

Fram að þessu hefur verið talið að þeim Ólafi Ragnari og Össuri hafi verið vel til vina, en þau vinabönd virðast hafa slitnað í morgun, þegar forsetinn synjaði nýju útgáfunni af þrælalögum vegna skulda Landsbankans, staðfestingar.

Össur er venjulega með allra skrafhreifustu mönnum og hefur ákaflega gaman af því að tala og ekki síst þegar hann heldur að hann sé fyndinn og sniðugur.  Nú er hann hinsvegar fámáll, þegar blaðamenn hafa samband við hann og til marks um það, er þessi setning úr fréttinni:  "„Nei,“ var svarið þegar blaðamaður mbl.is spurði Össur hvort hann ætlaði með."

Áður og fyrrum ferðuðust konungar og önnur stórmenni um héruð með trúða sér og öðrum til skemmtunar, en Ólafur Ragnar hefur venjulega haft Össur meðferðis í sama tilgangi.

Í þessari ferð verður hópurinn að skemmta sér við Bollywooddansa.

 


mbl.is Össur fer ekki með Ólafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Össu er ekki einu sinni nothæfur sem trúður ...þessi aumingi.

corvus corax, 5.1.2010 kl. 16:07

2 Smámynd: Umrenningur

Fýlupúki fljótráður

Þú ert ekki alls gáður

Farðu frá og flýttu þér

Því ég er farin að finn´á mér

Höfundur óþekktur, en þekkir trúlega Össur

Umrenningur, 5.1.2010 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband