Nú reynir á samstöðuna

Strax er byrjað að rigna yfir íslendinga bölbænum og hótunum úr öllum áttum, ekki bara frá Bretum og Hollendingum, heldur frá norðurlöndunum og AGS.  Norðurlöndin gáfu strax út þá tilkynningu, að þau myndu hafa samráð við Breta og Hollendinga um framhald lánveitinga til landsins og Berlinske Tidende spáir Íslandi efnahagslegu svartholi og Aftenposten í Noregi segir að nýr kafli í íslensku sorgarsögunni sé að hefjast.

Stjórnarþingmenn í Hollandi krefjast þess að Ísland verði sett í viðskiptabann og breski bankamálaráðherrann gefur út þá yfirlýsingu að felli þjóðin þrælalögin úr gildi í þjóðaratkvæðagreiðslu, muni AGS hætta allri aðstoð við uppbyggingu efnahags Íslands og lánveitingar sjóðsins verði afturkallaðar.

Enginn reiknaði með að Bretar og Hollendingar yrðu ánægðir með synjun forsetans á staðfestingu laganna, en reikna hefði mátt með, að fulltrúar þessara þjóða teldu upp að tíu, áður en þeir færu að ausa úr skálum reiði sinnar og hóta þjóðinni öllu illu, allt að beinum hernaðaraðgerðum.

Næsta skerf í málinu af hálfu Íslendinga hlýtur að vera að skipa nýja samninganefnd, studda af öllum flokkum, til að leiða málið til lykta og jafnvel að fá eitthvern alþjóðlegan sáttasemjara til milligöngu, enda viðsemjendurnir varla viðræðuhæfir, eins og mál standa.

Þegar málið er komið í þennan farveg, verða Íslendingar að standa saman sem einn maður og sýna umheiminum að hún láti ekki kúga sig til að ganga lengra, en lögin frá 28. ágúst s.l. gera ráð fyrir.


mbl.is Segja efnahagslegt svarthol blasa við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já endilega að senda fleiri samninganefndir. Ég er viss um að Bretar og Hollendingar eru æstir í semja aftur -- og bjóða okkur örugglega miklu betri díl -- og þegar forsetinn neitar að skrifa undir það þá sendum við bara ennþá betri samninganenfd. Þessir skriffinnar í Haag og London hafa hvort eð er ekkert annað gera en að semja við Íslendinga.

Sigurður (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 17:25

2 identicon

Hvernig væri nú að fara að hlusta á aðra? Manni sýnist helst að bloggarar haldi að Icesave verði bara ýtt út af borðinu ef við kynnum okkar málstað, en þegar öll heimspressan og allar nágrannaþjóðir okkar eru á einu máli um að þetta sé tómt glapræði hjá okkur, þá er lausnin að senda nýja samninganefnd. Hvílík bjartsýni -- eða skyldi ég segja frekar einfeldni?

Þórunn Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 17:28

3 identicon

Látið ekki hótanir nýlenduveldana Bretlands og Hollands hræða ykkur. Ef þeir virkilega vilja bara fá borgað þá væru þeir löngu búnir að skrifa undir fyrri samkomulag sem við samþykktum. Ekkert flóknara en það !

Þeir höfðu aldrei áhuga á að fa "bara borgað" til baka. Þeir vilja bita af kökunni Íslandi. Þeirra tap er mun meira en okkar ef þeir fara í stríð við okkur.

Það sem núverandi (og fyrrverandi) ríkistjórnir Íslands hafa marg klikkað á er að setja margfallt meiri kynningu í gang sem úrskýrir viðhorf Íslendinga.

Ef við værum ómenntuð Afríkuþjóð þá værum við löngu búnir að skrifa undir hvað sem er og væru í raun gjaldþrota. Þessi 7 ára frestur var bara gálgafrestur og þeir sem viljdu fá hann vila bara koma sínum hlutum í höfn áður en Ísland fer svo á hausinn.

Hvort sem Ísland fer á hausinn eða ekki þá eigum við allavegana okkar verðmæti á þessu landi. Ísland er eitt meista gósenland heims. Ég rita það og skrifa með mikilli þekkingu á heiminum.

Ef stælar verða í viðsemjendum okkar áfram þá verðum við einfaldlega að læra að lifa upp á nýtt. Vöruskiptasamningar og meiri innlend frammleiðsla. Nóg höfum við af orkunni til að lifa af og nóg af matnum. Hér er allt til alls.

Már (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 17:50

4 identicon

Það er engin að tala um að borga ekki, það var bara verið að hafna þessum ósagjarna samning sem hefði sett okkur í gjaldþrot, þeir eiga áfram rétt á að fá eignir Landsbankans. Þessar hótanir Breta og Hollendinga eru svívirðilegar, það má gera mikið betri og sangjarnan samning. Auk þess snýst þetta líka um það að íslenskur almenningur á ekki að þurfa að borga fyrir gjörðir einkafyrirtækis. Réttast væri að efla til mótmæla fyrir utan sendiráð breta og hollendinga og loka íslenskum sendiráðum í þeirra löndum til að sýna þeim að við látum ekki kúga okkur og hóta.

Halli (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 18:03

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er búið að samþykkja að greiða Bretum og Hollendingum þessa "skuld", það var gert með undirritun samningsins og síðan samþykkti Alþingi ríkisábyrgð á þann samning 28. Ágúst s.l., með fyrirvörum um greiðslugetu þjóðarbúsins.

Á þá greiðslutilhögun vildu Bretar og Hollendingar ekki fallast, heldur sendu Indriða H. Þorláksson með sína eigin útgáfu af greiðsluskilmálum, þar sem ekki er tekið tillit til þeirra fyrirvara sem Alþingi var búið að samþykkja.  Þar að auki neituðu þeir að samþykkja íslenska dómstóla, en ætlast til að allur ágreiningur fari fyrir breska dómstóla.  Það er óásættanlegt fyrir Íslendinga, að lagaágreiningur um íslensk lög skuli fluttur fyrir erlendum dómstólum og er líklega brot á stjórnarskrá í þokkabót.

Auðvitað verða samningarnir teknir upp aftur, það er háttur siðaðra þjóða, að leysa út ágreiningi á þann hátt.  Hernaður, vopnaður eða efnahagslegur, gegn smáþjóð, er varla það, sem Bretar, Hollendingar, Norðurlöndin, ESB o.fl. vilja.

Samstaða þjóðarinnar er það, sem öllu skiptir núna.

Axel Jóhann Axelsson, 5.1.2010 kl. 18:43

6 identicon

Jebb, nú fer hræðsluáróðurinn að dynja á Íslendingum af alvöru.

Hann Ólafur Ragnar er snillingur!

Geir (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband