Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
2.12.2009 | 10:09
Íslendingar gerðir að blórabögglum
Enski sparisjóðurinn Chelsea Building Society er nú að sameinast öðrum sparisjóði, Yorkshire Bulding Society og ber því við, að erfiðleikar hans stafi af bankahruninu á Íslandi og tap sparisjóðsins vegna þess.
Fram kemur að sparisjóðurinn tapaði 44 milljónum punda á hruni íslensku bankanna og 41 milljón punda á fasteignasvikamáli. Síðan kemur þetta fram í fréttinni: "Fram kemur í blaðinu Daily Telegraph, að samningarnir séu háðir því, að skuldunautar Chelsea fallist á, að afskrifa helming af um 200 milljóna punda skuld og breyta afganginum í víkjandi lán, sem hægt verði að breyta í hlutafé. Þetta muni hækka eiginfjárhlutfall Chelsea úr 8,5% í 10-12%."
Eins og sést af framansögðu, þarf sparisjóðurinn að afskrifa 100 milljónir punda og breyta öðrum 100 milljónum punda í víkjandi lán, en tap hans vegna íslensku bankanna nam ekki "nema" 44 milljónum punda. Aðrar ástæður eru þá fyrir því, að fella þarf niður, eða skuldbreyta, 156 milljónum punda, en gefið er í skyn, að allt sé þetta íslenska glæpahyskinu að kenna.
Íslendingarnir eru greinilega vinsæll skotspónn í Bretlandi þessa dagana, því fréttin endar svo: "Fyrir rúmu ári sameinuðust Yorkshire Building Society og Barnsley Building Society. Ástæðan fyrir því var væntanlegt tap Barnsley vegna falls íslensku bankanna."
Samkvæmt þessu voru Bretarnir svo framsýnir, að sameina sparisjóði vegna væntanlegs falls íslensku bankanna.
Þvílíkir ómerkingar, sem Bretar eru, bæði í þessum málum og ekki síður öðrum, sem að Íslendingum snúa.
Íslenskt bankahrun leiðir til samruna sparisjóða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2009 | 15:00
Margra ára flækja framundan?
Lögfræðingastóð Baugsmanna hefur áralanga reynslu af því að tefja mál og toga árum saman, fyrir dómstólum landsins. Það sannaðist eftirminnilega í Baugsmálinu fyrsta, en þar tókst lögfræðingastóðinu að snúa svo gjörsamlega út úr málflutningi saksóknara, að eftir margra ára þóf, var aðeins sakfellt í minniháttar málum, sem þó gerðu það að verkum að Jón Ásgeir má ekki lengur sitja í stjórnum fyrirtækja á Íslandi.
Samkvæmt fréttinni snýst það Baugsmál, sem nú er fyrir dómstólum um eftirfarandi: "Þau Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jónsson og Kristín Jóhannesdóttir, Baugur og Gaumur, eru ákærð fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum á árunum 1998 til 2003. Jón Ásgeir og Kristín eru meðal eigenda Gaums sem var aðaleigandi Baugs Group en það félag er nú til gjaldþrotaskipta."
Nú er lögfræðingaliðið byrjað að véfengja ákæruna og vill að viðurkennt verði, að þetta skattamál hefði átt að sækja með upphaflega Baugsmálinu og því megi ekki reka sérstakt sakamál vegna skattamálanna núna.
Væntanlega verður þetta mál teygt og togað fyrir dómstólum í nokkur ár og þá verða líklega komin fleiri Baugs- og Bónusfeðgamál fyrir dómstólana, svo ekki er við öðru að búast, en að lögfræðingarnir og dómarar landsins muni hafa nóg að gera a.m.k. næsta áratuginn.
Þó gæti munað miklu, að Baugur er orðinn gjaldþrota og því ekki hægt að sækja þangað fjármuni til að greiða varnarkostnaðinn.
Baugsmáli frestað um hálfan mánuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.12.2009 | 12:46
Steingrímur J. margsaga
Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, hefur undanfarna daga orðið margsaga vegna ríkisábyrgðarinnar á skuldum Landsbankans. Síðast í gær sagði hann á Alþingi, að svo leynilegar ástæður væru fyrir því að ljúka málinu sem allra fyrst, að ekki væri hægt að greina frá þeim úr ræðustóli Alþingis.
Í dag segir hann, að engin leyndarmál séu í tengslum við Icesave samningana, en hins vegar hafi ýmislegt komið fram í samtölum manna, án þess að um beinar hótanir hafi verið að ræða.
Í hádegisfréttum RÚV sagði hann að 70% útflutningsvara Íslands færu á markað í ESB löndum og þetta væru svo viðkvæmir hagsmunir, að fara yrði afar varlega til að styggja ekki ESB. Ef enginn hefur hótað neinu, hvað er maðurinn þá að fara?
Að baki þessum orðum hlýtur að liggja ótti við að ESB setji viðskiptabann á Ísland og hvernig dettur Steingrími J. í hug, að ESB grípi til slíkra stríðsaðgerða, ef enginn hefur hótað neinu? Er þetta eingöngu eigin hugdetta Steingríms J., til að hræða stjórnarandstöðuna til hlýðni og eftirgjafar í þessu mesta hagsmunamáli Íslandssögunnar?
Það er skýlaus krafa, að Steingrímur J. og aðrir sem þjást af þrælslund gagnvart Bretum, Hollendingum og ESB, fari að segja þjóðinni umbúðalausan sannleika um samskipti sín við þessa þrælahaldara.
Íslendingum ekki verið hótað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2009 | 10:34
Seinfær ríkisstjórnarnefna
Í dag er 1. desember og engir þingfundir verða haldnir í dag. Líklega eru þingmenn að halda fullveldisdaginn hátíðlegan, jafnvel þeir þingmenn sem að því vinna hörðum höndum, að þetta verði í síðasta sinn, sem þjóðin getur haldið upp á sitt tiltölulega unga fullveldi.
Nú eru ekki nema tvær vikur eftir af reglulegu þinghaldi, þó útséð sé um að það þurfi að framlengja, a.m.k. fram að jólum, eða jafnvel alveg til áramóta. Þetta stafar af ótrúlegum seinagangi ríkisstjórnarnefnunnar við vinnu að fjárlögum og skattabrjálæðisfrumvörpunum, sem þeim fylgja.
Leita verður langt aftur í tímann, til þess að finna einhverja hliðstæðu þessa seinagangs, en einkenni allrar vinnu meirihluta Alþingis einkennist af hroðvirkni og seinagangi. Tillögur eru lagðar fram og dregnar til baka jafnharðan og nýjar og lítið betri settar fram í staðinn.
Fjárlögum fyrir árið 2010 og skattabrjálæðistillögunum er frestað, til þess að pína ný og útvötnuð lög um ríkisábyrgð á skuldum Landsbankans, í gegnum þingið, vegna svipusmella Breta og Hollendinga, sem stjórnarliðar skelfast meira en nokkuð annað.
Stjórnarandstöðunni hefur loksins tekist að koma örlitlu viti í þingstörfin, með því að bjóðast til þess að afgreiða fjárlögin og fylgifrumvörp, en fresta afgreiðslu þrælalaganna á meðan.
Stjórnarliðar hafa ekki haft mikinn áhuga á því, fram að þessu, enda hafa þeir ekki nennt að mæta á þingfundi undanfarið, án þess þó að boða forföll og kalla inn varamenn, eins og þingsköp gera ráð fyrir.
Vonandi hafa þeir notað frítímann til þess að vinna jólaverkin heima hjá sér, þannig að þau þurfi ekki að tefja þá meira frá þingstörfunum á næstunni.
Tókst að ljúka umræðu um fjáraukalög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)