Óboðleg vinnubrögð

Ríkisstjórnarnefnan og þrælbeygðir stuðningsmenn hennar á þingi hafa haldið því fram, að ekkert nýtt hefði komið fram um Icesavesamninginn seinni og verri undanfarnar vikur.

Það er hárrétt hvað varðar stjórnarliðana þrælslunduðu, en algerlega út í hött varðandi stjórnarandstæðinga, sem bent hafa á ótal atriði, sem felast í seinni og verri samningnum og sem veikja stöðu Íslands á marga vegu og varðar lengri og harðari þrældóm íslenskra skattgreiðenda fyrir kúgarana bresku og hollensku.

Loksins tókst stjórnarandstöðunni að knýja fram frestun á afgreiðslu málsins á meðan málið verði skoðað betur og reyndar er með ólíkindum, að höfundar frumvarpsins, þ.e. Bretar og Hollendingar, hafi ekki látið fylgja frumvarpinu gögn um þau atriði, sem nú á loksins að kanna.

Vegna þess að ríkisstjórnarnefnan hefur ekki lagt neitt nýtt til málsins, undanfarnar vikur, þarf nú að fá svör við þessum spurningum:

Hvort frumvarpið samrýmist ákvæðum stjórnarskrár Íslands.

Hversu miklar fjárhagsskuldbindingar samningarnir fela í sér.

Hvaða efnahagslegar hættur fylgja því að hafa skilyrðislausa greiðsluskyldu á vöxtum.

Könnuð verði áhrif breytinga sem gerðar voru á efnahagslegu fyrirvörum.

Hvaða áhrif hafa breyttar reglur um úthlutun úr þrotabúi Landsbankans.

Hver er möguleg gengisáhætta.

Þá bendir stjórnarandstaðan á að nýjar upplýsingar varðandi mat AGS á greiðsluþoli ríkissjóðs bendi til þess að hann ráði ekki við skuldbindingar sem í samningunum felast.

Einnig bendir stjórnarandstaðan á að mat sérfræðinga í enskum lögum á texta samninganna liggi ekki fyrir.

Þá skorti lögfræðilegt mat á afleiðingum þess að ensk lög gildi um samninginn en ekki íslensk, verði látið á það reyna fyrir dómstólum.

Gjörsamlega glórulaust er, að ríkisstjórnarnefnan skuli ekki geta upplýst um þessi atriði, vegna þess að henni hafi ekki dottið í hug að athuga þau.  Það er reyndar ekki svo furðulegt í því ljósi, að Bretar og Hollendingar sömdu frumvarpið og sendu Indriða H. með það fulltilbúið til Íslands, eftir síðustu sneypuför hans á fund erlendra húsbænda sinna.

Vonandi tekst stjórnarandstöðunni að bjarga þjóðinni úr klóm hinna erlendu kúgara og hjúa þeirra, sem, að nafninu til, halda um stjórnartauma á Íslandi fyrir þeirra hönd.


mbl.is Samkomulag um afgreiðslu Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir með ofanrituðu : " Gjörsamlega glórulaust er, að ríkisstjórnarnefnan skuli ekki geta upplýst um þessi atriði, vegna þess að henni hafi ekki dottið í hug að athuga þau. ".

Atriðin sem Alþingi telur nú að þurfi frekari upplýsinga við virðast þess eðlis að þau hljóti að hafa verið hugleidd og könnuð í sambandi við Icesavesamningagerðina og fyrri umræður á þingi en samt virðast upplýsingar um þau ekki liggja á lausu.

Er þarna kannski um eitthvað að ræða sem börn (þingheimur og þjóðin) mega ekki heyra?

Getur það verið að ríkisstjórn okkar hafi samþykkt að sinni hálfu samninga við öfluga og vel tengda erlenda aðila um lausn Icesavetryggingadeilunnar án þess að gera sér fulla grein fyrir afleiðingum samninganna fyrir þjóðina?

Í kjölfar þessarar fréttar vaknar önnur og kannski alvarlegri spurning um hvernig sambandi ríkisstjórnar og Alþingis sé háttað.

Getur það verið að ríkisstjórn Íslands sýni Alþingi þá óvirðingu að leggja fyrir það frumvörp án þess að hafa röksemdir tiltækar til að fylgja þeim eftir?

Kannski er það gömul hefð í okkar lýðræði að ríkisstjórnir telji bara hausa sinna tryggu þingmanna og treysti svo á "mælsku" , dylgjur og hótanir til að fá sitt í gegn?

Hversvegna í óskupunum gerir ríkisstjórnin engar alvöru tilraunir til þess að lofa okkur kjósendum að fylgjast með hvað er að gerast? Hvað, hvernig og hvers vegna og með smá röksemdafærslu og útskýringum. Ég held að mörg okkar séum orðin langþreytt á leitinni að sökudólgum, hvort það eru einstaklingar eða stjórnmálaflokkar.

Agla (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 12:13

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Pukur og leynd hefur einkennt þetta mál frá upphafi og er skemmst að minnast þess, að í vor átti að keyra upphaflega samninginn í gegn um Alþingi óséðan.  Þingið átti sem sagt að afgreiða Svavarssamninginn án þess að hann yrði kynntur almennilega fyrir þingmönnum, hvað þá almenningi.

Væri ekki fyrir stjórnarandstöðuna sætum við nú uppi með ríkisábyrgð á upphaflega samninginn, en með miklu brambolti og "málþófi" tókst að fá samþykktir ýmsir fyrirvarar við ríkisábyrgðina, en Indriði H. kom með skottið á milli lappanna frá kynningarferð sinni til Bretlands og Hollands og kom til baka með nánast óbreytta útgáfu af samningnum og nánast búið að þurrka út alla fyrirvarana.

Aumingjaskapurinn er algjör, því Indriði H. fór alls ekki með neitt nýtt samningsumboð í farteskinu, þegar hann átti að kynna fyrirvarana.

Þetta sýnir allt saman aumingjaháttinn sem viðgengst í öllum samskiptum við bresku og hollensku þrælapískarana.  Allt er samþykkt, sem frá þeim kemur.

Axel Jóhann Axelsson, 5.12.2009 kl. 12:30

3 identicon

Kannski er "aumingjahátturinn" ekki takmarkaður við samskiptin við bresku og hollensku "þrælapískarana"? Ættum við kannski að tala um aulahátt frekar en aumingjahátt?

Agla (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband