Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Banna ætti útlendingum að neyða lögum upp á Íslendinga

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður, tók loks til máls i umræðunni um ný og verri lagasetningu um ríkisábyrgð á skuldum Landsbankans og lagði til að þingsköpum yrði breytt, til að þagga niður í stjórnarandstöðunni.

Henni fannst afar sorglegt, að stjórnarandstaðan skyldi hafa skoðanir á málinu og vilja vanda sig við yfirferð á þessu núja frumvarpi, sem samið var af þrælahöldurunum bresku og hollensku.

Ekki má gleyma því, að Alþingi setti lög um þetta má í Ágústmánuði síðast liðnum, með ákveðnum fyrirvörum um ríkisábyrgðina á Landsbankaskuldirnar og eru það þau lög, sem eru í gildi um þetta mál, þó ekki hafi þjóðin verið ánægð með þá lagasetningu.

Bretar og Hollendingar neituðu að viðurkenna þá lagasetningu og sendu Indriða H. Þorláksson heim með nýja útgáfu af frumvarpi, sem þeir skipuðu ríkisstjórnarnefnunni að leggja fyrir Alþingi og vegna þrælsótta og ræfildóms, er hlaupið eftir öllu, sem þrælapískararnir skipa fyrir.

Með framgöngu stjórnarmeirihlutans við umræður um þetta bresk/hollenska frumvarp, hefu hann orðið sér til ævarandi skammar og mun komast á spjöld Íslandsögunnar sem undirlægur og fótgönguliðar erlendra yfirráða á Íslandi.

Ef eitthvert bann þyrfti að setja á Alþingi, þá er það bann við því, að stjórnvöld taki við lagafrumvörpum sem erlenir aðilar vilja neyða upp á þjóðina.


mbl.is Ólína vill breyta þingsköpum til að hindra málþóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sum mál henta ekki ríkisstjórnum

Við myndun ríkisstjórnarnefnunnar í vor, var því lofað, að lagt yrði fram frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur og var talað um að ákveðinn hluti þingmanna, eða kjósenda, myndi geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál.

Nú segir Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, að sum mál séu ekki til þess fallin að leggja undir þjóðina.  Ef einhvern tíma kemur fram frumvarpið um þjóðaratkvæðagreiðslur, hvaða mál ætlar ríkisstjórnarnefnan að undanskilja frá slíkum atkvæðagreiðslum? 

Ef til vill á eingöngu að leyfa þjóðaratkvæðagreiðslur um málefni, sem ríkisstjórnarnefnan leggur blessun sína yfir, þrátt fyrir að t.d. 25% kjósenda hefðu óskað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.  Slíkt lýðræði ætti þá aðeins að virka, þegar ríkisstjórnarnefnunni þóknast svo.

Nú hefur um fjórðungur kjósenda skrifað undir áskorun á forseta íslands, um að hann neiti nýjustu útgáfu Icesave langanna staðfestu og skjóti málinu þar með til þjóðarinnar til ákvörðunar.  Þá kemur fjármálajarðfræðingurinn fram og segir að "sum mál" séu ekki fallin til að bera undir þjóðina.

Þvílík hræsni.

Ríkisstjórnarnefnan hefur sýnt það í þessu máli, að sum mál henta ekki hvaða ríkisstjórn sem er, til afgreiðslu.


mbl.is Sum mál henta ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúleg staða Ölgerðarinnar

Ölgerðin hefur starfað í tæplega hundrað ár og margar framleiðsluvörur hennar orðnar samgrónar þjóðarsálinni og nægir það að nefna hinn ómissandi jóladrykk, Malt og Appelsín.

Að svo gamalgróið fyrirtæki skuli skulda 15,3 milljarða, er nánast ótrúlegt, eftir svo langan rekstur, en virðist skýrast að stórum hluta af "skuldsettum yfirtökum" og nýlegum byggingaframkvæmdum.

Þegar fyrirtæki er keypt með "skuldsettri yfirtöku" hækka ávallt skuldir fyrirtækisins sjálfs, vegna þess að "kaupendurnir" leggja nánast ekkert eigið fé í "kaupin", heldur er fyrirtækið sjálft látið taka lán og í raun fjármagna "kaupin" á sjálfu sér.

Þetta er aðferðin, sem útrársrgarkar og aðrir fjármálamógúlar hafa notað á undanförngum árum, ásamt því, að berstrípa fjárhag hins "keypta" fyrirtækis með ótrúlegum arðgreiðslum til sjálfra sín.

Af þessum sökum eru öll helstu fyrirtæki landsins "tæknilega gjaldþrota" og sum reyndar meira en tæknilega gjaldþrota, því mörg hver hafa, eða eru við það að leggja upp laupana.

Eftir tæplega hundrað ára starfsemi er eigið fé Ölgerðarinnar aðeins 135 milljónir, en viðskiptavild færð til eignar upp á sjö milljarða.  Í raun má því segja, að eigið fé fyrirtækisins sé neikvætt um tæpa sjö milljarða.

Þetta er ömurleg meðferð á gömlu og grónu fyrirtæki.  Sömu meðferð hafa flest gömul og fyrrum vel rekin fyrirtæki fengið og nægir þar að nefna Icelandair, Eimskip og Sjóvá.

Það hefur sannast rækilega, að þessir fjármálamógúlar hafa haft lítinn tilgang með brambolti sínu, annan en arðinum, sem þeir gátu sogað út úr fyrirtækjunum.


mbl.is Ölgerðin skuldar 15,3 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórfrétt úr Héraðsdómi Reykjavíkur

Í dag kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp þann úrskurð að myntkörfulán væru fullkomlega lögleg, en því hefur verið haldið fram af Hagsmunasamtökum heimilanna og a.m.k. einum lögmanni, að þau stæðust ekki ákvæði laga um verðtryggingu skulda.

Í frásögn mbl.is af niðurstöðu málsins kemur þetta fram:  "Fallist var á með SP fjármögnun að heimilt hefði verið að binda afborganir lánsins í íslensum krónum við gengi krónunnar gagnvart japönsku jeni og svissneskum frönkum.  Maðurinn hafi vitandi vits tekið lán í erlendri mynt. Lög stæðu ekki í vegi fyrir að hægt væri að krefjast skila á sambærilegu verðmæti og lánað var."

Afar líklegt má telja, að þessum dómi verði áfrýjað til Hæstaréttar og verði hann staðfestur þar, verður ekki lengur deilt um lögmæti myntkörfulánanna.  Héraðsdómur segir að maðurinn hafi vitandi vits tekið lán í erlendri mynt og það sama á við um alla aðra, sem glöptust til að taka sambærileg lán og ætluðu að græða einhver lifandis ósköp á vaxtamuninum, sem var milli lána í erlendri mynt og lána í íslenskum krónum.

Niðurstaða Héraðsdóms sætir stórtíðindum, vegna þeirra deilna, sem staðið hafa um erlendu lánin.


mbl.is Gert að greiða myntkörfulán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarleg hagræðing

Stjórn Landspítalans hefur kynnt sparnaðaráform, sem m.a. felast í því að fækka legurúmum á lyflækningadeild spítalans, og þar á meðal á að fækka leguplássum á hjartadeild.

Það undarlega við þessi sparnaðaráform kemur fram í þessari setningu í kynnigu spítalans á sparnaðaraðgerðunum:  „Ljóst er að innlögnum fækkar á þessum deildum og aðrar legudeildir lyflækningasviðs munu þurfa að taka meira til sín af innlagnarsjúklingum en áður."

Það verður að teljast vægast sagt undarlegur sparnaður, að loka sjúkrarúmum á einni deild, en fjölga þeim á öðrum, innan lyflækningasviðs spítalans.

Eitthvað hlýtur að þurfa að útskýra svona sparnað betur.


mbl.is Legurúmum fækkað á Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur á enda runninn

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, afhjúpaði sig endanlega sem bullustrokk, þegar hann réðst á Hönnu Birnu, borgarstjóra, fyrir hrunadans baka- og útrásarfursta og þá erfiðleika, sem þeir hafa leitt yfir þjóðina.

Að eyða tíma sínum í borgarstjórn í svona rugl, er manninum til skammar og sýnir svart á hvítu, málefnaþurrð borgarstjórnarminnihlutans gagnvart meirihlutanum.

Honum væri nær að stunda uppbyggilega gagnrýni á fjárhagsáætlun borgarinnar og benda á betri leiðir til niðurskurðar, ef hann hefur þá eitthvað til málanna að leggja.

Dagur aflar sér ekki fylgis með svon bullmálflutningi, en hann er reyndar frægur fyrir að tala mikið, en segja ekki neitt.

Dagar Dags B. eru á enda runnir í pólitík.


mbl.is Dagur gagnrýnir borgarstjóra harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðföst stjórnarandstaða

Stjórnarandstaðan á Alþingi stendur ennþá vörð um hagsmuni þjóðarinnar vegna samnings ríkisstjórnarnefnunnar við þrælahöfðingjana bresku og hollensku, um að fella niður fyrirvarana sem Alþingi setti fyrr í haust, við Svavarssamninginn um skuldir Landsbankans.

Í gær sveiflaði forseti þingsins svipu þrælahöfðingjanna yfir höfðum þingheims, með þeim orðum að þingmönnum yrði ekki hleypt út úr Alþingishúsinu, fyrr en þeir létu af baráttunni fyrir hagsmunum þjóðarinnar og hættu að andæfa þrælahelsinu.

Eins og spáð var í gær, hitti þrælasvipan þingforsetann sjálfan fyrir, svo hann gafst upp vegna þess að svipuhöggin ýfðu upp sárindin á eigin bakhluta.

Stjórnarandstaðan á heiður skilinn, fyrir vaktstöðu sína til varnar þjóðarhagsmunum.


mbl.is Fundi frestað á sjötta tímanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svipusmellirnir dynja á Alþingi

Bretar og Hollendingar hafa látið svipuhöggin dynja á ríkisstjórnarnefnunni undanfarna mánuði og er hún orðin blóðrisa á afturendanum og svo aum og lerkuð, og þó hún hafi gefist upp fyrir þrælahöfðingunum fyrir mörgum mánuðum, en hún nú að verða algerlega örmagna.

Nú eru herrarnir orðnir svo óþolinmóðir, að nú grípa þeir til þess ráðs, að láta þý sín mæta með svipuna á fundi Alþingis til þess að berja stjórnarandstöuna til hlýðni og uppgjafar í andófinu gegn samningnum um þrælkun íslensku þjóðarinnar í þágu ofbeldisseggjanna.

Svipusmellirnir á Alþingi munu ekki bitna verst á þeim, sem höggunum er beint að.

Svipuhöggin munu hitta stjórnarliðana sjálfa og rífa upp sárin á bakhlutum þeirra.


mbl.is Þingfundur þar til mælendaskrá er tæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar beittir viðskiptaþvingunum

Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, virðist hafa misst hæfileikann til að tala skorinort um hlutina, eins og hann var þó þekktur fyrir að gera, á meðan hann var í stjórnarandstöðu.

Fyrir nokkrum dögum, sagði hann á þingi, að af ýmsum ástæðum, sem ekki væri hægt að ræða á Alþingi, yrði að ganga fljótt frá ríkisábyrgðinni til Breta og Hollendinga, vegna skulda einkabanka.

Þegar hann er krafinn svara, um hvaða leyndardómar liggi að baki asanum, sem hann vill hafa á afgreiðsu þrælasamningsins, hrökklast hann úr einu víginu í annað, án þess að skýra mál sitt almennilega.

Þetta kemur þó fram í fréttinni:  "Hann sagði að af skiljanlegum ástæðum hefði ekki verið talað hátt hér á landi fyrstu vikurnar eftir að grímulausar hótanir bárust frá aðilum innan Evrópusambandsins um að láta Íslendinga hafa verra af ef þeir drifu sig ekki í að klára Icesave. "

Enn eru hlutir gefnir í skyn, án þess að útskýra þá nánar. 

Hvaða grímulausu hótanir bárust frá ESB um að láta Íslendinga hafa verra af ef þeir drifu sig ekki í að klára Icesave?

Steingrímur J. þyrfti að fara að tala þannig, að hann skiljist.


mbl.is Yndislega ótrúlega ómerkilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klámhögg

Nú berast fréttir af því  að norsk mamma á sjötugsaldri hafi fengið í hausinn ábyrgð, sem hún skrifaði upp á fyrir son sinn vegna viðskipta hans við Glitni í Noregi, en hann keypti af bankanum hlut í sænsku klámfyrirtæki.

Þetta tap kemur í sjálfu sér ekki á óvart, því öll viðskipti Glitnis, sem og annarra íslenskra banka voru eintóm klámhögg, sem valdið hafa ótölulegum fjölda aðila stórtapi.

Ekki er hægt að sjá, að ein einustu viðskipti íslenskra banka- og útrásargarka hafi skilað hagnaði, heldur þvert á móti, virðast öll fyrirtæki, sem þeir komu nálægt vera gjaldþrota, eða a.m.k. verulega illa stödd.

Sennilega er það afrek út af fyrir sig, að geta ekki einu sinni grætt á klámbransanum, sem hefur gert marga ríka í gegnum tíðina.

Þær eru margar mömmurnar, sem þurfa að líða fyrir þessa misheppnuðu klámkónga.


mbl.is Þarf að greiða milljónatap sonar síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband