Hrein svik að heimta endurgreiðslu lána

Braskarinn Magnús Þorsteinsson, sem m.a. afrekaði að leggja Eimskip og fleiri fyrirtæki í rúst, er afar móðgaður út í Straum-Burðarás, vegna þeirrar ótrúlegu frekju bankans, að ætlast til að hann endurgreiði lán, sem bankinn veitti einkafyrirtæki hans. 

Vegna eignaleysis félagsins, krafðist bankinn perónulegrar ábyrgðar Magnúsar fyrir láninu, en nú segist Magnús aðeins hafa verið að gera bankanum greiða með ábyrgð sinni og þar af leiðandi séu það hrein svik, að ætlast til að lánið verði borgað.

Aðvitað bregður þessum útrásar- og innrásargarka í brún, þegar ætlast er til að einhver lán verði endurgreidd, því það tíðkaðist alls ekki hjá nokkrum einasta braskara, sem vildi standa undir nafni, að endurgreiða nokkra einustu krónu, hvað þá Evru, sem hann fékk lánaða.  Slíkt þekkist ekki meðal þessara fyrirtækjabana.

Aldrei lögðu þeir fram nokkurt eigið fé, að heitið gat, við "fyrirtækjakaup" sín, heldur var allt fjármagnað með lánum frá bönkum, sem þeir "áttu" í flestum tilfellum sjálfir.

Arðurinn, sem hægt var að sjúga út úr "nýkeyptum" fyrirtækjunum var það eina sem skipti máli, enda var yfirleitt allt eigið fé fyrirtækjanna þurrkað upp og að auki voru fyrirtækin látin taka ný lán, til þess að geta greitt út ennþá meiri arð.

Svo hétu einkabankareikningarnir því fallega nafni Aflandsreikningar.  Enginn veit hvar þeir eru vistaðir, nema þeir sem eru sérdeilis vel að sér í landsfræði.

 


mbl.is Sakar Straum-Burðarás um svik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þarna eru hinir svokölluðu Aflandsreikningar niðurkomnir, ekki allir en margir þeirra.

P.S. Einu sinni stóð til að Bretar myndu skipta við Dani á Jómfrúareyjum og Íslandi, en þær fyrirætlanir urður að engu vegna þess að Bretar lentu í stríði við Frakka.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.12.2009 kl. 21:20

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er fallegt kort, sem útrásarliðið gæti hafa fengið frá forverum sínum, sjóræningjunum.

Fyrst Bretar eignuðust Ísland ekki í skiptum fyrir Jómfrúreyjar, hirða þeir það bara með því að neyða ríkisábyrgð upp á Íslendinga, sem munu aldrei geta borgað þrælaskattinn, sem verið er að leggja á íslenska skattgreiðendur núna.

Axel Jóhann Axelsson, 4.12.2009 kl. 21:56

3 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Ef ég man rétt þá var það þannig sem gömlu dönsku nýlendurnar í suðurhöfum enduðu, teknar uppí skuld af stórveldinu. Þannig að það eru svo sem fordæmi.

Kjartan Björgvinsson, 4.12.2009 kl. 23:48

4 Smámynd: Hörður Einarsson

Setjum hann í vitnastúkuna.

Hörður Einarsson, 5.12.2009 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband