Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

ESB frestar afgreiðlu vegna Icesave

Milill hraði var á stjórnkerfinu við að semja svör við 2500 spurningum ESB vegna umsóknar Íslands að bandalaginu.  Össur Skarphéðinsson, uppistandari, lagði mikla áherslu á þennan hraða og unnu opinberar stofnanir daga og nætur til að hægt væri að skila svörunum í tíma og reyndar var þeim skilað einhverjum vikum fyrr, en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Mest lá á þessu, að sögn uppistandarans, vegna þess að Svíar gengna formennsku í framkvæmdastjórn ESB til næstu áramóta og lagði grínarinn mikla áherslu á að "vores nordiske venner" myndu koma umsókninni í "ferli" áður en þeir létu af formennskunni.

Þrátt fyrir gífurlegan fjáraustur í vinnuna við svörin, hefur ESB nú frestað því að taka umsóknina fyrir, fram í mars.  Allir sjá í gegnum skýringarnar, sem gefnar hafa verið á frestuninni, en raunveruleg ástæða fyrir henni er, að Alþingi er ekki búiða að samþykkja þrælalögin vegna skulda Landsbankans.

Til að reyna að breiða yfir raunverulega ástæðu, er umsókn Makedóníu frestað líka, en þeirra umsókn er miklu eldri en umsókn Íslands og höfðu Makedónuímenn reiknað með að þeirra umsókn yrði afgreidd eigi síðar en nú í desember.

Óhætt er að fullyrða, að Makedóníumenn kunna ekki að meta húmor uppistandara íslensku ríkisstjórnarnefnunnar.


mbl.is Ákvörðunar að vænta í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirklór og hálfsannleikur, eins og venjulega

Fjármálaráðuneytið reynir að réttlæta tölvupósta Indriða H. Þorlákssonar, fulltrúa Breta og Hollendinga í Icesavemálinu, með því, að hann  hefði einungis verið að kynna AGS, að hann væri að ræða í mesta bróðerni við bresku og hollensku þrælahöfðingjana um skuldir Landsbankans.

Ekki er útskýrt í tilkynningu Fjármálaráðuneytisins, hvers vegna leynd var yfir þessum póstum og þingmenn fengu aðeins að sjá þá, innilokaðir í sérstöku herbergi í Alþingishúsinu, að viðlögðum drengskap um að segja aldrei frá þeim, eða innihaldi þeirra.

Ef til vill var of viðkvæmt, að upplýsa að þjóðin mætti alls ekki fá vitneskju um það fyrir kosningarnar 25. apríl s.l., að til stæði að selja hana í skuldaþrældóm til áratuga og reyndar tók Indriði fram, að hún mætti alls ekki fá þessa vitneskju, fyrr en talsverður tími hefði liðið frá kosningum. 

Með þessum feluleik átti í fyrsta lagi að reka kosningaáróðurinn í friði fyrir mótmælum þjóðarinnar við skuldaþrælkunina og í öðru lagi að fá nokkurra vikna starfsfrið fyrir ríkisstjórnarnefnuna, áður en upp kæmist um baktjaldamakkið.

Eftir kosningarnar lofaði ríkisstjórnarnefnar að ástunda opna og gagnsæja stjórnsýslu og að öll mál skyldu vera uppi á borðum, þannig að almenningur væri vel upplýstur um gang mála á öllum stigum.

Þetta er fyrir löngu orðið að öfugmælum og almenningur hlær að þessu, á milli þess sem hann grætur þau örlög, sem Svavar Gestsson, Indriði H., Steingrímur J., og Jóhanna hafa búið honum.


mbl.is Vildu sýna fram á að Ísland væri að vinna að Icesave-lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hroki gagnvart dómstólum

Hagsmunasamtök heimilanna sýna mikinn hroka gagnvart Héraðsdómi Reykjavíkur í yfirlýsingu, sem samtökin hafa sent frá sér.  Saka samtökin héraðsdóm um að heimila samninga sem snúist um ólögmætt athæfi, eins og til dæmis þjófnað.

Yfirlýsingin segir þetta m.a. orðrétt:  „Í ljósi ofangreinds virðist héraðdsómur heimila að stofnað sé til samninga sem snúast um ólögmætt athæfi eins og t.d. þjófnað og þeir verði efndir með fulltingi dómskerfisins því „meginregla íslensk samninga- og kröfuréttar er að samninga beri að efna”. Verði þessi niðurstaða ofaná í öðrum sambærilegum dómsmálum er nokkuð ljóst að íslensk fjármálafyrirtæki hafa fengið ótakmarkað veiðileyfi á íslenskan almenning án ábyrgðar í nokkru formi. Hagsmunasamtök heimilanna vilja þó ítreka að héraðsdómur sem þessi hefur samkvæmt lögfræðiáliti ekki fordæmisgildi." 

Svona framkomu gagnvart dómstólum landsins geta baráttusamtök ekki leyft sér, því það er afar ámælisvert, að reyna að grafa undan tiltrú og virðingu dómstólanna, á þessum síðustu og verstu tímum.

Það er í lagi, að lýsa yfir óánægju með niðurstöður dómstóla og von um að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu, en að ásaka dómstólinn um að verja þjófnað og aðrar ólöglegar aðgerðir, er algerlega út í hött.

Hagsmunasamtökin ættu að draga þessa yfirlýsingu til baka og biðjast afsökunar á flumbruganginum.

 


mbl.is Lýsa vonbrigðum með dóm í myntkörfulánsmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Persónugerfingur ríkisstjórnarinnar

Indriði H. Þorláksson, hægri og vinstri hönd Steingríms J. er hold- og persónugerfingur ríkisstjórnarnefnunnar.

Hann er hrokafullur, fámáll, en ósannsögull þegar honum þóknast að tjá sig opinberlega.

Eftirfarandi eru dæmigerð viðbrögð Indriða við spurningum, sem til hans er beint: "Indriði gefur ekkert út á það hvort hann hafi með skeytinu reynt að fá Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að beita sér í deilunni. „Þetta er bara skeyti sem fer okkar á milli og á að vera okkar á milli.“"

Þetta lýsir vel afstöðu Indriða og húsbænda hans til þjóðarinnar.  Hún er bara lýður, sem komur ekkert við, hvað þessir miklu herrar eru að aðhafast fyrir hans hönd.

Ósannsögli, hroki og pukur, eru þeirra gjörðir, en prédika opna stjórnsýslu, gegnsæi og að allt skuli vera uppi á borðum.

Fólk er löngu farið að sjá í gegnum þetta lið og vonandi fer þeirra valdatíma að ljúka.

 


mbl.is „Eðlileg samskipti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undanþágur Íslands verði endurnýjaðar

Loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í Kaupmannahöfn á morgun og búast flestir við, að árangur verði ekki mikill, a.m.k. muni ekki veða skrifað undir nýjan loftlagssamning.

Íslendingar fengu  þá undanþágu frá Kyoto bókuninni, að þurfa ekki að draga jafn mikið úr losun kolvetnis og annarra efna, en flestar aðrar þjóðir, vegna þess hve lítið þeir losa af slíkum efnum út í andrúmsloftið og eiga því í miklum erfiðleikum með að draga mikið úr.

Nú ríður á að fulltrúar Íslands á loftslagsráðstefnunni berjist af krafti fyrir áframhaldandi undanþágu fyrir Ísland, enda þarf á næstu árum að reisa nokkur stóriðjufyrirtæki á landinu, til þess að koma Íslandi, fyrr út úr kreppunni en annars væri mögulegt.

Því miður er líklegast að ríkisstjórnarnefnar bregðist í þessu máli, eins og flestum öðrum, ekki síst vegna þess að Vinstri grænir fara með þennan málaflokk og þeir eru frægir fyrir lítið sem ekkert vit á þörfum þjóðarinnar í atvinnumálum.

Skattaóð stjórn, eins og sú sem nú situr hefur þvert á móti þá stefnu að bæta svo brjálæðislegum sköttum á atvinnulífið, ekki síst stóriðjuna, að hún mun líklegast hafa það af, að drepa niður alla atvinnustarfsemi á undra stuttum tíma.

Eina von þjóðarinnar er að losna sem fyrst undan þessari skattabrjálæðu stjórnarnefnu.


mbl.is Styttist í loftslagsráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarlegar reikningskúnstir

Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, heldur því fram, að skattbyrði millitekjufólks hækki aðeins um 1-2% og hátekjufólk um 3% að hámarki.

Þetta eru skrítnir útreikningar, eins og sjá má af neðangreindri töflu, sem sett var upp af Jóni Óskarssyn, hérna á blogginu í nóvembermánuðii:

 Miðað viðNúverandi skattkerfi Nýtt skattkerfi HækkunHækkun
 4% lsj. =(Persónu-afslátturHlutfall af(Persónu-afslátturHlutfall afskattaskatta
Laun á mánuði:Skatt-skyld launkr. 42.205)tekjum í %kr. 42.205)tekjum í %í krónumí %
150.000144.00011.3637,58%11.3637,58%00,00%
200.000192.00029.21914,61%29.21914,61%00,00%
300.000288.00064.93121,64%67.71522,57%2.7844,29%
400.000384.000100.64325,16%106.21126,55%5.5685,53%
500.000480.000136.35527,27%144.70728,94%8.3526,13%
600.000576.000172.06728,68%183.20330,53%11.1366,47%
650.000624.000189.92329,22%202.45131,15%12.5286,60%

Þarna sést svart á hvíu, að fólk með 300.000 króna mánaðarlaun mun hækka um 4,29% og síðan er hækkunin stigvaxandi og þeir sem hafa 650.000 krónur í mánaðarlaun, munu greiða 6,60% hærri skatta, en þeir gera á þessu ári.  Hér er miðað við persónuafslátt þessa árs, en hann mun væntanlega hækka um 2000 krónur á mánuði frá áramótum, en það hefði hann gert hvort sem var, hvort sem gamla álagningarkerfið hefði verið áfram við lýði, eða nýtt tekið upp.

Ofan á þetta bætast allir óbeinir skattar, sem munu hækka mikið, að ekki sé talað um fjármagstekjuskattinn, sem mun hækka um 80%, frá því sem hann var í upphafi þessa árs.

Þetta sannar, að Steingrímur J., segir sjaldan satt, nema þá óvart, einstaka sinnum.


mbl.is Skattafrumvörp til nefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvissa um 54 opinber störf?

Víkurfréttir hafa miklar áhyggjur af óvissu um 54 starfsmenn Varnarmálastofnunar, þegar hún verður lögð niður á næsta ári.

Ennþá meiri óvissa ríkir um þá 15.000, sem nú eru atvinnulausir og ekkert útlit er fyrir að fái störf á næstu árum, vegna stefnu ríkisstjórnarnefnunnar í atvinnumálum.

Utanríkisráðuneytið hefur sent út tilkynningu um þetta mál og þar kemur þetta fram:  "Samkvæmt tilkynningunni á að skipa starfshóp fimm ráðuneyta til að undirbúa það að leggja stofnunina niður og flytja verkefni hennar til annarra borgaralegra stofnana. "

Samkvæmt þessu leggst stofnunin niður, en störfin flytjast til "annarra borgaralegra stofnana" og ef að líkum lætur, verður vinnunni ekki bætt á þá starfsmenn "annarra borgaralegra stofnana", sem fyrir eru, þannig að mestar líkur eru á, að flestir starfsmenn Varnarmálastofnunar muni halda störfum sínum, þó þau færist til "annarra borgaralegra stofnana".

Áfram mun hins vegar ríkja óvissa um framtíð þeirra, sem nú eru atvinnulausir.

Fara til baka Til baka


mbl.is Óvissa um 54 störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftur verður að treysta á stjórnarandstöðuna

Nú hefur stjornarandstöðunni tekist að koma örlitlu viti fyrir ríkisstjórnarnefnuna í Icesavemálinu, með því að stjórnaraularnir hafa samþykkt að ýmis vafamál verði tekin til vandlegrar yfirferðar í Fjárhagsnefnd þingsins og til þess tekinn sá tími sem þurfa þykir.

Enn verður að treysta á stjórnarandstöðuna að koma einhverri glóru í skattahækkanabrjálæðið, sem Steingrímur J., mælir nú fyrir í þinginu.  Ótalmargt í þeim tillögum þarfnast mikillar umræðu og lagfæringar og ekki er hægt að treysta því, að stjórnarþingmenn muni geta komið með breytingartillögur, né yfirleitt að hafa skoðun á málinu, frekar en Icesavefrumvarpinu.

Það sem helst þyrfti að koma í veg fyrir, er t.d. eyðilegging staðgreiðslukerfisins, þriggja þrepa virðisaukaskattinn, tvísköttun séreignarlífeyrisgreiðslna sem fara yfir tvær milljónir á ári, afturvirkur skattur vegna skuldsettrar yfirtöku fyrirtækja, mismunandi hækkun vörugjalda eftir vörutegundum, skattlagning verðbóta og vaxtatekna eins og um laun væri að ræða og svo mætti áfram telja.

Vonandi gefur umræðan um Icesave þrælasamninginn aðeins forsmekkurinn að þeirri umræðu, sem fram þarf að fara um skattaæðið.

Erfitt er að sjá hver er að hneppa þjóðina í meiri fátækt, Bretar, Hollendingar eða íslenska ríkisstjórnardruslan.

Alla vega virðast þessir þrír aðilar hafa komið sér saman um að dýpka og lengja kreppuna hérlendis um marga áratugi, umfram það sem annars hefði orðið. 


mbl.is Rætt um skattamál á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óboðleg vinnubrögð

Ríkisstjórnarnefnan og þrælbeygðir stuðningsmenn hennar á þingi hafa haldið því fram, að ekkert nýtt hefði komið fram um Icesavesamninginn seinni og verri undanfarnar vikur.

Það er hárrétt hvað varðar stjórnarliðana þrælslunduðu, en algerlega út í hött varðandi stjórnarandstæðinga, sem bent hafa á ótal atriði, sem felast í seinni og verri samningnum og sem veikja stöðu Íslands á marga vegu og varðar lengri og harðari þrældóm íslenskra skattgreiðenda fyrir kúgarana bresku og hollensku.

Loksins tókst stjórnarandstöðunni að knýja fram frestun á afgreiðslu málsins á meðan málið verði skoðað betur og reyndar er með ólíkindum, að höfundar frumvarpsins, þ.e. Bretar og Hollendingar, hafi ekki látið fylgja frumvarpinu gögn um þau atriði, sem nú á loksins að kanna.

Vegna þess að ríkisstjórnarnefnan hefur ekki lagt neitt nýtt til málsins, undanfarnar vikur, þarf nú að fá svör við þessum spurningum:

Hvort frumvarpið samrýmist ákvæðum stjórnarskrár Íslands.

Hversu miklar fjárhagsskuldbindingar samningarnir fela í sér.

Hvaða efnahagslegar hættur fylgja því að hafa skilyrðislausa greiðsluskyldu á vöxtum.

Könnuð verði áhrif breytinga sem gerðar voru á efnahagslegu fyrirvörum.

Hvaða áhrif hafa breyttar reglur um úthlutun úr þrotabúi Landsbankans.

Hver er möguleg gengisáhætta.

Þá bendir stjórnarandstaðan á að nýjar upplýsingar varðandi mat AGS á greiðsluþoli ríkissjóðs bendi til þess að hann ráði ekki við skuldbindingar sem í samningunum felast.

Einnig bendir stjórnarandstaðan á að mat sérfræðinga í enskum lögum á texta samninganna liggi ekki fyrir.

Þá skorti lögfræðilegt mat á afleiðingum þess að ensk lög gildi um samninginn en ekki íslensk, verði látið á það reyna fyrir dómstólum.

Gjörsamlega glórulaust er, að ríkisstjórnarnefnan skuli ekki geta upplýst um þessi atriði, vegna þess að henni hafi ekki dottið í hug að athuga þau.  Það er reyndar ekki svo furðulegt í því ljósi, að Bretar og Hollendingar sömdu frumvarpið og sendu Indriða H. með það fulltilbúið til Íslands, eftir síðustu sneypuför hans á fund erlendra húsbænda sinna.

Vonandi tekst stjórnarandstöðunni að bjarga þjóðinni úr klóm hinna erlendu kúgara og hjúa þeirra, sem, að nafninu til, halda um stjórnartauma á Íslandi fyrir þeirra hönd.


mbl.is Samkomulag um afgreiðslu Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrein svik að heimta endurgreiðslu lána

Braskarinn Magnús Þorsteinsson, sem m.a. afrekaði að leggja Eimskip og fleiri fyrirtæki í rúst, er afar móðgaður út í Straum-Burðarás, vegna þeirrar ótrúlegu frekju bankans, að ætlast til að hann endurgreiði lán, sem bankinn veitti einkafyrirtæki hans. 

Vegna eignaleysis félagsins, krafðist bankinn perónulegrar ábyrgðar Magnúsar fyrir láninu, en nú segist Magnús aðeins hafa verið að gera bankanum greiða með ábyrgð sinni og þar af leiðandi séu það hrein svik, að ætlast til að lánið verði borgað.

Aðvitað bregður þessum útrásar- og innrásargarka í brún, þegar ætlast er til að einhver lán verði endurgreidd, því það tíðkaðist alls ekki hjá nokkrum einasta braskara, sem vildi standa undir nafni, að endurgreiða nokkra einustu krónu, hvað þá Evru, sem hann fékk lánaða.  Slíkt þekkist ekki meðal þessara fyrirtækjabana.

Aldrei lögðu þeir fram nokkurt eigið fé, að heitið gat, við "fyrirtækjakaup" sín, heldur var allt fjármagnað með lánum frá bönkum, sem þeir "áttu" í flestum tilfellum sjálfir.

Arðurinn, sem hægt var að sjúga út úr "nýkeyptum" fyrirtækjunum var það eina sem skipti máli, enda var yfirleitt allt eigið fé fyrirtækjanna þurrkað upp og að auki voru fyrirtækin látin taka ný lán, til þess að geta greitt út ennþá meiri arð.

Svo hétu einkabankareikningarnir því fallega nafni Aflandsreikningar.  Enginn veit hvar þeir eru vistaðir, nema þeir sem eru sérdeilis vel að sér í landsfræði.

 


mbl.is Sakar Straum-Burðarás um svik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband